„Þetta er salami-leiðin“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. maí 2025 08:29 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins er ekki hrifinn af frumvarpi atvinnuvegaráðherra. Vísir/Anton Brink Formaður Framsóknarflokksins vill frekar að þrepaskiptur tekjuskattur verði lagður á sjávarútvegsfyrirtæki heldur en að sjá frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld verða að veruleika. Slíkt kerfi vill hann meina að sé líklegra til að tryggja að stærri og efnameiri fyrirtæki sem hagnast mest greiði meira af auðlindinni til samfélagsins en lítil og meðalstór fyrirtæki. Hann telur áform ríkisstjórnarinnar „andlandsbyggðarlega“ „salami-aðferð“ til að sækja tekjur af greininni. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, í umræðum um frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld sem ráðherrann mælti fyrir á Alþingi í gær. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á skráðu aflaverðmæti fyrir tiltekna nytjastofna við útreikning veiðigjalds. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa talað um málið sem hækkun á veiðigjaldi á meðan stjórnarmeirihlutinn vill meina að um leiðréttingu á veiðigjaldi sé að ræða. Í greinargerð með frumvarpinu segir að markmið þess sé meðal annars að tryggja „að reiknað aflaverðmæti tiltekinna nytjastofna endurspegli betur raunverulegt aflaverðmæti og þar með réttlát auðlindagjöld fyrir aðgang að sjávarauðlindinni sem sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar á nytjastofnum sjávar.“ Sigurður Ingi sagði að það sé honum fyrir löngu orðið ljóst að „ekki sé hægt að finna neitt réttlátt veiðigjald.“ Spurningin sé hins vegar hve langt sé hægt að ganga í að taka gjald án þess að hafa áhrif á verðmætasköpun atvinnuvegarins og það sé augljóst að það sé misjafnt eftir fyrirtækjum hve háu gjaldi þau geti staðið undir. „Það er asi í málinu, það eru læti“ Hann segir augljóst að breytingarnar falli hlutfallslega mest á landsbyggðina eða ríflega 80% og þá kveðst hann meðvitaður um að áform ríkisstjórnarinnar séu þegar farin að hafa áhrif á fyrirtæki á landsbyggðinni. „Þegar hafa minni fyrirtæki frestað ákvörðunum um uppbyggingu, framkvæmdir og fjárfestingar nú þegar í sumar. Á grundvelli ófyrirsjáanleika og hræðslu um hvað svo gerist,“ sagði Sigurður Ingi. Þá vill hann meina að afsláttarkerfi sem eigi að tryggja að minni fyrirtæki beri ekki sama þunga af breytingunum og þau stærri vera ógagnsætt og áhrifin illa verið greind. „Það eru engar greiningar á borðinu. Það er asi í málinu, það eru læti, svona réttlæting – bara keyra þetta áfram,“ sagði Sigurður Ingi. „Væri ekki gáfulegra að leggjast aðeins meira yfir þetta, gefa fyrirtækjunum aðeins meiri fyrirsjáanleika.“ Hann vill meina að fyrirhugaðar breytingar séu þegar farnar að leiða til samþjöppunar í greininni, þvert á það sem komið hafi fram í yfirlýsingum stjórnarmeirihlutans. Þá rifjaði Sigurður Ingi upp umræður um stefnuræðu forsætisráðherra frá því í febrúar. Þá hafi hann sagst hafa áhyggjur af því að „ríkisstjórnin skildi ekki verðmætasköpun“ og að til stæði að fara í „stórfellda aukna skattlagningu á atvinnugreinar landsbyggðarinnar, hún væri andlandsbyggðarleg.“ Þessar áhyggjur Sigurðar Inga hafi ekki dvínað. „Þetta er salami-leiðin,“ sagði Sigurður Ingi. „Það er ekki verið að banna samþættingu veiða og vinnslu sagði háttvirtur stjórnarþingmaður einn áðan. Það er alveg rétt, það er ekki verið að banna það. Það er bara verið að gera hlutina erfiðari, það er verið að gera þá flóknari. Það er verið að segja við ætlum að taka markaðsverðið í Noregi þar sem það er engin samþætting á veiðum og vinnslu, heldur flytja þeir meginþorrann af sínum fiski til Póllands og Kína vegna þess að þar eru miklu ódýrari vinnslur,“ sagði Sigurður Ingi. Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjávarútvegur Skattar og tollar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Fleiri fréttir Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, í umræðum um frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld sem ráðherrann mælti fyrir á Alþingi í gær. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á skráðu aflaverðmæti fyrir tiltekna nytjastofna við útreikning veiðigjalds. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa talað um málið sem hækkun á veiðigjaldi á meðan stjórnarmeirihlutinn vill meina að um leiðréttingu á veiðigjaldi sé að ræða. Í greinargerð með frumvarpinu segir að markmið þess sé meðal annars að tryggja „að reiknað aflaverðmæti tiltekinna nytjastofna endurspegli betur raunverulegt aflaverðmæti og þar með réttlát auðlindagjöld fyrir aðgang að sjávarauðlindinni sem sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar á nytjastofnum sjávar.“ Sigurður Ingi sagði að það sé honum fyrir löngu orðið ljóst að „ekki sé hægt að finna neitt réttlátt veiðigjald.“ Spurningin sé hins vegar hve langt sé hægt að ganga í að taka gjald án þess að hafa áhrif á verðmætasköpun atvinnuvegarins og það sé augljóst að það sé misjafnt eftir fyrirtækjum hve háu gjaldi þau geti staðið undir. „Það er asi í málinu, það eru læti“ Hann segir augljóst að breytingarnar falli hlutfallslega mest á landsbyggðina eða ríflega 80% og þá kveðst hann meðvitaður um að áform ríkisstjórnarinnar séu þegar farin að hafa áhrif á fyrirtæki á landsbyggðinni. „Þegar hafa minni fyrirtæki frestað ákvörðunum um uppbyggingu, framkvæmdir og fjárfestingar nú þegar í sumar. Á grundvelli ófyrirsjáanleika og hræðslu um hvað svo gerist,“ sagði Sigurður Ingi. Þá vill hann meina að afsláttarkerfi sem eigi að tryggja að minni fyrirtæki beri ekki sama þunga af breytingunum og þau stærri vera ógagnsætt og áhrifin illa verið greind. „Það eru engar greiningar á borðinu. Það er asi í málinu, það eru læti, svona réttlæting – bara keyra þetta áfram,“ sagði Sigurður Ingi. „Væri ekki gáfulegra að leggjast aðeins meira yfir þetta, gefa fyrirtækjunum aðeins meiri fyrirsjáanleika.“ Hann vill meina að fyrirhugaðar breytingar séu þegar farnar að leiða til samþjöppunar í greininni, þvert á það sem komið hafi fram í yfirlýsingum stjórnarmeirihlutans. Þá rifjaði Sigurður Ingi upp umræður um stefnuræðu forsætisráðherra frá því í febrúar. Þá hafi hann sagst hafa áhyggjur af því að „ríkisstjórnin skildi ekki verðmætasköpun“ og að til stæði að fara í „stórfellda aukna skattlagningu á atvinnugreinar landsbyggðarinnar, hún væri andlandsbyggðarleg.“ Þessar áhyggjur Sigurðar Inga hafi ekki dvínað. „Þetta er salami-leiðin,“ sagði Sigurður Ingi. „Það er ekki verið að banna samþættingu veiða og vinnslu sagði háttvirtur stjórnarþingmaður einn áðan. Það er alveg rétt, það er ekki verið að banna það. Það er bara verið að gera hlutina erfiðari, það er verið að gera þá flóknari. Það er verið að segja við ætlum að taka markaðsverðið í Noregi þar sem það er engin samþætting á veiðum og vinnslu, heldur flytja þeir meginþorrann af sínum fiski til Póllands og Kína vegna þess að þar eru miklu ódýrari vinnslur,“ sagði Sigurður Ingi.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjávarútvegur Skattar og tollar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Fleiri fréttir Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Sjá meira