Bandaríkin

Fréttamynd

Stað­festa loks sam­bandið

Bandaríska poppstjarnan Katy Perry og Justin Trudeau, fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, hafa loksins staðfest að þau séu í sambandi. Það gerðu þau þegar ljósmyndari hitti þau út á lífinu í París í gærkvöldi, þar sem þau voru að halda upp á 41 árs afmæli Perry.

Lífið
Fréttamynd

Bankaerfingi greiðir laun her­manna meðan ríkis­stofnanir eru lokaðar

Bandaríska varnarmálaráðuneytið þáði 130 milljóna dala peningagjöf frá kauphéðni til þess að greiða laun hermanna meðan ríkisstofnanir Bandaríkjanna liggja í lamasessi vegna þráteflis á þinginu. Lítið hefur farið fyrir auðjöfrinum, sem nefnist Timothy Mellon, en hann er erfingi eins elsta fjármálaveldis Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjón­varps­aug­lýsingar

Donald Trump hefur heitið því að hækka tolla á vörur frá Kanada um tíu prósentustig vegna auglýsingar sem Ontario-hérað stóð fyrir og var sýnd í bandarísku sjónvarpi. Í auglýsingunni voru spilaðar klippur af Ronald Reagan Bandaríkjaforseta vara við afleiðingum hárra tolla á innflutningsvörur.

Erlent
Fréttamynd

Ýjar að annarri at­rennu að for­seta­em­bættinu

Kamala Harris, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sem laut í lægra haldi gegn Trump í síðustu kosningum til forseta, segir stjórnmálaferli sínum hvergi nærri lokið og ýjaði að því að hún gerði aðra atrennu að forsetaembættinu.

Erlent
Fréttamynd

Segir Trump vilja nýtt  „eilífðarstríð“

Nicolás Maduro, forseti Venesúela, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, reyna að koma á stríði milli ríkjanna. Er það í kjölfar þess að Trump skipaði herafla sínum að flytja stærsta flugmóðurskip Bandaríkjanna og fylgiflota þess til Karíbahafsins.

Erlent
Fréttamynd

Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða her­mönnum laun

Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna staðfestu í gærkvöldið að þeir hafi samþykkt að taka við 130 milljón dala gjöf frá einkaaðilum, sem nota á til að greiða laun hermanna. Er það eftir að Donald Trump, forseti, sagði „vin“ hafa boðist til að koma til aðstoðar vegna stöðvunar ríkisreksturs Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkja­menn ræsa út stærsta flug­móður­skip heims

Bandaríska flugmóðurskipinu USS Gerald Ford, stærsta flugmóðurskipi heims, er stefnt í átt að Karíbahafinu. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið, en talið er mögulegt að Trump ætli sér að reyna koma Nicolás Maduro, einræðisherra Venesúela, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi.

Erlent
Fréttamynd

Musk kallar ráð­herra heimskan og homma

Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur í vikunni ítrekað skotið föstum skotum að Sean Duffy, samgönguráðherra Bandaríkjanna og starfandi yfirmanni Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna. Musk hefur einnig varpað fram barnalegum bröndurum um að Duffy sé heimskur og samkynhneigður.

Erlent
Fréttamynd

„Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“

Bandarískir flugmenn flugu að minnsta kosti tveimur hljóðfráum sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela í gær. Var það í annað sinn á rétt rúmri viku sem slíkt var gert en þá voru áhafnir þriggja B-52 sprengjuvéla að æfa mögulegar árásir. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið.

Erlent
Fréttamynd

Kim Kardashian greindist með heilagúlp

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian greinir frá því í nýjustu seríunni um Kardashian-fjölskylduna að hún hafi greinst með „lítinn æðagúlp“ í heila. Ekki kemur fram af hvaða tagi æðagúlpurinn er né hver staða hans er í dag.

Lífið
Fréttamynd

Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump

Donald Trump Bandaríkjaforseti náðaði stofnanda rafmyntafyrirtækisins Binance sem hefur stutt fjárplógsstarfsemi fjölskyldu forsetans í rafmyntum í gær. Sá hlaut fangelsisdóm fyrir peningaþvætti sem gerði glæpa- og hryðjuverkamönnum kleift að flytja fjármuni.

Erlent
Fréttamynd

Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Ís­landi

Lohanny Santos, farþegi í flugi Delta á leið frá Dublin til New York, á miðvikudag, lýsir því á samfélagsmiðlum að hafa óttast um líf sitt þegar annar hreyfill vélarinnar hætti að virka á flugi þeirra yfir Atlantshafinu. Ákveðið var að nauðlenda á Íslandi. Fjallað var um það í gær að hættustigi hafi verið lýst yfir á Keflavíkurflugvelli vegna nauðlendingarinnar.

Lífið
Fréttamynd

„Ísrael mun missa allan stuðning“

Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast ósáttir við ályktun ísraelska þingsins um innlimun Vesturbakkans. JD Vance, varaforseti, segir atkvæðagreiðsluna sem haldin var í morgun vera móðgandi og pólitískt glæfrabragð. Marco Rubio, utanríkisráðherra, segir ríkisstjórn Bandaríkjanna ekki geta stutt innlimun og að það myndi ógna friði við botni Miðjarðarhafs.

Erlent
Fréttamynd

Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning

Skömmu áður en þungvopnaður maður skaut þingkonu og eiginmann hennar til bana í Minnesota í sumar, höfðu yfirvöld verið vöruð, af dóttur þingmanns sem hann hafði skotið áður, við því að maðurinn væri klæddur í lögreglubúning. Raunverulegir lögregluþjónar létu hann þó óáreittan því þeir héldu að hann væri einnig lögregluþjónn.

Erlent
Fréttamynd

Leggur viðskiptaþvinganir á rúss­neska olíurisa

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað þungar refsiaðgerðir á hendur tveimur stærstu olíurisum Rússlands. Hann sakar Rússlandsstjórn um ónóga viðleitni til að koma á friðarsamkomulagi vegna stríðsins í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Hafa drepið 34 í á­rásum á meinta smyglara

Bandaríkjaher felldi tvo í loftárás á bát með meinta fíkniefnasmyglara innanborðs á alþjóðlegu hafsvæði Kyrrahafinu í gærkvöldi. Árásin er sú áttunda sem herinn gerir á rúmum mánuði í herferð Bandaríkjastjórnar gegn fíkniefnasmygli en sú fyrsta þar sem skotum er beint að bát á Kyrrahafinu.

Erlent
Fréttamynd

Hegseth bannar nú sam­skipti við þingið

Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sett hæst settu embættismönnum ráðuneytisins nýjar reglur varðandi samskipti þeirra við þingmenn. Öll slík samskipti eiga nú að fara gegnum æðstu lögmenn ráðuneytisins, sem þurfa að veita herforingjum leyfi til að ræða við þingmenn.

Erlent
Fréttamynd

Óttast að senda her­menn til Gasa

Friðaráætlunin um Gasa, sem kennd er við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, felur í sér að senda alþjóðlegt friðargæslulið til Gasastrandarinnar. Ráðamenn víða um heim óttast þó að senda hermenn eða öryggissveitir á svæðið, þar sem þeir gætu lent í átökum við Hamas-liða.

Erlent
Fréttamynd

Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislu­sal Trumps

Verktakar byrjuðu í gær að rífa hluta austurálmu Hvíta hússins vegna byggingar veislusalar Donalds Trump, forseta. Ekkert leyfi hefur borist frá alríkisstofnun sem á að halda utan um framkvæmdir sem þessar. Þá hefur Trump áður sagt að framkvæmdirnar myndu engin áhrif á hafa á Hvíta húsið.

Erlent
Fréttamynd

Stjórn Warner Bros. segir fé­lagið til sölu

Forsvarsmenn Warner Bros. Discovery segjast nú tilbúnir til að selja fyrirtækið í heild sinni. Áður höfðu þeir stefnt að því að skipta fyrirtækinu í tvennt en eftir að hafa fengið veður af áhugasömum kaupendum hafa þeir skipt um skoðun. Hlutabréf fyrirtækisins hafa hækkað töluvert í virði eftir tilkynninguna í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ó­lík­legt að Trump og Pútín muni funda í bráð

Engin dagsetning hefur verið ákveðin fyrir fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands, sem til stendur að halda í Búdapest í Ungverjalandi. Talsmaður Pútín segir að undirbúa þurfi slíkan fund í þaula og að sá undirbúningur verði erfiður.

Erlent
Fréttamynd

Svona lögðu Kín­verjar fram­tíðina undir sig

Ráðamenn í Kína hafa varið fúlgum fjár og mikilli vinnu yfir marga áratugi í það að ná algerum yfirráðum á markaði svokallaðra sjaldgæfra málma. Nú er staðan sú að þeir svo gott sem stjórna heilum iðnaði sem er gífurlega mikilvægur birgðakeðjum ríkja um allan heim og nauðsynlegur til framleiðslu tækni nútímans og framtíðarinnar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Refsi­dómi Diddy verði á­frýjað

Bandaríski tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem P Diddy, hyggst áfrýja fangelsisdómnum sem hann hlaut í byrjun október fyrir vændisstarfsemi. Diddy hlaut fimmtíu mánaða fangelsisdóm og gert að greiða 500 þúsund Bandaríkjadala sektargreiðslu fyrir brot í tveimur ákæruliðum er tengjast flutningi fólks í tengslum við vændisstarfsemi. Hann var sýknaður af öðrum ákæruliðum í sumar.

Erlent
Fréttamynd

Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að

Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, neitar enn að gera nýkjörinni þingkonu kleift að taka sér sæti á þingi. Rétt tæpur mánuður er síðan hún var kjörin í embætti en Johnson hefur ekki leyft henni að sverja embættiseið.

Erlent
Fréttamynd

Hafna aftur til­lögu Trumps

Rússar hafa hafnað tillögu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um skilyrðislaust vopnahlé svo hægt sé að hefja almennilegar friðarviðræður. Trump hefur áður lagt fram sambærilegar tillgöur sem Úkraínumenn hafa samþykkt en Rússar ekki.

Erlent