Lögmál leiksins

Fréttamynd

Sjáðu ferðasögu Kjartans Atla frá Boston

Kjartan Atli Kjartansson hélt nýverið til Boston í Massachusetts til að sjá sína menn í Boston Celtics etja kappi við Miami Heat í úrslitaeinvígi Austurdeildar NBA-deildarinnar. Brian Scalabrine og fleiri góðir koma við sögu í ferðadagbók Kjartans úr ferðinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Lög­mál leiksins: Ís­lands­tenging í NBA

„Það er búið að vera mjög skemmtileg þróun í gangi – Íslandstenging – í NBA,“ segir Kjartan Atli Kjartansson í nýjasta þættinum af Lögmál leiksins. Þátturinn er á sínum stað klukkan 20.35 á Stöð 2 Sport 2.

Körfubolti
Fréttamynd

Nei eða Já: „Þurfa hann eins og súr­efni“

Nei eða Já var á sínum stað í Lögmál leiksins. Mögulega voru spurningarnar í auðveldari kantinum enda úrslitakeppnin farin af stað og búið að ræða mörg málefni. Þá var farið yfir hvernig umspilið sæti í úrslitakeppni Subway-deildar karla hefði verið.

Körfubolti
Fréttamynd

Lögmál leiksins: Nei eða já

Lögmál leiksins er á dagskrá alla mánudaga á Stöð 2 Sport þar sem helstu NBA sérfræðingar landsins ræða körfuboltann vestanhafs. Í gær voru Kjartan Atli, Sigurður Orri, Tommi Steindórs og Hörður Unnsteins að velta steinum í dagskrárliðnum nei eða já.

Körfubolti
Fréttamynd

Lögmál leiksins: Eldaði með mygluðu hráefni

Frank Vogel var í nótt rekinn frá LA Lakers eftir slakt gengi liðsins á tímabilinu í NBA deildinni. Liðið missti af úrslitakeppninni og endaði í 11. sæti vesturdeildar. Brottrekstur Vogel verður meðal umræðuefna í Lögmálum leiksins sem verða á dagskrá klukkan 20:40 á Stöð 2 Sport 2.

Körfubolti
Fréttamynd

Nei eða já: Breytingum á klukkunni ákaft fagnað

Það var nóg að tala um varðandi NBA-deildina í körfubolta í nýjasta þætti Lögmála leiksins í gærkvöld. Minnkandi tímamismunur á milli Íslands og Bandaríkjanna og meint virðingarleysi gagnvart Phoenix Suns var meðal annars til umræðu.

Körfubolti
Fréttamynd

„Asna­legt að Kyri­e megi vera í salnum en ekki að spila“

Farið verður yfir viðtal Kevins Durant eftir sigur Brooklyn Nets á New York Knicks í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Þar ræddi Durant þá undarlegu reglugerð sem gerir það að verkum að Kyrie Irving gat setið í stúkunni og horft á leikinn en mátti ekki taka þátt í honum.

Körfubolti
Fréttamynd

Rekinn úr húsi fyrir að labba á dómarann

Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í nótt þar sem flautuþristur tryggði Denver Nuggets sigur á Golden State Warriors, LeBron James leiddi LA Lakers í sterkum sigri á Utah Jazz, og Phoenix Suns héldu áfram að vinna þrátt fyrir að Chris Paul væri rekinn úr húsi.

Körfubolti