

Hjólreiðaíþróttin hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin ár eftir hvert lyfjahneykslið á fætur öðru og nú tókst hjólreiðamönnum að komast enn á ný í heimsfréttirnar fyrir annað en að keppa heiðarlega.
Eygló Ósk Gústafsdóttir vann í dag gull í 200 m baksundi á opna danska meistaramótinu í sundi.
Margrét Högnadóttir og Sara Högnadóttir eru komnar í 16 liða úrslit í tvíliðaleik í Evrópukeppni U19 ára landsliða í badminton sem fer fram þessa dagana í Ankara í Tyrklandi.
SA Víkingar urðu í kvöld Íslandsmeistarar í íshokkí í sextánda sinn er liðið hafði betur gegn Skautafélaginu Birninum í oddaleik um titilinn á Akureyri í kvöld, 4-0.
SA Víkingar og Björninn mætast í kvöld hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil karla í íshokkí en það er ljóst á Íslandsbikarinn fer á loft í kvöld í Skautahöllinni á Akureyri.
Íslenska landsliðið í badminton, nítján ára og yngri, fór vel af stað á Evrópumeistaramótinu sem hófst í Tyrklandi í dag. Þær Sara Högnadóttir og Margrét Jóhannsdóttir unnu góða sigra.
Björninn hafði í kvöld betur gegn SA Víkingum, 4-3, í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Íslandsmótsins í íshokkí.
Skautarar úr landsliðshópi Skautasambands Íslands stóðu sig vel á ISU-mótum Alþjóða skautasambandsins um liðna helgi í Króatíu og Lúxemborg. Emilía Rós Ómarsdóttir úr Skautafélagi Akureyrar stóð sig frábærlega og vann til bronsverðlauna í Zagreb. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Skautasambandi Íslands.
Það styttist óðum í UFC-bardaga Gunnars Nelson og Mike Pyle sem fram fer í Las Vegas í Bandaríkjunum 25. maí næstkomandi en Pyle er þekktur fyrir að rasa út fyrir bardaga síns og kynda vel í mótherjum sínum og við fengum dæmi um það um helgina þegar Pyle talaði um að hann ætli að ganga frá Gunnari Nelson.
Það er von á ýmsu þegar þú keppir í fjallahjólreiðum og þá erum við ekki bara að tala um mismundandi gæði og gerð brautarinnar. Því fékk einn keppandi i Cape Epic-hjólreiðakeppninni í Suður-Afríku að kynnast á mánudaginn var.
Björninn vann 4-3 sigur á SA í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í íshokkí. Daniel Kolar skoraði tvö mörk fyrir Björninn þar á meðal sigurmarkið rúmum sjö mínútum fyrir leikslok.
HK tryggði sér í kvöld sæti í lokaúrslitum í Mikasadeild kvenna í blaki eftir 3-2 sigur á Aftureldingu í oddaleik í undanúrslitum en leikið var á Varmá í Mosfellsbæ.
Um helgina fór fram Íslandsmeistaramótið í 10 dönsum með frjálsri aðferð í Laugardalshöll en þar urðu þau Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir hlutskörpust.
KA tryggði sér sæti í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla eftir sigur á Stjörnunni í dag. KA mætir HK í lokaúrslitunum.
Íslandsmeistaramótinu í skvassi lauk í gær en Róbert Fannar Halldórsson varð Íslandsmeistari karla í sjötta sinn á ferlinum.
Ásdís Hjálmsdóttir hafnaði í sjöunda sæti á sterku móti sem fór fram á Spáni í morgun. Hún kastaði lengst 57,63 m.
Michael Rasmussen, danskur hjólreiðakappi sem játaði á dögunum áralanga notkun ólöglegra lyfja, segir að danska keppnisliðið í hjólreiðum hafi notað ólögleg lyf á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004.
Íslandsmótinu í áhaldafimleikum fór fram í dag í Versölum í Kópavogi. Thelma Rut Hermannsdóttir og Ólafur Garðar Gunnarsson úr Gerplu sem urðu Íslandsmeistarar í fjölþraut í gær voru áberandi í keppni á einstökum áhöldum sem fram fór í dag.
Thelma Rut Hermannsdóttir úr Gerplu gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í fjölþraut fimmta árið í röð á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum í dag. Ólafur Garðar Gunnarsson, einnig úr Gerplu, fagnaði Íslandsmeistaratitlinum hjá körlum í fyrsta sinn í dag.
Breiðholtslaug óskar ÍR-ingum góðs gengis í Símabikarnum í handbolta um helgina en áréttar að halda sér við opnunartíma laugarinnar, vilji leikmenn skella sér í sund um helgina.
Hafdís Pála Jónasdóttir úr KFR og Kristófer John Unnsteinsson úr ÍR tryggðu sér í gær Íslandsmeistaratitil einstaklinga með forgjöf í keilu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Keilusambandi Íslands.
Karl Sigurðsson, landsliðsþjálfari í strandblaki hefur valið leikmenn í landslið Íslands í strandblaki en liðin munu keppa fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum í Luxemborg sem hefjast í lok maí. Þetta kemur fram á heimasíðu Blaksambands Íslands.
Sænska frjálsíþróttagoðsögnin Carolina Klüft er á leiðinni á næstu Ólympíuleika þrátt fyrir að hún sé búin að setja frjálsíþróttaskóna upp á hillu. Klüft hefur tekið að sér að vinna við Vetrarólympíuleikana í Sotji í Rússlandi 2014 fyrir Viasat-sjónvarpsstöðina.
"Ég fékk símtal klukkan fjögur í nótt og við samþykktum bardagann hálftíma síðar,“ sagði Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson sem mun berjast í UFC 160 í Las Vegas í lok maímánaðar.
Víkingurinn Guðmundur Eggert Stephensen getur náð sögulegum áfanga á Íslandsmótinu í borðtennis sem fer fram í íþróttahúsi TBR við Gnoðarvog um helgina.
Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, vísar þeim fullyrðingum Haralds Nelson að ÍSÍ hafi ekki áhuga á íþróttum á bug. Hún segir sömu reglu ganga yfir alla sem hafa áhuga á því að komast inn í ÍSÍ.
Haraldur Dean Nelson, stjórnarmaður í Mjölni og faðir Gunnars Nelson, vandar forystumönnum ÍSÍ ekki kveðjurnar. Hann segir ÍSÍ vera allt að því lokaðan klúbb sem hafi ekki áhuga á íþróttum. Sambandið geri meira af því að halda íþróttum úti en að fá þær in
Júlían J. K. Jóhannsson náði ekki að tryggja sér Norðurlandsmeistaratitil unglinga í kraftlyftingum, þrátt fyrir að hann hafi bætt sinn besta árangur í bekkpressu og réttstöðulyftu. Hann klikkaði í hnébeygjunni.
Minnst 30 áhorfendur slösuðust þegar að meiriháttar árekstur varð á Daytona-keppnisbrautinni í Nascar-kappakstrinum nú um helgina.
Júlían J. K. Jóhannsson náði ekki að vinna Norðurlandameistaratitilinn í kraftlyftingum í sínum flokki þrátt fyrir að hafa sett tvö Íslandsmet, þar af stórglæsilegt met í réttstöðulyftu.