Hagar

Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra
Árni Sigurðsson, forstjóri Marel, er tekjuhæsti forstjórinn í nýju blaði Frjálsrar verslunar yfir tekjur Íslendinga árið 2024. Árni var með rúmar 40 milljónir á mánuði í tekjur.

Mæla enn með sölu í Högum þrátt fyrir hækkun á verðmatsgengi félagsins
Þrátt fyrir að hækka nokkuð verðmatsgengið á Haga eftir uppgjör fyrsta fjórðungs, sem litaðist meðal annars af betri afkomu af SMS í Færeyjum en búist var við, ráðleggja greinendur IFS enn sem fyrr með því að fjárfestar minnki stöðu sína í smásölurisanum. Í nýrri umfjöllun greiningarfyrirtækisins er búið að bæta við áhættuálagi vegna óvissu í efnahagsmálum á heimsvísu og jafnframt varað við auknum líkum á gengislækkun krónunnar sem geti minnkað framlegð Haga.

Forstjóri Haga segir ekki sömu rök og áður fyrir miklum hækkunum frá birgjum
Það eru vonbrigði hvað matarverðbólgan virðist ætla að vera þrautseig, að sögn forstjóra stærsta smásölufyrirtækis landsins, einkum núna þegar ekki eru sömu forsendur og áður fyrir miklum kostnaðarhækkunum og hann ætlist til þess að það „speglist í verðákvörðunum okkar birgja.“ Þá boðar hann tíðindi innan skamms í tengslum við frekari arðbæran vöxt félagsins, hálfu ári eftir að kaupin á færeyska verslunarfélaginu SMS voru kláruð, og að Hagar séu á þeim vettvangi „hvergi nærri hætt.“

Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi
Rekstur Haga hf. á fyrsta ársfjórðungi gekk vel og var í samræmi við áætlanir stjórnenda, en tekjur félagsins jukust um sjö prósent og námu 33,2 milljörðum króna. Félagið segir bætta afkomu einkum til komna vegna áhrifa af rekstri færeysku verslunarinnar SMS auk þess sem afkoma stærstu rekstrareininga styrkist milli ára.

Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu
Hagar hafa ákveðið að hætta söluferli á 40 prósenta eignarhlut Olís í Olíudreifingu ehf. Tilboð sem bárust voru öll undir væntingum.

Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka
Matvælastofnun telur sig ekki hafa neinar forsendur til að gera athugasemdir við fyrirliggjandi mat á umhverfisáhrifum hvað varðar fyrirhugaða kjötvinnslu Haga í umtalaðri 11.500 fermetra grænni byggingu við Álfabakka 2a í Breiðholti.

Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun hefur fjarlægt umsagnir íbúa um fyrirhugaða kjötvinnslu Haga í vöruskemmunni við Álfabakka 2a, sem borist höfðu í skipulagsgátt stofnunarinnar.

Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent
Tilkynningum um búðarhnupl fjölgaði um sjötíu prósent á síðasta ári. Framkvæmdastjóri segir þjófnaðinn oftast þaul skipulagðan og að þjófar séu sífellt að prófa nýjar aðferðir.

Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk
Níu frumkvöðlaverkefni hafa hlotið styrk úr Uppsprettunni, nýsköpunarsjóði Haga. Uppsprettan styður frumkvöðla við þróun og nýsköpun í íslenskri matvælaframleiðslu.

Jóna Dóra til Hagkaups
Jóna Dóra Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin nýr vöruflæðis-og birgðastjóri Hagkaups. Meginhlutverk starfsins er að tryggja áreiðanleika upplýsinga í birgða- og innkaupakerfum Hagkaups. Vöruflæðis- og birgðastjóri starfar þvert á deildir fyrirtækisins. Hún hefur þegar hafið störf.

Vænta þess að eigendur hússins leysi málið
Forstjóri Haga segir stöðvun framkvæmda við Álfabakka 2 að hluta hafa áhrif á áform félagsins um flutning hluta starfsemi þess í húsnæðið. Hagar geri ráð fyrir því að eigendur hússins vinni að úrlausn málsins og lausn finnist sem allir geti fellt sig við.

Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum
Forstjóri Haga segir félaginu þykja miður að byggingin við Álfabakka 2, sem félagið hyggst leigja undir ákveðinn hluta starfsemi sinnar, valdi óþægindum fyrir nágranna og hafi fullan skilning á sjónarmiðum íbúa sem fram hafa komið eftir að byggingin reis.

Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum
Kaldbakur ehf., tiltölulega nýstofnað félag sem heldur utan um fjárfestingar Samherja hf., hefur keypt fjórar milljónir hluta í Högum hf., sem rekur meðal annars Bónus og Hagkaup, fyrir 400 milljónir króna.

Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum
Hagar hafa undirritað endanlegan kaupsamning vegna kaupa á færeyska verslanarisanum P/F SMS. Félagið rekur átta Bónusverslanir í Færeyjum, fjórar smærri verslanir í Þórshöfn undir nafninu Mylnan og stórverslunina Miklagarður í Þórshöfn.

Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð
Formgalli varð til þess að ákvörðun Neytendastofu um að sekta Hagkaup um 850 þúsund krónur var felld niður að hluta. Hagkaup sitja samt sem áður uppi með 400 þúsund króna stjórnvaldssekt.

Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað
Neytendastofa hefur slegið á putta Olís og Orkunnar fyrir fullyrðingar í auglýsingum um að eldsneyti stöðvanna væri kolefnisjafnað. Auglýsingarnar hafi gefið það í skyn að eldsneytisviðskipti neytenda hefðu engin áhrif á umhverfið.

Hagar færa út kvíarnar og kaupa færeyskt verslunarfélag fyrir um níu milljarða
Smásölurisinn Hagar hefur náð samkomulagi við eigendur verslunarfélagsins P/F SMS í Færeyjum, sem rekur meðal annara átta Bónusverslanir, fyrir jafnvirði meira en níu milljarða króna í því skyni að auka umsvif félagsins í dagvöruverslun. Hinir færeysku eigendur SMS fá að hluta greitt með bréfum í Högum en fjárfestar taka vel í tíðindin og hlutabréfaverðið hækkað skarpt í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni.

Stærsti lífeyrissjóðurinn lagðist gegn tillögum Gildis að kaupréttarkerfum
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, stærsti lífeyrissjóður landsins, studdi ekki breytingartillögur sem Gildi vildi ná fram á kaupréttarkerfum fyrir stjórnendur Heima og Haga á hluthafafundum í lok síðasta mánaðar. Tillögur stjórna félaganna voru þess í stað samþykktar af LSR og meirihluta fjárfesta.

Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna
Ný vefverslun áfengis opnaði í dag í samstarfi Haga Wine og Hagkaups. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af afleiðingum þess á lýðheilsu eða drykkju í samfélaginu og að Hagkaup sé með ströngustu skilyrðin þegar það kemur að áfengiskaupum hér landi

Hagkaup hefur áfengissölu í dag
Í dag opnar ný vefverslun með áfengi á léninu veigar.eu, í samstarfi Haga Wine og Hagkaups. Viðskiptavinum gefst nú tækifæri til að kaupa áfengi á netinu og sækja í Skeifuna um leið og þeir kaupa aðrar vörur til heimilisins.

Bónus og Jysk ríða á vaðið í Korputúni
Forsvarsmenn Bónuss og Jysk hafa samið við Reiti um verslunarhúsnæði í Korputúni. Vegagerð er þegar hafin í nýju atvinnuhverfinu, sem rísa mun við Vesturlandsveg á mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Svæðið tilheyrir Blikastaðalandi í Mosfellsbæ þar sem fyrirhuguð er umfangsmikil uppbygging nýs íbúðahverfis.

Stærsti hluthafinn studdi Gildi og lagðist gegn kaupréttarkerfi Heima
Þótt stjórn Heima hafi gert verulegar breytingar á upphaflegum tillögum sínum að kaupréttaáætlun til handa lykilstjórnendum eftir að hafa mætt andstöðu frá Gildi þá lagðist stærsti hluthafi fasteignafélagsins, Brú lífeyrissjóður, gegn innleiðingu á slíkum kaupréttum en laut í lægra haldi fyrir meirihluta hluthafa. Lífeyrissjóðurinn fylkti sér jafnframt að baki Gildi í andstöðu við tillögu stjórnar Haga að kaupréttarkerfi sem var samþykkt með nokkuð naumum meirihluta á hluthafafundi í liðinni viku.

Gagnrýnir umbun stjórnenda ef ávöxtun „nær að skríða“ yfir áhættulausa vexti
Stærsti hluthafi Haga var gagnrýninn á „umfang og útfærslu“ nýs kaupréttarkerfis smásölurisans og beindi þeirri spurningu til stjórnar félagsins á nýafstöðnum hluthafafundi af hverju hún teldi rétt að umbuna lykilstjórnendum með kaupréttum ef þeir næðu að skila ávöxtun sem væri vel undir ávöxtunarkröfu ríkisbréfa. Tillaga stjórnar Haga, sem er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða, að kaupréttarkerfi var samþykkt með nokkuð naumum meirihluta.

Prís hrærir í pottinum: „Ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð“
Lágvöruverðsverslunin Prís hefur hrist upp í markaðnum og mælist oftast með lægra vöruverð en Bónus. Af um 280 vörum sem Verðlagseftirlit ASÍ skoðaði í dag voru um 200 ódýrari í Prís.

Opið bréf til stjórnarformanns Haga
Ágæti Eiríkur. Bakkar þú upp þá frétt sem fór í loftið á visir.is í fyrradag, um að Hagkaup ætli að hefja sölu áfengis á næstu dögum?

Árið fór vel af stað hjá Högum og aðstæður fara batnandi
Árið fór vel af stað hjá fyrirtækjum í samstæðu Haga með aukinni framlegð og bættri afkomu milli ára, að sögn forstjóra móðurfélagsins, sem nefndi að tekjur væru að aukast en verðbólga hefði í þeim efnum æ minni áhrif. „Stór skýring á bættri afkomu liggur í sterkari rekstri Olís á fjórðungnum.“

Íbúar óánægðir með borgina sem kemur í veg fyrir Bónusverslun
Um níu þúsund íbúar í Úlfarsárdal og Grafarholti eru án matvörubúðar í hverfinu næstu vikurnar vegna framkvæmda í Krónunni í Grafarholti. Íbúi í hverfinu gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir að standa í vegi fyrir að Bónusverslun verði reist við Úlfarsárdal en aðalskipulag sem gildir til ársins 2040 kemur í veg fyrir þær framkvæmdir.

Mímir nýr forstöðumaður hjá Högum
Mímir Hafliðason hefur verið ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Högum, en staðan er ný innan samstæðunnar.

Magnús aðstoðar Finn í nýju hlutverki
Magnús Magnússon hefur tekið við stöðu aðstoðarforstjóra Haga, en um nýtt hlutverk innan samstæðu Haga er að ræða.

Gæti vantað „einhverjar vörur í hillur“ Haga vegna afstöðu gegn verðhækkunum
Forstjóri Haga sagði að í verslunum samstæðunnar verði tekin afgerandi afstaða gegn verðhækkunum sem teljist umfram það sem innistæða væri fyrir eða ógni samningsmarkmiðum komandi kjarasamninga. „Það er mögulegt að það muni vanta einhverjar vörur í hillur sem fólk er vant að geta gengið að; það væri einfaldlega vegna þess að okkar mati hafa þær hækkað of mikið.“