Ástin á götunni

Fréttamynd

Mathias Jonson til Djugardern

Sænski sóknarmaðurinn Mathias Jonson sem leikið hefur með Norwich City er á leiðinni til Djurgarden en með liðinu leika íslendingarnir Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen. Félögin hafa komist að samkomulagi um kaupverð en Jonson á eftir að semja um launaliði.

Sport
Fréttamynd

Forseti Juventus til London

Samkvæmt Sky fréttastofunni er Luciano Moggi, forseti Juventus, mættur ásamt fylgdarliði sínu til London til að ræða við Arsenal um hugsanleg kaup á Patrick Vieira, franska miðvallarleikmanninum í liði Arsenal.

Sport
Fréttamynd

Zidane hvetur Viera til að fara

Franska goðsögnin, Zinedine Zidane, leikmaður Real Madrid hvetur landa sinn Patrick Viera til að róa á önnur mið. Bæði Juventus og Real Madrid hafa sýnt Viera, sem er 29 ára gamall miðjumaður, mikinn áhuga.

Sport
Fréttamynd

Mourinho barmar sér

Jose Mourinho segir að það sé ekki tekið út með sældinni að eltast við góða leikmenn ef maður er knattspyrnustjóri Chelsea, því lið séu fljót að rísa upp á afturlappirnar ef einhver af leikmönnum þess er orðaður við ensku meistarana.

Sport
Fréttamynd

Liverpool er 2 - 0 yfir

Liverpool er 2-0 yfir í hálfleik gegn Velska liðinu TSN í 1.umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Steven Gerard gerði bæði mörk liðsins en leikurinn fer fram á Anfield.

Sport
Fréttamynd

Wright-Phillips einbeittur

Stuart Pearce, knattpyrnustjóri Manchester City, segist vera orðinn dauðleiður á orðrómi um að Shaun Wright-Phillips sé á leið frá félaginu, en segir jafnframt að leikmaðurinn ungi hafi sýnt mikinn þroska með því að láta orðróminn ekki hafa áhrif á sig við æfingar.

Sport
Fréttamynd

Chelsea sigraði í æfingaleik

Chelsea sigraði lið Wycombe í æfingaleik í kvöld 5-1. Jiri Jarosik gerði tvö marka Chelsea og þeir Arjen Robben, Carlton Cole og Joe Cole eitt mark hvor. Eiður Smári lék með Chelsea en var óheppinn að skora ekki, skot hans var varið á marklínu. Asier Del Horno lék sinn fyrsta leik með ensku meisturunum.

Sport
Fréttamynd

Bjarni Þór spilaði með Everton

Bjarni Þór Viðarsson, leikmaður Everton, lék sinn fyrsta leik með aðalliði Everton í dag þegar liðið mætti skoska liðinu Dundee United í æfingaleik. Everton vann leikinn 1-0. Bjarni Þór sem einungis er 18 ára  var fastamaður í varaliði Everton á síðast liðnu tímabili.

Sport
Fréttamynd

Shelbourne sigraði Írlands slaginn

Shelbourne frá Írlandi sigraði Glentoran frá Norður Írlandi í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld en leikurinn fór fram á Norður Írlandi. Þá tapaði HB frá Færeyjum fyrir Kaunas frá Litháen 4-2 í Færeyjum í sömu keppni. Þegar 63 mínútur eru liðnar af leik Liverpool og TNS er staðan 2-0 fyrir Liverpool. Þetta eru fyrri leikir liðanna.

Sport
Fréttamynd

Fróði og Pól á leið til landsins

ÍBV mætir B36 á morgun í Vestmannaeyjum í 1.umferð UEFA keppninnar í knattspyrnu. B36 er í efsta sæti færeysku Formúludeildarinnar ásamt Skála og HB.

Sport
Fréttamynd

FH tapaði í Azerbadjan

FH-ingar töpuðu fyrir Neftchi frá Azerbadjan 2-0 í 1.umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fór fram í Baku í Azerbadjan.

Sport
Fréttamynd

Arsenal staðfesta áhuga á Vieira

Forráðamenn Arsenal staðfestu í morgun að ítalska liðið Juventus hefði mikinn áhuga á að fá franska miðjumanninn Patrick Vieira í sínar raðir.

Sport
Fréttamynd

Emre til Newcastle á föstudag

Tyrkneski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu Emre Belozoglu gengur til liðs við Newcastle á föstudag ef marka má viðtal við Graeme Souness, knattspyrnustjóra liðsins við Sky sjónvarpsstöðina.

Sport
Fréttamynd

FH-ingar eru undir

Neftchi frá Azerbadjan er komið í 1-0 gegn Íslandsmeisturum FH þegar 30 mínútur eru liðnar af leik Neftchi og FH í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Mark heimamanna kom úr víti.

Sport
Fréttamynd

Reina ætlar sér byrjunarliðssæti

Markvörðurinn Jose Reina, nýjasti liðsmaður Evrópumeistara Liverpool, kveðst ætla að veit Jersey Dudek harða keppni um sæti í byrjunarliði liðsins á næstu leiktíð.

Sport
Fréttamynd

Greta Mjöll með þrennu fyrir Blika

Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði þrennu fyrir Breiðablik sem komst í kvöld í undanúrslit VISA-bikars kvenna. Breiðablik vann nýliða Keflavíkur 3-1 og hefur unnið alla tíu leiki sína í deild og bikar í sumar. 1. deildarlið Fjölnis kom líka á óvart og sló út úrvalsdeildarlið ÍA.

Sport
Fréttamynd

FH enn undir

Nú þegar 70 mínútur eru liðnar af leik FH og Neftchi frá Azerbadjan er staðan 1-0 í 1.umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fer fram í Baku í Azerbadjan. Mark Neftchi gerði Mammadov á 20. mínútu

Sport
Fréttamynd

Essien biður um að fá að fara

Michael Essien, hinn gríðarlega eftirsótti leikmaður Lyon, hefur grátbeðið stjórnarmenn félagsins um að fá að fara til Chelsea.

Sport
Fréttamynd

Figo til Inter?

Massimo Moratti, forseti itölsku bikarmeistaranna í Inter Milan, vill fá Portúgalann Luis Figo frá Real Madrid. Figo, sem Evrópumeistarar Liverpool höfði áhuga á allt þar til í gær, er nú að leita sér að nýju liði því krafta hans er ekki lengur óskað á Bernabeau.

Sport
Fréttamynd

Nunez má fara frá Anfield

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur tilkynnt Spánverjanum Antonio Nunez að hann megi fara frá félaginu. Nunez, sem lék tuttugu og sjö leiki fyrir Liverpool í fyrra og skoraði í þeim eitt mark, var ekki inn í framtíðarskipulagi Benitez og er vonast eftir því að hann verði seldur aftur til Spánar.

Sport
Fréttamynd

Essien á förum?

Michael Essien hefur gefið það út að hann vilji yfirgefa frönsku meistarana í Lyon og ganga til liðs við enska stórliðið Chelsea. Ensku meistararnir í Chelsea hafa mikinn áhuga á þessum 22 ára landsliðsmanni frá Ghana.

Sport
Fréttamynd

FH-ingar undir í hálfleik

FH-ingar eru undir í hálfleik gegn Neftchi frá Azerbadjan 1-0 í 1.umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fer fram í Baku í Azerbadjan. Mark Neftchi gerði Mammadov á 20. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Vignal til Portsmouth

Gregory Vignal, sem Gerard Houllier keypti til Liverpool á sínum tíma undir þeim formerkjum að hann hefði klófest efnilegasta bakvörð Frakka, er kominn til Portsmouth.

Sport
Fréttamynd

Bikarmeistararnir úr leik

Íslandsmeistarar Vals unnu stórsigur, 1-6 og slógu út bikarmeistara ÍBV í 8 liða úrslitum VISA bikars kvenna á Hásteinsvelli í kvöld en þessi lið mættust einmitt í úrslitaleik bikarsins í fyrra. Dóra María Lárusdóttir skoraði þrennu fyrir Val en þær Elín Svavarsdóttir, Rakel Logadóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir eitt mark hver.

Sport
Fréttamynd

Liverpool hættir við Figo

Portúgalski landsliðsmaðurinn Luis Figo fer ekki til Liverpool eins og til hefur staðið en þetta staðfesti knattspyrnustjóri Liverpool, Rafael Benitez nú síðdegis. Krafta Figo er ekki lengur óskað hjá Real Madrid sem hafði gefið í skyn að leikmaðurinn sem á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið mætti fara á frjálsri sölu.

Sport
Fréttamynd

1. deild: Jafnt í nágrannaslagnum

Topplið Breiðabliks tapaði í kvöld stigum í annað sinn í sumar í 1. deild karla í knattspyrnu þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við nágranna sína í HK en leikurinn fór fram á Kópvaogsvelli. HK sem er í 8. sæti deildarinnar með 10 stig komst yfir í leiknum en Breiðablik jafnaði í síðari hálfleik.

Sport
Fréttamynd

Mourinho samur við sig

Jose Mourinho er samur við sig þegar kemur að því að stríða kollegum sínum á Englandi í toppbáráttunni í úrvalsdeildinni og nú er hann byrjaður að senda þeim pillur í fjölmiðlum fyrir næstu leiktíð, þar sem hann segir Chelsea verða sterkara en nokkru sinni fyrr.

Sport
Fréttamynd

Upson vill fara til Liverpool

Varnarmaðurinn Matthew Upson hjá Birmingham hefur viðurkennt að hann renni hýru auga til Liverpool og telur að þar sé lykillinn að því að næla sér í landsliðssæti fyrir heimsmeistaramótið á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Fyrirliði Stoke vill komast burtu

Fyrirliði Stoke City, Clive Clarke, er á leið frá félaginu. Hann er ekki ánægður með stjórnarhætti Gunnars Þórs Gíslasonar, stjórnarformanns, og segir hann ekki taka ákvarðanir með velferð Stoke City í huga.

Sport