Umferðaröryggi
Bíllinn ekki í handbremsu við sundlaug og rann niður kletta
Bíll sem var staðsettur á bílastæði við Krossneslaug við Norðurfjörð á Ströndum rann af bílastæðinu og fram af kletti um hádegisleytið síðastliðinn laugardag. Talsvert sér á bílnum en engin slys urðu á fólki.
Aukið öryggi og lífsgæði með bættri samgöngumenningu
Umferðaröryggi er okkur öllum mikilvægt. Við kennum börnunum okkar á umferðarreglurnar, spennum beltin í bílnum, notum hjálma og annan öryggisbúnað og pöntum leigubíl fyrir vin sem gleymdi sér og ætlaði að aka heim eftir einn. Vísir, Bylgjan og Stöð 2 standa nú fyrir umferðarátaki í samstarfi við Samgöngustofu.
Tölum um umferðaröryggi
Ágústmánuður hefur verið slysaþyngsti mánuðurinn í umferðinni ár eftir ár en síðustu 10 ára hafa orðið nær tvö hundruð alvarleg umferðaslys og 678 minni umferðaóhöpp. Þetta er einnig sá mánuður sem flestir týna lífinu á vegum landsins, ökumenn og farþegar sem aldrei koma heim aftur.
Einn slasaður í mótorhjólaslysi við Látrabjarg
Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni vestur á firði að sækja mann sem slasaðist í mótorjólaslysi á Örlygshafnarvegi við Breiðuvík.
17 manns látist í slysum sem rekja má til svefns eða þreytu
Þreyta getur skapað lífshættulegt ástand undir stýri. Vísir, Bylgjan og Stöð 2 standa nú fyrir umferðarátaki í samstarfi við Samgöngustofu.
Slapp með skrámur eftir veltu á Reykjanesbraut
Maður slapp með minniháttar áverka eftir að bíll hans fór í veltu og hafnaði á staur á Reykjanesbrautinni í morgun. Hann hafði ekið á skilti og misst stjórn á bílnum og komu viðbragðsaðilar að honum uppistandandi.
Umferðarofsi stofnar vegfarendum í hættu
Vísir, Bylgjan, Stöð 2 og Samgöngustofa standa fyrir sérstöku umferðarátaki í sumar og undir þeim merkjum var meðal annars fjallað um hvert hliðarbilið milli ökutækja og reiðhjóla á að vera þegar tekið er fram úr.
Stórhættulegur framúrakstur á Holtavörðuheiði
Róbert Marvin Gíslason, tölvunarfræðingur og rithöfundur, var litlu frá því að lenda í alvarlegum árekstri á Holtavörðuheiði á mánudag þegar bílstjóri sendibíls tók fram úr honum á glannalegan hátt, bíll kom nefnilega akandi úr hinni áttinni og mjóu munaði að hann skylli framan á sendibílinn.
Munaði engu að ökumaður straujaði niður nítján hjólreiðamenn
Litlu mátti muna að illa færi þegar ökumaður jeppa, með kerru í afturdragi, tók fram úr nítján hjólreiðamönnum á leið til Þingvalla. Ökumaðurinn verður kærður fyrir aksturinn, sem náðist á myndband.
„Litu bara á þetta eins og hefði verið keyrt á kind“
Hópur bifhjólamanna safnaðist saman á Korputorgi til að mótmæla slæmum skilyrðum fyrir akstur þeirra á vegum landsins. Hann krefst þess jafnframt að einhver axli ábyrgð á mistökum við vegagerð sem leiddu til banaslyss tveggja bifhjólamanna á Kjalarnesi árið 2020.
„Hættan fyrir vinnandi fólk er raunveruleg“
Hraðakstur á vinnusvæði við breikkun Reykjanesbrautar skapar mikla hættu fyrir vinnandi fólk. Um helmingur ökumanna virða ekki hraðatakmarkanir.
Sniglarnir taka ekki þátt í mótmælum bifhjólafólks í kvöld
Formaður Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Sniglarnir, segir Vegagerðina vera að taka skref í rétta átt til að tryggja öryggi bifhjólafólks á vegum landsins þó að það mætti gerast hraðar. Hún segir að Sniglarnir muni ekki taka þátt í mótmælum bifhjólafólks í kvöld og að það sé ekki stefna félagsins að krefjast breytinga með reiði.
Of lítið fjármagn til viðhalds hafi kostað mannslíf
Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, hafa miklar áhyggjur af tíðum bikblæðingum sem hafa verið í klæðningu á vegum landsins undanfarin ár. Haldinn var kynningarfundur á vegum Vegagerðarinnar 10. júlí þar sem meðal annars kom fram að ástæða tíðra blæðinga síðastliðinna ára sé vegna mikillar aukningar þungaflutninga og stærri bíla á vegum með klæðningu. Sniglar taka undir með Vegagerðinni og krefjast úrbóta með auknu fjárframlagi.
Ölvaður ökumaður velti bíl í Breiðholti
Lögreglunni var tilkynnt um ölvaðan mann sem sýndi ógnandi tilburði gagnvart vegfarendum í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi eða nótt.
Aspir fjarlægðar á Selfossi vegna umferðaröryggis
Nú er búið að saga niður flestar aspirnar við þjóðveg númer eitt þegar ekið er í gegnum Selfoss en í staðin á að gróðursetja nýja tegund trjáa við veginn og setja upp öryggisgirðingu.
Segir fáránlegt að enginn axli ábyrgð á banaslysinu
Hópur mótorhjólamanna hefur efnt til mótmæla næstkomandi mánudag til að mótmæla því að enginn ætli að bera ábyrgð á mistökum við vegagerð, sem leiddu til banaslyss tveggja mótorhjólamanna á Kjalarnesi fyrir fjórum árum. Hópurinn ætlar að hittast á Korputorgi klukkan 19, aka saman upp á Kjalarnes, og stöðva þar hjólin á báðum akreinum í stutta stund í mótmælaskyni. Skipuleggjandi segir fáránlegt að enginn taki ábyrgð.
Klessti bíl og eigandinn kom í jakka einum fata á vettvang
Maður sem ók bíl undir áhrifum áfengis, klessti honum á kyrrstæðan aftanívagn, og kom sér af vettvangi hlaut dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum. Honum er gert að greiða 240 þúsund króna sekt til ríkissjóðs eða sæta átján daga fangelsi. Jafnframt var hann sviptur ökuréttindum.
Bíða eftir niðurstöðum blóðsýnatöku
Lögregla bíður eftir niðurstöðum blóðsýnis sem tekið var úr manninum sem ók yfir umferðareyju í vesturbæ Reykjavíkur í síðustu viku. Málið er fullrannsakað að öðru leyti og það skýrist um mánaðamótin hvort gefin verði út ákæra vegna málsins.
„Þeir voru hissa að þarna hafi einhver komið lifandi út“
Betur fór en á horfðist þegar vörubíll hafnaði á hvolfi á vegakafla í Gatnabrún í Mýrdalshreppi í gær. Ökumannshús bílsins féll saman.
Vörubíll hafnaði utan vegar á hliðinni í Mýrdalshreppi
Vörubíll hafnaði á hliðinni eftir að hafa ekið út af veginum í neðstu beygjunni í Gatnabrún í Mýrdalshreppi á Hringveginum. Umferð hefur verið stöðvuð tímabundið.
Hliðarbil ökutækja frá hjólreiðafólki 1.5 metrar
Hjólreiðar njóta vaxandi vinsælda hér á landi og sífellt fleiri nota reiðhjól og rafhjól sem samgöngutæki. Þá hefur þeim einnig fjölgað sem æfa hjólreiðar reglulega og þeim sem hjóla sér til heilsubótar.
Umferðareyjan sem ekið var yfir bæti öryggi vegfarenda
Enn má sjá ummerki þess að ölvaður ökumaður ók yfir nýgerða umferðareyju í vesturbæ Reykjavíkur. Sumir íbúar á svæðinu létu í ljósi óánægju með framkvæmdirnar í kjölfar þessara frétta en Katrín Halldórsdóttir verkfræðingur hjá Vegagerðinni vill ekki meina að framkvæmdirnar séu gagnslausar.
Bíll í ljósum logum eftir veltu við Rauðavatn
Einn er slasaður eftir að bíll valt með þeim afleiðingum að það kviknaði í honum á Suðurlandsvegi við Rauðavatn fyrir stuttu.
Bifhjólamaðurinn á Vestfjörðum ekki í lífshættu
Svo virðist sem bifhjólaslysið sem varð í norðanverðum Arnarfirði í gær hafi komið til vegna óhapps. Engin umferðarlagabrot virðast hafa átt stað, segir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum.
Ölvaður ökumaður keyrði á umferðareyju og reyndi að flýja
Ungur maður náði myndskeiði af því í gærkvöldi þegar að sendiferðabíll keyrði rakleiðis yfir nýja umferðareyju og nýtt gangbrautarskilti við Ánanaust í Vesturbænum á móti JL húsinu.
Fluttu sex á slysadeild eftir harðan árekstur í Breiðholti
Sex voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja bifreiða í Breiðholti í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var um nokkuð harðan árekstur og voru tveir dráttarbílar og fjórir sjúkrabílar sendir á vettvang slyssins.
Mikil og þétt umferð í dag
Nú í sumar rekur hver stóra ferðahelgin aðra alveg fram yfir Verslunarmannahelgi, jafnvel lengur, og þá tekur umferðin að þyngjast.
Tekið á símanotkun strætóbílstjóra með hörku
Jóhannes Rúnar Svavarsson framkvæmdastjóri Strætó segir byggðasamlagið reglulega fá ábendingar um símanotkun bílstjóra. Tekið sé á símanotkuninni með hörku.
Ein leið í og úr hverfinu dragi úr öryggi íbúa
Garðabær bíður núna eftir því að ná samkomulagi við Vegagerðina um endurbætur á Flóttamannaleiðinni svokölluðu. Til hefur staðið að tengja Urriðaholtsstræti og Holtsveg við veginn í tíu til fimmtán ár síðan að skipulag fyrir hverfið var gert. Eins og stendur er aðeins ein leið í og úr hverfinu.
„Við erum að klæða vegi sem eiga að vera malbikaðir“
Björk Úlfarsdóttir, umhverfis, gæða og nýsköpunarstjóri hjá Colas malbikunarfyrirtæki og formaður Félags kvenna í vegagerð segir klæðingu á vegi ekki alslæma en að malbikið sé betra. Klæðingu eigi að nota á umferðarminni vegi. Hún segir Vegagerðina ekki anna eftirspurn og viðhaldsskuldina aðeins aukast þegar hugsað er í skammtímalausnum.