Veður

Áfram hlýjast á Vesturlandi
Útlit er fyrir norðaustlægri átt og víða golu og rigningu með köflum. Úrkomuminna verður á Suður- og Vesturlandi. Áfram verður hlýjast á Vesturlandi.

Hlýjast á Vesturlandi
Skammt suður af landinu er lægð sem er á leið til austurs. Austan og norðaustan stinningskaldi verður í dag auk úrkomu á köflum. Smáskúrir verða á suðvestur- og vesturhluta landsins.

Gular viðvaranir í kortunum
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir á Suður- og Suðausturlandi í dag.

Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil
Útlit er fyrir fremur hæga breytilega átt í dag þar sem verður skýjað með köflum, lítilsháttar skúrir á víð og dreif og milt veður. Það verður heldur léttara yfir á suðaustanverðu landinu þar sem hiti getur náð að 17 stigum í dag þegar best lætur.

Bætir í úrkomu í kvöld
Smálægð nálgast nú landið úr suðvestri og má reikna með fremur hægri suðlægri átt í dag og víða skýjuðu veðri með stöku skúrum, einkum síðdegis.

Rigning eða súld um landið allt
Í dag verður suðvestlæg eða breytileg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu, hvassast við suðurströndina. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að grunn smálægð komi til landsins skammt norður af Húnaflóa. Það verður dálítil rigning eða súld um landið vestanvert og síðdegisskúrir austantil. Hiti verður á bilinu sjö til 16 stig, hlýjast fyrir austan.

Lægðardrag yfir landinu
Fremur grunnt lægðardrag er yfir landinu í dag, þjóðhátíðardaginn. Áttin er vestlæg eða breytileg og víða hægur vindur, skýjað og dálítil væta í flestum landshlutum. Milt er í veðri.

Hiti að sextán stigum
Veðurstofan gerir ráð fyrir breytilegri átt í dag, yfirleitt þremur til átta metrum á sekúndu. Reikna má með dálítilli væru norðvestantil og sömuleiðis á Suðausturlandi. Það verður skýjað að mestu og þurrt annars staðar, en sums staðar síðdegisskúrur í innsveitum norðaustanlands og á hálendinu.

Allt að átján stiga hiti fyrir vestan
Veðurfræðingur spáir breytilegri átt í dag, 3-8 m/s, og hita 6 til 18 stigum. Hlýjast verður á Vesturlandi og Vestfjörðum.

Allt að tuttugu stiga hiti
Víða er sól í kortunum í dag og veðurfræðingar spá hita á bilinu tíu til tuttugu stig. Hlýjast verður á Suður- og Vesturlandi.

Að átján stigum suðvestanlands
Hæð á Grænlandshafi stjórnar veðrinu á landinu í dag og áttin því norðaustlæg eða breytileg, víða gola eða kaldi og bjartviðri. Einhver lágský verða þó viðloðandi fram eftir morgni á Norður- og Austurlandi.

Fjögurra daga bongóblíða í vændum
Sigurður Þ. Ragnarsson, eða Siggi Stormur veðurfræðingur, segir fjögurra daga bongóblíðu í vændum á stærstum hluta landsins. Hann spáir þó blautum þjóðhátíðardegi en segir ekkert fast í hendi.

Væta víðast hvar og hiti að sautján stigum
Dálítil lægð gengur nú norður yfir landið og fylgir henni væta með köflum í flestum landshlutum. Hiti á landinu verður átta til sautján stig og hlýjast á Austurlandi.

Rigning og hvassviðri með suðurströndinni
Von er á rigningu sunnantil á landinu í dag en skil lægðar sem er alllangt suður í hafi nálgast nú landið. Þurrt verður á norðanverðu landinu fram á kvöld.

Bjart með köflum en blæs úr austri í kvöld
Veðurstofan gerir ráð fyrir austlæga eða breytilega átt í dag, átta þrjá til átta metra á sekúndu. Það verður bjart með köflum, en líkur á skúrum síðdegis, einkum inn til landsins.

Bjart og milt peysuveður
Bjart verður með köflum sunnan- og vestantil en búast má við lítilsháttar rigningu norðaustan- og austanlands. Lægð við Nýfundnaland heldur til norðausturs í átt að landinu og mun valda austlægari átt á morgun.

Glittir í endurkomu sumarsins
Það glittir í endann á því hreti sem hrellt hefur landann undanfarna daga. Eftir hlýjasta maí í manna minnum kyngdi niður snjó og trampólín tókust á loft um leið og júní bar að garði. Nú sér loks í ljósið að sögn veðurfræðings.

Að mestu léttskýjað fyrir sunnan og vestan
Veðurstofan spáir fremur hægri norðlægri átt í dag, en norðvestan strekkingi eða allhvössum vindi á norðausturhorninu.

Áframhaldandi norðan strekkingur
Veðurstofan gerir ráð fyrir áframhaldandi norðan strekkingi eða allhvössum vindi en hvassviðri á sunnanverðum Austfjörðum.

Óveðrinu slotar en áfram hætta á skriðuföllum
Óveðrinu sem gengur yfir landið er farið að slota og það versta er yfirstaðið. Enn eru viðvaranir í gildi og nýjar taka gildi seinna í kvöld og vara fram yfir morgundaginn. Veðurfræðingur segir að þó sé svalt og blautt veður áfram í kortunum.

Grjóthrun á Siglufjarðarvegi og skriðufall í Neskaupstað
Veðurstofan hefur gefið út viðvörun vegna skriðuhættu og vatnavaxta á norðan- og austanverðu landinu. Grjóthrun varð á Siglufjarðarvegi í kvöld og lítil skriða féll í Neskaupstað. Enn er gul viðvörun í gangi á stórum hluta landsins.

Það versta yfirstaðið en veður áfram leiðinlegt á morgun
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fór yfir veðrið í dag og næstu daga í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir það fyrst og fremst hafa vakið athygli sína hversu víðtækt veðrið var og að það hafi náð til landsins alls. Hann segir það versta yfirstaðið.

Vaktin: Ekta sumarhret leikur landann grátt
Veðurviðvaranir eru í gildi um allt land vegna norðan óveðurs. Björgunarsveitir standa í ströngu við að bjarga fé frá því að sökkva í fönn, Veðurstofan varar við skriðuhættu þvert yfir norðurströnd landsins og þetta allt í júní eftir hlýjasta og veðursælasta maí í manna minnum.

Skriðuhætta geti skapast á ólíklegum stöðum
Skriðuhætta er á öllu norðanverðu landinu frá Ströndum að norðanverðum Austfjörðum. Mikil rigning er á landinu norðanverðu samfara leysingum og því má búast við vatnavöxtum. Mesta úrkoman mun falla á Tröllaskaga og Flateyjarskaga.

Lýsa yfir óvissustigi vegna veðurs
Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi og Suðurlandi, hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna frá og með klukkan 18 í kvöld, vegna norðanáhlaups sem spáð er næsta sólarhringinn.

Höfuðborgarsvæðið bætist í hópinn
Veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir alla landshluta. Fyrstu gulu viðvaranirnar tóku gildi fyrr í dag, á Norðurlandi og Austurlandi að Glettingi, og hinar munu jafnt og þétt taka gildi á næstu klukkutímum.

Lægð nálgast sem dýpkar ört
Lægð er nú sunnan við landið sem dýpkar ört og fer til austurs. Spár gera ráð fyrir að lægðarmiðjan verði nærri Færeyjum fyrir hádegi á morgun og þrýstingur í miðjunni þá 966 millibör sem er óvenjulega lág tala á þessum árstíma.

Rigning í dag og svo von á júníhreti
Í dag færist regnsvæði yfir landið úr vestri og búast má við rigningu af og til í flestum landshlutum. Hvergi er þó búist við mikilli úrkomu. Vindur verður áfram fremur hægur og áttin vestlæg eða breytileg. Hiti verður á bilinu sex til 13 stig. Síðar í vikunni stefnir í júníhret og er búið að gefa út gular viðvaranir vegna þess.

Breytileg átt og skúrir á víð og dreif
Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri breytilegri átt í dag og skúrum á víð og dreif, einkum seinnipartinn. Veðrið hefur því lítið breyst frá því sem var í gær og fyrradag.

Skin og skúrir í dag
Í dag, uppstigningardag, er spáð svipuðu veðri og var í gær. Fremur hægri breytilegri átt með skúrum nokkuð víða, sérstaklega síðdegis en þá geta orðið nokkuð öflugar dembur sums staðar inn til landsins.