Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fyrir­gefur fjöl­skyldunni og leitar sátta

Harry Bretaprins segir að honum þætti verulega vænt um að ná sáttum við bresku konungsfjölskylduna eftir allt sem gengið hefur á. Í tilfinningaþrungnu viðtali við breska ríkisútvarpið sagðist hann niðurbrotinn eftir að hafa tapað máli fyrir Hæstarétti í Lundúnum vegna reglna um öryggisgæslu fyrir fjölskyldu hans í Bretlandi. 

Erlent
Fréttamynd

Börnum haldið inni­lokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár

Hjón hafa verið handtekin í Oviedo á Spáni fyrir að hafa haldið þremur börnum sínum læstum á heimili þeirra frá árinu 2021. Lögregla segir aðstæður á heimilinu heilsuspillandi og að börnunum hafi verið haldið frá skóla og látin sofa í rimlarúmum. Fjölmiðlar á Spáni hafa gefið húsinu nafnbótina „hryllingshúsið.“

Erlent
Fréttamynd

Yfir­gefa Sví­þjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar

Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar frá Gautaborg í Svíþjóð til Los Angeles í Kaliforníu. Fyrirtækið segir að með þessu sé ætlunin að efla þróun ES 30-rafmagnsflugvélarinnar og styðja betur við fyrirhugað tilraunaflug.

Erlent
Fréttamynd

Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist geta komið Abrego Garcia, manni sem var ranglega sendur í fangelsi í El Salvador, aftur til Bandaríkjanna. Hann segist þó ekki ætla að gera það. Áður höfðu Trump og talsmenn hans haldið því fram að hann gæti ómögulega frelsað manninn, eftir að dómstólar og þar á meðal Hæstiréttur hefur skipað ríkisstjórninni að frelsa hann og flytja til Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst

Leyniþjónusta Suður-Kóreu áætlar að um sex hundruð hermenn frá Norður-Kóreu hafi fallið í átökum við Úkraínumenn. Rúmlega fjögur þúsund eru sagðir hafa særst en heilt yfir er talið að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi sent um fimmtán þúsund dáta til Rússlands.

Erlent
Fréttamynd

Ungi morðinginn flúði ný­verið af vist­heimili

Drengurinn sem handtekinn var vegna gruns um að hann hafi myrt þrjá í Uppsölum í Svíþjóð í gær er sextán ára gamall. Allir þrír eru taldir hafa verið skotmörk drengsins en lögreglan skoðar nú hvort fleiri komi að málinu.

Erlent
Fréttamynd

Segir sveppa­eitrunina hafa verið „hörmu­legt ó­happ“

Verjendur ástralskrar konu sem er sökuð um að hafa drepið tengdafjölskyldu sína með eitruðum sveppum segja að hún muni halda því fram að það hafi verið „hörmulegt óhapp“. Réttarhöld yfir konunni hófust í dag en hún er ákærð fyrir þrjú morð og tilraun til manndráps.

Erlent
Fréttamynd

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar í­treka um­fangs­miklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi

Friðarviðleitni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og erindreka hans virðist ekki ætla að bera árangur. Trump virðist þreyttur á að reyna að stilla til friðar og hefur hann sakað Úkraínumenn og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, um að standa í vegi friðar með því að vilja ekki verða við umfangsmiklum kröfum Rússa og þá sérstaklega fyrir það að vilja ekki viðurkenna tilkall Rússa til Krímskaga.

Erlent
Fréttamynd

Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu

Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnaði því í gærkvöldi að hann hefur nú verið hundrað daga við völd í Hvíta húsinu. Trump kom fram á fjöldasamkomu í Michigan-ríki þar sem hann og stuðningsmenn hans fóru yfir þau mál sem hann hefur komið í verk á síðustu mánuðum.

Erlent
Fréttamynd

Á­rásar­mannsins enn leitað

Lögreglan í Uppsölum í Svíþjóð leitar enn árásarmanns sem er grunaður um skotárás við hárgreiðslustofu í miðbæ borgarinnar í dag. Að minnsta kosti þrír létu lífið.

Erlent