Stjórn HR geti ekki skert rekstrartekjur um 1,2 milljarða Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. febrúar 2024 22:19 Háskólinn í Reykjavík hyggst ekki samþykkja tilboð háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. Vísir/Vilhelm Stjórn Háskólans í Reykjavík segist ekki telja sér ekki fært að skerða rekstrartekjur skólans um tólf hundruð milljónir á ári með því að samþykkja hugmynd háskóla,- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins um aukið ríkisframlag. Á þriðjudaginn kynnti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tilboð ráðuneytisins til sjálfstætt starfandi háskólanna um fullan ríkisstyrk gegn afnámi skólagjalda. Þannig þyrftu nemendur við HR, Listaháskóla Íslands og Háskólann á Bifröst einungis að borga 75 þúsund króna skrásetningargjald líkt og nemendur HÍ. Listaháskólinn samþykkti tilboðið samdægurs. Jakob Daníelsson forseti Stúdentafélags HR sendi frá sér ályktun í dag þar sem hann sagði breytingarnar líklegast ekki henta skólanum. Hann óttist að gæði náms við skólann gæti skerst við afnám skólagjalda. Í fréttatilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík segir að stjórn HR sjái sér ekki fært að skerða rekstrartekjur skólans um tólf hundruð milljónir á ári með því að samþykkja tilboðið. Fram kom í tilboði ráðuneytisins að hámarkskostnaður við verkefnið yrðu tveir milljarðar króna sem rúmast innan ramma fjárheimilda háskólastigsins. „Við í stjórn HR erum mjög stolt af því starfi sem fer fram innan veggja skólans, bæði þegar kemur að rannsóknum og kennslu, en skólinn útskrifar meirihluta tæknimenntaðra í verkfræði, tölvunarfræði og iðn- og tæknifræði og hlutfallslega fleiri karlmenn en aðrir háskólar. Við viljum halda okkar góða starfi áfram, að bjóða áfram framúrskarandi kennslu, aðstöðu og þjónustu við nemendur og standa fyrir rannsóknum á heimsmælikvarða,“ er haft eftir Guðbjörgu Eddu Eggertsdóttur, stjórnarformanni Háskólans í Reykjavík. Gert ráð fyrir milljarða tekjutapi Fram kemur í tilkynningu að Ragnhildur Helgadóttir, rektor HR, segi að stjórn og stjórnendur vilji áfram geta boðið stúdentum upp á það val sem þau hafa í dag. „Nemendum hér býðst að langstærstum hluta að stunda nám í sömu greinum við aðra skóla, en velja að koma til okkar þótt við innheimtum skólagjöld, sem eru á þessu skólaári 288 þúsund krónur á önn, og njóta þess sem HR býður. Við viljum að þeim standi það áfram til boða,“ segir Ragnhildur. Hún segir það mat nemendanna að ómögulegt væri að halda þeirri sérstöðu sem nemendur í HR kjósa með þeim fjárskerðingum sem skólinn stæði frammi fyrir með breytingunni. Ráðuneytið byggi sjálft á því að tekjutap HR ef þessi leið yrði farin nemi 1,1 til 1,2 milljörðum króna á ársgrundvelli og stjórn og stjórnendur skólans eru sammála því mati. „Þá er líka mikilvægt að það komi fram að ekki er verið að auka við það fjármagn sem fer inn í háskólakerfið í heild sinni heldur er verið að breyta því hvernig kökunni er skipt. Þetta þýðir með öðrum orðum að heildarfjármagn til háskólanna myndi minnka um ríflega 3 milljarða króna, ef allir skólar tækju þessu boði. Það myndi koma alvarlega niður á starfsemi fleiri skóla en okkar,“ segir Ragnhildur. Háskólar Skóla - og menntamál Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bjóða óskert fjárframlag í skiptum fyrir engin skólagjöld Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur boðið skólastjórnendum sjálfstætt starfandi háskóla að skólarnir hljóti óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. 13. febrúar 2024 12:01 Liggja undir feldi með tilboð ráðherra Stjórnir bæði Háskólans í Reykjavík (HR) og Háskólans á Bifröst funda á næstu dögum um hvort taka eigi tilboði Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskólaráðherra um að fá óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. 14. febrúar 2024 10:45 Í spennufalli eftir afnám skólagjalda Nemendur í Listaháskóla Íslands eru himinlifandi með að þurfa ekki að greiða skólagjöld á komandi skólaári. Háskólaráðherra segir að með breytingu á styrkveitingu sé verið að gæta jafnræðis milli háskóla landsins. 13. febrúar 2024 21:47 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Á þriðjudaginn kynnti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tilboð ráðuneytisins til sjálfstætt starfandi háskólanna um fullan ríkisstyrk gegn afnámi skólagjalda. Þannig þyrftu nemendur við HR, Listaháskóla Íslands og Háskólann á Bifröst einungis að borga 75 þúsund króna skrásetningargjald líkt og nemendur HÍ. Listaháskólinn samþykkti tilboðið samdægurs. Jakob Daníelsson forseti Stúdentafélags HR sendi frá sér ályktun í dag þar sem hann sagði breytingarnar líklegast ekki henta skólanum. Hann óttist að gæði náms við skólann gæti skerst við afnám skólagjalda. Í fréttatilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík segir að stjórn HR sjái sér ekki fært að skerða rekstrartekjur skólans um tólf hundruð milljónir á ári með því að samþykkja tilboðið. Fram kom í tilboði ráðuneytisins að hámarkskostnaður við verkefnið yrðu tveir milljarðar króna sem rúmast innan ramma fjárheimilda háskólastigsins. „Við í stjórn HR erum mjög stolt af því starfi sem fer fram innan veggja skólans, bæði þegar kemur að rannsóknum og kennslu, en skólinn útskrifar meirihluta tæknimenntaðra í verkfræði, tölvunarfræði og iðn- og tæknifræði og hlutfallslega fleiri karlmenn en aðrir háskólar. Við viljum halda okkar góða starfi áfram, að bjóða áfram framúrskarandi kennslu, aðstöðu og þjónustu við nemendur og standa fyrir rannsóknum á heimsmælikvarða,“ er haft eftir Guðbjörgu Eddu Eggertsdóttur, stjórnarformanni Háskólans í Reykjavík. Gert ráð fyrir milljarða tekjutapi Fram kemur í tilkynningu að Ragnhildur Helgadóttir, rektor HR, segi að stjórn og stjórnendur vilji áfram geta boðið stúdentum upp á það val sem þau hafa í dag. „Nemendum hér býðst að langstærstum hluta að stunda nám í sömu greinum við aðra skóla, en velja að koma til okkar þótt við innheimtum skólagjöld, sem eru á þessu skólaári 288 þúsund krónur á önn, og njóta þess sem HR býður. Við viljum að þeim standi það áfram til boða,“ segir Ragnhildur. Hún segir það mat nemendanna að ómögulegt væri að halda þeirri sérstöðu sem nemendur í HR kjósa með þeim fjárskerðingum sem skólinn stæði frammi fyrir með breytingunni. Ráðuneytið byggi sjálft á því að tekjutap HR ef þessi leið yrði farin nemi 1,1 til 1,2 milljörðum króna á ársgrundvelli og stjórn og stjórnendur skólans eru sammála því mati. „Þá er líka mikilvægt að það komi fram að ekki er verið að auka við það fjármagn sem fer inn í háskólakerfið í heild sinni heldur er verið að breyta því hvernig kökunni er skipt. Þetta þýðir með öðrum orðum að heildarfjármagn til háskólanna myndi minnka um ríflega 3 milljarða króna, ef allir skólar tækju þessu boði. Það myndi koma alvarlega niður á starfsemi fleiri skóla en okkar,“ segir Ragnhildur.
Háskólar Skóla - og menntamál Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bjóða óskert fjárframlag í skiptum fyrir engin skólagjöld Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur boðið skólastjórnendum sjálfstætt starfandi háskóla að skólarnir hljóti óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. 13. febrúar 2024 12:01 Liggja undir feldi með tilboð ráðherra Stjórnir bæði Háskólans í Reykjavík (HR) og Háskólans á Bifröst funda á næstu dögum um hvort taka eigi tilboði Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskólaráðherra um að fá óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. 14. febrúar 2024 10:45 Í spennufalli eftir afnám skólagjalda Nemendur í Listaháskóla Íslands eru himinlifandi með að þurfa ekki að greiða skólagjöld á komandi skólaári. Háskólaráðherra segir að með breytingu á styrkveitingu sé verið að gæta jafnræðis milli háskóla landsins. 13. febrúar 2024 21:47 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bjóða óskert fjárframlag í skiptum fyrir engin skólagjöld Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur boðið skólastjórnendum sjálfstætt starfandi háskóla að skólarnir hljóti óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. 13. febrúar 2024 12:01
Liggja undir feldi með tilboð ráðherra Stjórnir bæði Háskólans í Reykjavík (HR) og Háskólans á Bifröst funda á næstu dögum um hvort taka eigi tilboði Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskólaráðherra um að fá óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. 14. febrúar 2024 10:45
Í spennufalli eftir afnám skólagjalda Nemendur í Listaháskóla Íslands eru himinlifandi með að þurfa ekki að greiða skólagjöld á komandi skólaári. Háskólaráðherra segir að með breytingu á styrkveitingu sé verið að gæta jafnræðis milli háskóla landsins. 13. febrúar 2024 21:47
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?