Bíó og sjónvarp

Fréttamynd

Ná­grannar kveðja endan­lega í dag

Síðasti þáttur sápuóperunnar Nágranna verður sýndur í dag í Ástralíu og á Bretlandseyjum. Þátturinn er með þeim langlífari í sögunni og hefur verið sýndur síðan 1985. Amazon kom til bjargar þegar þátturinn var tekinn af dagskrá 2022 en nú er komið að endanlegri kveðjustund.

Bíó og sjónvarp

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Helga Margrét tekur við af Króla

Helga Margrét Höskuldsdóttir er nýr spyrill í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, sem hefst á Rúv í janúar. Helga Margrét tekur við keflinu af Kristni Óla Haraldssyni, Króla, sem hefur verið spyrill undanfarin tvö ár.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Æstur að­dáandi óð í Grande

Ástralskur aðdáandi óð upp að söng- og leikkonunni Ariönu Grande og tók utan um hana í Singapore í gær. Cynthia Erivo, mótleikkona Grande, kom henni til varnar og ýtti manninum frá áður en hann var fjarlægður af vettvangi. Maðurinn gerir markvisst út á það að ryðjast upp á svið til tónlistarmanna eða inn á íþróttaviðburði.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hafnar á­sökunum um dónamyndir og segir þver­öfugt farið

Leikarinn Jeremy Renner hefur hótað kvik­mynda­gerðar­konunni Yi Zhou með lögsókn. Ástæðan er ásakanir Zhou um að Renner hafi sent henni óumbeðnar dónamyndir og hótað því að siga landamæraeftirlitinu á hana. Renner segir þveröfugt farið, hún hafi herjað á hann og sent honum urmul óviðeigandi skilaboða.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ís­lenskur Taskmaster kemur í vor

Íslensk útgáfa af hinum geysivinsælu bresku sjónvarpsþáttum Taskmaster verður frumsýnd næsta vor. Sagafilm framleiðir þættina fyrir Sýn og verður Ari Eldjárn þrautakóngur með Jóhann Alfreð Kristinsson sér til aðstoðar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Vaktin: Sjón­varps­menn verð­launa hver annan á ný

Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn í kvöld í Gamla bíói. Verðlaun fyrir sjónvarpsþáttagerð hafa ekki verið veitt frá árinu 2022 og því verða veitt verðlaun fyrir síðustu tvö sjónvarpsár að þessu sinni. Fréttamaður á staðnum segir fréttir frá framvindu kvöldsins í rauntíma.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Barnastjarna bráðkvödd

Fyrrverandi barnastjarnan Floyd Roger Myers Jr. er látinn, 42 ára að aldri. Myers er þekktastur fyrir að hafa leikið yngri útgáfuna af Will Smith í þáttunum um prinsinn ferska frá Bel-Air.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma

Næsta mynd um James Bond er byrjuð í framleiðslu og Jeff Bezos, forstjóri Amazon sem er rétthafinn að spæjaranum, er sagður vilja leikkonuna Sydney Sweeney sem næstu Bond-stúlku. Sweeney vafðist tunga um tönn þegar hún var spurð út í orðróminn og sagðist mundu skemmta sér betur sem Bond sjálfur.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Til­nefningar fyrir árið 2024 birtar

Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn þann 30. október í Gamla bíói. Veitt verða verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem var frumsýnt á árunum 2023 og 2024. Síminn, Sýn og Rúv standa að verðlaununum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Inbetweeners snúa aftur

Höfundar költseríunnar The Inbetweeners hafa staðfest að breski unglingahópurinn muni snúa aftur. Fjórmenningarnir slógu fyrst í gegn í þremur seríum á Channel 4 og fylgdu tvær kvikmyndir í kjölfarið.

Bíó og sjónvarp