Samgöngur

Fréttamynd

Fjarðar­heiði lokuð og bílar fastir

Fjarðarheiði hefur verið lokað vegna umferðarteppu, en þar eru hálkublettir, éljagangur og nokkur vetrarfærð. Verkstjóri hjá Vegagerðinni segir þó að ekki ætti að taka langan tíma að opna heiðina aftur.

Innlent
Fréttamynd

Telur fleiri falla á nýju bílprófi

Formaður Ökukennarafélags Íslands gagnrýnir harðlega það sem hún kallar sambandsleysi Samgöngustofu við félagið, um breytingar á bóklegu ökuprófi. Hún segir útlit fyrir að fall hafi aukist eftir breytingar síðasta vor, en fær ekki aðgang að gögnum til að staðfesta það. Fulltrúi Samgöngustofu segir tölur verða gefnar út þegar meiri reynsla er komin á nýtt fyrirkomulag.

Innlent
Fréttamynd

Eigin sann­færing út­skýri sögu­legan klofning Sjálf­stæðis­manna

Borgarstjóri segir að uppfærður samgöngusáttmáli muni með tíð og tíma leiða til þess að auðveldara verður fyrir borgarbúa að komast leiðar sinnar. Sáttmálinn var samþykktur í gær en Sjálfstæðisflokkurinn var þríklofinn í afstöðu sinni. Borgarfulltrúi flokksins sem sat hjá við afgreiðslu segir að þau hafi viljað leyfa sér að standa með eigin sannfæringu.

Innlent
Fréttamynd

Ýmis­legt um rafmagnsbíla og reið­hjól

Flokka má útblástur einkabíla í beinan og óbeinan útblástur. Enginn beinn útblástur hlýst af rafmagnsbílum þar sem þeir nota ekkert jarðefnaeldsneyti. Óbeinn útblástur einkabílsins kemur að mestu vegna framleiðslu bílsins.

Skoðun
Fréttamynd

Há­skólinn sveik stúdenta um góðar sam­göngur

U-passinn: Orðið sem er á allra manna vörum í Vatnsmýrinni. U-passinn hefur verið mikið í umræðunni meðal nemenda í HÍ, sér í lagi í ljósi gjaldtöku HÍ á bílastæðum skólans, en hvað er hann? U-passinn er afsláttarkort í almenningssamgöngur að erlendri fyrirmynd.

Skoðun
Fréttamynd

Á­kall um að­gerðir!

Það þarf oft alvarlega atburði svo stjórnvöld vakni við og grípi til aðgerða og sá alvarlegi atburður sem varð þegar farþega rúta brann rétt utan við gangnamunna Vestfjarðarganga hlýtur að vekja stjórnvöld við og að ráðist verði í viðunandi ráðstafanir í Vestfjarðargöngum sem eru orðin eins og rússnesk rúlletta með mikilli umferð og einbreiðum göngum að stærstum hluta.

Skoðun
Fréttamynd

Funda með Vega­gerðinni um Vest­fjarða­göng

Rútan sem kviknaði í nálægt Ísafirði fyrir helgi var nýkomin út úr Vestfjarðagöngunum. Slökkviliðið fundar með Vegagerðinni á næstunni og segir slökkviliðsstjórinn að með aukinni umferð um göngin þurfi að tvöfalda einbreiðu kaflana. 

Innlent
Fréttamynd

Þing­maður Mið­flokksins rak augun í undar­lega grein

Þingmanni Miðflokksins finnst undarlegt að gert sé ráð fyrir aukinni aðkomu stjórnvalda að rekstri borgarlínu, umfram það sem gert væri ráð fyrir í nýundirrituðu samkomu lagi ríkis og sveitarfélaga. Samgöngumálin voru rædd í tengslum við fjárlög næsta árs á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum hundfúl yfir þessu“

Bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar var í síðustu viku falið að krefja Vegagerðina svara um stöðu framkvæmda á Dynjandiheiði, en aðeins sjö kílómetra vantar upp á að bundið slitlag verði á heiðinni allri. Svarið sem barst var einfalt; fjármagn skortir og ekkert verður aðhafst í bili.

Innlent
Fréttamynd

Spara plastið og hvetja fólk til að sækja ekki um öku­skír­teini

Nokkurra mánaða bið er eftir að fá nýtt ökuskírteini úr plasti afhent og Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til þess að nota stafrænt ökuskírteini frekar. Ökuskírteinaframleiðsla er að flytjast heim og fyrst um sinn eru plastbirgðir takmarkaðar en skírteini verða framleidd í neyðartilfellum.

Innlent
Fréttamynd

Klæðing fauk af veginum í hvass­viðri

Klæðing hefur fokið af kafla vegarins um Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Vindhviður náðu allt að 37 metrum á sekúndu í gær og segir upplýsinga fulltrúi Vegagerðarinnar fólk verða að aka varlega um svæðið. Gert verður við veginn eftir helgi. 

Innlent
Fréttamynd

Jarð­göng í gegnum Reynis­fjall á dag­skrá - Tökum höndum saman!

Nú liggur fyrir álit Skipulagsstofnunnar um umhverfismat vegna uppbyggingar hringvegar um Mýrdal. Þar leggur stofnunin til að áfram verði notast við sömu veglínu og nú er. Áður hafði Vegagerðin lagt til að veglínan yrði færð upp fyrir þéttbýlið í Vík, þessir tveir kostir tala engan veginn saman við Aðalskipulag Mýrdalshrepps. Árið 2013 var samþykkt Aðalskipulag þar sem gert er ráð fyrir nýjum láglendisvegi um Mýrdal og jarðgöngum í gegnum Reynisfjall. Vegagerðin og Skipulagsstofnun hafa beint allri athygli frá þeirri leið sem er á Aðalskipulagi.

Skoðun
Fréttamynd

Gjald­töku á bíla­stæðum há­skólans frestað

Gjaldtöku fyrir bílastæði við Háskóla Íslands hefur verið frestað fram yfir áramót. Ætlað var að almenn gjaldtaka yrði innleidd á háskólasvæðinu með fyrsta september en fram kemur í tilkynningu frá háskólanum að vinna við innleiðinguna hafi tekið lengri tíma en ætlað var og því hafi verið tekin sú ákvörðun að fresta henni.

Innlent
Fréttamynd

Út­reikningur FÍB standist enga skoðun

Færsla á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda þar sem flutningsgeta strætisvagns er borin saman við flutningsgetu einkabíla hefur vakið mikil viðbrögð. Reiknifræðingur segir útreikningana ekki standast skoðun sama hvernig á þá er litið.

Innlent
Fréttamynd

Staða vegarins „graf­al­var­­leg“ og boðar til nefndar­fundar

Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, hefur boðað til sérstaks fundar í nefndinni til að ræða bágt ástand Siglufjarðarvegar. Hann segir stöðuna grafalvarlega og vill sjá boruð jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta sem fyrst. 

Innlent
Fréttamynd

Erfitt að fylgja þræði í hug­myndum borgarfulltrúans

Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir leiðinlegt að Borgarlínuframkvæmdir séu ekki komnar lengra en með nýjum samgöngusáttmála verði farið á fullt. Hann botnar lítið í hugmyndum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem ýmist stingur upp á fimmfalt dýrari lausn eða ódýrari. 

Innlent
Fréttamynd

Hreyfill gerir sátt við Samkeppniseftirlitið eftir kvörtun Hopp

Samkeppniseftirlitið og leigubílafyrirtækið Hreyfill svf. hafa gert með sér sátt vegna háttsemi Hreyfils sem fólst í því að banna leigubifreiðastjórum sem eru í þjónustu hjá Hreyfli að nýta sér þjónustu annarra leigubifreiðastöðva. Upphaf málsins má rekja til kvörtunar Hopp leigubílum ehf. til eftirlitsins vegna háttsemi Hreyfils. Í sáttinni felst meðal annars að Hreyfill muni ekki hindra að leigubifreiðastjórar sem keyra fyrir stöðina nýti sér einnig aðra þjónustuaðila sem sinna leigubílaakstri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vill skoða neðan­jarðar­lest í stað Borgarlínu

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að henni lítist ekki vel á uppfærðan samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið sem kynntur var í síðustu viku. Hún segir að fyrir þessar fjárhæðir hefði verið hægt að skoða neðanjarðarlest frekar en Borgarlínu.

Innlent
Fréttamynd

Breska stjórnin sam­þykkir að efla London City-flugvöll

Breska ríkisstjórnin hefur samþykkt áætlun sem felur í sér að farþegum um London City-flugvöll fjölgar úr 6,5 milljónum á ári upp í níu milljónir farþega á ári fyrir árið 2031. Þetta gerist með því að fleiri flugferðir verða leyfðar snemma á morgnana virka daga vikunnar. Ósk um rýmkun opnunartíma vallarins á laugardögum var hins vegar hafnað.

Viðskipti erlent