Spænski boltinn

Fréttamynd

Morata með tvö mörk í sigri Real Madrid

Real Madrid bar sigurorð af Espanyol í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar í dag. Lokatölur urðu 3-1, Real Madrid í vil. Leikurinn skipti litlu máli fyrir bæði lið, en eftir úrslit síðustu umferðar var ljóst að Madrid ætti ekki lengur möguleika á Spánarmeistaratitlinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Atletico Madrid Spánarmeistari í tíunda sinn

Atletico Madrid tryggði sér Spánarmeistaratitilinn með 1-1 jafntefli gegn Barcelona á Nývangi í dag. Þetta var í tíunda sinn sem liðið verður Spánarmeistari, en það gerðist síðast árið 1996.

Fótbolti
Fréttamynd

Xavi: Barcelona á skilið að verða meistari

Xavi, fyrirliði Barcelona-liðsins, telur að liðið hafi unnið sér það inn í vetur að vinna spænska meistaratitilinn um næstu helgi. Það hefur ýmislegt gengið á þessu tímabili en Barca á samt möguleika á því að vinna sinn fimmta titil á sex árum.

Fótbolti
Fréttamynd

Úrslitaleikur hjá Atletico og Barcelona um titilinn

Atletico Madrid hefði getað tryggt sér spænska meistaratitilinn á heimavelli gegn Malaga í dag. Liðið náði ekki að klára dæmið og þarf því að mæta Barcelona í hreinum úrslitaleik um titilinn næsta sunnudag. Lokatölur í dag 1-1 en Atletico var ekki fjarri því að tryggja sér sigur í uppbótartíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Púðurskot hjá Barcelona

Barcelona missteig sig í kvöld er það náði ekki að skora gegn Elche sem var að berjast fyrir lífi sínu í spænsku úrvalsdeildinni. Barcelona á samt enn möguleika á titlinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Martino: Verðskulda ekki annað tækifæri

Titilvonir Barcelona fuku svo gott sem út um gluggann eftir 2-2 jafntefli gegn Getafe í gær. Börsungar náðu forystunni í tvígang, en fengu á sig jöfnunarmark í uppbótartíma. Spjótin beinast nú að þjálfaranum Gerardo Martino sem tók við Barcelona síðasta sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Óvæntur sigur Levante á Atletico Madrid

Levante hleypti toppbaráttunni í spænsku úrvalsdeildinni upp í háaloft með 2-0 heimasigri á toppliði Atletico Madrid í dag. Atletico Madrid hefur ekki unnið á heimavelli Levante frá tímabilinu 2007-08.

Fótbolti
Fréttamynd

Simeone þakkaði mömmum leikmanna sinna fyrir

Diego Simeone, þjálfari spænska liðsins Atlético Madrid, er búinn að gera frábæra hluti með liðið sem komst í gær í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 3-1 sigur á Chelsea á Stamford Bridge.

Fótbolti
Fréttamynd

Bananakastarinn handtekinn

Spænsk yfirvöld hafa handtekið manninn sem kastaði frægasta banana allra tíma inn á völlinn í leik Villareal og Barcelona.

Fótbolti
Fréttamynd

Neymar: Við erum öll apar

Það vakti heimsathygli í gær þegar Dani Alves, leikmaður Barcelona, tók bita af banana sem var hent að honum í leik Barcelona í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Börsungar fengu góða hjálp

Lið Barcelona lenti í kröppum dansi gegn Villareal á útivelli í kvöld, en hafði að lokum 3-2 sigur og er enn á lífi í baráttunni um spænska meistaratitilinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Vilanova er látinn

Þær fréttir voru að berast frá Spáni að Tito Vilanova, fyrrum þjálfari Barcelona, væri látinn aðeins 45 ára að aldri.

Fótbolti