Tækni

Fundu Guð í App store
Tugir milljóna nýta sér nú svokölluð trúarleg spjallmenni í sínu daglega lífi en ógrynni af kristnum gervigreindarforritum hafa flætt inn á appverslanir síðustu mánuði. Sumir segja jafnvel að það hafi hjálpað að komast yfir áföll með því að spjalla við meintan Drottinn í gegnum gervigreindarforrit.

Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna
Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins pirraðist í pontu Alþingis í dag undir umræðu um fjárlagafrumvarpið þegar klukkan þingsalnum, sem gefur ræðutíma þingmanna til kynna, klikkaði á meðan hann var að tala.

Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka!
Hafið þið prófað að spyrja ChatGPT um eitthvað og fengið frekar sérkennileg svör til baka? Þá eruð þið ekki ein á báti. Margir nota þessi nýju gervigreindartól eins og gömlu góðu Google leitarvélina og fá oft ekki alveg þau svör sem þeir vonuðust eftir.

Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka
Haraldur Þorleifsson, stofnandi og framkvæmdastjóri hönnunarfyrirtækisins Ueno, nýtti glugga sem hann hafði til að endurvekja félagið fjórum árum eftir að það var selt til Twitter. Hann þurfti því ekki að kaupa það til baka en hann kveðst afar spenntur fyrir framhaldinu.

Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri
Haraldur Þorleifsson hefur aftur tekið við framkvæmdastjórn tækni- og hönnunarfyrirtækisins Ueno. Fyrirtækið stofnaði hann sjálfur fyrir rúmum áratug en seldi síðar til samfélagsmiðlarisans sem þá hét Twitter. „Ueno er komið aftur,“ skrifar Haraldur í færslu á Facebook í dag þar sem hann greinir frá tíðindunum.

Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik
Maðurinn, sem grunaður er um að hafa villt á sér heimildir sem starfsmaður Microsoft og með því komist yfir umtalsverða fjármuni eldri borgara, var gripinn glóðvolgur á heimili fólksins. Hann er grunaður um allt að tvö önnur slík brot.

„Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“
Sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins segist furðu lostin yfir ummælum Guðmundar Arnars Sigmundssonar, forstöðumanns netöryggissveitarinnar CERT-IS, um að Ísland sé útsett fyrir rafmyntaþvott glæpamanna. Ummælin séu óábyrgð af hálfu starfsmanns hins opinbera og ekki á rökum reist.

Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna
Tveir menn voru handteknir eftir aðgerð hér á landi þar sem starfsemi einnar stærstu rafmyntaþvottastöðvar heims var stöðvuð. Forstöðumaður netöryggissveitar bendir á að löggjöf hér á landi taki ekki á námugreftri sem geri Ísland að fýsilegri kosti í augum glæpamanna fyrir rafmyntaþvott.

Vara við svikapóstum í þeirra nafni
Hagkaup varar við svikapóstum sem nú eru í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem notendum er boðið að svara stuttri könnun gegn því að fá kassa af ilmvötnum.

Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum
Þingmenn í Suður-Kóreu hafa samþykkt að banna notkun farsíma og annarra snjalltækja í skólum landsins. Þá er stefnt að því að skólar kenni börnum og unglingum ábyrga snjalltækjanotkun.

Skortur á erlendum sérfræðingum helsta hindrunin fyrir vöxt hugverkaiðnaðar
„Flókið, tímafrekt og ófyrirsjáanlegt“ umsóknarferli þegar kemur að dvalar- og atvinnuleyfum fyrir sérfræðimenntað starfsfólk skapar óvissu og tafir fyrir fyrirtæki í hugverkaiðnaði, að sögn hagsmunasamtaka greinarinnar, sem aftur dregur úr vaxtarmöguleikum þeirra. Kallað er eftir markvissum aðgerðum stjórnvalda til að tryggja nægjanlegt framboð erlendra sérfræðinga og eins að stuðningsumhverfi vaxtarfyrirtækja verði eflt þegar þau eru í þeim sporum að hefja framleiðslu og markaðssókn þannig að starfsemin haldist í landinu.

Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi
Halla Tómasdóttir forseti Íslands birtist í djúpfölsuðu gervigreindarmyndbandi sem Facebook-notendur geta nú séð sem auglýsingu á samfélagsmiðlinum. Þar heyrist Halla mæla með óljósum fjárfestingarkostum og segist ábyrgjast verðmæti fólks í þeim.

Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð
Mustafa Suleyman, sem fer fyrir þróun gervigreindar hjá Microsoft, hefur áhyggjur af auknum fjölda tilvika þar sem einstaklingar virðast hafa farið í geðrof eftir að hafa átt samskipti við gervigreind.

Kalt stríð sé í gangi á netinu
Ýmir Vigfússon, tæknistjóri Keystrike, segir árásir á innviði mun algengari en fólk heldur. Ákveðnir hakkarahópar séu búnir að koma sér fyrir innan innviða ríkja. Stórir glæpahópar og óvinveitt ríki standi fyrir þessum árásum. Hann segir miklu dýrara að verða fyrir árás en að tryggja sig fyrir henni.

Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“
Orkuskortur, jöfnunarorka, kerfisþjónusta, raforkumarkaðir, flutningur á orku, orkuskipti, endurnýjanleg orka, stórnotendur, smærri notendur, raforkukerfi og svo framvegis.

Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum
Sjónvarpsapp Sýnar er nú aðgengilegt í Samsung sjónvörpum. Með appinu geta viðskiptavinir nálgast allt sjónvarpsefni Sýnar í sjónvarpinu án aukatækja.

Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana
Netið datt út í Ráðhúsinu í Reykjavík í morgun. Um öryggisráðstöfun var að ræða.

Tæknin á ekki að nota okkur
Tæknin í dag er ótrúleg!Hún tengir okkur við vini og fjölskyldu, gerir okkur skilvirkari, hjálpar okkur við dagleg störf og býður upp á fjölbreytta afþreyingu. Hún opnar heim af þekkingu og eflir nýsköpun.

Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum
Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru sögð hafa komist að fordæmalausu samkomulagi við tæknifyrirtækin Nvidia og Advanced Micro Devices um að 15 prósent af hagnaði fyrirtækjanna vegna sölu gervigreindar örflaga í Kína renni í ríkissjóð.

Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“
Forsvarsmenn OpenAI opinberuðu í gær nýja útgáfu mállíkansins ChatGPT. Þessu nýja líkani, sem ber titilinn GPT-5, er ætlað að leysa af hólmi GPT-4 sem kom út fyrir rúmum tveimur árum. Útgáfan er talin geta varpað ljósi á það hvort mállíkön sem þessi muni halda áfram að þróast hratt eða hvort þau hafi þegar náð toppinum, ef svo má segja.

Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum
Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar sagðist í viðtali á dögunum nota gervigreindartól á borð við ChatGPT og LeChat í embættisstörfum sínum. Fyrir það hefur hann verið gagnrýndur þar í landi.

Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun
Vanræksla við hönnun, vottun og viðhald kafbátarins Títans ollu því að hann fórst í skoðunarferð að Titanic sumarið 2023, samkvæmt skýrslu sem birt var í dag.

Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins
„Hæ mamma, þetta er nýja númer mitt. Sendu mér skilaboð á WhatsApp.“

Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn
Starfsmenn Boeing og SpaceX munu í næsta mánuði skjóta leynilegu geimfari herafla Bandaríkjanna á braut um jörðu í áttunda sinn. Geimfarið, sem kallast X-37B hefur þegar varið rúmlega 4.200 dögum á sporbraut frá árinu 2010.

Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann
Meintur veðurbreytir er sagður hafa verið fluttur frá Bretlandi norður í land í tilefni af tónleikum Kaleo í Vaglaskógi um síðustu helgi. Markmiðið hafi verið að komast hjá rigningarveðri.

Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú
Á ferðum sínum um landið þegar RAX vann fyrir Morgunblaðið, hittu hann og blaðamaðurinn Guðni Einarsson margar merkilegar og áhugaverðar týpur. Þeirra á meðal var hinn tækisinnaði Jóhann Þorsteinsson á Sandaseli. Hann hafði frá unga aldri sýnt mikinn áhuga á tækjum og tækni.

Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna
„Það kom mér á óvart þegar ég fór að grúska í þessum vísindum hvað við erum stutt á veg komin. Rannsóknirnar eru svolítið yfirborðskenndar í rauninni, þannig að við höfum eiginlega ekki hugmynd um hvað þetta gerir við heilann.“

Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku
Dósent í tölvunarfræði segir ekki langt í að gervigreindartækni sem hermir eftir röddum fólks verði orðin svo góð að hægt verði að nota hana að blekkja Íslendinga, bæði á netinu og símleiðis. Stjórnvöld þurfi að bregðast við með einhverjum hætti.

Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind
Myndband þar sem þjóðþekktum Íslendingum eru lögð orð í munn, með hjálp gervigreindar, er merki um varhugaverða þróun að mati sérfræðings. Stjórnmálamenn megi eiga von á því að verða fyrir barðinu á slíkum uppátækjum, en alvarlegra sé að blanda fjölmiðlafólki í slík myndbönd.

Mannauðsstjórinn segir einnig upp
Kristin Cabot, mannauðsstjórinn sem gripin var glóðvolg við framhjáhald með forstjóra sama fyrirtækis á Coldplay tónleikum fyrr í mánuðinum, hefur einnig sagt upp störfum.