Evrópudeild karla í handbolta

Fréttamynd

„Mikilvægið er eins og þú sért í úrslitaleik“

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, segir að leikurinn gegn Benidorm í kvöld sé úrslitaleikur fyrir liðið í baráttunni um að komast í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar. Hann hefur gaman að því að greina óhefðbundinn leikstíl Spánverjanna.

Handbolti
Fréttamynd

Björgvin brunaði á bráðamóttökuna: „Sé bara ofan í höndina á mér“

Björgvin Páll Gústavsson var illa útleikinn eftir sigur Vals á KA í Olís-deild karla í gærkvöld og þurfti að sauma fingrakjúku hans saman á sjúkrahúsi. Það kom sér vel að leiknum var flýtt, líkt og Björgvin hafði kallað eftir fyrr um daginn, þar sem hann gat brunað á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir flug Valsmanna suður.

Handbolti
Fréttamynd

Bene­dikt Gunnar ó­brotinn

Benedikt Gunnar Óskarsson meiddist í blálokin á leik Vals og Ystad í Evrópudeildinni í handbolta í gærkvöldi, þriðjudag. Óttast var að leikmaðurinn gæti verið ristarbrotinn en svo er ekki.

Handbolti
Fréttamynd

„Mér finnst það léleg afsökun“

Mikið álag hefur verið á liði Vals sem verður án sterkra pósta er liðið mætir Ystad í Evrópudeildinni í handbolta klukkan 19:45 í kvöld. Þjálfari liðsins segir álag og þreytu vera enga afsökun.

Handbolti
Fréttamynd

Valsmenn án lykilmanna á morgun

Valsmenn verða án sterkra pósta er þeir mæta Ystad frá Svíþjóð í Evrópudeild karla í handbolta að Hlíðarenda annað kvöld. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta var leikur sem við áttum að taka“

Hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia var eðlilega súr eftir að Valsmenn gerðu 33-33 jafntefli gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn náðu mest sjö marka forskoti í leiknum, en Ungverjarnir jöfnuðu metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn.

Handbolti
Fréttamynd

„Mér fannst við eiga inni“

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var eðlilega svekktur eftir tap liðsins gegn franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn voru með leikinn í höndum sér framan af í síðari hálfleik, en Frakkarnir sigldu fram úr á lokakaflanum.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: PAUC - Valur 32-29 | Stöngin út hjá Val í Frakklandi

Eftir frábæra frammistöðu lengst af varð Valur að játa sig sigraðan gegn PAUC, 32-29, í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Þetta var annað tap Valsmanna í Evrópudeildinni í röð en þriðji sigur Frakkanna í röð. Kristján Örn Kristjánsson lék ekki með PAUC í kvöld vegna meiðsla.

Handbolti