Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Inga mundaði skófluna við Sóltún Inga Sæland, félags og húsnæðismálaráðherra, tók í dag fyrstu skóflustunguna að stækkun hjúkrunarheimilisins við Sóltún í Reykjavík. Áætlað er að bæta 67 hjúkrunarrýmum við Sóltún og eru verklok áætluð 2027. Innlent 4.7.2025 21:52 Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Veiðigjaldið er aftur á dagskrá á fundi atvinnuveganefndar í dag en fundurinn er hluti af þinglokaviðræðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru viðræður á lokametrunum. Búist er við stuttum fundi sem hefst klukkan 17 í dag en þar verður farið yfir ákveðna útreikninga sem þingmenn deila um. Innlent 4.7.2025 16:56 Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Atvinnuvegaráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerð um veiðar í atvinnuskyni. Breytingin heimilar auknar aflaheimildir til strandveiða sem nemur 1.032 tonnum á fiskveiðiárinu 2024-2025. Við aukninguna eykst heildarafli á strandveiðum úr 10.000 tonnum í 11.032 tonn. Innlent 4.7.2025 16:30 Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innviðaráðherra segir til skoðunar í ráðuneytinu hvort hjörtun í umferðaljósunum á Akureyri verði fjarlægð eins og Vegagerðin hefur óskað eftir við Akureyrarbæ. Ráðherra reyndi að mynda hjarta með fingrum sínum í pontu Alþingis en útkoman var skrautleg. Innlent 4.7.2025 16:03 Þingmenn upplitsdjarfir Bjartari tónn er í formönnum þingflokka sem binda vonir við að komast fljótlega að samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Veiðigjöldin hafa verið þyngsta málið en þingflokksformaður Viðreisnar segir þeirri umræðu þurfa að ljúka með atkvæðagreiðslu. Innlent 4.7.2025 12:59 Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis segir að fundahöld gærkvöldsins um framhald þingstarfa hafi skilað árangri. Hún vonast til þess að hægt verði að ná formlegu samkomulagi innan tíðar, vonandi strax í dag. Innlent 4.7.2025 08:36 Þingflokksformenn semja inn í nóttina Þingflokksformenn sitja við samningaborðið á Alþingi. Fundurinn hófst klukkan tíu og var enn í gangi um miðnæturleytið. Búast má við því að hann vari eitthvað inn í nóttina. Innlent 4.7.2025 00:17 Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd „Minnihluti þingsins verður að sætta sig við það að vera í minnihluta. Meirihlutinn auðvitað getur komið þeim málum í gegn sem hann kýs, og þetta er bara lýðræðið. Þetta er bara skipulagið, alveg sama hvaða vitleysu þeir eru að samþykkja,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari. Innlent 3.7.2025 21:30 Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingkona Miðflokksins, taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann fyrir sig á Alþingi á meðan hún fór í tæplega tveggja vikna frí. Hún segist hafa verið í daglegum samskiptum við fyrsta varaþingmann en vegna óvissu um þinglok hafi hann ekki verið kallaður inn. Innlent 3.7.2025 21:00 Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Ekkert bendir til lausnar á deilunni sem knýr áfram það „myljandi málþóf“ sem á sér stað á Alþingi, segir prófessor í stjórnmálafræði. Þófið teljist afar óvenjulegt að því leyti að stjórnarandstaðan virðist lítið græða á því pólitískt séð. Innlent 3.7.2025 13:35 Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur sent refsiréttarnefnd bréf þar sem hún fer þess á leit við nefndina að athuga hvort tilefni sé til að endurskoða ákvæði almennra hegningarlaga sem varða líkamsárásir. Innlent 3.7.2025 10:53 Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Algjör pattstaða ríkir á Alþingi. Viðræður um þinglok hafa ekki skilað árangri og á meðan halda maraþonumræður um veiðigjöld áfram. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir umræður um þinglok mjakast áfram. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingkona Flokks fólksins, segir stjórnarandstöðuna setja ný viðmið sem ógni lýðræðinu. Innlent 2.7.2025 20:14 „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, viðurkennir að stjórnarandstaðan stundi nú málþóf í umræðu um veiðigjöld á Alþingi. Hún hafi skipt um skoðun síðan árið 2019 þegar hún velti fyrir sér í skoðanagrein hvort þáverandi stjórnin ætti að beita 71. grein þingskaparlaga til að takmarka umræðu í þingsal. Innlent 2.7.2025 16:55 Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Í byrjun dags var sá þingmaður sem flutti flestar ræður á yfirstandandi þingi búinn að flytja 556 ræður. Það hafði tekið hana 22 klukkustundir, tvær mínútur og 17 sekúndur. Sá þingmaður er Bryndís Haraldsdóttir úr Sjálfstæðisflokki. Skoðun 2.7.2025 14:08 Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í skoðanagrein árið 2019 að málþóf ætti ekkert skylt við málfrelsi eða lýðræði og þekktist nánast hvergi utan Íslands. Breyta þyrfti fyrirkomulaginu á Alþingi svo fámennur hópur stjórnarandstæðinga gæti ekki tekið þingið í gíslingu. Innlent 2.7.2025 13:16 Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Þingmenn vörpuðu fram ásökunum um gaslýsingu og fullyrtu að viðræður um þinglok hefðu aldrei gengið eins illa og núna. Tillögu stjórnarandstöðunnar um breytingar á dagskrá Alþingis var hafnað í morgun og umræður um veiðigjöld halda áfram Innlent 2.7.2025 12:59 „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Búið er að landa rúmum 83 prósentum af þorskvóta strandveiðitímabilsins þegar tímabilið er hálfnað og tveir mánuðir eftir af fjórum. Formaður Landssambands smábátaeigenda hefur ekki áhyggjur af því að veiðarnar verði stöðvaðar í næstu viku þótt ekki náist að afgreiða strandveiðifrumvarp ríkisstjórnarinnar áður en potturinn klárast. Innlent 2.7.2025 11:18 Uppbygging hjúkrunarheimila Áratugum saman hefur verið mikill skortur á hjúkrunarheimilum þannig að margir eldri borgarar hafa þurft að bíða allt of lengi í örvæntingu eftir hjúkrunarrými. Fyrri ríkisstjórnir hafa sýnt skeytingarleysi gagnvart þessum vanda og þannig horft framhjá þjáningu aldraðra. Skoðun 2.7.2025 07:30 Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Þingfundur stóð yfir langt fram á nótt og var ekki slitið fyrr en hálf fimm. Þingfundur hefst að nýju klukkan 10, þar sem eina þingmálið á dagskrá er veiðigjaldið. Innlent 2.7.2025 06:19 Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Þingflokksformenn stjórnar og stjórnarandstöðu hafa fundað síðan um kvöldmatarleytið. Þau hafa freistað því að ná samkomulagi um framhald þingstarfa og þinglok. Innlent 1.7.2025 23:26 Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Nýsamþykkt lög, sem ætlað var að eyða óvissu um Hvammsvirkjun í Þjórsá, setja framkvæmdir samt ekki á fulla ferð. Forstjóri Landsvirkjunar segir að bíða verði eftir dómi Hæstaréttar. Innlent 1.7.2025 22:44 Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Frá og með deginum í dag er þjónusta sérgreinalækna við börn án endurgjalds, óháð því hvort fyrir liggi tilvísun frá heilsugæslu eða ekki. Reglugerð Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra þessa efnis tók gildi í dag en tilkynnt var í maí um að tilvísanakerfið fyrir börn yrði afnumið. Innlent 1.7.2025 18:54 Mesta fylgi síðan 2009 Samfylkingin er með mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með síðan árið 2009 eða í sextán ár. Aðrir stjórnarflokkar tapa fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina dalar lítillega. Innlent 1.7.2025 18:31 Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Samkomulag sem undirritað var í dag felur í sér þreföldun hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ. Reist verður nýtt hjúkrunarheimili í bænum með 66 hjúkrunarrýmum en þar eru í dag 33 rými. Innlent 1.7.2025 16:51 „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Málþóf um veiðigjaldafrumvarpið er komið út fyrir öll mörk, segir prófessor við Háskólann á Akureyri, sem tengir óánægju með stjórnarandstöðuna við stöðuna á Alþingi. Það yrði heiftarlegt áfall fyrir ríkisstjórnina ef ekki tekst að afgreiða veiðigjaldafrumvarpið. Innlent 1.7.2025 11:53 Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Þingfundi var slitið klukkan 02:33 í nótt, eftir enn einar maraþonumræðurnar um veiðigjaldið. Innlent 1.7.2025 06:24 Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Foreldrar sem eignast fjölbura eða lenda í veikindum á meðgöngu eiga nú rétt á lengingu fæðingarorlofs eða greiðslu fæðingarstyrks. Þetta var lögfest er frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra var samþykkt á Alþingi í dag. Innlent 30.6.2025 23:41 Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Fyrir Alþingi liggur frumvarp ríkisstjórnarinnar sem er forsenda þess að taka upp nýtt örorkulífeyriskerfi í haust sem hvetur til atvinnuþátttöku öryrkja og bætir kjör þeirra. Nýtt kerfi mun leiða af sér að auknar tekjur öryrkja en leiðir ekki af sér minni greiðslur úr lífeyrissjóðum til eldri borgara. Skoðun 30.6.2025 15:01 Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur falið fjórum sérfræðingum að vinna skýrslu um valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum. Verkefni hópsins verður að meta kosti og galla sjálfstæðs gjaldmiðils samanborið við aðild að stærra gjaldmiðlasvæði eins og evrusvæðinu. Viðskipti innlent 30.6.2025 14:56 Snurða hljóp á þráðinn í nótt Formenn þingflokka reyna nú að ná saman um þinglok og hafa fundað stíft undanfarna daga. Eftir ágætis gang í samtalinu um helgina þykir nú meiri óvissa uppi samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Öll mál ríkisstjórnarinnar eru undir í samtalinu segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Innlent 30.6.2025 13:08 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 39 ›
Inga mundaði skófluna við Sóltún Inga Sæland, félags og húsnæðismálaráðherra, tók í dag fyrstu skóflustunguna að stækkun hjúkrunarheimilisins við Sóltún í Reykjavík. Áætlað er að bæta 67 hjúkrunarrýmum við Sóltún og eru verklok áætluð 2027. Innlent 4.7.2025 21:52
Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Veiðigjaldið er aftur á dagskrá á fundi atvinnuveganefndar í dag en fundurinn er hluti af þinglokaviðræðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru viðræður á lokametrunum. Búist er við stuttum fundi sem hefst klukkan 17 í dag en þar verður farið yfir ákveðna útreikninga sem þingmenn deila um. Innlent 4.7.2025 16:56
Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Atvinnuvegaráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerð um veiðar í atvinnuskyni. Breytingin heimilar auknar aflaheimildir til strandveiða sem nemur 1.032 tonnum á fiskveiðiárinu 2024-2025. Við aukninguna eykst heildarafli á strandveiðum úr 10.000 tonnum í 11.032 tonn. Innlent 4.7.2025 16:30
Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innviðaráðherra segir til skoðunar í ráðuneytinu hvort hjörtun í umferðaljósunum á Akureyri verði fjarlægð eins og Vegagerðin hefur óskað eftir við Akureyrarbæ. Ráðherra reyndi að mynda hjarta með fingrum sínum í pontu Alþingis en útkoman var skrautleg. Innlent 4.7.2025 16:03
Þingmenn upplitsdjarfir Bjartari tónn er í formönnum þingflokka sem binda vonir við að komast fljótlega að samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Veiðigjöldin hafa verið þyngsta málið en þingflokksformaður Viðreisnar segir þeirri umræðu þurfa að ljúka með atkvæðagreiðslu. Innlent 4.7.2025 12:59
Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis segir að fundahöld gærkvöldsins um framhald þingstarfa hafi skilað árangri. Hún vonast til þess að hægt verði að ná formlegu samkomulagi innan tíðar, vonandi strax í dag. Innlent 4.7.2025 08:36
Þingflokksformenn semja inn í nóttina Þingflokksformenn sitja við samningaborðið á Alþingi. Fundurinn hófst klukkan tíu og var enn í gangi um miðnæturleytið. Búast má við því að hann vari eitthvað inn í nóttina. Innlent 4.7.2025 00:17
Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd „Minnihluti þingsins verður að sætta sig við það að vera í minnihluta. Meirihlutinn auðvitað getur komið þeim málum í gegn sem hann kýs, og þetta er bara lýðræðið. Þetta er bara skipulagið, alveg sama hvaða vitleysu þeir eru að samþykkja,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari. Innlent 3.7.2025 21:30
Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingkona Miðflokksins, taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann fyrir sig á Alþingi á meðan hún fór í tæplega tveggja vikna frí. Hún segist hafa verið í daglegum samskiptum við fyrsta varaþingmann en vegna óvissu um þinglok hafi hann ekki verið kallaður inn. Innlent 3.7.2025 21:00
Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Ekkert bendir til lausnar á deilunni sem knýr áfram það „myljandi málþóf“ sem á sér stað á Alþingi, segir prófessor í stjórnmálafræði. Þófið teljist afar óvenjulegt að því leyti að stjórnarandstaðan virðist lítið græða á því pólitískt séð. Innlent 3.7.2025 13:35
Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur sent refsiréttarnefnd bréf þar sem hún fer þess á leit við nefndina að athuga hvort tilefni sé til að endurskoða ákvæði almennra hegningarlaga sem varða líkamsárásir. Innlent 3.7.2025 10:53
Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Algjör pattstaða ríkir á Alþingi. Viðræður um þinglok hafa ekki skilað árangri og á meðan halda maraþonumræður um veiðigjöld áfram. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir umræður um þinglok mjakast áfram. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingkona Flokks fólksins, segir stjórnarandstöðuna setja ný viðmið sem ógni lýðræðinu. Innlent 2.7.2025 20:14
„Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, viðurkennir að stjórnarandstaðan stundi nú málþóf í umræðu um veiðigjöld á Alþingi. Hún hafi skipt um skoðun síðan árið 2019 þegar hún velti fyrir sér í skoðanagrein hvort þáverandi stjórnin ætti að beita 71. grein þingskaparlaga til að takmarka umræðu í þingsal. Innlent 2.7.2025 16:55
Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Í byrjun dags var sá þingmaður sem flutti flestar ræður á yfirstandandi þingi búinn að flytja 556 ræður. Það hafði tekið hana 22 klukkustundir, tvær mínútur og 17 sekúndur. Sá þingmaður er Bryndís Haraldsdóttir úr Sjálfstæðisflokki. Skoðun 2.7.2025 14:08
Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í skoðanagrein árið 2019 að málþóf ætti ekkert skylt við málfrelsi eða lýðræði og þekktist nánast hvergi utan Íslands. Breyta þyrfti fyrirkomulaginu á Alþingi svo fámennur hópur stjórnarandstæðinga gæti ekki tekið þingið í gíslingu. Innlent 2.7.2025 13:16
Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Þingmenn vörpuðu fram ásökunum um gaslýsingu og fullyrtu að viðræður um þinglok hefðu aldrei gengið eins illa og núna. Tillögu stjórnarandstöðunnar um breytingar á dagskrá Alþingis var hafnað í morgun og umræður um veiðigjöld halda áfram Innlent 2.7.2025 12:59
„Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Búið er að landa rúmum 83 prósentum af þorskvóta strandveiðitímabilsins þegar tímabilið er hálfnað og tveir mánuðir eftir af fjórum. Formaður Landssambands smábátaeigenda hefur ekki áhyggjur af því að veiðarnar verði stöðvaðar í næstu viku þótt ekki náist að afgreiða strandveiðifrumvarp ríkisstjórnarinnar áður en potturinn klárast. Innlent 2.7.2025 11:18
Uppbygging hjúkrunarheimila Áratugum saman hefur verið mikill skortur á hjúkrunarheimilum þannig að margir eldri borgarar hafa þurft að bíða allt of lengi í örvæntingu eftir hjúkrunarrými. Fyrri ríkisstjórnir hafa sýnt skeytingarleysi gagnvart þessum vanda og þannig horft framhjá þjáningu aldraðra. Skoðun 2.7.2025 07:30
Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Þingfundur stóð yfir langt fram á nótt og var ekki slitið fyrr en hálf fimm. Þingfundur hefst að nýju klukkan 10, þar sem eina þingmálið á dagskrá er veiðigjaldið. Innlent 2.7.2025 06:19
Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Þingflokksformenn stjórnar og stjórnarandstöðu hafa fundað síðan um kvöldmatarleytið. Þau hafa freistað því að ná samkomulagi um framhald þingstarfa og þinglok. Innlent 1.7.2025 23:26
Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Nýsamþykkt lög, sem ætlað var að eyða óvissu um Hvammsvirkjun í Þjórsá, setja framkvæmdir samt ekki á fulla ferð. Forstjóri Landsvirkjunar segir að bíða verði eftir dómi Hæstaréttar. Innlent 1.7.2025 22:44
Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Frá og með deginum í dag er þjónusta sérgreinalækna við börn án endurgjalds, óháð því hvort fyrir liggi tilvísun frá heilsugæslu eða ekki. Reglugerð Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra þessa efnis tók gildi í dag en tilkynnt var í maí um að tilvísanakerfið fyrir börn yrði afnumið. Innlent 1.7.2025 18:54
Mesta fylgi síðan 2009 Samfylkingin er með mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með síðan árið 2009 eða í sextán ár. Aðrir stjórnarflokkar tapa fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina dalar lítillega. Innlent 1.7.2025 18:31
Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Samkomulag sem undirritað var í dag felur í sér þreföldun hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ. Reist verður nýtt hjúkrunarheimili í bænum með 66 hjúkrunarrýmum en þar eru í dag 33 rými. Innlent 1.7.2025 16:51
„Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Málþóf um veiðigjaldafrumvarpið er komið út fyrir öll mörk, segir prófessor við Háskólann á Akureyri, sem tengir óánægju með stjórnarandstöðuna við stöðuna á Alþingi. Það yrði heiftarlegt áfall fyrir ríkisstjórnina ef ekki tekst að afgreiða veiðigjaldafrumvarpið. Innlent 1.7.2025 11:53
Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Þingfundi var slitið klukkan 02:33 í nótt, eftir enn einar maraþonumræðurnar um veiðigjaldið. Innlent 1.7.2025 06:24
Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Foreldrar sem eignast fjölbura eða lenda í veikindum á meðgöngu eiga nú rétt á lengingu fæðingarorlofs eða greiðslu fæðingarstyrks. Þetta var lögfest er frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra var samþykkt á Alþingi í dag. Innlent 30.6.2025 23:41
Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Fyrir Alþingi liggur frumvarp ríkisstjórnarinnar sem er forsenda þess að taka upp nýtt örorkulífeyriskerfi í haust sem hvetur til atvinnuþátttöku öryrkja og bætir kjör þeirra. Nýtt kerfi mun leiða af sér að auknar tekjur öryrkja en leiðir ekki af sér minni greiðslur úr lífeyrissjóðum til eldri borgara. Skoðun 30.6.2025 15:01
Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur falið fjórum sérfræðingum að vinna skýrslu um valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum. Verkefni hópsins verður að meta kosti og galla sjálfstæðs gjaldmiðils samanborið við aðild að stærra gjaldmiðlasvæði eins og evrusvæðinu. Viðskipti innlent 30.6.2025 14:56
Snurða hljóp á þráðinn í nótt Formenn þingflokka reyna nú að ná saman um þinglok og hafa fundað stíft undanfarna daga. Eftir ágætis gang í samtalinu um helgina þykir nú meiri óvissa uppi samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Öll mál ríkisstjórnarinnar eru undir í samtalinu segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Innlent 30.6.2025 13:08