Fréttir

Þingmenn stjórnar­and­stöðu sagðir barna­legir

Þingmenn stjórnarflokkanna saka stjórnarandstöðuna um ófagleg vinnubrögð á Alþingi til að tefja að mál komist í gegn. Þingmaður Viðreisnar telur endurskoða þurfi þann tíma sem þingmenn hafa í ræðustól.   Vælukór segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. 

Fréttir

Einar horfir til hægri

Borgarstjórnarflokkur Framsóknar myndi þurrkast út ef gengið yrði til kosninga í dag samkvæmt nýrri könnun Gallup. Oddviti flokksins segist ósáttur við niðurstöðuna og telur uppi skýrt ákall um nýjan meirihluta til hægri.

Innlent

Harmar á­kvörðun Guð­mundar

Nýr formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi harmar ákvörðunar Guðmundar Kristjánssonar að láta af formennsku. Hann segir klofning ekki vera til staðar innan SFS þrátt fyrir að Guðmundur í Brim hafi sagt á mánudag að áherslur hans sem formaður fengu engan stuðning hjá stjórn SFS.

Innlent

Geðhjálp ekki á fram­færi hins opin­bera

Sigfús Aðalsteinsson, talsmaður Ísland, þvert á flokka, hélt því fram í samtali við Vísi að Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, ætti síst að atyrða fólk vegna þess Geðhjálp sé rekin á kostnað ríkisins. Hlutur ríkisins í rekstri Geðhjálpar er hins vegar hverfandi.

Innlent

Tók sjúkrabíla þrjú korter að mæta á vett­vang banaslyss

Það tók viðbragðsaðila 44 mínútur að mæta á vettvang banaslyss sem varð við Skaftafell í janúar 2024, þegar tveimur bílum var ekið á hvor annan úr sitthvorri áttinni. Afar hált var á veginum sem varð til þess að annar bílstjórinn missti stjórn á ökutækinu, sem rann þá yfir á hinn vegarhelminginn.

Innlent

Tugir drepnir á meðan þau biðu eftir matarskammti

Rúmlega fimmtíu Palestínubúar voru drepnir og um 200 særðir á Gasa á meðan þau biðu þess að bílum á vegum Sameinuðu þjóðanna með hjálpargögn yrðu ekið inn á Khan Younis. Það er samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa og spítala á svæðinu.

Erlent

Rigning eða súld um landið allt

Í dag verður suðvestlæg eða breytileg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu, hvassast við suðurströndina. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að grunn smálægð komi til landsins skammt norður af Húnaflóa. Það verður dálítil rigning eða súld um landið vestanvert og síðdegisskúrir austantil. Hiti verður á bilinu sjö til 16 stig, hlýjast fyrir austan.

Veður

Leituðu Sig­ríðar í Elliða­ár­dal

Leitað var að Sigríði Jóhannsdóttur í Elliðaárdal í gær. Ekkert hefur sést til hennar síðan á föstudaginn 13. júní. Viðtæk leit hefur farið fram víða um höfuðborgarsvæðið og hefur lögregla beðið fólk á Kársnesi í Kópavogi, og í næsta nágrenni, að kíkja á myndbandupptökur.

Innlent

Loka banda­ríska sendi­ráðinu í Ísrael

Bandaríska sendiráðinu í Ísrael í Jerúsalem verður lokað frá og með miðvikudeginum að minnsta kosti fram að föstudegi. Bandarísk yfirvöld hafa sagt starfsfólki og fjölskyldum þeirr að leita skjóls.

Erlent

Fær­eyingar vilja full­veldi

Færeyjar skulu verða sjálfstætt land í sambandi við Danmörku og krefjist það afnáms dönsku stjórnarskrárinnar á eyjunum verður slíkt hið sama gert. Þetta kom fram í máli Aksel Jóhannessen, lögmanns Færeyja, eftir ríkisfund danska samveldisins sem fram fór í Þórshöfn í dag.

Erlent

Stakk sér til sunds með sjö há­hyrningum

Óþekktur maður lék sér á sjóbretti með háhyrningahjörð úti á sjó hjá Hellnum á Snæfellsnesi í kvöld. Einu sinni sást til hans syndandi í sjónum, en vitni sáu ekki hvort hann hafði dottið af brettinu eða stungið sér vitandi vits til sunds.

Innlent

Ný og glæsi­leg heilsu­gæslu­stöð í Suðurnesjabæ

Íbúar Suðurnesjabæjar ráða sér ekki yfir kæti þessa dagana því það var verið að opna nýja og glæsilega heilsugæslustöð í Sandgerði en þar munu heilbrigðisstarfsmenn frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sinna skjólstæðingum nýju stöðvarinnar.

Innlent

Segir stefna í menningar­slys á Birkimel

Stjórnendur fjögurra stofnana gagnrýna áform Reykjavíkur og lýsa blokk sem stendur til að byggja í Vesturbæ sem aðskotahlut. Arkitekt á svæðinu segir að um menningarslys sé að ræða.

Innlent

Fimmtán sæmdir fálka­orðunni

Halla Tómasdóttir forseti sæmdi í dag fimmtán manns heiðursmerki hinnar íslensku fálkorðu. Þeirra á meðal eru Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona og Þorlákur Hilmar Morthens, betur þekktur sem myndlistamaðurinn Tolli.

Innlent

Veðrið setti strik í reikninginn en Lóa öðlast fram­halds­líf

Tónlistarhátíðinni Lóu sem átti að fara fram um helgina í Laugardal hefur verið aflýst. Einn af skipuleggjendum Lóu segir slæmt veður í byrjun júní og ófyrirséðan kostnað hafa sett strik í reikninginn en hátíðin öðlast þó framhaldslíf í formi minni viðburða á næsta ári.

Innlent

Hefur leit að nýjum sak­sóknara

Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að búið sé að ljúka máli fráfarandi vararíkissaksóknara sem mun láta af embætti. Hún hafi erft málið frá fyrirennara sínum í embætti. Nýr vararíkissaksóknari verður skipaður.

Innlent