Leikskólar

Fréttamynd

Betri mönnun er lykillinn

Miklar áskoranir varðandi mönnun hafa mætt leikskólum um land allt undanfarin ár og áratugi.Ljóst er að vanhugsaðar ákvarðanir Alþingis um lengingu kennaranáms árið 2008 höfðu þau óæskilegu en að mörgu leyti fyrirsjáanlegu áhrif að aðsókn ungs fólks í kennaranám hrundi og verulegur skortur á leikskólakennurum fylgdi í kjölfarið sem enn hefur ekki tekist að vinna til baka þrátt fyrir batamerki hin síðari ár.

Skoðun
Fréttamynd

Miklar breytingar á gjald­skrá leik­skóla borgarinnar

Foreldrar leikskólabarna í Reykjavík sem nýta ekki þjónustu á milli jóla og nýárs, í vetrarleyfum grunnskóla og í aðdraganda páska fá heilan mánuð ókeypis. Þá verður einnig veittur afsláttur fyrir þá sem sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum. Miðað er við að breytingarnar taki gildi um áramótin.

Innlent
Fréttamynd

Hafnar full­yrðingum þing­manns um inn­rætingu

Formaður félags kynjafræðikennara hafnar fullyrðingum þingmanns Miðflokksins um að í kynjafræði felist innræting hugmyndafræði. Mynd af þingmanninum úr skólastofu sýni að kynjafræðikennarar nýti dæmi úr veruleikanum.

Innlent
Fréttamynd

„Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitar­fé­lagi”

Foreldrar leikskólabarna á Tanga á Ísafirði segja börn þeirra hafa verið beitt refsingum og notast hafi verið við verðlaunakerfi sem aldrei hafi verið kynnt. Bæjarstjóri segir málið tekið alvarlega og leikskólastjóri segir um misskilning að ræða sem úttekt Miðstöð menntunar og skólaþjónustu styður. Foreldrarnir segjast finna fyrir útilokun í svo litlu samfélagi vegna baráttu fyrir réttindum barnanna. Börnin hafa nú verið útskrifuð af leikskólanum. 

Innlent
Fréttamynd

Biðin eftir leikskóla­plássi kostaði móður vinnuna

Foreldri á Seltjarnarnesi þurfti að segja upp vinnu sinni þar sem sonur hennar hefur ekki fengið pláss á leikskóla. Forráðamenn barna á Nesinu upplifa sig ósýnilega vegna skorts á svörum frá bæjaryfirvöldum og segja nýjan leikskóla ekki laga stöðuna.

Innlent
Fréttamynd

Ríf­lega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400

Til viðbótar við þau 400 börn 12 mánaða og eldri á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík hafa 786 börn fengið boð um leikskólapláss en ekki hafið leikskólagöngu. Oddviti Sjálfstæðismanna í borginni segir meirihlutann beita gamalkunnum brellum í umfjöllun um stöðu leikskólamála.

Innlent
Fréttamynd

Vilja halda leiðbeinandanum á­fram bak við lás og slá

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir manni sem grunaður er um kynferðisbrot í starfi sínu sem leiðbeinandi á leikskólanum Múlaborg. Lögregla rannsakar nú ábendingar um brot gegn fleiri börnum á leikskólanum og segir rannsókn miða vel.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um brot gegn fleiri börnum

Foreldri annars barns á leikskólanum Múlaborg hefur tilkynnt grun um kynferðisbrot gegn barni sínu til lögreglu. Þetta herma heimildir fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Lands­menn allir harmi slegnir

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri Reykjavíkur telur landsmenn alla harmi slegna vegna máls þar sem starfsmaður leikskólans Múlaborgar er grunaður um kynferðisbrot gegn barni.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi

Kynfræðingur segir mikilvægt að foreldrar noti rétt orð um líkama barna svo börn hafi réttan orðaforða og þekkingu til að geta greint frá því þegar brotið er á þeim. Ekki hafa fleiri tilkynningar um brot gegn börnum í leikskólum borist skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar eða barnavernd frá því að greint var frá því að starfsmaður Múlaborgar væri grunaður um kynferðisbrot gegn barni í leikskólanum.

Innlent
Fréttamynd

Lof­orðið sem borgar­stjóri gleymdi

Stundum gleymast kosningaloforð. Fyrir tæpum þremur árum lofaði Samfylkingin því að börn frá 12 mánaða aldri kæmust inn í leikskóla. Nú þegar líður að lokum kjörtímabilsins er ekkert sem bendir til þess að það loforð verði efnt.

Skoðun
Fréttamynd

Brugðið eftir við­tal við borgar­stjóra

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, undrast að borgarstjóri tali eins og alvanalegt sé að starfsfólk á leikskólum borgarinnar sé undir eftirliti við störf. Komið hefur fram að 22 ára karlmaður grunaður um kynferðisbrot á leikskólanum Múlaborg sætti slíku eftirliti árið 2024.

Innlent
Fréttamynd

Kanna starfs­hætti, verk­lag og að­stæður

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar ætlar að láta kanna starfshætti, verklag og aðstæður á leikskólanum Múlaborg eftir að í ljós kom að starfsmaður þar er grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá sviðinu. Borgin segist ekki geta gefið upplýsingar um hvort eftirlit hafi verið með hinum grunaða á leikskólanum á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

„Það er hetja á Múlaborg“

Faðir barns á leikskólanum Múlaborg er sleginn vegna meints kynferðisbrots gegn barni í skólanum. Hann gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir seinagang í upplýsingagjöf og biður fjölmiðla um að vanda sig í umfjöllun um málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu var starfsmaðurinn sem grunaður er um kynferðisbrotið undir sérstöku eftirliti í skólanum á síðasta ári vegna hegðunar sinnar.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­maðurinn undir sér­stöku eftir­liti í fyrra

Starfsmaður á Múlaborg var um tíma undir sérstöku eftirliti á leikskólanum vegna sérkennilegs háttalags. Þetta hermar heimildir fréttastofu. Foreldri barns á leikskólanum segir stórskrýtið að foreldrar hafi ekki verið upplýstir um þetta á fundi með fulltrúum lögreglunnar, Reykjavíkurborgar og Barna- og fjölskyldustofu.

Innlent