Sjóvá

Fréttamynd

Verðmat Sjó­vá helst nánast ó­breytt og mælt með að fjár­festar haldi bréfunum

Verðmatsgengi á Sjóvá hefur verið lækkað lítillega eftir uppgjör annars fjórðungs, samkvæmt nýrri greiningu, en hins vegar er sem fyrr mælt með því að fjárfestar haldi bréfunum sínum í tryggingafélaginu í vel dreifðu eignasafni. Óvenju lágt tjónahlutfall skilaði sér í góðri afkomu af tryggingastarfseminni á meðan fjárfestingarhlutinn var undir væntingum.

Innherjamolar
Fréttamynd

Féll í hálku í sundi og fær bætur

Landsréttur hefur viðurkennt bótaskyldu á hendur Reykjavíkurborg og Sjóvá eftir að kona rann til í hálku í Árbæjarlaug veturinn 2022 og hlaut líkamstjón svo alvarlegt að hún þurfti að gangast undir aðgerð. 

Innlent
Fréttamynd

Sjó­vá tapar hálfum milljarði

Sjóvá tapaði 540 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025. Tap af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta var rúmur milljarður, 1.126 milljónir króna, en hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta var 821 milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjó­vá fundaði með PPP en af­þakkaði þjónustu

Tryggingafyrirtækið Sjóvá hefur staðfest að PPP hélt kynningu fyrir starfsfólk félagsins á sama tíma og fyrirtækið vann að rannsókn á fyrrum eigendum og stjórnendum Sjóvár fyrir sérstakan saksóknara. Samkvæmt yfirlýsingu frá Sjóva fjallaði kynning PPP um hvort það gæti aðstoðað við rannsókn mögulegra tryggingasvika.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hluturinn í Controlant er „stærsta ó­vissan“ í eigna­safni Sjó­vá

Ef Sjóvá hefði vitað um þau viðbótarréttindi sem fjárfestar fengu við útboð Controlant í árslok 2023, sem ver þá fyrir umtalsverðri gengislækkun í yfirstandandi hlutafjáraukningu, þá hefði tryggingafélagið ekki bókfært virði hlutarins hjá sér miðað við gengið 105 krónur á hlut, segir forstöðumaður fjárfestinga. Stjórnendur Sjóvá merkja aukna samkeppni í tryggingarstarfseminni eftir að einn af keppinautum félagsins, VÍS, sameinaðist Fossum fjárfestingabanka.

Innherji
Fréttamynd

Markaðurinn er að átta sig á því að verð­bólgan sé eins og „slæm tann­pína“

Fjárfestar voru „fullbjartsýnir“ á að verðbólgan myndi ganga hratt niður á árinu með tilheyrandi vaxtalækkunum Seðlabankans, að sögn forstöðumanns fjárfestinga hjá Sjóvá, en neikvæð afkoma af skráðum hlutabréfum – ásamt stórum brunatjónum – réð hvað mestu um að tryggingafélagið tapaði yfir 400 milljónum á öðrum fjórðungi. Í þessu árferði hárra vaxta sé erfitt fyrir aðra eignaflokka að keppa við víxla og stutt skuldabréf en Sjóvá bætti engu að síður verulega við stöðu sína í Marel.

Innherji
Fréttamynd

Sjó­vá dregið úr vægi skráðra hluta­bréfa um fjórðung á árinu

Eftir að hafa selt skráð hlutabréf fyrir á fjórða milljarð króna á fyrstu sex mánuðum ársins hefur vægi þeirra ekki verið minna sem hlutfall af eignasafni Sjóvá um árabil. Tryggingafélagið bætti við sig í Arion fyrir nærri hálfan milljarð á öðrum fjórðungi samhliða því að það seldi fyrir sambærilega upphæð í Íslandsbanka.

Innherji
Fréttamynd

Sú stóra er framundan

Framundan er ein stærsta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin. Þessa línu höfum við heyrt oft áður og varnaðarorð í aðdraganda verslunarmannahelgar. En sjaldan er góð vísa of oft kveðin. Sér í lagi þegar stóraukinn fjöldi ferðamanna hefur bæst við umferðina á vegum landsins. Við viljum að allir skili sér heilir heim og til þess að svo megi verða þurfum við að taka höndum saman um að fara varlega í akstri og öðru atferli.

Skoðun
Fréttamynd

Sjó­vá seld­i hlut­a­bréf fyr­ir 2,3 millj­arð­a en bætt­i við sig í Al­vot­ech

Sjóva seldi hlutabréf fyrir um 2,3 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi og bætti við sig stuttum ríkisskuldabréfum. Forstöðumaður fjárfestinga hjá tryggingafélaginu sagði að á undanförnum tveimur árum hafi Sjóvá verið að undirbúa eignasafnið fyrir hærra vaxtastig og meiri verðbólgu. Tryggingafélagið keypti í Alvotech fyrir rúmlega 600 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi.

Innherji
Fréttamynd

Við­skipta­vinir Sjó­vár fengu ó­vænta reikninga vegna tjóna frá 2020

Um fimmtíu viðskiptavinir tryggingafélagsins Sjóvár hafa á síðustu dögum fengið óvænta reikninga vegna innheimtu á eigin áhættu vegna tjóna frá árinu 2020. Talsmaður tryggingafélagsins segir að um viss mistök hafi verið að ræða – seinagang við innheimtu – og að kröfurnar verði ýmist felldar niður, endurgreiddar eða málin leyst á annan hátt.

Neytendur
Fréttamynd

Hverg­i skjól á fjár­mál­a­mörk­uð­um

Afkoma Sjóvár á undanförnum tveimur ársfjórðungum varpar ljósi á hvernig sveiflur í afkomu af vátryggingarekstri og fjárfestingum vegur á móti hvor öðru. Hagnaður af vátryggingum var 478 milljónir en tap af fjárfestingastarfsemi nam 163 milljónum. Þetta samband var ekki til staðar á undanförnum tveimur árum vegna peningaprentunar í Covid-19 og fjármálamarkaðir hækkuðu samhliða.

Innherji
Fréttamynd

Sjóvá hagnaðist um 9,57 milljarða

Sjóvá hagnaðist um 9,57 milljarða króna á seinasta ári, en þar af var hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta 7,83 milljarðar. Til samanburðar nam heildarhagnaður 5,32 milljörðum króna árið 2020, þar af 3,96 vegna fjárfestingarstarfsemi.

Viðskipti innlent
  • «
  • 1
  • 2