Háskólar

Fréttamynd

Starfar þú með börnum? Ný náms­leið á sviði far­sældar barna

Þann 1. janúar s.l. tóku gildi ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Með farsæld er vísað til aðstæðna sem skapa börnum skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðilegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar.

Skoðun
Fréttamynd

Stapa breytt í stúdenta­garð

Háskóli Íslands (HÍ) hyggst selja Félagsstofnun stúdenta (FS) bygginguna Stapa við Hringbraut eftir að núverandi starfsemi HÍ þar flyst í nýtt húsnæði Heilbrigðisvísindasviðs á Landspítalasvæðinu. Til stendur að breyta Stapa í stúdentagarð sem fellur að Gamla Garði og nýrri viðbyggingu hans.

Innlent
Fréttamynd

Styrmir frá HR til N1

Styrmir Hjalti Haraldsson hefur verið ráðinn í stöðu sérfræðings á Orkusviði N1. Munu helstu verkefni hans þar snúa að greiningum á raforkumarkaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Há­skóla­sam­fé­lagið í Vatns­mýrinni

Afléttingar boðuðu nýtt tímabil fyrir okkur öll en var líka ákveðinn sigur unga fólksins. Lítil sem engin félagsleg tengsl yfir tvö ár hafa verið stúdentum erfið viðureignar, einkum fyrir þau sem ekki hafa upplifað faraldurslausa háskólagöngu.

Skoðun
Fréttamynd

Útskriftarnemar HR fara loksins á sína fyrstu árshátíð áður en skólagöngu þeirra lýkur

Það ríkir mikil gleði hjá nemendum Háskólans í Reykjavík um þessar mundir þar sem þeir eru loksins að halda árshátíð eftir þriggja ára bið. Veisluhöldin eru þeim án efa kærkomin en fyrir tveimur árum var árshátíðinni aflýst degi fyrir viðburðinn vegna Covid. Blaðamaður hafði samband við Alexander Ágúst, formann stúdentafélags HR, og tók púlsinn á honum.

Lífið
Fréttamynd

Skyggnast inn í heim hugvíkkandi efna

Rannsakendur við sálfræðideild Háskóla Íslands feta ótroðnar slóðir og kortleggja nú notkun landsmanna á hugvíkkandi efnum. Þúsundir erlendra rannsókna og fræðigreina hafa verið skrifaðar úti í heimi um notkun hugvíkkandi efna í meðferðarskyni en rannsakendurnir segja þetta umfjöllunarefni enn vera á jaðrinum hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Fagna á­kvörðun ríkis­stjórnarinnar eftir mikið vatns­tjón: „Þetta lýsir því bara hvað að­stæður eru ó­við­unandi“

Tjón í húsnæði Listaháskóla Íslands í Þverholti virðist minna en á horfðist í fyrstu þegar mikill vatnsleki kom þar upp í gær. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að vinna að húsnæðismálum háskólans og flutning þess í Tollhúsið. Eektor segir það löngu tímabært og hlakkar til að glæða miðbæinn lífi aftur. 

Innlent
Fréttamynd

„Megum ekki láta það gerast að garðyrkjunám á Íslandi líði undir lok“

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hafa ekki búið betur að málum þegar Garðyrkjuskólinn á Reykjum var skilinn frá Landbúnaðarháskólanum og færður undir Fjölbrautarskóla Suðurlands. Hann segir stjórnvöld hafa leyft skólanum að verða hornreka í íslensku menntakerfi. 

Innlent
Fréttamynd

Sagði „nauðgunar­her“ vera á leið til sam­nemanda

Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema hefur staðfest ákvörðun sviðsstjóra Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands um að víkja nemanda við sálfræðideild skólans úr skólanum að fullu eftir að hann hafði sent samnemanda skilaboð sem metin voru „óforsvaranleg“, „ógnandi“ og „til þess [fallin] að valda [ótta].“

Innlent
Fréttamynd

Hvar er stuðningurinn?

Íbúalistinn fór vítt og breitt um dreifbýli Ölfuss laugardaginn 7. apríl, hitti fólk og heimsótti bæði fyrirtæki og stofnanir. Það var aðdáunarvert að verða vitni að þeim krafti og eldmóði sem einkenndi allt fólkið sem við hittum. Það stakk þó mjög í augu ástandið í Garðyrkjuskólanum á Reykjum sem tilheyrir vissulega Sveitarfélaginu Ölfusi.

Skoðun
Fréttamynd

Stúdentar fagna stóru skrefi en segja enn áskoranir til staðar

Háskóla-, vísinda- og nýsköpunarráðherra samþykkti nýjar úthlutunarreglur hjá Menntasjóði námsmanna fyrir næsta skólaár um mánaðarmótin en þar er kveðið á um átján prósent hækkun á grunnframfærslu. Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og varaforseti Sambands íslenskra nemenda erlendis fagna breytingunni og segja að um stórt skref sé að ræða þó baráttu stúdenta sé hvergi nærri lokið. 

Innlent
Fréttamynd

Hólm­fríður nýr rektor á Hólum

Hólmfríður Sverrisdóttir hefur verið skipuð rektor Háskólans á Hólum frá og með 1. júní 2022. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar, tilkynnti skipun nýs rektors á starfsmannafundi Háskólans á Hólum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Röskva vann aftur stórsigur en missir einn fulltrúa

Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, tryggði sér fimmtán fulltrúa af sautján í kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands en úrslitin voru tilkynnt í kvöld. Vaka – hagsmunafélag stúdenta, bætir við sig einum fulltrúa milli ára.

Innlent
Fréttamynd

Stöðvum stöðnun há­skólans

Í dag fara kosningar til Stúdenta- og Háskólaráðs Háskóla Íslands fram á Uglu. Á listum Vöku er fólk sem er tilbúið til þess að berjast fyrir framförum innan sem utan háskólans.

Skoðun
Fréttamynd

„Kæri stúdent, bíttu á jaxlinn, þetta verður betra"

Þó svo að mörg fagni styttingu framhaldsskólans standa nýstúdentar á verkfræði- og náttúruvísindasviði sem tóku styttra stúdentspróf höllum fæti. Stytting framhaldsskólans gerir nemendum á framhaldsskólaaldri erfitt fyrir að taka meiri undirbúning fyrir nám í háskóla.

Skoðun
Fréttamynd

Sameining háskólasamfélagsins

Þann 22. desember síðastliðinn undirrituðu ríkið og Félagsstofnun stúdenta samning um kaup á Bændahöllinni sem héðan í frá verður nýtt fyrir starfsemi Háskóla Íslands og stúdentaíbúðir. Um er að ræða mikið fagnaðarefni enda hafa fulltrúar Röskvu í Stúdentaráði beitt sér fyrir því að þessi kaup verði að veruleika.

Skoðun
Fréttamynd

Röskva kynnir fram­boðs­listana

Framboðslistar Röskvu - samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, vegna kosninga til Stúdentaráðs og háskólaráðs Háskóla Íslands voru kynntir í kvöld. Kosningar fara fram 23. og 24. mars næstkomandi. 

Innlent