Lífið

Guinness-auglýsing á Skálafellsjökli
Írski bjórframleiðandinn Guinness valdi Skálafellsjökul til að taka upp sjónvarpsauglýsingu á dögunum. Kvikmyndagerðarmenn náðu rétt svo að forða sér undan eldgosinu.

SSSól spáði fyrir um eldgosið
Hljómsveitin SSSól hefur dustað rykið af níu ára gömlu lagi sem nefnist Ég veit þú spáir eldgosi.

Dagur Kári margfalt fórnarlamb öskunnar
Dagur Kári missti einn aðalleikarann af frumsýningu, er fastur í New York og gat ekki tekið á móti verðlaunum í Póllandi - allt vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli.

Söngdeild FÍH flytur Lifun eftir Trúbrot
Sjö söngvarar og sjö manna rokkhljómsveit hafa æft sleitulaust undanfarnar vikur fyrir tónleika þar sem Lifun eftir Trúbrot verður flutt.

Nýtt par?
Leikarinn Josh Hartnett sást um helgina á skemmtistað í New York ásamt leikkonunni Abbie Cornish, fyrrverandi kærustu hjartaknúsarans Ryans Phillippe.

Kennari frá Ólafsfirði í gítarkeppni í Búkarest
Gítarleikarinn og tónlistarkennarinn Thiago Trinsi lenti nýverið í fjórða sæti í gítarkeppni sem var haldin í Búkarest í Rúmeníu en stór undankeppni var haldin á Netinu.

Ný listamessa í miðborginni í júlí
Umfangsmikil myndlistarhátíð er í pípunum í júlí en þá mæta tólf gallerí með fjölda sýninga í miðborg Reykjavíkur.

Fyrirgefning og áfellisdómar Áhugaleikhússins
Á morgun sýnir Áhugaleikhús atvinnumanna sitt fjórða örverk en sýningin fer fram í Hugmyndahúsi háskólanna.

Hugh Hefner bjargaði Hollywood-skiltinu
Playboy-jöfurinn gaf umhverfissamtökum 900 þúsund dollara til að bjarga Hollywood-skiltinu fræga.

Amy í þriðja sinn á spítala út af nýju brjóstunum
Söngkonan Amy Winehouse var um helgina lögð inn á spítala út af verkjum í brjóstum - í þriðja sinn á sjö mánuðum!

Baksviðs á tískusýningu LHÍ
Tískusýning útskriftarnemenda í fatahönnun við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands var haldin í gamla Bykohúsinu við Hringbraut síðastliðinn föstudag.

Scarlett og Gwyneth í Armani-slag á frumsýningu | Myndir
Leikkonurnar Scarlett Johanson og Gwyneth Paltrow stálu senunni á frumsýningu Iron Man 2. Þær voru báðar í fötum frá Armani.

Hundrað þúsund í verðlaun fyrir sögu af Stöð 2
Bylgjan og Stöð 2 standa fyrir leik þar sem fólk sendir inn sína skemmtilegustu stund með Stöð 2. Hátt í fimm hundruð sögur hafa borist, fullar af skemmtilegum minningum og stundum með fjölskyldu og vinum.

Dagur Kári vinnur rúma milljón í verðlaun
The Good Heart, kvikmynd Dags Kára Péturssonar, fékk áhorfendaverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Kraká.

92 lög keppa í Þorskastríðinu
„Þetta er stórglæsilegt að fá svona mikinn fjölda,“ segir Jón Þór Eyþórsson hjá Cod Music. Lokað var fyrir innsendingar á efni í lagakeppnina Þorskastríðið 2010 um síðustu helgi og tóku alls 92 flytjendur þátt.

Já, Dorrit
Ótrúlega góð hugmynd, en ekki eins gott leikrit, segir Elísabet Brekkan um verkið Nei, Dorrit!

Fjaðrafok í New York út af íslensku fálkamyndinni
„Það hefur verið uppselt á allar sýningar hingað til og við höfum fengið góð og mikil viðbrögð,“ segir Þorkell Harðarson en hann frumsýndi ásamt Erni Marinó Arnasyni heimildarmyndina Feathered Cocaine á Tribeca-kvikmyndahátíðinni í New York á föstudaginn. Feathered Cocaine fjallar um umfangsmikið smygl á evrópskum fálkum til Mið-Austurlanda en það sem hefur vakið hvað mestu athyglina er að í myndinni kemur fram að einn mest eftirlýsti maður heims, Osama bin-Laden, er ekki eins vel falinn og vestræn yfirvöld hafa haldið fram. Örn og Þorkell voru til að mynda bara hársbreidd frá því að komast í návígi við hryðjuverkamanninn. Þeir Þorkell og Örn hafa verið bókaðir í fjölda viðtala, meðal annars við stórblaðið New York Times.

Ardís úr Idol syngur einsöng
Ardís Ólöf Víkingsdóttir, sem lenti í fjórða sæti í fyrstu Idol-þáttaröðinni, útskrifaðist úr söngnámi í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum. Hún syngur einsöng með Kammerkór Reykjavíkur í Kristskirkju í kvöld.

Nýjasta mynd Demi Moore floppar
Nýjasta mynd Demi Moore, The Joneses, veldur aðstandendum gríðarlegum vonbrigðum.

Ólafur Elíasson með sýningu ársins í Berlín
Safnamenn í Berlín segja nýja sýningu Ólafs Elíassonar af þvílíkum gæðaflokki að hún hljóti að vera valin sýning ársins.

Sigurður tilnefndur til dönsku leikhússverðlaunanna
Leikmyndahönnuðurinn Sigurður Óli Pálmason er tilnefndur til dönsku Reumert-verðlaunanna, þeirra flottustu sem veitt eru í danska leikhúsheiminum.

Amy og Blake til Jamaíka og Kúbu
Amy Winehouse og Blake Fielder-Civil ætla að gifta sig á Jamaíka og fara svo til Kúbu að reykja fína vindla.

Lindsay rekin út af næturklúbbi um helgina
Lindsay henti glasi í höfuðið á Samönthu Ronson á föstudaginn. Hún fékk síðan heiftarlegt djammviskubit á Twitter.

Vinnie Jones í blóðugum slagsmálum í Vegas
Breski leikarinn slóst heiftarlega við boxara á veitingastað í Las Vegas á laugardaginn. Slagsmálin bárust um staðinn og fram í anddyri og var Vinnie Jones alblóðugur eftir þau.

Christina er enginn morgunhani
Söngkonan Christina Aguilera segist alltaf eiga jafnerfitt með að vakna á morgnana.

Cameron mætti með Shrek-strákana á frumsýningu
Stórmyndin Shrek Forever After var aðalfrumsýning Tribeca-kvikmyndahátíðarinnar í New York.

Topp 50 ríkustu í tónlist | Myndir
Breska blaðið Sunday Times birti í dag lista yfir 50 ríkustu í tónlistarbransanum í Bretlandi.

Jón Hreggviðsson er þjóðin
Íslandsklukkan í Þjóðleikhúsinu er góð sýning þar sem leikhúsið er leikhús og öll textameðferð til fyrirmyndar að mati Elísabetar Brekkan gagnrýnanda.

Rihanna drifin á spítala
Söngkonan Rihanna var drifin á spítala í Sviss eftir tónleika á mánudagskvöld.

Pabbi Britney skipar henni í brjóstahaldara
Jamie Spears, pabbi söngkonunnar Britney Spears, hefur bannað henni að fara út úr húsi án þess að vera í brjóstahaldara.