Bandaríkin

Fréttamynd

Kimmel sendi Lauf­eyju pylsusinnep eftir þáttinn

Íslenska tónlistarkonan Laufey Lin Jónsdóttir fékk heldur betur sérstaka kveðju frá þáttastjórnandanum Jimmy Kimmel í gærkvöldi. Laufey birti kveðjuna á Instagram-síðu sinni en hún flutti lagið sitt Like The Movies í spjallþætti Kimmel fyrir rúmri viku. 

Lífið
Fréttamynd

Níu létust eftir ofsa­akstur í Las Vegas

9 manns létust og nokkrir slösuðust í bílslysi í Las Vegas í gær. Ökumaðurinn, sem lést sjálfur í árekstrinum, keyrði gegn rauðu ljósi og er talinn hafa ekið langt yfir löglegum hámarkshraða.

Erlent
Fréttamynd

Trump ætlar að náða ó­eirða­seggina ef hann vinnur

Donald Trump segist ætla að náða þá sem voru dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6.janúar í fyrra ef hann verður forseti á ný. Hann hélt fjöldafund í Texas í gær þar sem hann gældi við mögulegt forsetaframboð.

Erlent
Fréttamynd

Ís­lendingur í Boston ó­hræddur við hríðar­byl

Snjó kyngir nú niður í miklum hríðarbyl sem nú gengur yfir austurströnd Bandaríkjanna í fyrsta sinn í fjögur ár. Neyðarástandi hefur meðal annars verið lýst yfir en Íslendingur sem búsettur er í Boston lætur ekki mikið á sig fá.

Erlent
Fréttamynd

Lafhræddir Demókratar vilja drífa sig

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill tilnefna nýjan hæstaréttardómara eins fljótt og auðið er og koma tilnefningu hennar fljótt í gegnum öldungadeildina. Þar á bæ hafa Repúblikanar þegar gefið í skyn að þeir vilji draga ferlið á langinn.

Erlent
Fréttamynd

Björk sló í gegn í Los Angeles

Tónlistarkonan Björk hélt tónleika í Shrine Auditorium tónleikahöllinni í Los Angeles í gærkvöldi við góðar viðtökur. Tónleikarnir voru hluti af Cornucopia tónleikaferðalagi hennar í Bandaríkjunum. En þetta voru fyrstu tónleikarnir af þremur sem hún mun halda í Los Angeles, áður en förinni verður heitið til San Fransisco.

Lífið
Fréttamynd

Opna sig um opin sam­bönd við Wil­son bræður

Í nýjum þætti af spjallþættinum The Drew Barrymore Show ræða leikkonurnar Drew Barrymore og Kate Hudson um sambönd sín við bræðurna Luke Wilson og Owen Wilson. Þær tala frjálslega um það að sambönd þeirra hafi verið opin og rifja þær hlægjandi upp gamlar minningar.

Lífið
Fréttamynd

Dómur Joe Exotic styttur í dag

Bandarískur dómari í Oklahoma-borg mun í dag ákveða nýja refsingu fyrir Joseph Maldonado -Passage, sem er betur þekktur sem Joe Exotic eða „Tígrisdýrakonungurinn“. Það er eftir að áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að stytta ætti dóm sem hann hlaut fyrir að reyna að ráða leigumorðingja til að myrða óvin sinn.

Erlent
Fréttamynd

Minnst níu löggur skutu mann með dúkahníf

Minnst níu lögregluþjónar skutu mann til bana í Nashville í Bandaríkjunum í gær. Maðurinn var vopnaður dúkahníf og höfðu lögregluþjónar verið að ræða við hann í um hálftíma þegar þeir skutu hann til bana.

Erlent
Fréttamynd

Rittenhouse vill fá riffilinn aftur

Kyle Rittenhouse, sem var sýknaður af því í nóvember að hafa skotið tvo menn til bana og særa þann þriðja í Kenosha í Wisconsin árið 2020, vill fá byssu sína til baka. Hann mætir aftur í dómsal í dag þar sem dómari mun hlusta á málflutning um það hvort Rittenhouse eigi að fá byssuna aftur eða ekki.

Erlent
Fréttamynd

Segjast ætla að bregðast fljótt við höfnuninni

Það að kröfum Rússa hafi verið hafnað gefur ekki mikið tilefni til jákvæðni en viðræður koma þó enn til greina, að sögn Dmitry Peskovs, talsmanns Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði blaðamönnum í dag að Vesturveldin hefðu ekki tekið tillit til áhyggna Rússa.

Erlent