Erlend sakamál

Fréttamynd

Wat­son skal á­fram sæta gæslu­varð­haldi

Dómstóll í Nuuk í Grænlandi hefur úrskurðað að kanadíski hvalveiðiandstæðingurinn Paul Watson skuli sæta gæsluvarðhaldi í þrjár vikur til viðbótar, eða til 23. október næstkomandi. 

Erlent
Fréttamynd

Reyna að tengja Pelicot við fleiri nauðganir og morð

Dominique Pelioct, sem byrlaði eiginkonu sinni ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni um árabil, er til rannsóknar vegna fimm annarra mála og þar á meðal eins morðs. Málin þykja keimlík einni nauðgunartilraun sem Pelicot hefur játað og morði sem hann hefur verið ákærður fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Ekki lengur undir sér­stöku eftir­liti

Tónlistarmaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem P Diddy, er ekki lengur undir sérstöku eftirliti, svokallaðri sjálfsvígsvakt. Þetta segir lögmaður tónlistarmannsins sem nú er í haldi lögreglu vestanhafs vegna meintrar skipulagðrar glæpastarfsemar, mansals, mútuþægni og kynferðisbrota.

Lífið
Fréttamynd

Borgar­stjóri New York lýsir yfir sak­leysi sínu

Eric Adams, borgarstjóri New York, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdóm á Manhattan í dag. Adams er meðal annars ákærður fyrir mútuþægni, fjársvik og að þiggja ólögleg kosningaframlög frá erlendum einstaklingum.

Erlent
Fréttamynd

Lík­lega verði flett ofan af fleirum í rann­sókn á brotum Diddy

Arnar Eggert Thoroddsen aðjúnkt í félagsfræði við háskóla Íslands og doktor í tónlist segir líklegt að lögregla eigi eftir að fletta ofan af fleirum í rannsókn sinni á Sean Diddy Combs. Combs hefur verið sakaður um mansal, skipulagða glæpastarfsemi, mútugreiðslur auk kynferðisbrota. Rætt var við Arnar Eggert í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Innlent
Fréttamynd

Nemandinn sem stakk Ingunni á­frýjar dómi

Lyfjafræðinemi sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent við Oslóarháskóla, ítrekað hefur áfrýjað hluta dóms sem hann hlaut fyrir verknaðinn. Hann vill fá öryggisvistun sinni hnekkt og dómi vegna árásar á samkennara Ingunnar. 

Innlent
Fréttamynd

Á­kærður fyrir mútu­þægni og fjár­svik

Eric Adams, borgarstjóri New York, hefur verið ákærður í fimm liðum, og þar á meðal fyrir mútuþægni og fjársvik. Hann er sagður hafa þegið gjafir og ferðir að verðmæti rúmra hundrað þúsund dala, frá aðilum tengdum yfirvöldum í Tyrklandi.

Erlent
Fréttamynd

Lögðu hald á síma borgar­stjórans

Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, framkvæmdu í morgun húsleit hjá Eric Adams, borgarstjóra New York, og lögðu meðal annars hald á síma hans. Hann hefur verið ákærður af svokölluðum ákærudómstól en efni ákæranna verður opinberað klukkan hálf fjögur í dag.

Erlent
Fréttamynd

Combs sakaður um enn eina kynferðisárásina

Enn einn einstaklingurinn hefur stigið fram og ásakað tónlistar- og athafnamanninn Sean „Diddy“ Combs um kynferðisofbeldi. Kona að nafni Thalia Graves hefur höfðað mál gegn rapparanum, sem hún segir hafa nauðgað sér í New York árið 2001.

Erlent
Fréttamynd

Sviku út tugi milljóna með því að þykjast vera Brad Pitt

Fimm hafa verið handteknir á Spáni fyrir að svíkja út úr tveimur konum 325 þúsund evrur með því að þykjast vera leikarinn Brad Pitt. Það samsvarar tæpum 50 milljónum íslenskra króna. Konurnar héldu báðar að þær ættu í ástarsambandi við Brad Pitt.

Erlent
Fréttamynd

Tjóðraði móður sína við stól til að drepa eigin­mann sinn

Móðir unglingspilts sem skaut fjóra til bana í framhaldsskóla í Georgíu í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum hefur verið ákærð fyrir ofbeldi í garð aldraðar móður sinnar. Ákærurnar tengjast ekki skotárásinni þegar hinn fjórtán ára gamli Colt Gray fór með riffil í skólann og skaut tvo kennara og tvo samnemendur sína.

Erlent
Fréttamynd

Diddy á sjálfsvígsvakt

Tónlistarmaðurinn Diddy hefur verið settur á sjálfsvígsvakt á meðan hann bíður réttarhalda. Hann hefur verið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og mansal og gæti átt yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisdóm.

Erlent
Fréttamynd

Fjöl­miðla­fólki vísað úr salnum við myndbirtingu: „Þetta er ó­sæmi­legt og á­takan­legt mynd­efni“

Formaður dómstólsins í Avignon í Frakklandi lýsti því yfir í gær að ef frekari myndbönd verði sýnd af mönnum nauðga Gisele Pelicot sofandi, verði fjölmiðlafólki vísað úr salnum. Verjendur fimmtíu sakborninga í málinu kröfðust þessa og vísuðu til „mannlegrar virðingar“ skjólstæðinga þeirra en Gisele var sjálf mótfallinn því að fjölmiðlafólki yrði vísað út.

Erlent
Fréttamynd

Sýndu fyrstu mynd­böndin í dómsal

Þrjú af þeim fjölmörgu myndböndum sem Dominique Pelicot tók af því þegar hann eða tugir annarra manna nauðguðu eiginkonu hans, Gisele, voru sýnd í dómsal í Frakklandi í gær. Það var eftir að einn hinn fimmtíu manna sem hafa verið ákærðir í málinu sagðist ekki hafa nauðgað Gisele.

Erlent
Fréttamynd

Fógeti skaut dómara

Fógeti strjálbýllar sýslu í Kentucky í Bandaríkjunum skaut í gær dómara til bana. Fógetinn er sagður hafa gengið inn í klefa dómarans um miðjan dag í gær og skotið hann nokkrum sinnum eftir rifrildi. Skömmu síðar gaf fógetinn sig fram til lögreglu og var handtekinn.

Erlent
Fréttamynd

Vit­orðs­maður viður­kennir að hafa gert það sama og Pelicot

Vitorðsmaður Dominique Pelicot, sem er ákærður fyrir að byrla eiginkonu sinni Gisele ólyfjan og fá tugi manna til að nauðga henni ítrekað á tíu ára tímabili, sagði fyrir dómi í Frakklandi í dag að hann hefði einnig byrlað konu sinni og fengið menn til að nauðga henni.

Erlent
Fréttamynd

„Þetta er bara rétt að byrja“

Lögregluyfirvöld á Íslandi tóku þátt í fjölþjóðlegum aðgerðum á dögunum þar sem dulkóðaður samskiptamiðill var tekinn niður. Fulltrúi Íslands hjá Eurojust segir málið sýna mikilvægi þess að Ísland eigi fulltrúa hjá alþjóðlegum löggæslustofnunum.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er nauðgari eins og hinir mennirnir hér inni“

Dominique Pelicot, sem byrlaði eiginkonu sinni Gisele ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni yfir tíu ára tímabil, bar vitni í réttarhöldunum gegn honum og hinum mönnunum í dag. Þar viðurkenndi hann að hafa nauðgað konu sinni og ítrekaði að hann og hinir fimmtíu mennirnir sem hefðu verið ákærðir í salnum væru nauðgarar.

Erlent