Viðskipti

Fréttamynd

Hagvöxtur án atvinnu

Störfum hefur farið fækkandi og mikil framleiðniaukning er í hagkerfinu, segja Samtök atvinnulífsins. Áætlaður vöxtur landsframleiðslu á hvern starfandi einstakling á Íslandi er sex prósent samkvæmt áætlun SA.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýr netvafri og hraðari

Norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software og hugbúnaðarfyrirtækið SlipStream Data kynntu í gær fyrirætlanir sínar um að sameina netvafratækni Opera vef- og tölvupóstshröðunartækni SlipStream.

Innlent
Fréttamynd

Gagnvirkt sjónvarp Símans

Síminn hefur ákveðið að ganga til samstarfs við Thales Broadcast & Multimedia og IBM um tæknilausn til dreifingar á stafrænu gagnvirku sjónvarpi yfir ADSL-kerfið.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður Kaldbaks 1,7 milljarðar

Hagnaður Kaldbaks nam 1.737 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi samkvæmt greiningardeild Landsbankans. Hagnaður félagsins skiptist þannig að óinnleystur hagnaður nemur 1.149 milljónum króna en innleystur hagnaður nemur 587 milljónum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lyfja eignast 66% í Litís

Lyfja hf. hefur eignast 66% hlut í Litís hf. en það félag rekur tvær keðjur apóteka í Litháen undir merkjum Farma. Með kaupunum er stigið fyrsta skrefið í útrás Lyfju, að því er segir í tilkynningu frá félaginu, en markmiðið er að víkka út tekjugrunn félagsins með því að sækja á erlenda markaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

KB haslar sér völl í Noregi

KB banki ætlar að hasla sér völl í norska fjármálaheiminum, líkt og hann hefur þegar gert í Svíþjóð og Danmörku, og stefnir að því að verða stærsti fjárfestingabanki á Norðurlöndum, hefur norska blaðið <em>Aftenposten</em> eftir Hreiðari Má Sigurðssyni, forstjóra bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rótgróinn risi fetar nýja braut

mestum fjármunum. Gamalreynd flaggskip íslenskrar útrásar. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að þessi fyrirtæki voru ásamt Flugleiðum einu fyrirtækin sem ráku umfangsmikla erlenda starfsemi. SÍF stendur nú á tímamótum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sami hagnaður og hjá KB banka

Hagnaður Landsbanka Íslands fyrstu níu mánuði ársins var 11,7 milljarðar króna eftir skatta eða jafnmikill og hjá KB banka sem greint var frá fyrr í dag. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður Landsbankans 2,5 milljarðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan lækkar áfram

Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hélt áfram að lækka í gær og hefur þá lækkað um samtals 10% á einni viku, þar af um 8,6% síðustu þrjá dagana. Verðbréf féllu um allt að 5% fyrst eftir opnun markaðarins í gær en fór svo að sveiflast upp á við hjá ýmsum fyrirtækjum undir hádegi og endaði lækkunin í 1,6%.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Breytingar innan Norðurljósa

Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður lét af störfum framkvæmdastjóra Norðurljósa og útvarpsstjóra Íslenska útvarpsfélagsins eftir stjórnarfund í Norðurljósum í gær. Marinó Guðmundsson, fjármálastjóri félagsins, hefur líka ákveðið að láta af störfum og tilkynntu þeir þetta í innanhússpósti til starfsmanna seint í gærkvöldi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

11,7 milljarða hagnaður KB banka

Hagnaður KB banka fyrstu níu mánuði ársins, eftir skatta, var 11,7 milljarðar króna. Það er rúmlega hundrað og þrjátíu prósenta aukning miðað við sama tíma í fyrra. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 32,5 prósent en var rúmlega 21 prósent á sama tíma í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Burðaráss aldrei meiri

Hagnaður Burðaráss hf. og dótturfélaga á fyrstu níu mánuðum ársins hefur aldrei verið meiri, eða 11,7 milljarðar króna . Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi var 11.124 milljónir en hagnaður dótturfélags Burðaráss, Eimskipafélag Íslands, var 607 milljónir króna. Arðsemi eigin fjár á fyrstu níu mánuðum ársins var 78% á ársgrundvelli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlutabréfamarkaðurinn hrynur ekki

Ágúst Einarsson, prófessor í viðskiptafræði, segir að lækkun á hlutabréfamarkaði síðustu daga bendi til þess að markaðurinn sé að svara varnaðarorðum sérfræðinga um að ekki hafi verið innistæða fyrir miklum hækkunum síðustu tvö ár. Hann segir að ekkert bendi til þess að markaðurinn hrynji.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Bakkavarar 1,5 milljarðar

Hagnaður Bakkavarar fyrstu níu mánuði ársins var 1.470 milljónir króna fyrir skatta, eða 522 milljónir króna eftir skatta, og er það bati upp á 43% frá síðasta ári. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 768 milljónum króna á móti 671 milljón króna á sama tímabili í fyrra. Veltufé frá rekstri var 537 milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan lækkar áfram

Úrvalsvísitalan hélt áfram að lækka í Kauphöll Íslands í morgun í miklum viðskiptum. Flest bendir til að margir smærri hlutafjáreigendur séu að innleysa hagnað undanfarinna missera af ótta við enn frekari lækkun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjötíu milljarða lækkun

Úrvalsvísitala hlutabréfa í Kauphöll Íslands féll um 4,23 prósent í gær. Daginn áður lækkaði hún um 2,97 prósent. Aldrei áður hefur vísitalan lækkað jafnhratt á tveimur dögum en samanlögð lækkun er 7,08 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rússneskar pönnukökur

Kaup SÍF á franska matvælafyrirtækinu Labeyrie fyrir 29 milljarða króna hafa vakið talsverða athygli. Fyrirtækið framleiðir meðal annars rússneskar pönnukökur en þeim hafa Íslendingar ekki átt að venjast í gegnum tíðina.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagar kaupa Skeljung

Hagar hf. hafa eignast allt hlutafé í Skeljungi hf. með kaupum á eignarhaldsfélaginu Sólvindum. Ekki stendur til að gera neinar breytingar á rekstrarfyrirkomulagi Skeljungs og verður fyrirtækið áfram rekið sem sjálfstætt hlutafélag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaup fyrir 29 milljarða króna

SÍF er að ljúka kaupum á franska matvælafyrirtækinu Labeyrie Group fyrir 29 milljarða króna. Þetta eru ein stærstu fyrirtækjakaup íslenskrar viðskiptasögu. Þá hefur SÍF selt dóttturfyrirtæki sitt í Bandaríkjunum og hlut sinn í SH. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sparisjóðirnir fjármagna mest

Flestar uppgreiðslur á lánum Íbúðalánasjóðs koma frá sparisjóðunum, eða 32,5 prósent allra uppgreiðslna lána. Þetta kemur fram í svari Íbúðalánasjóðs við fyrirspurn sem Jóhanna Sigurðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, lagði fram á Alþingi sjötta þessa mánaðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupir franskt matvælafyrirtæki

SÍF er að kaupa franskt matvælafyrirtæki fyrir 29 milljarða króna. Verið er að ganga frá kaupunum. Franska fyrirtækið heitir Labeyrie Group og er að sögn SÍF leiðandi í framleiðslu og dreifingu á kældum matvælum fyrir smásölu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupverð EasyJet 6,3 milljarðar

Breskir fjölmiðlar og fjármálasérfræðingar velta fyrir sér kaupum Flugleiða á 8,4 prósenta hlut í lággjaldaflugfélaginu EasyJet í gær. Fullyrt er í blaðinu<em> Independent</em> að kaupverðið á hlutnum sé fimmtíu milljónir punda, eða um 6,3 milljarðar króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Öll íslensku flugfélögin nefnd

Íslenskt flugfélag er orðað við eitt stærsta lágfargjaldaflugfélag Evrópu. Breskir fjölmiðlar segja orðróm um yfirtökutilboð á kreiki. Avion Group, Icelandair og Iceland Express eru öll nefnd sem hugsanlegir kaupendur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flugleiðir keyptu í easyJet

Flugleiðir hafa keypt 8,4% hlutabréfa í easyJet sem er annað af tveimur stærstu lággjaldaflugfélögum í Evrópu. Ársvelta félagsins er tæplega 130 milljarðar króna á ári og hagnaður um níu milljarðar króna síðastliðið ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tap upp á 66 milljónir króna

Rekstrartap á Íslenska sjónvarpsfélaginu, sem rekur Skjá einn, var rúmlega 66 milljónir í fyrra samkvæmt ársreikningi. Fyrirtækið hafði tæpar fimm hundruð milljónir króna í auglýsingatekjur á árinu en reksturinn kostaði um 570 milljónir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Avion ætlar að kaupa Easy Jet

Nýi íslenski flugrisinn, Avion Group, sem á meðal annars flugfélagið Atlanta, ætlar sér að kaupa eitt þekktasta og stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu, Easy Jet. Þetta kemur fram í dagblaðinu <em>Guardian</em> í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fleiri vélmenni inn á heimilin

Sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum búast við því að sala á vélmennum til heimilisnota muni sjöfaldast fyrir árið 2007. Heimili í Bandaríkjunum nýta sér nú í auknum mæli þjónustu vélmenna við ýmis misvinsæl heimilisstörf. Vinsælast er að kaupa vélmenni sem sjá um að slá blettinn.

Erlent
Fréttamynd

Hlutabréf í DeCode tóku stökk

Hlutabréf í DeCode Genetics tóku stórt stökk upp á við á Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum í dag eftir að fréttir bárust af jákvæðum niðurstöðum tilrauna með þróun lyfs sem draga á úr líkum á hjartaáfalli. Forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar segja að þetta séu stórmerkileg tíðindi, ekki eingöngu fyrir fyrirtækið heldur einnig fyrir læknavísindin á heimsvísu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nauðsynlegt að selja Símann

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að kaup Símans í Skjá einum sýni að nauðsynlegt sé að selja Símann. Stjórn Símans hefur neitað Steingrími J. Sigfússyni um aukahluthafafund vegna kaupanna. Hann gefur lítið fyrir skýringarnar og hefur ítrekað beiðni sína.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Prófanir hjartalyfs jákvæðar

Íslensk erfðagreining greindi í morgun frá jákvæðum niðurstöðum prófana á hjartalyfinu DG031. Í tilkynningu segir að lyfjaprófanir sýni að lyfið hafi marktæk áhrif á áhættuþætti hjartaáfalls og veldur ekki aukaverkunum.

Viðskipti innlent