Fréttir

Eldur í tveimur taugrindum

Betur fór en á horfðist er kviknaði í þvotthúsinu Fönn við Klettháls í Reykjavík seint í gærkvöldi. Verkstjórinn segir eldsvoðann ekki hafa haft áhrif á starfsemi þvottahússins.

Innlent

Sektaður um 240 þúsund fyrir að halda sauð­fé í Grinda­vík

Atvinnuvegaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar um að sekta sauðfjárbónda í Grindavík um 240 þúsund krónur fyrir að hafa haldið sauðfé í bænum og brotið gegn reglugerðum um velferð dýra. Kindurnar gengu lausar um sprungusvæði og fóru um tún sem almannavarnir höfðu flokkað hættulegt vegna stórrar sprungu.

Innlent

Íranir neita að hafa skotið eld­flaugum

Ísraelsk stjórnvöld segja Írana hafa skotið eldflaugum í átt að Ísrael og boða harðar gagnárásir. Íranir neita því að hafa skotið eldflaugum. Allt útlit er fyrir að vopnahlé sem bæði ríki virtust hafa samþykkt í nótt sé þegar farið út um þúfur.

Erlent

42 pró­sent fanga er­lendir ríkis­borgarar

Erlendum ríkisborgurum sem afplána í fangelsum landsins hefur fjölgað á síðustu árum en á síðasta ári var hlutfallið 42 prósent. Árið 2019 var hlutfall erlendra ríkisborgara í fangelsum landsins 21 prósent og árið 2014 var hlutfallið 14 prósent.

Innlent

Áhrifa­valdur sakaður um að bera á­byrgð á dauða dóttur sinnar

Synir breskrar konu sem er þekkt fyrir að dreifa samsæriskenningum um bóluefni og heilsu á samfélagsmiðlum saka hana um að bera ábyrgð á dauða systur þeirra. Hún lést af völdum krabbameins sem læknar töldu góðar líkur á að lækna með lyfjameðferð eftir að hún hafnaði meðferðinni.

Erlent

Sé til­raun til að þagga niður í gagn­rýni

Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir orð forsætisráðherra í Kastljósi í gær og segir hana „stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs.“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni halda áfram að ræða frumvarpið um breytingar á veiðigjöldum sem sé óvandað frumvarp.

Innlent

Ísraelar sam­þykkja vopna­hlé Trumps

Ísraelar hafa samþykkt vopnahlé sem Bandaríkjaforseti tilkynnti um á milli þeirra og Írana. Eldflaugum var í nótt skotið á borgina Bersheeba í Ísrael þar sem fjórir létu lífið í íbúðablokk sem varð fyrir sprengjum.

Innlent

Skýjað og væta í flestum lands­hlutum

Í dag verður austlæg eða breytileg vindátt frá þremur til tíu metra sekúndu. Búast má við einhverri vætu í flestum landshlutum. Hlýjast verður á Vesturlandi þar sem hitinn gæti náð upp í fimmtán stig.

Veður

Segir vopna­hlé í höfn

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Ísrael og Íran hafi náð samkomulagi um vopnahlé. Hann segir að ef fram fer sem horfir muni vopnahléð binda endi á stríðið sem geisað hefur síðustu tólf daga.

Erlent

Trump þakkar Írönum fyrir að láta vita af sér

Íranar létu yfirvöld í Bandaríkjunum og Katar vita af sér áður en þeir létu til skarar skríða og skutu eldflaugum í átt að bandarísksri herstöð í Katar í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti þakkar þeim fyrir og segir að engan hafi sakað í árásinni.

Erlent

Ís­land muni ekki verja fimm pró­sentum til varnar­mála

Utanríkisráðherra segir fullan skilning á því innan Atlantshafsbandalagsins að Ísland sem herlaus þjóð muni ekki verja fimm prósentum þjóðarframleiðslu til varnarmála. Ísland sé þó þegar byrjað að fjárfesta í þeim innviðum sem okkur er gert að fjárfesta í.

Innlent

„Við erum auð­vitað ekki komin þangað“

Þingflokksformaður Viðreisnar segir það ekki koma til greina að svo stöddu að beita lagagrein sem myndi heimila þingmeirihlutanum að þvinga veiðigjaldafrumvarpi beint í atkvæðagreiðslu. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur það lýðræðislega skyldu sína að hindra afgreiðslu málsins. Þau vonast bæði eftir því að ná samkomulagi um þinglok.

Innlent

Rýma sex­tán þorp vegna gróðurelda í Grikk­landi

Umfangsmiklir gróðureldar hafa logað í dag á vinsælu grísku ferðamannaeyjunni Chios, þar sem yfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi og íbúar hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Rýma hefur þurft sextán þorp og úthverfi í aðalbænum Chios town.

Erlent

Fleiri hand­teknir í Borgar­nesi

Sérsveitin og lögreglan réðust í síðustu viku í húsleit og handtökur í Borgarnesi í tengslum við umfangsmikla rannsókn á fíknefnaframleiðslu. Rannsóknin teygir anga sína frá Reykjavík að Raufarhöfn, en íbúi á Raufarhöfn lýsir grunsamlegri umferð á næturnar við hús sem lögregla hefur haft til rannsóknar.

Innlent

Íranir ráðast á her­stöð Banda­ríkja­manna í Katar

Íranski byltingarvörðurinn skaut fjölda eldflauga í átt að bandarískri herstöð í Katar síðdegis í dag. Sprengingar ómuðu um Dóha, höfuðborg Katar, meðan árásirnar stóðu yfir. Katarska utanríkisráðuneytið segir loftvarnir landsins hafa skotið írönsku eldflaugarnar niður áður en þær gátu valdið tjóni.

Erlent

Sex­tán ár fyrir að bana dóttur sinni

Sigurður Fannar Þórsson var í dag dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að verða dóttur sinni, hinni tíu ára Kolfinnu Eldeyju, að bana með hamri. Þá var hann einnig dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot.

Innlent

Lúsmý um allt land en bit­mýið einnig á­rásar­gjarnt

Lúsmý gerir nú vart við sig í öllum landshlutum eftir að hafa sprottið upp á Suðurlandi í maí í hitabylgju áður en að vorhret setti strik í reikninginn. Þetta segir vatnalíffræðingur og prófessor í dýrafræði sem segir aðeins hægt að flýja vágestinn á útnesjum þar sem vindasamt er.

Innlent

Kona féll í Svöðufoss

Björgunarsveitarmenn og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð til um klukkan 13 í dag til að sækja konu sem hafði fallið ofan í Svöðufoss á Snæfelssnesi. Konan hefur verið flutt á Fossvogsspítala en hún var við með meðvitund þegar viðbragðsaðilar komu að henni.

Innlent

Hand­tóku Evrópu­búa sakaðan um njósnir fyrir Ísrael

Ísraelsher heldur árásum á Íran áfram og hefur ráðlagt íbúum Tehran, höfuðborgar Íran, að rýma svæði nærri hernaðarinnviðum í borginni. Á meðan greina írönsk yfirvöld frá því að evrópskur ríkisborgari hafi verið handtekinn grunaður um njósnir fyrir ísraelska ríkið. 

Erlent