Fréttir Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Varnarmálaráðherra Ísrael, Israel Katz, segist hafa fyrirskipað hernum að undirbúa flóttamannabúðir, eða „mannúðarborg“ eins og hann kallar það, á rústum Rafah-borgar á Gasa. Erlent 8.7.2025 07:48 Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu um hvort og þá hvaða ráðagerðir séu uppi til að vinna bug á þeim vanda sem Útlendingastofnun virðist eiga við að etja við afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt. Innlent 8.7.2025 07:26 Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Lögreglan leitar að 75 ára konu með heilabilun á Akureyri. Hún er talin hafa farið út úr húsi á miðbæjarsvæðinu um fjögurleytið í nótt. Innlent 8.7.2025 07:17 „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Í dag leggja þau María Björk Guðnadóttir, Mikael Máni Elínarson, Kristín Guðrún Ólafsdóttir og Ragnheiður Bríet Luckas Eddudóttir af stað í langt ferðalag til Páskaeyju. Ferðina fara þau fyrir Kristian Helga, bróður Mikaels Mána, sem lést í apríl á þessu ári, og móður þeirra, Elínu Hrund Guðnadóttur, sem lést í fyrra. Kristian Helgi og Elín Hrund létust bæði úr séríslenska arfgenga sjúkdómnum, Arfgengri heilablæðingu. Innlent 8.7.2025 07:03 Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Greint var frá því í gær að Bandaríkjamenn hygðust leggja 25 prósent toll á allar vörur frá Japan og Suður-Kóreu, nánum bandamönnum, 30 prósent toll á vörur frá Suður-Afríku og 36 prósent toll á vörur frá Taílandi. Erlent 8.7.2025 06:57 Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Þingfundi var slitið klukkan ellefu mínútur yfir eitt í nótt, eftir langar og strangar umræður um veiðigjaldið. Innlent 8.7.2025 06:45 Einu verslun Þingeyringa lokað Einu verslun Þingeyringa verður lokað að öllu óbreyttu um mánaðamótin. Um ræðir sjoppuna Hammonu sem selur matvæli og ýmislegt nytsamlegt. Eiganda verslunarinnar bauðst starf í vegavinnu. Innlent 8.7.2025 06:44 Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan Dálítil væta verður í dag og bætir í úrkomu síðdegis en að mestu þurrt um landið austanvert fram á kvöld. Hiti er á bilinu tíu til tuttugu stig og hlýjast á Norðaustur- og Austurlandi. Veður 8.7.2025 06:28 „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því í gær að Bandaríkjamenn myndu halda áfram að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum, þrátt fyrir að varnarmálaráðuneytið hefði tilkynnt fyrir helgi að hlé yrði gert á sendingunum. Erlent 8.7.2025 06:28 Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Aldrei hafa fleiri umsóknir borist um nám í lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn við Háskólann á Akureyri. Alls bárust 250 umsóknir. Inntökupróf stóðu yfir mestallan apríl mánuð. Innlent 8.7.2025 06:21 Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Skipstjóri var handtekinn í gærkvöldi þegar hann kom í höfn í Reykjavík. Innlent 8.7.2025 06:10 Yfir hundrað látnir í Texas Tala látinna í hamfaraflóðunum í Texas í Bandaríkjunum um liðna helgi hefur náð 104, þar af eru 28 börn. Á fimmta tug er enn saknað, þar á meðal stúlkna sem dvöldu í sumarbúðum í Kerr-sýslu í miðhluta ríkisins. Erlent 7.7.2025 23:57 Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Stofnandi sjálfseignarstofnunar sem fær ekki að starfsrækja bálstofu segir ákvörðun dómsmálaráðherra vera vonbrigði. Stefnt er á að ný líkbrennsla Kirkjugarðanna verði tekin í gagnið á næsta ári. Innlent 7.7.2025 23:51 Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Hebu Ýr Pálsdóttur Hillers, 33 ára, en síðast er vitað um ferðir hennar á miðborgarsvæðinu á laugardag. Innlent 7.7.2025 23:43 Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, hefur hleypt af stokkunum vefsíðunni Málþóf.is, þar sem finna má samantekt á tölfræði tengda yfirstandandi málþófi vegna veiðigjaldafrumvarpsins. Formaður Uppreisnar segir Íslandsmetið í málþófi innan seilingar. Innlent 7.7.2025 22:59 „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veðrið lék við landsmenn um allt land í dag og á Egilsstöðum var engin undantekning á því, þar sem hefur verið rjómablíða í dag og síðustu daga. Gestir í Höfðavík böðuðu sig í sólinni meðan gestir í Vök böðuðu sig í laugunum. Veður 7.7.2025 22:13 „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Formaður ADHD samtakanna segir geðheilbrigðisstofnanir hafa verið kerfisbundið undirfjármagnaðar. Fjölgun barna á biðlistum komi því ekki á óvart. Kostnaður við greiningu hjá einkaaðilum hleypur á hundruðum þúsunda. Innlent 7.7.2025 21:05 Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Færeyingar fögnuðu í gær enn einum jarðgöngunum, aðeins ellefu dögum eftir síðustu jarðgangavígslu. Nýjustu göngin eru jafnframt fyrstu innanbæjargöngin í Þórshöfn. Erlent 7.7.2025 20:40 Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Prófessor í félagsfræði segir skilti sem bannar boltaleik við grunnskóla eftir klukka tíu vera hluta að stærra vandamáli. Hægt og rólega kvarnist úr tækifærum barna til að koma saman og leika sér á uppbyggilegan máta. Innlent 7.7.2025 20:20 Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Formaður Blaðamannafélags Íslands segir sýknudóm í meiðyrðamáli Aðalsteins Kjartanssonar gegn Páli Vilhjálmssyni áfellisdóm yfir dómskerfinu og að dómurinn grafi undan fjölmiðlafrelsi. Brýnt sé að Hæstiréttur taki málið fyrir. Innlent 7.7.2025 19:46 Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Íbúi í miðborginni segist ekki skilja hvers vegna þrír menn réðust á hann við Fógetatorg og stungu hann í rassinn. Hann heilsaði þeim á leið sinni heim eftir verslunarferð og þeir réðust á hann í kjölfarið. Hann á erfitt með svefn og lestur eftir árásina. Innlent 7.7.2025 18:21 Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann Formaður ADHD samtakanna segir geðheilbrigðisstofnanir hafa verið kerfisbundið undirfjármagnaðar. Fjölgun barna á biðlistum komi því ekki á óvart. Margir foreldrar gefist upp á biðinni en kostnaður við greiningu hjá einkastofu hleypur á hundruðum þúsunda. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. Innlent 7.7.2025 18:12 „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Forsætisráðherra heitir því að atkvæðagreiðsla um veiðigjaldafrumvarpið fari fram fyrir þinglok og að málinu verði ekki frestað fram á haust. Hún segir minnihlutann ekki einungis hafa haldið uppi málþófi í veiðigjaldamálinu og raunar hafi hann málþæft í málum þar sem stjórnarflokkar og stjórnarandstaða eru sammála. Innlent 7.7.2025 18:02 Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Fimm einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem á að hafa átt sér stað um nótt í mars árið 2022 á bílastæði við verslun Hagkaupa í Garðabæ. Innlent 7.7.2025 16:24 Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Þrír milljarðar verða settir til viðbótar í viðhald vega á landsbyggðinni árið 2025. Alþingi samþykkti tillögu ríkisstjórnarinnar þess efnis þegar fjáraukalög voru afgreidd á laugardag. Innlent 7.7.2025 15:37 Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Roman Starovoit, sem Vladímír Pútín rak úr stöðu samgönguráðherra Rússlands í morgun, fannst látinn af völdum byssuskots í bifreið sinni í dag. Yfirvöld í Rússlandi segja hann hafa fallið fyrir eigin hendi. Erlent 7.7.2025 14:56 Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Dimitar Atanasov Koychev, karlmaður á fimmtugsaldri, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að stinga tvo menn síðastliðna nýársnótt. Innlent 7.7.2025 14:36 Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur lagt til að virkjunarkosturinn Garpsdalur í Reykhólahreppi verði settur í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. Með því breytir hann tillögu verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaáætlunar og þetta er í fyrsta skipti sem ráðherra leggur til þá breytingu á tillögu verkefnisstjórnar að virkjunarkostur fari í nýtingarflokk. Innlent 7.7.2025 14:03 Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Margir keppendur sem tóku þátt í þríþraut við Laugarvatn á laugardag fengu í magann að keppninni lokinni. Innlent 7.7.2025 13:38 „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Háskólaráðherra segir ósk opinberra háskóla um hækkun skrásetningagjalda nemenda ekki koma á óvart. Hann segir íslenskt háskólakerfi vera fjármagnað undir meðaltali OECD og hafi verið lengi. Innlent 7.7.2025 13:01 « ‹ 20 21 22 23 24 25 26 27 28 … 334 ›
Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Varnarmálaráðherra Ísrael, Israel Katz, segist hafa fyrirskipað hernum að undirbúa flóttamannabúðir, eða „mannúðarborg“ eins og hann kallar það, á rústum Rafah-borgar á Gasa. Erlent 8.7.2025 07:48
Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu um hvort og þá hvaða ráðagerðir séu uppi til að vinna bug á þeim vanda sem Útlendingastofnun virðist eiga við að etja við afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt. Innlent 8.7.2025 07:26
Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Lögreglan leitar að 75 ára konu með heilabilun á Akureyri. Hún er talin hafa farið út úr húsi á miðbæjarsvæðinu um fjögurleytið í nótt. Innlent 8.7.2025 07:17
„Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Í dag leggja þau María Björk Guðnadóttir, Mikael Máni Elínarson, Kristín Guðrún Ólafsdóttir og Ragnheiður Bríet Luckas Eddudóttir af stað í langt ferðalag til Páskaeyju. Ferðina fara þau fyrir Kristian Helga, bróður Mikaels Mána, sem lést í apríl á þessu ári, og móður þeirra, Elínu Hrund Guðnadóttur, sem lést í fyrra. Kristian Helgi og Elín Hrund létust bæði úr séríslenska arfgenga sjúkdómnum, Arfgengri heilablæðingu. Innlent 8.7.2025 07:03
Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Greint var frá því í gær að Bandaríkjamenn hygðust leggja 25 prósent toll á allar vörur frá Japan og Suður-Kóreu, nánum bandamönnum, 30 prósent toll á vörur frá Suður-Afríku og 36 prósent toll á vörur frá Taílandi. Erlent 8.7.2025 06:57
Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Þingfundi var slitið klukkan ellefu mínútur yfir eitt í nótt, eftir langar og strangar umræður um veiðigjaldið. Innlent 8.7.2025 06:45
Einu verslun Þingeyringa lokað Einu verslun Þingeyringa verður lokað að öllu óbreyttu um mánaðamótin. Um ræðir sjoppuna Hammonu sem selur matvæli og ýmislegt nytsamlegt. Eiganda verslunarinnar bauðst starf í vegavinnu. Innlent 8.7.2025 06:44
Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan Dálítil væta verður í dag og bætir í úrkomu síðdegis en að mestu þurrt um landið austanvert fram á kvöld. Hiti er á bilinu tíu til tuttugu stig og hlýjast á Norðaustur- og Austurlandi. Veður 8.7.2025 06:28
„Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því í gær að Bandaríkjamenn myndu halda áfram að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum, þrátt fyrir að varnarmálaráðuneytið hefði tilkynnt fyrir helgi að hlé yrði gert á sendingunum. Erlent 8.7.2025 06:28
Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Aldrei hafa fleiri umsóknir borist um nám í lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn við Háskólann á Akureyri. Alls bárust 250 umsóknir. Inntökupróf stóðu yfir mestallan apríl mánuð. Innlent 8.7.2025 06:21
Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Skipstjóri var handtekinn í gærkvöldi þegar hann kom í höfn í Reykjavík. Innlent 8.7.2025 06:10
Yfir hundrað látnir í Texas Tala látinna í hamfaraflóðunum í Texas í Bandaríkjunum um liðna helgi hefur náð 104, þar af eru 28 börn. Á fimmta tug er enn saknað, þar á meðal stúlkna sem dvöldu í sumarbúðum í Kerr-sýslu í miðhluta ríkisins. Erlent 7.7.2025 23:57
Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Stofnandi sjálfseignarstofnunar sem fær ekki að starfsrækja bálstofu segir ákvörðun dómsmálaráðherra vera vonbrigði. Stefnt er á að ný líkbrennsla Kirkjugarðanna verði tekin í gagnið á næsta ári. Innlent 7.7.2025 23:51
Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Hebu Ýr Pálsdóttur Hillers, 33 ára, en síðast er vitað um ferðir hennar á miðborgarsvæðinu á laugardag. Innlent 7.7.2025 23:43
Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, hefur hleypt af stokkunum vefsíðunni Málþóf.is, þar sem finna má samantekt á tölfræði tengda yfirstandandi málþófi vegna veiðigjaldafrumvarpsins. Formaður Uppreisnar segir Íslandsmetið í málþófi innan seilingar. Innlent 7.7.2025 22:59
„Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veðrið lék við landsmenn um allt land í dag og á Egilsstöðum var engin undantekning á því, þar sem hefur verið rjómablíða í dag og síðustu daga. Gestir í Höfðavík böðuðu sig í sólinni meðan gestir í Vök böðuðu sig í laugunum. Veður 7.7.2025 22:13
„Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Formaður ADHD samtakanna segir geðheilbrigðisstofnanir hafa verið kerfisbundið undirfjármagnaðar. Fjölgun barna á biðlistum komi því ekki á óvart. Kostnaður við greiningu hjá einkaaðilum hleypur á hundruðum þúsunda. Innlent 7.7.2025 21:05
Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Færeyingar fögnuðu í gær enn einum jarðgöngunum, aðeins ellefu dögum eftir síðustu jarðgangavígslu. Nýjustu göngin eru jafnframt fyrstu innanbæjargöngin í Þórshöfn. Erlent 7.7.2025 20:40
Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Prófessor í félagsfræði segir skilti sem bannar boltaleik við grunnskóla eftir klukka tíu vera hluta að stærra vandamáli. Hægt og rólega kvarnist úr tækifærum barna til að koma saman og leika sér á uppbyggilegan máta. Innlent 7.7.2025 20:20
Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Formaður Blaðamannafélags Íslands segir sýknudóm í meiðyrðamáli Aðalsteins Kjartanssonar gegn Páli Vilhjálmssyni áfellisdóm yfir dómskerfinu og að dómurinn grafi undan fjölmiðlafrelsi. Brýnt sé að Hæstiréttur taki málið fyrir. Innlent 7.7.2025 19:46
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Íbúi í miðborginni segist ekki skilja hvers vegna þrír menn réðust á hann við Fógetatorg og stungu hann í rassinn. Hann heilsaði þeim á leið sinni heim eftir verslunarferð og þeir réðust á hann í kjölfarið. Hann á erfitt með svefn og lestur eftir árásina. Innlent 7.7.2025 18:21
Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann Formaður ADHD samtakanna segir geðheilbrigðisstofnanir hafa verið kerfisbundið undirfjármagnaðar. Fjölgun barna á biðlistum komi því ekki á óvart. Margir foreldrar gefist upp á biðinni en kostnaður við greiningu hjá einkastofu hleypur á hundruðum þúsunda. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. Innlent 7.7.2025 18:12
„Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Forsætisráðherra heitir því að atkvæðagreiðsla um veiðigjaldafrumvarpið fari fram fyrir þinglok og að málinu verði ekki frestað fram á haust. Hún segir minnihlutann ekki einungis hafa haldið uppi málþófi í veiðigjaldamálinu og raunar hafi hann málþæft í málum þar sem stjórnarflokkar og stjórnarandstaða eru sammála. Innlent 7.7.2025 18:02
Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Fimm einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem á að hafa átt sér stað um nótt í mars árið 2022 á bílastæði við verslun Hagkaupa í Garðabæ. Innlent 7.7.2025 16:24
Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Þrír milljarðar verða settir til viðbótar í viðhald vega á landsbyggðinni árið 2025. Alþingi samþykkti tillögu ríkisstjórnarinnar þess efnis þegar fjáraukalög voru afgreidd á laugardag. Innlent 7.7.2025 15:37
Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Roman Starovoit, sem Vladímír Pútín rak úr stöðu samgönguráðherra Rússlands í morgun, fannst látinn af völdum byssuskots í bifreið sinni í dag. Yfirvöld í Rússlandi segja hann hafa fallið fyrir eigin hendi. Erlent 7.7.2025 14:56
Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Dimitar Atanasov Koychev, karlmaður á fimmtugsaldri, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að stinga tvo menn síðastliðna nýársnótt. Innlent 7.7.2025 14:36
Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur lagt til að virkjunarkosturinn Garpsdalur í Reykhólahreppi verði settur í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. Með því breytir hann tillögu verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaáætlunar og þetta er í fyrsta skipti sem ráðherra leggur til þá breytingu á tillögu verkefnisstjórnar að virkjunarkostur fari í nýtingarflokk. Innlent 7.7.2025 14:03
Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Margir keppendur sem tóku þátt í þríþraut við Laugarvatn á laugardag fengu í magann að keppninni lokinni. Innlent 7.7.2025 13:38
„Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Háskólaráðherra segir ósk opinberra háskóla um hækkun skrásetningagjalda nemenda ekki koma á óvart. Hann segir íslenskt háskólakerfi vera fjármagnað undir meðaltali OECD og hafi verið lengi. Innlent 7.7.2025 13:01