Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Fulltrúi bandaríska sendiráðsins á Íslandi hefur verið kallaður á teppið í utanríkisráðuneytinu í dag þar sem hann verður krafinn skýringa um meint ummæli mögulegs sendiherraefnis Bandaríkjanna gagnvart Íslandi. Skorað hefur verið á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra að bregðast við vegna brandara Billy Long um að gera ætti Ísland að 52. ríki Bandaríkjanna. Innlent 15.1.2026 17:04 Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,30 prósent á milli mánaða í janúar. Gangi spáin eftir mun verðbólga aukast úr 4,5 prósentum í 5,1 prósent. Janúarútsölur hafa mest áhrif til lækkunar í mánuðinum en breytingar á gjaldtöku ökutækja hafa mest áhrif til hækkunar, samkvæmt spánni. Mikil óvissa sé þó um hvernig Hagstofan tekur breytingarnar inn í verðmælingar. Deildin spáir því að verðbólga verði í kringum fimm prósent næstu mánuði. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands er 2,5 prósent. Viðskipti innlent 15.1.2026 10:44 Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Afnám áminningarskyldu opinberra starfsmanna er meðal frumvarpa sem lagt verður fyrir þingið nú í vor. Fjármála- og efnahagsráðherra talar fyrir breytingunum sem hlutu harða gagnrýni verkalýðsfélaga. Innlent 15.1.2026 10:39 Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Unnur Anna Valdimarsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, og Ólafur Ögmundarson, forseti matvæla- og næringarfræðideildar, segja alvarlega stöðu fram undan. Það sé ekki hægt að fjölga nemum í læknisfræði, sjúkraþjálfun og næringarfræði, til dæmis, vegna aðhaldskröfu frá stjórnvöldum. Það geti haft alvarleg áhrif á stöðu mönnunar innan heilbrigðiskerfisins til framtíðar. Innlent 15.1.2026 09:24 Afnám jafnlaunavottunar Í dag mæli ég fyrir frumvarpi sem gerir ráð fyrir því að jafnlaunavottun verði lögð niður í núverandi mynd án þess þó að hvikað verði frá markmiðum um að sporna gegn launamismunun á grundvelli kyns. Það kerfi sem kemur í staðinn verður reglubundin skýrslugjöf um kynbundinn launamun. Skoðun 15.1.2026 08:00 Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segist hafa farið bjartari út af fundi með Ingu Sæland mennta- og barnamálaráðherra en hann fór inn á hann. Fundurinn stóð yfir í rúmlega þrjár klukkustundir að hans sögn. Innlent 14.1.2026 21:44 Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Þung orð voru látin falla um mennta- og barnamálaráðherra eftir viðtal um menntamál í gær. Ráðherra var sögð dreifa falsfréttum og þurfa menntun í málaflokknum. Formaður Kennarasambandsins var boðaður á fund í ráðuneytinu í dag. Innlent 14.1.2026 19:02 Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Félags- og húsnæðismálaráðherra ákvað að veita Samtökum um karlaathvarf styrk upp á milljónir króna þrátt fyrir að matsaðilar teldu forsvarsmenn samtakanna ekki hæfa til að sinna verkefninu. Samtökin fengu styrk á kostnað verkefnis lögreglunnar á Suðurlandi. Innlent 14.1.2026 16:50 Ræddu undanþágu losunarheimilda Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fundaði í dag með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópráðsins. Fjöldi mála var á dagskrá. Innlent 14.1.2026 16:46 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Formaður Miðflokksins segist hafa varað fjármála- og efnahagsráðherra við því að breytingar á gjaldheimtu af ökutækjum myndi auka verðbólgu, líkt og Landsbankinn hefur gefið út spá um. Þá segir hann stefna í kreppuverðbólgu á Íslandi. Ráðherra segir hann greinilega búa yfir meiri upplýsingum en ráðuneytið, fyrst hann geti fullyrt að spáð verðbólguaukning orsakist aðeins af breytingum á gjaldheimtu. Þá frábiður hann sér allt tal um kreppuverðbólgu. Viðskipti innlent 14.1.2026 16:13 Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurði Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi hvernig gengi að afleggja hina umdeildu jafnlaunavottun. Þorbjörg Sigríður sagði að það yrði á þessu ári. Innlent 14.1.2026 15:55 Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Utanríkisráðuneytið veitti Vélfagi heimild til þess að greiða starfsmönnum fyrirtækisins laun af frystum reikningi í gær. Landsbankinn frysti reikning lögmanns Vélfags eftir að fjármunir félagsins voru millifærðir á hann. Viðskipti innlent 14.1.2026 15:11 Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Dómsmálaráðuneytið mun fara yfir niðurstöður Mannréttindadómstóls Evrópu og meta hvort og þá með hvaða hætti sé tilefni til frekari úrbóta. Ráðuneytið hefur óskað þess að refsiréttarnefnd taki dóminn til skoðunar. Dómsmálaráðherra segir alla ríkisstjórnina taka niðurstöðu MDE alvarlega en ríkið var fundið brotlegt í öðru málinu. Innlent 14.1.2026 14:52 Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Viðtal við Ingu Sæland, nýjan mennta- og barnamálaráðherra, í Kastljósinu í gærkvöldi, hefur valdið verulegri gremju meðal grunnskólakennara landsins. Rangfærslur og fullyrðingar um einkunnakerfi í grunnskólum vekja hneykslan. Hún er meðal annars sögð fremst í upplýsingaóreiðu. Innlent 14.1.2026 14:22 Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Það er allt að fara á hliðina í skólamálaumræðunni. Inga Sæland er sögð tala „mannamál“ — og fólk annaðhvort klappar eða froðufellir yfir „popúlisma“. Skoðun 14.1.2026 14:02 Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Sigurður Örn Hilmarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður á Rétti, segir alvarlegt að stjórnvöld hafi nú tvívegis á um sex mánuðum gerst brotleg samkvæmt Mannréttindadómstóli Evrópu, MDE. Hann segir dómstólinn gefa gagnlega leiðsögn um íslenska réttarkerfið í dómunum sem birtir voru í gær. Innlent 14.1.2026 11:39 Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Samfylkingin hefur samkvæmt síðustu alþingiskosningum og skoðanakönnunum verið stærsti flokkur Íslands á landsvísu. Eftir að Kristrún Frostadóttir formaður flokksins tók við stjórnartaumum virðist ekkert lát á vinsældunum hans. En hvað má ráða í komandi prófkjöri Samfylkingarinnar í borginni? Þar virðist ýmislegt rekast á annars horn. Innlent 14.1.2026 09:04 Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, vill meina að Samfylkingin „hljóti að fara að spyrja sig hvort það hafi verið skynsamlegt að koma Flokki fólksins til valda.“ Ummælin lætur hann falla á samfélagsmiðlum í kvöld í framhaldi af Kastljósviðtali við Ingu Sæland í kvöld, en hún tók við embætti mennta- og barnamálaráðherra á dögunum og hefur þegar sætt nokkurri gagnrýni fyrir ummæli sem hún hefur látið falla um skóla- og menntamál síðan ljóst varð að hún tæki við nýju ráðherraembætti. Guðmundur Ingi bætist þannig í hóp þeirra sem gagnrýnt hafa málflutning Ingu síðan hún tók við nýju ráðherraembætti, en ummæli hennar hafa meðal annars mætt gagnrýni úr ranni kennarastéttarinnar. Innlent 13.1.2026 22:46 Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Mennta- og barnamálaráðherra segir byrjendalæsisstefnunni hafa verið rutt til rúms hér á landi þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á að hún hefði mistekist annars staðar. Hún vill innleiða þróunarverkefnið Kveikjum neistann í fleiri skólum. Innlent 13.1.2026 21:56 Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Fjármálaráðherra rengir ekki spá Landsbankans um að breytingar á gjaldheimtu af ökutækjum muni auka verðbólgu um 0,7 prósentur. Ráðuneytið hafði reiknað með 0,1 til 0,2 prósenta aukningu. Viðskipti innlent 13.1.2026 16:09 Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur boðað til málþings um aðlögun að loftslagsbreytingum, en fyrsta aðlögunaráætlun íslenskra stjórnvalda var gefin út í lok síðasta árs. Innlent 13.1.2026 13:31 Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Þingstörf hefjast á ný á morgun og forseti Alþingis býst við því að málum á þingmálaskrá verði fjölgað. Þingflokkur Framsóknar hefur sent erindi á formenn allra flokka þar sem kallað er eftir þverpólitískri samstöðu í málefnum barna og ungmenna. Innlent 13.1.2026 12:00 Blóraböggull fundinn! Nýr barna- og menntamálaráðherra býður fram krafta sína við að gera börnin okkar læs, sem er gott…en Skoðun 13.1.2026 09:18 Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Forsætisráðuneytið býður til morgunfundar um fyrirhugaða atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar í Grósku í dag klukkan 8:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni hér á Vísi. Innlent 13.1.2026 08:01 Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur birt til umsagnar drög að reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmds námsmats í grunnskólum. Reglugerðin snýr meðal annars að nýjum samræmdum prófum í íslensku og stærðfræði, sem nemendur í 4., 6. og 9. bekk grunnskóla gangast undir í fyrsta sinn nú í vor. Samkvæmt reglugerðinni verða niðurstöður þessara prófa gerðar opinberar, bæði hvað varðar árangur nemenda á landsvísu sem og í einstökum grunnskólum. Innlent 12.1.2026 15:56 Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Greiningardeild Landsbankans telur að breytingar á gjaldtöku hins opinbera af rekstri og kaupum ökutækja gætu aukið verðbólgu um 0,7 prósentustig. Óvíst sé hvort áhrifin komi fram að öllu leyti í janúar eða dreifist yfir næstu mánuði, en telja megi að það velti ekki síst á eftirspurn eftir bílum í byrjun árs. Viðskipti innlent 12.1.2026 14:04 Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Aðjúnkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands biðlar til nýs menntamálaráðherra að gerðar séu rannsóknir sem sýni hvað sé nákvæmlega í gangi í lestrarkennslu í íslenskum grunnskólum. Upphrópanir hjálpi engum. Innlent 12.1.2026 13:12 Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Hreiðar Ingi Eðvarðsson verður Ragnari Þór Ingólfssyni félagsmálaráðherra til aðstoðar. Sigurjón Arnórsson og Ágúst Ólafur Ágústsson verða aðstoðarmenn Ingu Sæland en eins og kunnugt er skipti hún um ráðuneyti, fór úr félags og húsnæðismálaráðuneytinu og tók við mennta- og barnamálaráðuneytinu. Innlent 12.1.2026 11:47 Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Lögmaður tæknifyrirtækisins Vélfags segir að Landsbankinn hafi fryst reikning lögmannsstofu sem átti að nota til þess að greiða starfsmönnum laun og gera upp við birgja og veðhafa. Utanríkisráðuneytið hafi málið til skoðunar en ekki veitt neinar undanþágur til að liðka fyrir útborgun launanna. Viðskipti innlent 12.1.2026 08:40 Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að samband Íslands og Þýskalands sé einstakt. Góð samskipti beggja landa við Bandaríkin hafi verið þeim dýrmæt í gegnum tíðina og mikilvægt sé fyrir ríkin að þau bönd verði treyst áfram, en um leið þurfi að sammælast um mikilvægi þess að alþjóðalög séu virt. Innlent 11.1.2026 20:00 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 68 ›
Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Fulltrúi bandaríska sendiráðsins á Íslandi hefur verið kallaður á teppið í utanríkisráðuneytinu í dag þar sem hann verður krafinn skýringa um meint ummæli mögulegs sendiherraefnis Bandaríkjanna gagnvart Íslandi. Skorað hefur verið á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra að bregðast við vegna brandara Billy Long um að gera ætti Ísland að 52. ríki Bandaríkjanna. Innlent 15.1.2026 17:04
Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,30 prósent á milli mánaða í janúar. Gangi spáin eftir mun verðbólga aukast úr 4,5 prósentum í 5,1 prósent. Janúarútsölur hafa mest áhrif til lækkunar í mánuðinum en breytingar á gjaldtöku ökutækja hafa mest áhrif til hækkunar, samkvæmt spánni. Mikil óvissa sé þó um hvernig Hagstofan tekur breytingarnar inn í verðmælingar. Deildin spáir því að verðbólga verði í kringum fimm prósent næstu mánuði. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands er 2,5 prósent. Viðskipti innlent 15.1.2026 10:44
Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Afnám áminningarskyldu opinberra starfsmanna er meðal frumvarpa sem lagt verður fyrir þingið nú í vor. Fjármála- og efnahagsráðherra talar fyrir breytingunum sem hlutu harða gagnrýni verkalýðsfélaga. Innlent 15.1.2026 10:39
Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Unnur Anna Valdimarsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, og Ólafur Ögmundarson, forseti matvæla- og næringarfræðideildar, segja alvarlega stöðu fram undan. Það sé ekki hægt að fjölga nemum í læknisfræði, sjúkraþjálfun og næringarfræði, til dæmis, vegna aðhaldskröfu frá stjórnvöldum. Það geti haft alvarleg áhrif á stöðu mönnunar innan heilbrigðiskerfisins til framtíðar. Innlent 15.1.2026 09:24
Afnám jafnlaunavottunar Í dag mæli ég fyrir frumvarpi sem gerir ráð fyrir því að jafnlaunavottun verði lögð niður í núverandi mynd án þess þó að hvikað verði frá markmiðum um að sporna gegn launamismunun á grundvelli kyns. Það kerfi sem kemur í staðinn verður reglubundin skýrslugjöf um kynbundinn launamun. Skoðun 15.1.2026 08:00
Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segist hafa farið bjartari út af fundi með Ingu Sæland mennta- og barnamálaráðherra en hann fór inn á hann. Fundurinn stóð yfir í rúmlega þrjár klukkustundir að hans sögn. Innlent 14.1.2026 21:44
Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Þung orð voru látin falla um mennta- og barnamálaráðherra eftir viðtal um menntamál í gær. Ráðherra var sögð dreifa falsfréttum og þurfa menntun í málaflokknum. Formaður Kennarasambandsins var boðaður á fund í ráðuneytinu í dag. Innlent 14.1.2026 19:02
Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Félags- og húsnæðismálaráðherra ákvað að veita Samtökum um karlaathvarf styrk upp á milljónir króna þrátt fyrir að matsaðilar teldu forsvarsmenn samtakanna ekki hæfa til að sinna verkefninu. Samtökin fengu styrk á kostnað verkefnis lögreglunnar á Suðurlandi. Innlent 14.1.2026 16:50
Ræddu undanþágu losunarheimilda Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fundaði í dag með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópráðsins. Fjöldi mála var á dagskrá. Innlent 14.1.2026 16:46
„Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Formaður Miðflokksins segist hafa varað fjármála- og efnahagsráðherra við því að breytingar á gjaldheimtu af ökutækjum myndi auka verðbólgu, líkt og Landsbankinn hefur gefið út spá um. Þá segir hann stefna í kreppuverðbólgu á Íslandi. Ráðherra segir hann greinilega búa yfir meiri upplýsingum en ráðuneytið, fyrst hann geti fullyrt að spáð verðbólguaukning orsakist aðeins af breytingum á gjaldheimtu. Þá frábiður hann sér allt tal um kreppuverðbólgu. Viðskipti innlent 14.1.2026 16:13
Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurði Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi hvernig gengi að afleggja hina umdeildu jafnlaunavottun. Þorbjörg Sigríður sagði að það yrði á þessu ári. Innlent 14.1.2026 15:55
Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Utanríkisráðuneytið veitti Vélfagi heimild til þess að greiða starfsmönnum fyrirtækisins laun af frystum reikningi í gær. Landsbankinn frysti reikning lögmanns Vélfags eftir að fjármunir félagsins voru millifærðir á hann. Viðskipti innlent 14.1.2026 15:11
Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Dómsmálaráðuneytið mun fara yfir niðurstöður Mannréttindadómstóls Evrópu og meta hvort og þá með hvaða hætti sé tilefni til frekari úrbóta. Ráðuneytið hefur óskað þess að refsiréttarnefnd taki dóminn til skoðunar. Dómsmálaráðherra segir alla ríkisstjórnina taka niðurstöðu MDE alvarlega en ríkið var fundið brotlegt í öðru málinu. Innlent 14.1.2026 14:52
Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Viðtal við Ingu Sæland, nýjan mennta- og barnamálaráðherra, í Kastljósinu í gærkvöldi, hefur valdið verulegri gremju meðal grunnskólakennara landsins. Rangfærslur og fullyrðingar um einkunnakerfi í grunnskólum vekja hneykslan. Hún er meðal annars sögð fremst í upplýsingaóreiðu. Innlent 14.1.2026 14:22
Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Það er allt að fara á hliðina í skólamálaumræðunni. Inga Sæland er sögð tala „mannamál“ — og fólk annaðhvort klappar eða froðufellir yfir „popúlisma“. Skoðun 14.1.2026 14:02
Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Sigurður Örn Hilmarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður á Rétti, segir alvarlegt að stjórnvöld hafi nú tvívegis á um sex mánuðum gerst brotleg samkvæmt Mannréttindadómstóli Evrópu, MDE. Hann segir dómstólinn gefa gagnlega leiðsögn um íslenska réttarkerfið í dómunum sem birtir voru í gær. Innlent 14.1.2026 11:39
Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Samfylkingin hefur samkvæmt síðustu alþingiskosningum og skoðanakönnunum verið stærsti flokkur Íslands á landsvísu. Eftir að Kristrún Frostadóttir formaður flokksins tók við stjórnartaumum virðist ekkert lát á vinsældunum hans. En hvað má ráða í komandi prófkjöri Samfylkingarinnar í borginni? Þar virðist ýmislegt rekast á annars horn. Innlent 14.1.2026 09:04
Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, vill meina að Samfylkingin „hljóti að fara að spyrja sig hvort það hafi verið skynsamlegt að koma Flokki fólksins til valda.“ Ummælin lætur hann falla á samfélagsmiðlum í kvöld í framhaldi af Kastljósviðtali við Ingu Sæland í kvöld, en hún tók við embætti mennta- og barnamálaráðherra á dögunum og hefur þegar sætt nokkurri gagnrýni fyrir ummæli sem hún hefur látið falla um skóla- og menntamál síðan ljóst varð að hún tæki við nýju ráðherraembætti. Guðmundur Ingi bætist þannig í hóp þeirra sem gagnrýnt hafa málflutning Ingu síðan hún tók við nýju ráðherraembætti, en ummæli hennar hafa meðal annars mætt gagnrýni úr ranni kennarastéttarinnar. Innlent 13.1.2026 22:46
Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Mennta- og barnamálaráðherra segir byrjendalæsisstefnunni hafa verið rutt til rúms hér á landi þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á að hún hefði mistekist annars staðar. Hún vill innleiða þróunarverkefnið Kveikjum neistann í fleiri skólum. Innlent 13.1.2026 21:56
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Fjármálaráðherra rengir ekki spá Landsbankans um að breytingar á gjaldheimtu af ökutækjum muni auka verðbólgu um 0,7 prósentur. Ráðuneytið hafði reiknað með 0,1 til 0,2 prósenta aukningu. Viðskipti innlent 13.1.2026 16:09
Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur boðað til málþings um aðlögun að loftslagsbreytingum, en fyrsta aðlögunaráætlun íslenskra stjórnvalda var gefin út í lok síðasta árs. Innlent 13.1.2026 13:31
Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Þingstörf hefjast á ný á morgun og forseti Alþingis býst við því að málum á þingmálaskrá verði fjölgað. Þingflokkur Framsóknar hefur sent erindi á formenn allra flokka þar sem kallað er eftir þverpólitískri samstöðu í málefnum barna og ungmenna. Innlent 13.1.2026 12:00
Blóraböggull fundinn! Nýr barna- og menntamálaráðherra býður fram krafta sína við að gera börnin okkar læs, sem er gott…en Skoðun 13.1.2026 09:18
Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Forsætisráðuneytið býður til morgunfundar um fyrirhugaða atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar í Grósku í dag klukkan 8:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni hér á Vísi. Innlent 13.1.2026 08:01
Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur birt til umsagnar drög að reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmds námsmats í grunnskólum. Reglugerðin snýr meðal annars að nýjum samræmdum prófum í íslensku og stærðfræði, sem nemendur í 4., 6. og 9. bekk grunnskóla gangast undir í fyrsta sinn nú í vor. Samkvæmt reglugerðinni verða niðurstöður þessara prófa gerðar opinberar, bæði hvað varðar árangur nemenda á landsvísu sem og í einstökum grunnskólum. Innlent 12.1.2026 15:56
Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Greiningardeild Landsbankans telur að breytingar á gjaldtöku hins opinbera af rekstri og kaupum ökutækja gætu aukið verðbólgu um 0,7 prósentustig. Óvíst sé hvort áhrifin komi fram að öllu leyti í janúar eða dreifist yfir næstu mánuði, en telja megi að það velti ekki síst á eftirspurn eftir bílum í byrjun árs. Viðskipti innlent 12.1.2026 14:04
Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Aðjúnkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands biðlar til nýs menntamálaráðherra að gerðar séu rannsóknir sem sýni hvað sé nákvæmlega í gangi í lestrarkennslu í íslenskum grunnskólum. Upphrópanir hjálpi engum. Innlent 12.1.2026 13:12
Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Hreiðar Ingi Eðvarðsson verður Ragnari Þór Ingólfssyni félagsmálaráðherra til aðstoðar. Sigurjón Arnórsson og Ágúst Ólafur Ágústsson verða aðstoðarmenn Ingu Sæland en eins og kunnugt er skipti hún um ráðuneyti, fór úr félags og húsnæðismálaráðuneytinu og tók við mennta- og barnamálaráðuneytinu. Innlent 12.1.2026 11:47
Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Lögmaður tæknifyrirtækisins Vélfags segir að Landsbankinn hafi fryst reikning lögmannsstofu sem átti að nota til þess að greiða starfsmönnum laun og gera upp við birgja og veðhafa. Utanríkisráðuneytið hafi málið til skoðunar en ekki veitt neinar undanþágur til að liðka fyrir útborgun launanna. Viðskipti innlent 12.1.2026 08:40
Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að samband Íslands og Þýskalands sé einstakt. Góð samskipti beggja landa við Bandaríkin hafi verið þeim dýrmæt í gegnum tíðina og mikilvægt sé fyrir ríkin að þau bönd verði treyst áfram, en um leið þurfi að sammælast um mikilvægi þess að alþjóðalög séu virt. Innlent 11.1.2026 20:00
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent