Íþróttir

Kuyt á leið til Liverpool
Hollenski landsliðsframherjinn Dirk Kuyt á nú aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun svo hann geti gengið í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool. Enska félagið hefur komst að samkomulagi við Feyenoord um kaupverð og vildi leikmaðurinn ólmur ganga til liðs við þá rauðu.

Owen gæti misst af leiktíðinni
Glenn Roader er mjög hæfilega bjartsýnn á endurhæfingarferli framherja síns Michael Owen og segir að í versta falli gæti farið svo að hann spilaði ekki einn einasta leik á keppnistímabilinu sem hefst um helgina. Owen meiddist illa á hné á HM og er nú undir höndum lækna.

Fer fram á sölu frá Bayern
Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves er sagður eiga fund með forráðamönnum Bayern Munchen í dag, þar sem hann muni fara fram á að verða seldur frá félaginu til Manchester United. Enska liðið ku hafa mikinn áhuga á að fá Hargreaves í sínar raðir, en hann er nýbúinn að framlengja samning sinn við þýska liðið og ólíkt þykir að hann fari fyrir minna en 13 milljónir punda.

Gallas vill enn fara frá Chelsea
Franski landsliðsmaðurinn William Gallas hefur ítrekað að hann vilji finna sér nýtt félag til að spila fyrir á næstu leiktíð. Þetta sagði hann við franska miðla eftir sigur Frakka á Bosníumanna í gærkvöldi.
Fyrsti sigur FH í sumar
FH-stúlkur unnu í gærkvöld sinn fyrsta sigur í Landsbankadeild kvenna þegar þær lögðu lið Þórs/KA á heimavelli sínum í Kaplakrika 3-2. Sigurinn dugði FH þó ekki til að komast upp úr botnsæti deildarinnar, en liðið situr á botninum ásamt norðanliðinu með 3 stig, en hefur lakari markatölu.

Stoltur af 100 leikjum
Landsliðsfyrirliði Spánar, Madrídingurinn Raul Gonzalez, sagði í samtali við spænska fjölmiðla eftir leikinn gegn Íslandi í fyrrakvöld að hann væri stoltur af 100 landsleikjum sínum fyrir Spán. "Ég var mjög hamingjusamur og stoltur," sagði kappinn. "Það er mjög mikilvægt fyrir mig að hafa náð þessum áfanga. Það var synd að úrslit leiksins hafi ekki verið betri en þetta var erfitt fyrir okkur."

Meiddist lítillega á ökkla
Fernando Torres, leikmaður Atletico Madrid á Spáni, meiddist lítillega í leik Íslands og Spánar á Laugardalsvelli í fyrrakvöld. Hann snerist á ökkla í fyrri hálfleik en hélt engu að síður áfram.

Newcastle eða Celtic?
Newcastle United og Glasgow Celtic eru bæði talin vera að berjast um danska miðjumanninn Thomas Gravesen sem leikur með Real Madrid.

Strákarnir gerðu það sem við lögðum fyrir þá
Steve McClaren var mjög sáttur við leik sinna manna í kvöld þegar hann stýrði enska landsliðinu til 4-0 sigurs á Grikkjum í sínum fyrsta leik sem landsliðsþjálfari. Hann sagði sína menn hafa gert allt sem hann lagði upp með fyrir leikinn.

Þjóðverjar lögðu Svía 3-0
Fjöldi vináttulandsleikja í knattspyrnu var á dagskrá í kvöld. Þjóðverjar unnu góðan 3-0 sigur á Svíum með tveimur mörkum frá Miroslav Klose og einu frá Bernd Schneider. Þetta var fyrsti leikur nýja landsliðsþjálfarans Joachim Löw, sem þegar var kominn á milli tannana á þýsku pressunni fyrir leikinn. Þrátt fyrir að vera án flestra lykilmanna sinna úr vörninni síðan á HM, kom það ekki að sök og sigur Þjóðverja mjög öruggur í Gelsenkirchen í kvöld.

Auðveldur sigur Englendinga á Grikkjum
Englendingar lögðu Grikki auðveldlega 4-0 í vináttuleik þjóðanna á Old Trafford í Manchester í kvöld. Englendingar gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik þegar þeir John Terry, Frank Lampard og Peter Crouch (2) skoruðu mörk liðsins gegn áhugalausum og slökum Evrópumeisturunum. Grikkir voru skömminni skárri í síðari hálfleik, en sigur enska liðsins var aldrei í hættu í fyrsta leik Steve McClaren í þjálfarastólnum.
Stórtap hjá Færeyingum
Þrír leikir fóru fram í undankeppni EM í knattspyrnu í kvöld. Færeyingar steinlágu á heimavelli fyrir Georgíumönnum 6-0, Belgar og Kasakar skildu jafnir 0-0 í Belgíu og þá unnu Makedónar 1-0 sigur á Eistum á útivelli þar sem Kristinn Jakobsson sá um dómgæslu með þá Eyjólf Finnsson, Ólaf Ingvar Guðfinnsson og Garðar Örn Hinriksson sér til aðstoðar.

Klárar samfélagsþjónustu vegna uppþotsins í Detroit
Villingurinn Ron Artest er nú að klára samfélagsþjónustuna sem hann var dæmdur til að gegna eftir að eiga upptökin af einu versta uppþoti í bandarískri íþróttasögu í nóvember árið 2004. Artest segir atvikið heyra sögunni til og á engar óuppgerðar sakir við manninn sem hann réðist á í áhorfendastæðunum í Detroit forðum.

Faðir Chris Kirkland 10 þúsund pundum ríkari
Englendingar hafa gert eina breytingu á liði sínu í síðari hálfleiknum gegn Grikkjum á Old Trafford. Markvörðurinn Chris Kirkland er kominn inn í enska liðið í stað Paul Robinson og það þýðir að faðir Kirkland er orðinn 10 þúsund pundum ríkari.
Englendingar að bursta Grikki
Englendingar eru í góðum málum í æfingaleik sínum við Grikki á Old Trafford, en enska liðið hefur 4-0 forystu þegar flautað hefur verið til leikhlés. John Terry og Frank Lampard komu enska liðinu í 2-0 og síðan hefur hinn leggjalangi Peter Crouch bætt við tveimur mörkum gegn arfaslökum Evrópumeisturunum.
Englendingar komnir í 2-0
Englendingar virðast vera að finna sig ágætlega undir stjórn Steve McClaren, en liðið er komið í 2-0 gegn Grikkjum eftir 30 mínútur á Old Trafford. Það voru Chelsea mennirnir John Terry og Frank Lampard sem skoruðu mörk enska liðsins sem hefur ráðið ferðinni í leiknum.

Andy Reid til Charlton
Írski landsliðsmaðurinn Andy Reid ákvað í dag að færa sig um set í Lundúnum þegar hann gekk í raðir Charlton frá Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Reid gekk í raðir Tottenham frá Nottingham Forest í janúar í fyrra, en náði aldrei að festa sig í sessi hjá liðinu. Reid hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Charlton og er kaupverðið sagt geta orðið allt að þremur milljónum punda.

England - Grikkland að hefjast í beinni á Sýn
Vináttuleikur Englendinga og Grikkja í knattspyrnu hefst núna klukkan 19 og verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Leikurinn fer fram á Old Trafford í Manchester og er þetta fyrsti leikur enska liðsins undir stjórn Steve McClaren.

Markalaust í Austurríki
U-21 árs landslið Íslands gerði markalaust jafntefli við Austurríki á útivelli í dag í leik liðanna í forkeppni EM. Íslenska liðið leikur í riðli með Austurríkismönnum og Ítölum, en hvert lið spilar aðeins tvo leiki í riðlinum og sigurvegari hans kemst í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Íslenska liðið mætir því Ítalska hér heima 1. september.

Schumacher þénar sem aldrei fyrr
Þó þýski ökuþórinn Michael Schumacher hafi oft verið í betri málum á kappakstursbrautinni virðist hann enn halda góðum dampi hvað varðar tekjur. Schumacher tekur gott stökk á lista tekjuhæsta fólks úr röðum skemmtikrafta og íþróttamanna á nýútkomnum lista Forbes.

Hargreaves er ekki til sölu
Forráðamenn Þýskalandsmeistara Bayern Munchen voru fljótir að bregðast við þeim tíðindum sem bárust fyrr í dag þess efnis að enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves væri á leið til Manchester United. Framkvæmdastjóri Bayern segir málið einfalt - Hargreaves sé alls ekki til sölu.

Mayweather mætir Baldomir
Bandaríski hnefaleikakappinn Floyd Mayweather mun mæta WBC meistaranum í veltivigt, Carlos Baldomir, í hringnum þann 4. nóvember næstkomandi. Bardaginn fer fram í Las Vegas í Bandaríkjunum. Mayweather er taplaus á ferlinum og hefur unnið 24 af 36 bardögum sínum á rothöggi.

Green kominn til West Ham
West Ham hefur nú formlega gengið frá kaupum á enska landsliðsmarkverðinum Robert Green fyrir um 2 milljónir punda, eftir að leikmaðurinn samdi um kaup og kjör og stóðst læknisskoðun. Green hefur verið lengi frá vegna meiðsla, en segist hlakka til þess að vinna sér sæti í liðinu þar sem fyrir eru menn eins og Roy Carroll, fyrrum markvörður Manchester United.

Harðlega gagnrýndur eftir leikinn í gær
Luis Aragones fékk það óþvegið í fjölmiðlum í heimalandinu í gærkvöldi eftir að hans menn þurftu að sætta sig við markalaust jafntefli gegn íslenska landsliðinu í æfingaleik þjóðanna á Laugardalsvelli. Fyrirsagnir spænsku blaðanna sögðu sína sögu um álit þarlendra á úrslitunum.

McFadden framlengir við Everton
Skoski landsliðsmaðurinn James McFadden hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Everton. McFadden er 23 ára gamall framherji og hefur skorað 10 mörk fyrir félagið síðan hann gekk í raðir þess frá Motherwell í heimalandi sínu árið 2003.

Bandaríkjamenn völtuðu yfir Suður-Kóreu
Bandaríkjamenn spiluðu í gærkvöld sinn síðasta undirbúningsleik fyrir HM í Japan sem hefst á laugardag þegar þeir völtuðu yfir Suður-Kóreu 116-63 í Seúl. Bandaríska liðið hefur því unnið alla fimm undirbúningsleiki sína fyrir mótið. LeBron James var stigahæstur í liði Bandaríkjamanna með 23 stig, þar af 19 í fyrri hálfleik.

Vill ná góðum úrslitum í kvöld
Steve McClaren hefur farið þess á leit við leikmenn sína að þeir nái góðum úrslitum og sýni úr hverju þeir eru gerðir í kvöld þegar liðið mætir Grikkjum í æfingaleik á Old Trafford í Manchester. Þetta er fyrsti leikur McClaren sem landsliðsþjálfara og fyrsti leikur enska liðsins síðan það var slegið úr keppni á HM í sumar. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn klukkan 19.

Ísland upp um eitt sæti
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu færist upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag. Íslenska liðið var í 107. sæti fyrir leikinn við Spánverja í gær, en er nú í því 106. Þess má til gamans geta að spænska liðið er í sjöunda sæti listans eftir sem áður, en Brasilíumenn verma toppsætið á listanum. Ítalir eru í öðru sæti listans og Argentínumenn í því þriðja.
Fimm leikmenn í bann
Aganefnd KSÍ kom saman í gær og úrskurðaði fimm leikmenn úr Landsbankadeild karla í leikbann. Guðmundur Sævarsson úr FH fékk tveggja leikja bann fyrir brottvísun sína í leik FH og Fylkis. Eyjamennirnir Páll Hjarðar og Paul Garner fengu eins leiks bann, líkt og Óðinn Árnason úr Grindavík og Jón Guðbrandsson úr Víkingi.

Hargreaves íhugar tilboð Man Utd
Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves hjá Bayern Munchen segist nú vera að íhuga tilboð frá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. Hargreaves hefur nýverið skrifað undir framlengingu á samningi sínum við þýska liðið, en segist ekki geta annað en hugsað sig vel um þegar lið eins og Manchester United sýni honum áhuga.