Spænski boltinn Markalaust hjá Villareal og Real Madrid Villareal og Real Madrid gerðu markalaust jafntefli í spænska boltanum í kvöld. Villareal situr í fimmta sæti deildarinnar með 31 stig, en Real er í því sjötta með einu stigi minna. Leikurinn var sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn. Sport 8.1.2006 21:26 Fimmtándi sigur Barcelona í röð Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Barcelona verji titil sinn í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, því í gær vann liðið fimmtánda sigur sinn í röð í öllum keppnum þegar það lagði erkifjendur sína í Espanyol 2-1. Það voru Samuel Eto´o og Deco sem skoruðu mörk Katalóníuliðsins. Sport 8.1.2006 18:26 Ronaldo meiddur Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá Real Madrid meiddist á kálfa á æfingu í gær og talið er víst að hann missi því af bikarleiknum gegn Atletico Bilbao þann 3. janúar, en framherjinn Raul er enn frá vegna hnémeiðsla sem hann hlaut í nóvember. Varnarmaðurinn Jonathan Woodgate er þó byrjaður að æfa á ný eftir að hafa verið meiddur á læri. Sport 30.12.2005 13:26 Er í hjartaaðgerð Knattspyrnugoðsögnin Alfredo di Stefano sem fékk hjartaslag á jólunum, er nú í aðgerð sem ætlað er að bjarga lífi hans á sjúkrahúsi í Valencia á Spáni. Aðgerðin tekur sjö klukkustundir, en ekki var hægt að framkvæma hana fyrr en í dag því beðið var eftir að ástand hans yrði nógu stöðugt. Di Stefano er 79 ára gamall og er heiðursforseti Real Madrid. Sport 28.12.2005 16:05 Fer frá Barcelona í sumar Sænski markaskorarinn Henrik Larsson hefur gefið það út að hann muni fara frá Barcelona í sumar eftir að hafa snúist hugur í samningaviðræðum við félagið. Larsson segir að hugur hans stefni heim á leið. Sport 27.12.2005 12:47 Real Madrid kaupir Cicinho Spænska stórveldið Real Madrid hefur gengið frá kaupum á brasilíska landsliðsmanninum Cicinho frá nýkrýndum heimsmeisturum félagsliða, Sao Paulo. Kaupverðið er sagt vera í kring um fjórar milljónir evra og þó Cicinho sé brasilíumaður, er hann með ítalskt vegabréf og telst því ekki vera útlendingur í spænsku deildinni. Sport 26.12.2005 03:12 Di Stefano þungt haldinn á sjúkrahúsi Knattspyrnugoðsögnin Alfredo di Stefano, heiðursforseti Real Madrid, liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Valencia eftir að hafa fengið hjartaáfall yfir hátíðarnar. Di Stefano var á sínum tíma tvisvar kjörinn knattspyrnumaður Evrópu og var mikill markaskorari. Hann skipar stóran sess í sögu Real Madrid og voru flestir stjórnarmenn félagsins mættir til að veita honum stuðning á sjúkrahúsinu í gær. Sport 26.12.2005 01:25 Floro ráðinn til Real Madrid Benito Floro, fyrrum þjálfari hjá Real Madrid, var í dag ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. Hinn 53 ára gamli Spánverji starfaði sem þjálfari hjá félaginu á árunum 1992-94 og mun í dag starfa með núverandi þjálfara liðsins Juan Ramon Lopez Caro, sem tók við þjálfun eftir að Wanderlei Luxemburgo hætti á dögunum. Sport 23.12.2005 14:17 Osasuna saxaði á forskot Barcelona Spútniklið Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni minnkaði forskot Barcelona niður í tvö stig í gærkvöldi, þegar liðið vann 2-1 sigur á Atletico Madrid í lokaleik ársins í úrvalsdeildinni. Osasuna vann þar með níunda heimasigur sinn í röð, sem er met, og minnkaði forskot meistaranna niður í tvö stig á toppnum. Sport 23.12.2005 12:08 Ég yfirgef ekki sökkvandi skip Brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo hjá Real Madrid, segir að leikmenn liðsins verði að sýna samstöðu eftir að þeir töpuðu enn einum heimaleiknum í spænsku deildinni í gærkvöldi. Hann segir jafnframt að hann sé alls ekki á förum frá félaginu. Sport 22.12.2005 14:59 Enn tapar Real Madrid Real Madrid tapaði enn einum leiknum í spænsku úrvalsdeildinni í gær og þeim fjórða á heimavelli í vetur, þegar liðið lá 2-1 fyrir Racing Santander. Leikmenn Real gengu af velli undir blístri og bauli áhorfenda eins og svo oft áður í vetur, en liðið á litla von um að veita erkifjendum sínum í Barcelona samkeppni um meistaratitlinn ef svo fer sem horfir. Sport 22.12.2005 03:11 Sendir Real Madrid tóninn Brasilíski knattspyrnustjórinn Wanderlei Luxemburgo sem látinn var taka pokann sinn hjá Real Madrir á dögunum, segir að hann hefði náð frábærum árangri með liðið ef hann hefði aðeins fengið tíma til að sinna starfi sínu. Sport 21.12.2005 19:27 Eto´o skoraði tvö í sigri Barcelona Barcelona er lið ársins 2005 á Spáni og í kvöld festi liðið sig í sessi á toppnum með 2-0 sigri á Celta Vigo, en liðið hefur verið á ótrúlegri siglingu undanfarið. Það var Samuel Eto´o sem skoraði bæði mörk liðsins í kvöld. Sport 20.12.2005 22:02 Við ætlum að fá Henry Forseti Barcelona, Joan Laporta, er ekki að skafa af því þegar kemur að áhuga hans á franska landsliðsmanninum Thierry Henry hjá Arsenal og í gærkvöldi gaf hann það út við breska blaðið The Sun að spænska félagið ætlaði að tjalda öllu til að fá hann til sín fljótlega. Sport 20.12.2005 15:23 Carlos hló að meiðslum mínum Miðjumaðurinn Valdo hjá Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og fyrrum leikmaður Real Madrid, var ekki sáttur við fyrrum félaga sinn Roberto Carlos eftir leik liðanna um helgina. Carlos meiddi Valdo illa og hló svo að honum þegar hann þurfti að fara meiddur af velli. Sport 20.12.2005 15:13 Tólf sigrar í röð hjá Barca Spænsku meistararnir í Barcelona unnu sinn tólfta sigur í röð í deildinni um helgina, sem er besti árangur félagsins í hálfa öld. Portúgalski landsliðsmaðurinn Deco segir hinsvegar að það hjálpi þeim ekkert í lokaleik sínum á árinu þegar liðið tekur á móti Celta Vigo annað kvöld. Sport 19.12.2005 18:00 Brassarnir óhressir með stuðningsmennina Brasilísku leikmennirnir Ronaldo, Julio Baptista og Roberto Carlos hjá Real Madrid eru allir á einu máli um að óþolinmóðir áhorfendur á Bernabeu, heimavelli liðsins, séu ein helsta ástæða þess að liðið hefur átt erfitt uppdráttar þar í vetur. Sport 19.12.2005 14:45 Vill Lampard og Henry til Katalóníu Framherjinn Ronaldinho hjá Barcelona segist óska þess heitt að fá Thierry Henry og Frank Lampard til liðs við sig hjá Barcelona, en báðir leikmenn hafa verið orðaðir nokkuð við spænska stórliðið. Sport 18.12.2005 14:04 Schuster framlengir hjá Getafe Þýski knattspyrnustjórinn Bernd Schuster hefur framlengt samning sinn við spútniklið Getafe til ársins 2008, en þetta var tilkynnt í dag. Schuster hefur náð undraverðum árangri með liðið síðan hann tók við í júní í sumar. Sport 14.12.2005 16:16 Viðurkenna áhuga sinn á Keane Forráðamenn Real Madrid á Spáni hafa nú viðurkennt að hafa mikinn áhuga á að fá Roy Keane í sínar raðir, en spænskir fjölmiðlar voru í gær uppfullir af fregnum um að hann væri að undirgangast læknisskoðun hjá Real. Talsmenn félagsins hafa nú slegið þónokkuð á þær vangaveltur. Sport 12.12.2005 13:57 Keane og Wenger til Real? Nú virðist fara að draga til tíðinda hjá Real Madrid sem er í þjálfaraleit. Fréttir frá Spáni herma nú að Madridarfélagið ætli að bjóða Arsene Wenger, stjóra Arsenal, 15 milljónir punda fyrir að taka við liðinu. Þá herma fregnir einnig að Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Man Utd hafi gengist undir læknisskoðum hjá Real Madrid í gær og gengið verði frá samningi við hann eftir helgina. Sport 11.12.2005 15:18 Luxemburgo rekinn frá Real Brasilíski knattspyrnustjórinn Wanderley Luxemburgo hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá spænska stórliðinu Real Madrid. Þetta var ákveðið á fundi stjórnar félagsins nú undir kvöldið. Gengi liðsins hefur verið langt frá væntingum undanfarið og því fékk Luxemburgo að taka pokann sinn eftir aðeins ellefu mánuði í starfi. Sport 4.12.2005 21:11 Enn sá Beckham rautt David Beckham fékk að líta rauða spjaldið í gær þegar lið hans Real Madrid vann nauman sigur á spútnikliði Getafe 1-0. Beckham var rekinn af velli fyrir fólskulegt brot á einum leikmanna Getafe, en gæti átt yfir höfði sér frekari refsingu fyrir hegðun sína eftir að honum var vikið af velli. Sport 4.12.2005 14:52 Helguera samdi til þriggja ára Varnarmaðurinn Ivan Helguera hefur undirritað nýjan þriggja ára samning við Real Madrid á Spáni, en hann hefur verið fastamaður í liðinu síðan árið 1999. Honum gafst lítill tími til að ræða við blaðamenn eftir að hafa undirritað samning sinn í dag, því hann brunaði beint á fæðingardeildina þar sem kona hans á von á sér í dag. Það er því tvöföld ástæða fyrir Helguera að fagna þessa dagana. Sport 1.12.2005 16:26 Samdi við Real til ársins 2011 Markvörðurinn Iker Casillas hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við spænska stórliðið Real Madrid og verður á mála hjá félaginu til ársins 2011. Hinn 24 ára gamli Casillas hafði verið orðaður við fjölda liða eftir að erfiðlega gekk að semja við Real. "Ég hef verið hérna lengi og vil halda áfram að spila með Real þangað til ég dey," sagði Casillas ánægður við undirritun samningsins. Sport 30.11.2005 19:06 Raul meiddur á hné Fyrirliði Real Madrid, framherjinn Raul, er meiddur á hné og verður frá í að minnsta kosti tvo mánuði. Raul meiddist í tapinu gegn Barcelona um helgina, en forráðamenn Real vona að hann þurfi ekki í aðgerð vegna þessa. Ef allt fer þó á versta veg, gæti það hinsvegar sett strik í reikninginn fyrir þáttöku Raul á HM með Spánverjum næsta sumar. Sport 21.11.2005 15:43 Samuel Eto´o á ekki von á góðu í Madrid Leikur ársins í spænska boltanum fer fram á morgun, en þá mætast stórliðin Real Madrid og Barcelona í Madrid. Nokkuð hefur verið um að leikmenn sendi hver öðrum tóninn fyrir leikinn eins og gengur, en það verður Samuel Eto´o hjá Barcelona sem verður skotmark 80.000 stuðningsmanna Madrid á morgun, eftir ummælin sem hann lét falla þegar Barcelona varð meistari á síðustu leiktíð. Sport 18.11.2005 16:58 Ronaldo, Baptista og Zidane klárir gegn Barcelona Real Madrid er nú óðum að fá stjörnur sínar til baka úr meiðslum fyrir leik ársins í spænska boltanum á laugardaginn, en þá mætast erkifjendurnir Barcelona og Real Madrid í uppgjöri stórliðanna á Spáni. Sport 16.11.2005 17:53 Einbeitir sér að því að spila á Spáni Framherjinn ungi Fernando Torres hjá Atletico Madrid segist upp með sér yfir áhuga Arsenal á að fá sig í sínar raðir, en tekur fram að það eina sem hann sé að hugsa um í augnablikinu sé að spila með félagsliði sínu og landsliði. Sport 11.11.2005 16:07 Hef ekkert rætt við fulltrúa Arsenal Útsendari frá Arsenal fylgdist með Fernando Torres hjá Atletico Madrid spila um síðustu helgi og það gaf orðrómi um kaup Arsenal á framherjanum byr undir báða vængi í gær. Umboðsmaður Torres segist hinsvegar ekki hafa heyrt í neinum frá Arsenal í meira en eitt og hálft ár. Sport 10.11.2005 14:12 « ‹ 255 256 257 258 259 260 261 262 263 … 266 ›
Markalaust hjá Villareal og Real Madrid Villareal og Real Madrid gerðu markalaust jafntefli í spænska boltanum í kvöld. Villareal situr í fimmta sæti deildarinnar með 31 stig, en Real er í því sjötta með einu stigi minna. Leikurinn var sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn. Sport 8.1.2006 21:26
Fimmtándi sigur Barcelona í röð Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Barcelona verji titil sinn í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, því í gær vann liðið fimmtánda sigur sinn í röð í öllum keppnum þegar það lagði erkifjendur sína í Espanyol 2-1. Það voru Samuel Eto´o og Deco sem skoruðu mörk Katalóníuliðsins. Sport 8.1.2006 18:26
Ronaldo meiddur Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá Real Madrid meiddist á kálfa á æfingu í gær og talið er víst að hann missi því af bikarleiknum gegn Atletico Bilbao þann 3. janúar, en framherjinn Raul er enn frá vegna hnémeiðsla sem hann hlaut í nóvember. Varnarmaðurinn Jonathan Woodgate er þó byrjaður að æfa á ný eftir að hafa verið meiddur á læri. Sport 30.12.2005 13:26
Er í hjartaaðgerð Knattspyrnugoðsögnin Alfredo di Stefano sem fékk hjartaslag á jólunum, er nú í aðgerð sem ætlað er að bjarga lífi hans á sjúkrahúsi í Valencia á Spáni. Aðgerðin tekur sjö klukkustundir, en ekki var hægt að framkvæma hana fyrr en í dag því beðið var eftir að ástand hans yrði nógu stöðugt. Di Stefano er 79 ára gamall og er heiðursforseti Real Madrid. Sport 28.12.2005 16:05
Fer frá Barcelona í sumar Sænski markaskorarinn Henrik Larsson hefur gefið það út að hann muni fara frá Barcelona í sumar eftir að hafa snúist hugur í samningaviðræðum við félagið. Larsson segir að hugur hans stefni heim á leið. Sport 27.12.2005 12:47
Real Madrid kaupir Cicinho Spænska stórveldið Real Madrid hefur gengið frá kaupum á brasilíska landsliðsmanninum Cicinho frá nýkrýndum heimsmeisturum félagsliða, Sao Paulo. Kaupverðið er sagt vera í kring um fjórar milljónir evra og þó Cicinho sé brasilíumaður, er hann með ítalskt vegabréf og telst því ekki vera útlendingur í spænsku deildinni. Sport 26.12.2005 03:12
Di Stefano þungt haldinn á sjúkrahúsi Knattspyrnugoðsögnin Alfredo di Stefano, heiðursforseti Real Madrid, liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Valencia eftir að hafa fengið hjartaáfall yfir hátíðarnar. Di Stefano var á sínum tíma tvisvar kjörinn knattspyrnumaður Evrópu og var mikill markaskorari. Hann skipar stóran sess í sögu Real Madrid og voru flestir stjórnarmenn félagsins mættir til að veita honum stuðning á sjúkrahúsinu í gær. Sport 26.12.2005 01:25
Floro ráðinn til Real Madrid Benito Floro, fyrrum þjálfari hjá Real Madrid, var í dag ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. Hinn 53 ára gamli Spánverji starfaði sem þjálfari hjá félaginu á árunum 1992-94 og mun í dag starfa með núverandi þjálfara liðsins Juan Ramon Lopez Caro, sem tók við þjálfun eftir að Wanderlei Luxemburgo hætti á dögunum. Sport 23.12.2005 14:17
Osasuna saxaði á forskot Barcelona Spútniklið Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni minnkaði forskot Barcelona niður í tvö stig í gærkvöldi, þegar liðið vann 2-1 sigur á Atletico Madrid í lokaleik ársins í úrvalsdeildinni. Osasuna vann þar með níunda heimasigur sinn í röð, sem er met, og minnkaði forskot meistaranna niður í tvö stig á toppnum. Sport 23.12.2005 12:08
Ég yfirgef ekki sökkvandi skip Brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo hjá Real Madrid, segir að leikmenn liðsins verði að sýna samstöðu eftir að þeir töpuðu enn einum heimaleiknum í spænsku deildinni í gærkvöldi. Hann segir jafnframt að hann sé alls ekki á förum frá félaginu. Sport 22.12.2005 14:59
Enn tapar Real Madrid Real Madrid tapaði enn einum leiknum í spænsku úrvalsdeildinni í gær og þeim fjórða á heimavelli í vetur, þegar liðið lá 2-1 fyrir Racing Santander. Leikmenn Real gengu af velli undir blístri og bauli áhorfenda eins og svo oft áður í vetur, en liðið á litla von um að veita erkifjendum sínum í Barcelona samkeppni um meistaratitlinn ef svo fer sem horfir. Sport 22.12.2005 03:11
Sendir Real Madrid tóninn Brasilíski knattspyrnustjórinn Wanderlei Luxemburgo sem látinn var taka pokann sinn hjá Real Madrir á dögunum, segir að hann hefði náð frábærum árangri með liðið ef hann hefði aðeins fengið tíma til að sinna starfi sínu. Sport 21.12.2005 19:27
Eto´o skoraði tvö í sigri Barcelona Barcelona er lið ársins 2005 á Spáni og í kvöld festi liðið sig í sessi á toppnum með 2-0 sigri á Celta Vigo, en liðið hefur verið á ótrúlegri siglingu undanfarið. Það var Samuel Eto´o sem skoraði bæði mörk liðsins í kvöld. Sport 20.12.2005 22:02
Við ætlum að fá Henry Forseti Barcelona, Joan Laporta, er ekki að skafa af því þegar kemur að áhuga hans á franska landsliðsmanninum Thierry Henry hjá Arsenal og í gærkvöldi gaf hann það út við breska blaðið The Sun að spænska félagið ætlaði að tjalda öllu til að fá hann til sín fljótlega. Sport 20.12.2005 15:23
Carlos hló að meiðslum mínum Miðjumaðurinn Valdo hjá Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og fyrrum leikmaður Real Madrid, var ekki sáttur við fyrrum félaga sinn Roberto Carlos eftir leik liðanna um helgina. Carlos meiddi Valdo illa og hló svo að honum þegar hann þurfti að fara meiddur af velli. Sport 20.12.2005 15:13
Tólf sigrar í röð hjá Barca Spænsku meistararnir í Barcelona unnu sinn tólfta sigur í röð í deildinni um helgina, sem er besti árangur félagsins í hálfa öld. Portúgalski landsliðsmaðurinn Deco segir hinsvegar að það hjálpi þeim ekkert í lokaleik sínum á árinu þegar liðið tekur á móti Celta Vigo annað kvöld. Sport 19.12.2005 18:00
Brassarnir óhressir með stuðningsmennina Brasilísku leikmennirnir Ronaldo, Julio Baptista og Roberto Carlos hjá Real Madrid eru allir á einu máli um að óþolinmóðir áhorfendur á Bernabeu, heimavelli liðsins, séu ein helsta ástæða þess að liðið hefur átt erfitt uppdráttar þar í vetur. Sport 19.12.2005 14:45
Vill Lampard og Henry til Katalóníu Framherjinn Ronaldinho hjá Barcelona segist óska þess heitt að fá Thierry Henry og Frank Lampard til liðs við sig hjá Barcelona, en báðir leikmenn hafa verið orðaðir nokkuð við spænska stórliðið. Sport 18.12.2005 14:04
Schuster framlengir hjá Getafe Þýski knattspyrnustjórinn Bernd Schuster hefur framlengt samning sinn við spútniklið Getafe til ársins 2008, en þetta var tilkynnt í dag. Schuster hefur náð undraverðum árangri með liðið síðan hann tók við í júní í sumar. Sport 14.12.2005 16:16
Viðurkenna áhuga sinn á Keane Forráðamenn Real Madrid á Spáni hafa nú viðurkennt að hafa mikinn áhuga á að fá Roy Keane í sínar raðir, en spænskir fjölmiðlar voru í gær uppfullir af fregnum um að hann væri að undirgangast læknisskoðun hjá Real. Talsmenn félagsins hafa nú slegið þónokkuð á þær vangaveltur. Sport 12.12.2005 13:57
Keane og Wenger til Real? Nú virðist fara að draga til tíðinda hjá Real Madrid sem er í þjálfaraleit. Fréttir frá Spáni herma nú að Madridarfélagið ætli að bjóða Arsene Wenger, stjóra Arsenal, 15 milljónir punda fyrir að taka við liðinu. Þá herma fregnir einnig að Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Man Utd hafi gengist undir læknisskoðum hjá Real Madrid í gær og gengið verði frá samningi við hann eftir helgina. Sport 11.12.2005 15:18
Luxemburgo rekinn frá Real Brasilíski knattspyrnustjórinn Wanderley Luxemburgo hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá spænska stórliðinu Real Madrid. Þetta var ákveðið á fundi stjórnar félagsins nú undir kvöldið. Gengi liðsins hefur verið langt frá væntingum undanfarið og því fékk Luxemburgo að taka pokann sinn eftir aðeins ellefu mánuði í starfi. Sport 4.12.2005 21:11
Enn sá Beckham rautt David Beckham fékk að líta rauða spjaldið í gær þegar lið hans Real Madrid vann nauman sigur á spútnikliði Getafe 1-0. Beckham var rekinn af velli fyrir fólskulegt brot á einum leikmanna Getafe, en gæti átt yfir höfði sér frekari refsingu fyrir hegðun sína eftir að honum var vikið af velli. Sport 4.12.2005 14:52
Helguera samdi til þriggja ára Varnarmaðurinn Ivan Helguera hefur undirritað nýjan þriggja ára samning við Real Madrid á Spáni, en hann hefur verið fastamaður í liðinu síðan árið 1999. Honum gafst lítill tími til að ræða við blaðamenn eftir að hafa undirritað samning sinn í dag, því hann brunaði beint á fæðingardeildina þar sem kona hans á von á sér í dag. Það er því tvöföld ástæða fyrir Helguera að fagna þessa dagana. Sport 1.12.2005 16:26
Samdi við Real til ársins 2011 Markvörðurinn Iker Casillas hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við spænska stórliðið Real Madrid og verður á mála hjá félaginu til ársins 2011. Hinn 24 ára gamli Casillas hafði verið orðaður við fjölda liða eftir að erfiðlega gekk að semja við Real. "Ég hef verið hérna lengi og vil halda áfram að spila með Real þangað til ég dey," sagði Casillas ánægður við undirritun samningsins. Sport 30.11.2005 19:06
Raul meiddur á hné Fyrirliði Real Madrid, framherjinn Raul, er meiddur á hné og verður frá í að minnsta kosti tvo mánuði. Raul meiddist í tapinu gegn Barcelona um helgina, en forráðamenn Real vona að hann þurfi ekki í aðgerð vegna þessa. Ef allt fer þó á versta veg, gæti það hinsvegar sett strik í reikninginn fyrir þáttöku Raul á HM með Spánverjum næsta sumar. Sport 21.11.2005 15:43
Samuel Eto´o á ekki von á góðu í Madrid Leikur ársins í spænska boltanum fer fram á morgun, en þá mætast stórliðin Real Madrid og Barcelona í Madrid. Nokkuð hefur verið um að leikmenn sendi hver öðrum tóninn fyrir leikinn eins og gengur, en það verður Samuel Eto´o hjá Barcelona sem verður skotmark 80.000 stuðningsmanna Madrid á morgun, eftir ummælin sem hann lét falla þegar Barcelona varð meistari á síðustu leiktíð. Sport 18.11.2005 16:58
Ronaldo, Baptista og Zidane klárir gegn Barcelona Real Madrid er nú óðum að fá stjörnur sínar til baka úr meiðslum fyrir leik ársins í spænska boltanum á laugardaginn, en þá mætast erkifjendurnir Barcelona og Real Madrid í uppgjöri stórliðanna á Spáni. Sport 16.11.2005 17:53
Einbeitir sér að því að spila á Spáni Framherjinn ungi Fernando Torres hjá Atletico Madrid segist upp með sér yfir áhuga Arsenal á að fá sig í sínar raðir, en tekur fram að það eina sem hann sé að hugsa um í augnablikinu sé að spila með félagsliði sínu og landsliði. Sport 11.11.2005 16:07
Hef ekkert rætt við fulltrúa Arsenal Útsendari frá Arsenal fylgdist með Fernando Torres hjá Atletico Madrid spila um síðustu helgi og það gaf orðrómi um kaup Arsenal á framherjanum byr undir báða vængi í gær. Umboðsmaður Torres segist hinsvegar ekki hafa heyrt í neinum frá Arsenal í meira en eitt og hálft ár. Sport 10.11.2005 14:12