Skattar og tollar Tugmilljóna sekt og má ekki stunda rekstur Sverrir Halldór Ólafsson hefur verið dæmdur til tveggja ára skilorðsbundinnar fangelsisvistar og greiðslu 57 milljóna króna vegna stórfelldra skattalagabrota. Hann hefur keyrt sjö einkahlutafélög í þrot og hefur nú verið bannað að stunda atvinnurekstur í tvö ár. Viðskipti innlent 19.6.2024 21:20 Fiskeldi og Vestfirðir Í lok maí var birt nýtt fasteignamat. Fasteignamat endurspeglar verðgildi fasteigna og fasteignamatið hækkar nú hvergi meira en á Vestfjörðum. Þetta eru góðar fréttir og endurspegla uppbyggingu í atvinnulífi þar vestra sem fjölgar atvinnutækifærum og hækkar fasteignaverð. Skoðun 12.6.2024 11:00 Vanhæfur þegar hann dæmdi mann til að greiða 142 milljónir Héraðsdómarinn Ingi Tryggvason var vanhæfur þegar hann dæmdi mann til fimmtán mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar og greiðslu 142,5 milljóna króna sektar vegna brota á skattalögum. Hann olli eigin vanhæfi með því að tjá sig óvarlega um sakarefnið undir rekstri málsins. Innlent 8.6.2024 21:51 „Það sem þú greiðir niður, það kemur aldrei aftur“ Vaxtastuðningur upp að tvö hundruð þúsund krónum á mann stendur fólki nú til boða, til að bregðast við hækkandi vaxtabyrðum húsnæðislána. Fjármálaráðgjafi segir almennt best að ráðstafa fjármunum beint inn á höfðustól lána. Það sé þó ekki algilt. Neytendur 6.6.2024 19:17 Ríkisstjórnin hafi sjálf skilyrt stuðning við Úkraínu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina sjálfa hafa fallið á því prófi að styðja Úkraínu. Hún hafi raunar skilyrt stuðning sinn „við það sem henni liði vel með“. Þorbjörg vísar þar til afnám tollfrelsis á úkraínskum landbúnaðarvörum sem hafi strandað á sérhagsmunaaðilum. Innlent 6.6.2024 11:50 Margir eiga inni vaxtastuðning frá skattinum Landsmenn eiga margir rétt á vaxtastuðningi frá skattinum, sem greiddur verður inn á íbúðalán. Vaxtastuðningurinn er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda sem kynntur var við undirritun kjarasamninganna í mars 2024. Innlent 4.6.2024 22:23 Kynna uppfært fasteignamat Húsnæðis- og mannvirkjastofnun kynnir uppfært fasteignamat fyrir árið 2025 á opnum fundi klukkan 10 í dag. Fundinn má sjá í beinni útsendingu hér á Vísi. Innlent 30.5.2024 09:31 Myndi ekki syrgja brotthvarf neftóbaksins Fjármálaráðherra segir það gleðitíðindi að sala á íslensku neftóbaki dragist saman. Skoða þurfi hvort leggja eigi gjöld á nikótínpúða. Innlent 27.5.2024 10:00 Ferðaþjónustan og vaskurinn Fyrr í dag buðu Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) til morgunfundar sem tileinkaður var sérstakri umræðu um íslenska ferðaþjónustu og virðisaukaskatt. Skoðun 22.5.2024 17:00 AGS: Gæti þurft að auka aðhald í ríkifjármálum en raunvextir hæfilegir Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) segir að aðhald opinberra fjármála á árunum 2025 til 2029 gæti orðið að aukast til að ná markmiðum um verðbólgu. Núverandi raunvaxtastig er talið hæfilegt en eftir því sem verðbólga og verðbólguvæntingar hjaðna skapast svigrúm til lækkunar meginvaxta. Þá ættu stjórnvöld að endurskoða takmarkanir á afleiðuviðskiptum banka með gjaldeyri með það fyrir augum að dýpka þann markað. Innherji 22.5.2024 12:26 Netflix, Stöð2+, Prime og Disney greiði til menningar Menningar-og viðskiptaráðuneytið leggur til að innlendar og erlendar streymisveitur greiði svokallað „menningarframlag“ til íslensks samfélags. Markmiðið er að efla íslenska menningu og íslenska tungu með því að hvetja til fjárfestingar í framleiðslu á innlendu efni. Framlagið á ekki að ná til steymisveitna með litla veltu eða fáa notendur og ekki til Ríkisútvarpsins. Viðskipti innlent 21.5.2024 13:38 Færeyingar draga í land með ferðamannaskatt Lögþing Færeyja hefur fallið frá áformum um að leggja á 4.500 króna aðgangseyri, 225 danskar krónur, á alla erlenda ferðamenn sem heimsækja eyjarnar. Í staðinn verður tekið upp gistináttagjald, 20 krónur danskar, um 400 krónur íslenskar, fyrir hverja nótt, þó að hámarki tíu nætur, eða um 4.000 krónur. Erlent 19.5.2024 11:20 Færeyingar áforma 4.500 króna aðgangseyri á alla ferðamenn Færeyskir bændur efndu til mótmælaaksturs á traktorum til Þórshafnar þegar mælt var fyrir frumvarpi landsstjórnarinnar um að leggja háan aðgangseyri á erlenda ferðamenn. Bændur og landeigendur telja frumvarpið ganga gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til að stýra sjálfir aðgengi að eigin landi. Erlent 9.5.2024 21:51 Borgar þú 65 prósent skatt af þínum tekjum? Ég er einyrki. Ég er rakari sem fór í einkaskóla til að læra iðngreinina sem ég elska og greiddi allan kostnað af náminu sjálfur eða rúmar tvær milljónir króna. Íslenska ríkið styrkti mig ekki um eina krónu. Launin sem ég fæ hver mánaðamót ráðast eingöngu af fjölda þeirra sem ég klippi og eru þannig breytileg. Skoðun 4.5.2024 15:01 Reksturinn þungur í kjölfar „yfirgangs og afskipta lögreglu“ Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðanna B5 og Exit og áfengisverslunarinnar Nýju vínbúðarinnar, segir rekstur B5 hafa verið þungan í kjölfar afskipta lögreglu af staðnum. Inngrip Ríkisskattstjóra sé því eðlilegt hvað B5 varðar, en ekki hvað varðar Exit og Nýju vínbúðina. Viðskipti innlent 26.4.2024 17:35 Skelltu líka í lás á Exit og í Nýju vínbúðinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur innsiglað skemmtistaðinn Exit við Ingólfstorg. Fyrr í dag var skemmtistaðurinn B5 innsiglaður en þeir eru báðir í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. Þá hefur húsnæði Nýju vínbúðarinnar, sem er í eigu Sverris Einars, einnig verið innsiglað. Viðskipti innlent 26.4.2024 14:42 Innsigla B5 að kröfu Skattsins Nokkuð fjölmennt lið lögreglu var við skemmtistaðinn sem kallaður er B5 í miðbæ Reykjavíkur á fjórtánda tímanum í dag. Að sögn aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var verið að innsigla staðinn að beiðni skattyfirvalda. Viðskipti innlent 26.4.2024 13:24 Þegar þú ert báknið Flest okkar kannast eflaust við að standa ekki alveg við falleg fyrirheit gærdagsins. Við byrjuðum ekki í ræktinni á mánudaginn, okkur tókst ekki alveg að spara í fatakaupunum eða vorum ekki jafn dugleg að lesa og við ætluðum. En hvernig kljáist þú við þessar tilfinningar þegar þú ert stjórnmálaflokkur í ríkisstjórn Íslands? Skoðun 26.4.2024 08:31 Vilja taka upp auðlindagjald að hætti Norðmanna Samfylkingin segir enga skýra auðlindastefnu vera á Íslandi og heildarsýn skorti á nýtingu auðlinda. Flokkurinn vill taka upp auðlindagjald að hætti Norðmanna. Einnig vilja þau auka fjárfestingar í samgönguinnviðum og nýta fleiri virkjanakosti. Innlent 24.4.2024 22:03 Stofnaði lífi átta manna í hættu „í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt“ Jóhann Jónas Ingólfsson var nýverið dæmdur til fjögurra mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að brot gegn lögum um brunavarnir í atvinnuhúsnæði sem hann átti. Þar lét hann útbúa búseturými án tilskilinna leyfa og án þess að gera nauðsynlegar ráðstafanir um brunavarnir. Með því var hann talinn stofna lífi þeirra sem bjuggu í rýminu í hættu. Innlent 24.4.2024 11:58 Meiri pening, takk Ári eftir stofnun íslenska lýðveldisins ráðstöfuðu ríki og sveitarfélög einni krónu af hverri fimm í íslensku hagkerfi. Hinum fjórum krónunum varði fólk og fyrirtæki frjálsri hendi. Ef þróunin sem hefur verið í opinberum fjármálum á undanförnum áratugum heldur áfram mun hið opinbera ráðstafa öllum krónum sem varið verður í íslensku hagkerfi árið 2160. Skoðun 18.4.2024 07:01 Fasteignaskattur í Reykjavík fer með himinskautum Eftir enn eina stökkbreytinguna á fasteignagjöldum Reykjavíkurborgar aflaði ég mér upplýsinga um þróun fasteignaskatts og fasteignamats á húseign minni að Skógarseli 25 og bar saman við þróun verðlags. Ég setti þetta upp í excel-skjal svo skoða mætti þetta skilmerkilega síðastliðin 14 ár. Skoðun 15.4.2024 11:00 Kenndi félagið við keppinautinn korter í gjaldþrot og borgaði ekki skatta Gunnar Örn Gunnarsson, eigandi og framkvæmdarstjóri Hópferða Ellerts ehf. hefur verið dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar og 46 milljóna króna fjársektar fyrir meiri háttar skattalagabrot. Eigandi helsta keppinautarins, Hópferða, heitir Ellert. Innlent 6.4.2024 13:20 Af skattlagningarvaldi Seðlabankans Með þeim breytingum sem peningastefnunefnd hefur gert á fastri bindiskyldu er einungis verið að fjármagna risa stóran (og vissulega mjög þarfan) gjaldeyrisforða Seðlabankans með dulinni skattheimtu, að sögn hagfræðings. Umræðan 5.4.2024 09:42 Bótaþegar fengu nokkurra ára kröfu frá skattinum um hánótt Ríkissjóður innheimtir nú fjögurra ára skuld vegna ofgreiddra atvinnuleysisbóta. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir afar leitt að þetta hafi tekið svona langan tíma. Skýringanna sé að leita í annríki á stofnuninni og nýju tölvukerfi. Innlent 3.4.2024 14:00 Skatturinn leggst gegn rýmri stærðarmörkum örfélaga Ríkisskattstjóri leggst gegn því að stærðarmörk örfyrirtækja verði rýmkuð nema gripið verði til mótvægisaðgerða. Löggiltur endurskoðandi um árabil segir núverandi viðmið um veltu og stærð efnahagsreiknings „verulega“ fjárhagslega íþyngjandi fyrir fjölda félaga og ástæðan fyrir endurskoðun ársreikninga sé oft einungis í þeim tilgangi að uppfylla kostnaðarsamar kröfur stjórnsýslunnar. Innherji 2.4.2024 14:40 Leiðin til betri lífskjara og velferðar Þegar að formaður Samfylkingarnar og aðrir lukkuriddar, birtast með lausn á öllum heimsins/ríkisins vandamálum, er fjármögnun þeirra aðgerða einatt sú, að sækja peningana þar sem þeir eru. Í því sambandi er helst talað um að hækka, bankaskatt, fjármagnstekjuskatt og veiðigjald. Skoðun 29.3.2024 20:38 Tók sameignina á sig og lenti í Skattinum Eigandi íbúðar í fjölbýlishúsi þarf að greiða tekjuskatt af greiðslum sem hann fékk frá húsfélagi hússins fyrir að sjá um sameign og sorpgeymslu. Hann kærði ákvörðun Ríkisskattstjóra þess efnis og sagðist vera beittur ranglæti og ráðstöfun fjár húsfélagins kæmi engum við. Yfirskattanefnd gaf lítið fyrir þau rök. Innlent 19.3.2024 20:21 Miðaldra reka lestina í framtalsskilum Alls voru um 63,2 prósent búin að skila skattframtali í morgun. Frestur til að skila rennur formlega út í dag en þó er svigrúm til um og eftir helgarinnar til að klára skilin. Af þeim sem eru búin að skila standa þau sig best sem eru í yngstu og elstu aldurshópunum. Viðskipti innlent 14.3.2024 11:55 Satt um skatta Sjallana Það er vel skiljanlegt að það þyki ekki góð leið fyrir stjórnarandstöðuflokka til að auka fylgi sitt að viðurkenna fúslega að leiðir Sjálfstæðisflokksins hafi reynst heilladrýgsta leiðin fyrir venjulegt launafólk og samfélagið allt til að bæta kjör og lífsgæði. Skoðun 14.3.2024 08:31 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 30 ›
Tugmilljóna sekt og má ekki stunda rekstur Sverrir Halldór Ólafsson hefur verið dæmdur til tveggja ára skilorðsbundinnar fangelsisvistar og greiðslu 57 milljóna króna vegna stórfelldra skattalagabrota. Hann hefur keyrt sjö einkahlutafélög í þrot og hefur nú verið bannað að stunda atvinnurekstur í tvö ár. Viðskipti innlent 19.6.2024 21:20
Fiskeldi og Vestfirðir Í lok maí var birt nýtt fasteignamat. Fasteignamat endurspeglar verðgildi fasteigna og fasteignamatið hækkar nú hvergi meira en á Vestfjörðum. Þetta eru góðar fréttir og endurspegla uppbyggingu í atvinnulífi þar vestra sem fjölgar atvinnutækifærum og hækkar fasteignaverð. Skoðun 12.6.2024 11:00
Vanhæfur þegar hann dæmdi mann til að greiða 142 milljónir Héraðsdómarinn Ingi Tryggvason var vanhæfur þegar hann dæmdi mann til fimmtán mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar og greiðslu 142,5 milljóna króna sektar vegna brota á skattalögum. Hann olli eigin vanhæfi með því að tjá sig óvarlega um sakarefnið undir rekstri málsins. Innlent 8.6.2024 21:51
„Það sem þú greiðir niður, það kemur aldrei aftur“ Vaxtastuðningur upp að tvö hundruð þúsund krónum á mann stendur fólki nú til boða, til að bregðast við hækkandi vaxtabyrðum húsnæðislána. Fjármálaráðgjafi segir almennt best að ráðstafa fjármunum beint inn á höfðustól lána. Það sé þó ekki algilt. Neytendur 6.6.2024 19:17
Ríkisstjórnin hafi sjálf skilyrt stuðning við Úkraínu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina sjálfa hafa fallið á því prófi að styðja Úkraínu. Hún hafi raunar skilyrt stuðning sinn „við það sem henni liði vel með“. Þorbjörg vísar þar til afnám tollfrelsis á úkraínskum landbúnaðarvörum sem hafi strandað á sérhagsmunaaðilum. Innlent 6.6.2024 11:50
Margir eiga inni vaxtastuðning frá skattinum Landsmenn eiga margir rétt á vaxtastuðningi frá skattinum, sem greiddur verður inn á íbúðalán. Vaxtastuðningurinn er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda sem kynntur var við undirritun kjarasamninganna í mars 2024. Innlent 4.6.2024 22:23
Kynna uppfært fasteignamat Húsnæðis- og mannvirkjastofnun kynnir uppfært fasteignamat fyrir árið 2025 á opnum fundi klukkan 10 í dag. Fundinn má sjá í beinni útsendingu hér á Vísi. Innlent 30.5.2024 09:31
Myndi ekki syrgja brotthvarf neftóbaksins Fjármálaráðherra segir það gleðitíðindi að sala á íslensku neftóbaki dragist saman. Skoða þurfi hvort leggja eigi gjöld á nikótínpúða. Innlent 27.5.2024 10:00
Ferðaþjónustan og vaskurinn Fyrr í dag buðu Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) til morgunfundar sem tileinkaður var sérstakri umræðu um íslenska ferðaþjónustu og virðisaukaskatt. Skoðun 22.5.2024 17:00
AGS: Gæti þurft að auka aðhald í ríkifjármálum en raunvextir hæfilegir Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) segir að aðhald opinberra fjármála á árunum 2025 til 2029 gæti orðið að aukast til að ná markmiðum um verðbólgu. Núverandi raunvaxtastig er talið hæfilegt en eftir því sem verðbólga og verðbólguvæntingar hjaðna skapast svigrúm til lækkunar meginvaxta. Þá ættu stjórnvöld að endurskoða takmarkanir á afleiðuviðskiptum banka með gjaldeyri með það fyrir augum að dýpka þann markað. Innherji 22.5.2024 12:26
Netflix, Stöð2+, Prime og Disney greiði til menningar Menningar-og viðskiptaráðuneytið leggur til að innlendar og erlendar streymisveitur greiði svokallað „menningarframlag“ til íslensks samfélags. Markmiðið er að efla íslenska menningu og íslenska tungu með því að hvetja til fjárfestingar í framleiðslu á innlendu efni. Framlagið á ekki að ná til steymisveitna með litla veltu eða fáa notendur og ekki til Ríkisútvarpsins. Viðskipti innlent 21.5.2024 13:38
Færeyingar draga í land með ferðamannaskatt Lögþing Færeyja hefur fallið frá áformum um að leggja á 4.500 króna aðgangseyri, 225 danskar krónur, á alla erlenda ferðamenn sem heimsækja eyjarnar. Í staðinn verður tekið upp gistináttagjald, 20 krónur danskar, um 400 krónur íslenskar, fyrir hverja nótt, þó að hámarki tíu nætur, eða um 4.000 krónur. Erlent 19.5.2024 11:20
Færeyingar áforma 4.500 króna aðgangseyri á alla ferðamenn Færeyskir bændur efndu til mótmælaaksturs á traktorum til Þórshafnar þegar mælt var fyrir frumvarpi landsstjórnarinnar um að leggja háan aðgangseyri á erlenda ferðamenn. Bændur og landeigendur telja frumvarpið ganga gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til að stýra sjálfir aðgengi að eigin landi. Erlent 9.5.2024 21:51
Borgar þú 65 prósent skatt af þínum tekjum? Ég er einyrki. Ég er rakari sem fór í einkaskóla til að læra iðngreinina sem ég elska og greiddi allan kostnað af náminu sjálfur eða rúmar tvær milljónir króna. Íslenska ríkið styrkti mig ekki um eina krónu. Launin sem ég fæ hver mánaðamót ráðast eingöngu af fjölda þeirra sem ég klippi og eru þannig breytileg. Skoðun 4.5.2024 15:01
Reksturinn þungur í kjölfar „yfirgangs og afskipta lögreglu“ Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðanna B5 og Exit og áfengisverslunarinnar Nýju vínbúðarinnar, segir rekstur B5 hafa verið þungan í kjölfar afskipta lögreglu af staðnum. Inngrip Ríkisskattstjóra sé því eðlilegt hvað B5 varðar, en ekki hvað varðar Exit og Nýju vínbúðina. Viðskipti innlent 26.4.2024 17:35
Skelltu líka í lás á Exit og í Nýju vínbúðinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur innsiglað skemmtistaðinn Exit við Ingólfstorg. Fyrr í dag var skemmtistaðurinn B5 innsiglaður en þeir eru báðir í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. Þá hefur húsnæði Nýju vínbúðarinnar, sem er í eigu Sverris Einars, einnig verið innsiglað. Viðskipti innlent 26.4.2024 14:42
Innsigla B5 að kröfu Skattsins Nokkuð fjölmennt lið lögreglu var við skemmtistaðinn sem kallaður er B5 í miðbæ Reykjavíkur á fjórtánda tímanum í dag. Að sögn aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var verið að innsigla staðinn að beiðni skattyfirvalda. Viðskipti innlent 26.4.2024 13:24
Þegar þú ert báknið Flest okkar kannast eflaust við að standa ekki alveg við falleg fyrirheit gærdagsins. Við byrjuðum ekki í ræktinni á mánudaginn, okkur tókst ekki alveg að spara í fatakaupunum eða vorum ekki jafn dugleg að lesa og við ætluðum. En hvernig kljáist þú við þessar tilfinningar þegar þú ert stjórnmálaflokkur í ríkisstjórn Íslands? Skoðun 26.4.2024 08:31
Vilja taka upp auðlindagjald að hætti Norðmanna Samfylkingin segir enga skýra auðlindastefnu vera á Íslandi og heildarsýn skorti á nýtingu auðlinda. Flokkurinn vill taka upp auðlindagjald að hætti Norðmanna. Einnig vilja þau auka fjárfestingar í samgönguinnviðum og nýta fleiri virkjanakosti. Innlent 24.4.2024 22:03
Stofnaði lífi átta manna í hættu „í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt“ Jóhann Jónas Ingólfsson var nýverið dæmdur til fjögurra mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að brot gegn lögum um brunavarnir í atvinnuhúsnæði sem hann átti. Þar lét hann útbúa búseturými án tilskilinna leyfa og án þess að gera nauðsynlegar ráðstafanir um brunavarnir. Með því var hann talinn stofna lífi þeirra sem bjuggu í rýminu í hættu. Innlent 24.4.2024 11:58
Meiri pening, takk Ári eftir stofnun íslenska lýðveldisins ráðstöfuðu ríki og sveitarfélög einni krónu af hverri fimm í íslensku hagkerfi. Hinum fjórum krónunum varði fólk og fyrirtæki frjálsri hendi. Ef þróunin sem hefur verið í opinberum fjármálum á undanförnum áratugum heldur áfram mun hið opinbera ráðstafa öllum krónum sem varið verður í íslensku hagkerfi árið 2160. Skoðun 18.4.2024 07:01
Fasteignaskattur í Reykjavík fer með himinskautum Eftir enn eina stökkbreytinguna á fasteignagjöldum Reykjavíkurborgar aflaði ég mér upplýsinga um þróun fasteignaskatts og fasteignamats á húseign minni að Skógarseli 25 og bar saman við þróun verðlags. Ég setti þetta upp í excel-skjal svo skoða mætti þetta skilmerkilega síðastliðin 14 ár. Skoðun 15.4.2024 11:00
Kenndi félagið við keppinautinn korter í gjaldþrot og borgaði ekki skatta Gunnar Örn Gunnarsson, eigandi og framkvæmdarstjóri Hópferða Ellerts ehf. hefur verið dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar og 46 milljóna króna fjársektar fyrir meiri háttar skattalagabrot. Eigandi helsta keppinautarins, Hópferða, heitir Ellert. Innlent 6.4.2024 13:20
Af skattlagningarvaldi Seðlabankans Með þeim breytingum sem peningastefnunefnd hefur gert á fastri bindiskyldu er einungis verið að fjármagna risa stóran (og vissulega mjög þarfan) gjaldeyrisforða Seðlabankans með dulinni skattheimtu, að sögn hagfræðings. Umræðan 5.4.2024 09:42
Bótaþegar fengu nokkurra ára kröfu frá skattinum um hánótt Ríkissjóður innheimtir nú fjögurra ára skuld vegna ofgreiddra atvinnuleysisbóta. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir afar leitt að þetta hafi tekið svona langan tíma. Skýringanna sé að leita í annríki á stofnuninni og nýju tölvukerfi. Innlent 3.4.2024 14:00
Skatturinn leggst gegn rýmri stærðarmörkum örfélaga Ríkisskattstjóri leggst gegn því að stærðarmörk örfyrirtækja verði rýmkuð nema gripið verði til mótvægisaðgerða. Löggiltur endurskoðandi um árabil segir núverandi viðmið um veltu og stærð efnahagsreiknings „verulega“ fjárhagslega íþyngjandi fyrir fjölda félaga og ástæðan fyrir endurskoðun ársreikninga sé oft einungis í þeim tilgangi að uppfylla kostnaðarsamar kröfur stjórnsýslunnar. Innherji 2.4.2024 14:40
Leiðin til betri lífskjara og velferðar Þegar að formaður Samfylkingarnar og aðrir lukkuriddar, birtast með lausn á öllum heimsins/ríkisins vandamálum, er fjármögnun þeirra aðgerða einatt sú, að sækja peningana þar sem þeir eru. Í því sambandi er helst talað um að hækka, bankaskatt, fjármagnstekjuskatt og veiðigjald. Skoðun 29.3.2024 20:38
Tók sameignina á sig og lenti í Skattinum Eigandi íbúðar í fjölbýlishúsi þarf að greiða tekjuskatt af greiðslum sem hann fékk frá húsfélagi hússins fyrir að sjá um sameign og sorpgeymslu. Hann kærði ákvörðun Ríkisskattstjóra þess efnis og sagðist vera beittur ranglæti og ráðstöfun fjár húsfélagins kæmi engum við. Yfirskattanefnd gaf lítið fyrir þau rök. Innlent 19.3.2024 20:21
Miðaldra reka lestina í framtalsskilum Alls voru um 63,2 prósent búin að skila skattframtali í morgun. Frestur til að skila rennur formlega út í dag en þó er svigrúm til um og eftir helgarinnar til að klára skilin. Af þeim sem eru búin að skila standa þau sig best sem eru í yngstu og elstu aldurshópunum. Viðskipti innlent 14.3.2024 11:55
Satt um skatta Sjallana Það er vel skiljanlegt að það þyki ekki góð leið fyrir stjórnarandstöðuflokka til að auka fylgi sitt að viðurkenna fúslega að leiðir Sjálfstæðisflokksins hafi reynst heilladrýgsta leiðin fyrir venjulegt launafólk og samfélagið allt til að bæta kjör og lífsgæði. Skoðun 14.3.2024 08:31