Bandaríkin

Fréttamynd

SpaceX skýtur kjarn­orku­knúnum dróna út í geim

Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa samið við SpaceX um að senda kjarnorkuknúið könnunarfar af stað til tunglsins Títan, sem er á braut um Satúrnus, árið 2028. Skjóta á Dragonfly-þyrludrónanum á loft með Falcon Heavy eldflaug SpaceX en ferðin sjálf mun taka sex ár.

Erlent
Fréttamynd

Vildi pening í skiptum fyrir fal­leg orð í eyru Trumps

Einn af helstu ráðgjöfum Donalds Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna, er grunaður um að hafa beðið fólk sem var til skoðunar fyrir nýja ríkisstjórn Trumps um peninga. Í staðinn myndi hann leggja inn gott orð um fólkið í eyru Trumps.

Erlent
Fréttamynd

Annarri á­kærunni form­lega vísað frá

Dómari hefur samþykkt að vísa frá ákæru á hendur Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintra ólögmætra tilrauna hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020, sem hann tapaði.

Erlent
Fréttamynd

Stuðningur við Trump kostaði sam­bandið við Elon

Faðir Elon Musk segir stuðning sinn við Donald Trump ástæðuna fyrir því að sonurinn afneitaði honum fyrir sjö árum. Elon hafi loksins yfirgefið frjálslyndu fígúruna sem hann var áður. Hann rifjar upp hvernig móðurafi Elon flutti til Suður-Afríku vegna stuðnings við aðskilnaðarstefnu ríkisins.

Erlent
Fréttamynd

Adele kveður sviðið um ó­á­kveðinn tíma

Stórstjarnan og söngkonan víðfræga Adele komst við og felldi tár á laugardaginn þegar hún hélt sína síðustu tónleika í Las Vegas í Nevada-ríki í Bandaríkjunum. Söngkonan hefur varið síðustu tveimur árum í borginni og haldið hundrað tónleika í tónleikasal Caesars Palace.

Lífið
Fréttamynd

Vona að Musk tak­marki tolla Trumps

Ráðamenn í Kína eru sagðir binda vonir við að umfangsmiklar fjárfestingar Elons Musk þar í landi muni nýtast sem vogarafl í því að fá hann til að tala máli þeirra við Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Trump ætlar að skipa nokkra menn í ríkisstjórn sína sem hafa verið harðorðir í garð Kína um árabil.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu

Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt Russell Vought, einn aðalhöfunda hins umdeilda Project 2025, til að leiða fjárlagaskrifstofu forsetaembættisins. Vought gegndi embættinu um tíma í fyrri stjórnartíð Trumps og mun koma til með að forgangsraða fjárveitingum og koma kosningaloforðum Trumps um umfangsmikið afnám reglugerða til framkvæmda.

Erlent
Fréttamynd

Trump-liðar heita að­gerðum gegn sakamáladómstólnum

Ráðamenn í Ísrael hafa brugðist reiðir við ákvörðun dómara Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) að gefa út handtökuskipun á hendur forsætisráðherra og fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael. Báðir eru sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu á Gasa, þar sem Ísraelar hafa verið að gera mannskæðar árásir í rúmt ár.

Erlent
Fréttamynd

Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz

Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna hefur nú tilnefnt Pam Bondi sem næsta dómsmálaráðherra Bandaríkjanna eftir að hinn umdeildi Matt Gaetz hrökk úr skaftinu í gær.

Erlent
Fréttamynd

Vilja þvinga Google til að selja Chrome

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur farið fram á að Google verði gert að selja reksturinn varðandi Chrome vafrann. Fyrr á þessu ári komst dómari að þeirri niðurstöðu að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi brotið margvísleg samkeppnislög og misnotað markaðsráðandi stöðu þess.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hug­mynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir

Huglægt listaverk seldist á uppboði fyrir 6,2 milljónir dala (um 850 milljónir króna) í New York í gær. Um er að ræða banana sem festur hefur verið á hvítan vegg með límbandi og var listaverkið keypt af auðugum rafmyntabraskara.

Erlent
Fréttamynd

Ó­gleyman­legt að vinna fyrir Rihönnu

Förðunarfræðingurinn og hárgreiðslukonan Tinna Empera hefur haft áhuga á tísku frá blautu barnsbeini og ólst upp við það að þora að hugsa stórt. Hún flutti til New York fyrir þrettán árum síðan og hefur tekið þátt í ýmsum ævintýralegum verkefnum. Blaðamaður ræddi við Tinnu um lífið úti.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Fyrsta trans konan á þingi sætir að­för af hálfu kollega sinna

Sarah McBride, fyrsta trans manneskjan til að vera kjörin á bandaríska þingið, sætir nú aðför af hálfu kollega sinna en fulltrúadeildarþingmaðurinn Nancy Mace frá Suður-Karólínu hyggst leggja fram tillögur að reglum um að banna trans konum að nota baðherbergi og skiptiklefa þinghússins fyrir konur.

Erlent
Fréttamynd

Hin­segin fólk í Banda­ríkjunum horfir til Ís­lands

Formaður Samtakanna 78 segir fjöldann allan af hinsegin fólki í Bandaríkjunum hafa haft samband og forvitnast um stöðu hinsegin fólks hér á landi eftir að Donald Trump var kjörinn forseti í mánuðinum. Hún segir að þau sem hafa samband hafi áhyggjur af því að réttur þeirra til hjónabands verði tekinn af þeim og þar með rétturinn til barna sinna. 

Innlent
Fréttamynd

Úkraínuforseti hvetur Vestur­lönd til ein­beittari stuðnings

Forseti Úkraínu segir bandamenn ekki mega óttast að ganga lengra í stuðningi þeirra og varnir gegn innrás Rússa sem nú hefur staðið yfir í þúsund daga. Allar tilslakanir væru vatn á myllu Rússlandsforseta sem yrði ekki stoppaður öðruvísi en með valdi.

Erlent
Fréttamynd

Þúsund dagar af grimmd og eyði­leggingu

Í dag eru þúsund dagar liðnir frá allsherjar innrás Rússa í Úkraínu hinn 24. febrúar 2022. Milljónir manna hafa flúið landið og talið er að fimm milljónir íbúa landsins búi við fæðuskort. Helmingur allra orkuinnviða landsins hefur verið eyðilagður í árásum Rússa.

Erlent
Fréttamynd

Segist ætla að siga hernum á farand- og flótta­fólk

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, virtist í dag staðfesta að hann ætlaði sér að lýsa yfir neyðarástandi og nota bandaríska herinn til að vísa farand- og flóttafólki, sem hefur ekki heimild til að vera í Bandaríkjunum, úr landi.

Erlent