Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026

Fréttamynd

Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir

Hvort sem okkur hinum líkar það betur eða verr, þá þurfum við stjórnmálafólk. Og það skiptir miklu að við fáum gott fólk í þá vinnu. Mig langar að mæla með frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar sem var að stíga fram í fyrsta skipti.

Skoðun
Fréttamynd

Stóra sam­eigin­lega sýnin um betra borgar­svæði – og Suður­lands­braut

Höfuðborgarsvæðið er í umbreytingarfasa. Fyrir rúmum áratug ákváðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, í sameiningu, að tímabært væri að leita nýrra leiða til þess að skipuleggja samgöngur og uppbyggingu – innleiða nýja hugsun um það hvernig borgin getur virkað næstu áratugina og svo áfram löngu eftir okkar dag.

Skoðun
Fréttamynd

Tölum Breið­holtið upp

Breiðholtið er góður staður að vera á og þar er mjög góður jarðvegur til að alast upp á. Það hefur sýnt sig aftur og aftur.

Skoðun
Fréttamynd

Borgin sem við byggjum er fjöl­breytt borg

Sú umbylting sem orðið hefur á Reykjavíkurborg á undanförnum þremur áratugum var borin á herðum félagshyggjufólks úr ólíkum flokkum. Undir hatti Reykjavíkurlistans var lagður grunnur að breytingu borgarinnar í þjónustustofnun sem mætti ólíkum þörfum einstaklinga á mismunandi aldursskeiðum.

Skoðun
Fréttamynd

Guð­mundur til þjónustu í vel­ferðar­málum

Guðmundur Ingi Þóroddsson býður sig nú fram í þriðja sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, sem nú fram þann 24.janúar næstkomandi. Guðmundur hefur verið áberandi í umræðunni undanfarin ár sem kraftmikill talsmaður og formaður Afstöðu – réttindafélags, félagi sem berst fyrir réttindum dómþola og aðstandanda þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leik­riti

Saga Vesturbugtar í gömlu Reykjavíkurhöfn á 21. öldinni er saga þolgæðis og baráttu almennings. Í meira en tvo áratugi hafa íbúar og áhugafólk um höfnina barist fyrir því að þessi mikilvægi snertiflötur byggðar og sjávar í borginni, sem er í sterkum tengslum við gamla Vesturbæinn, verði þróaður á menningarsögulegum forsendum.

Skoðun
Fréttamynd

Skó­sveinar í Sam­fylkingunni?

Í kvikmyndinni Skósveinar (e.Minions) frá árinu 2015 í leikstjórn Pierre Coffin, segir frá nokkuð stórum hópi lítilla gulra og sporöskjulagðra fígúra í gallabuxum sem vantar einhvern sem þeir geta þjónustað.

Skoðun
Fréttamynd

Lausnin við öllum vanda­málum mennta­kerfisins

Fólki er tíðrætt um versnandi læsi, lítinn aga, slæmar niðurstöður PISA-kannanna og almennt meint hörmungarástand skólakerfisins. Skiljanlega, enda eru skólarnir meðal mikilvægustu stofnana samfélagsins, ef ekki þær mikilvægustu!

Skoðun
Fréttamynd

Borgar­stjóri sem dreifir valdi

Stemmningin í höfuðborginni gefur tóninn í lífi hverrar þjóðar. Ríki þar hefðbundin stórkallamenning líða byggðir landsins undan því. Sé lögð áhersla á lipurt og margslungið borgarlíf breiðist jákvæðni um héruð.

Skoðun
Fréttamynd

Börnin í Laugar­dal eiga betra skilið

Börn og foreldrar í Laugardalnum eru látin bíða. Bíða eftir æfingum sem falla niður. Bíða eftir íþrótta- og félagsaðstöðu sem stenst samanburð við önnur hverfi.

Skoðun
Fréttamynd

Borgin sem við byggjum er borg allra

Framtíðin er ekki eins og hún var einu sinni. Þessi gamli orðaleikur hefur sjaldan hitt jafnvel og nú. Það er svo ótrúlega margt að gerast í heiminum í dag sem ekkert okkar óraði fyrir að gæti gerst. Innrásarstríð frá nágrannaþjóð, gamlir bandamenn verða ógn, almenningur berst gegn ofbeldi yfirvalda á sama tíma í miðausturlöndum og Ameríku. Vettvangur átakanna eru borgir. Endastöð þeirra sem flýja átök og lífshættu í sínu heimalandi eru borgir eða sveitarfélög í nýju landi. Það eru innviðir þeirra sem móta líf fólksins sem byggir upp á nýjum stað.

Skoðun
Fréttamynd

Rödd ungs fólks

Mosfellsbær er samfélag í stöðugri og jákvæðri þróun. Uppbygging, fólksfjölgun og breyttar þarfir kalla á framsýna stefnumótun, skýrar áherslur og virkt samtal við íbúa.

Skoðun
Fréttamynd

Eflingarfólk!

Barátta Eflingar starfsfólks á leikskólum Reykjavíkurborgar hefur um árabil verið ein skýrasta birtingarmynd kerfislægs misréttis á íslenskum vinnumarkaði. Þar mætast lág laun, mikið álag, ófullnægjandi starfsaðstæður og pólitísk tregða til að horfast í augu við raunveruleikann.

Skoðun
Fréttamynd

Steinunn er frá­bær!

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir býður sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík og sækist eftir einu af efstu sætum listans. Þarna gefst félögum mínum í borginni einstakt tækifæri til að fá þennan öfluga jafnaðarmann inn í okkar forystulið.

Skoðun
Fréttamynd

Mega Birta og Stein sitja við full­orðins­borðið?

Það eru sveitarstjórnarkosningar í aðsigi og það þýðir aðeins eitt: Ungt fólk kemst loksins á dagskrá hjá stjórnmálafólki og það er bitist um athyglina. Þessu sama dagskrárvaldi fólksins sem á að erfa landið lýkur hins vegar oftar en ekki um leið og talið er upp úr kjörkössunum.

Skoðun
Fréttamynd

Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í for­grunni

Grunngildi jafnaðarmennskunnar er að jafna aðstöðu og tækifæri barna. Börn eru skilgreind „börn“ til 18 ára aldurs og það finnst mér að eigi að virða í allri reglusetningu og gjaldskrá. Í 1. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna segir „Í samningi þessum merkir barn hvern þann einstakling sem ekki hefur náð 18 ára aldri, nema hann nái fyrr lögræðisaldri samkvæmt lögum þeim sem hann lýtur.“ Barnasáttmálinn hefur lagalegt gildi á Íslandi eins og sjá má hér: https://www.althingi.is/altext/stjt/2013.019.html Ég vil að börn fái frítt í Strætó og sund.

Skoðun
Fréttamynd

Ör­væntingar­banda­lag verk­lausa vinstrisins

Í desember sat ég áhugaverðan fund. Vinstri græn í Reykjavík höfðu boðað viðræðufund á milli sín, Pírata í Reykjavík, Sósíalistafélags Reykjavíkur og „annarra óháðra vinstri hópa“ sem okkur var gert ljóst á fundinum að vísaði í þá enn ótitlað klofningsframboð Sönnu Magdalenu Mörtudóttur.

Skoðun
Fréttamynd

Borgar­lína á Suður­lands­braut: 345 stæði hverfa eða ó­nýtast

Þvert á það sem haldið hefur verið fram benda gögn Reykjavíkurborgar til þess að bílastæðum við Suðurlandsbraut muni fækka verulega. En vegna upplýsingaóreiðu í málinu var ekkert annað að gera en að telja þau. Til þess er hægt að nota loftmyndir og gögn borgarinnar og mæta á staðinn.

Skoðun
Fréttamynd

Ég elska strætó

Ég er mikill talsmaður fjölbreyttra ferðamáta. Ég á bíl. Ég hjóla. Ég labba. Stundum hleyp ég um borgina mér til heilsubótar. Og ég elska að ferðast með strætó.

Skoðun