Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hæsti­réttur veitir TikTok banninu blessun sína

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja.

Erlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin fundar um vopna­hlé

Öryggisráð Ísrael hefur lagt til að ríkisstjórn og þing ríkisins samþykki vopnahléstillögu í átökum Ísraela við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Ríkisstjórnin tekur tillöguna næst fyrir og er vonast til þess að vopnahléið taki gildi á sunndag og yrði fyrstu gíslum Hamas sleppt þá.

Erlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi for­sætis­ráðherra Finna fer fram á nálgunarbann

Sanna Marin, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands, hefur farið fram á nálgunarbann gegn manni á fertugsaldri. Málið verður tekið fyrir í héraðsdómi í Helsinki í Finnlandi á morgun. Fram kemur í frétt finnska miðilsins Helsingin Sanomat að þegar séu í gildi í það minnsta tvö nálgunarbönn á manninn vegna ógnandi og óviðeigandi hegðunar hans.

Erlent
Fréttamynd

Her Súdan í sókn gegn RSF og her­menn sakaðir um ó­dæði

Yfirmaður hers Súdan hefur sett á laggirnar rannsókn vegna ásakana um að hermenn hafi framið umfangsmikil ódæði í Wad Madani, höfuðborg Gezira-héraðs, eftir að hún féll í hendur hersins á dögunum. Þar áður hafði borgin lengi verið í höndum sveita Rapid Support Forces eða RSF.

Erlent
Fréttamynd

Hótar hörðum við­brögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi

Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í gær að ríkisstjórn hans myndi grípa til harðra aðgerða ef í ljós kæmi að ástralskur sjálfboðaliði sem barðist með Úkraínumönnum hafi verið tekinn af lífi í haldi Rússa. Oscar Jenkins var handsamaður í Úkraínu í desember.

Erlent
Fréttamynd

Rak for­mann mikil­vægrar nefndar að beiðni Trumps

Mike Johnson, þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkþings og leiðtogi Repúblikanaflokksins þar, vísaði í gær þingmanninum Michael R. Turner úr embætti formanns leyniþjónustumálanefndar þingsins. Það mun Johnson hafa gert að beiðni Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Ný eld­flaug Bezos náði á spor­braut í fyrstu til­raun

Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursins Jeffs Bezos, sendi í morgun geimfar á braut um jörðu í fyrsta sinn, nærri því aldarfjórðungi eftir að fyrirtækið var stofnað. Það var gert með eldflauginni New Glenn eftir að fyrsta geimskoti hennar hafði ítrekað verið frestað.

Erlent
Fréttamynd

Deila um á­kvæði um fangaskipti

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað leiðtoga Hamas-samtakanna um að skorast undan ákvæði um fangaskipti í vopnahléssamkomulagi sem samþykkt var í gær. Hann segist ekki ætla að boða til fundar öryggisráðs Ísrael þar sem greiða á atkvæði um samkomulagið fyrr en málið hafi verið leyst.

Erlent
Fréttamynd

Ráð­leggja blóð­töku fyrir í­búa Jersey

Íbúum eyjarinnar Jersey hefur verið ráðlagt að gangast undir blóðtöku til að draga úr magni svokallaðra „eilífðarefna“ í blóðrásinni. Rannsóknir hafa sýnt að í sumum íbúum er magnið af efnunum í hættulega mikið.

Erlent
Fréttamynd

Sakar Rússa um skipu­lagningu hryðju­verka

Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði í dag Rússa um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir gegn flugvélögum víðsvegar um heiminn. Rússar hafa verið sakaðir um að senda eldsprengjur með flugvélum.

Erlent
Fréttamynd

Óttast á­hrif orð­ræðu Trumps á fjár­festa

Námumálaráðherra Grænlands segir að orðræða Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um kaup eða yfirtöku á Grænlandi gæti haft hræðileg áhrif á fjárfestingar á Grænlandi. Naaja Nathanielsen segir Trump geta skaðað ímynd Grænlands sem stöðugt og auðlindaríkt lýðræðisríki.

Erlent
Fréttamynd

Gerðu um­fangs­mikla á­rás á vestur­hluta Úkraínu

Rússar gerðu umfangsmikla dróna og eldflaugaárás á Úkraínu í nótt. Árásin beindist að mestu leyti að orkuinnviðum í vestanverðu landinu en Úkraínumenn segja að Rússar hafi notast við 43 eldflaugar af mismunandi gerðum og 74 Shahed sjálfsprengidróna við árásina.

Erlent