Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna voru tilkynntar í beinu streymi fyrir skömmu. Hryllingsmyndin Sinners sló þar met yfir flestar tilnefningar, sextán talsins, en þar á eftir kom spennumyndin One Battle After Another með 12 tilnefningar. Bíó og sjónvarp 22.1.2026 13:27
Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Næsta kvikmynd Baltasars Kormáks er spennutryllirinn The Big Fix frá Netflix um skrifstofumann hjá FIFA sem afhjúpar stórt veðmálasvindl tengt kínversku mafíunni og endar í eltingaleik við metnaðarfullan svindlara. Mark Wahlberg og Riz Ahmed fara með aðalhlutverkin. Bíó og sjónvarp 22.1.2026 11:22
Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Leikna ævintýramyndin Mjallhvítar og hamfaramyndin War of the Worlds hlutu flestar tilnefningar til Razzie-verðlaunanna fyrir síðasta ár. Fjöldi Óskarsverðlaunahafa eru tilnefndir, þar á meðal Natalie Portman, Jared Leto og Robert DeNiro. Bíó og sjónvarp 21.1.2026 16:15
Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Bandaríski stórleikarinn Leonardo DiCaprio hefur miklar áhyggjur af framtíð kvikmyndahúsa. Hann segir breytingar í kvikmyndaiðnaðinum nú gerast á ógnarhraða og óttast að kvikmyndahús endi á svipuðum stað og djassklúbbar hvað varðar aðsókn. Bíó og sjónvarp 5.1.2026 14:31
Játaði ást sína á Jenner Hollywood-stjarnan Timothee Chalamet var valinn besti leikarinn á verðlaunahátíð bandarískra gagnrýnenda fyrir leik sinn í kvikmyndinni Marty Supreme og nýtti tækifærið til að játa ást sína á kærustu sinni, Kylie Jenner. Bíó og sjónvarp 5.1.2026 11:59
Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Kanadíska leikkonan Evangeline Lilly, sem er þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Lost og Marvel-myndunum um ofurhetjuna Ant-Man, varð fyrir heilaskaða þegar það leið yfir hana og hún lenti með höfuðið á steini í Havaí í fyrra. Bíó og sjónvarp 2.1.2026 16:32
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Lokaþáttur Stranger Things datt inn á Netflix eftir miðnætti á gamlársdag og vakti það athygli áhorfenda að lokaatriðið er tekið upp á Íslandi. Þar má sjá persónuna Eleven, leikna af Millie Bobby Brown, standa fyrir framan Háafoss og Granna í Þjórsárdal. Bíó og sjónvarp 2.1.2026 11:25
Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Fyrsta myndefnið úr Ódysseifskviðu, næsta stórvirki leikstjórans Christopher Nolan er mætt á netið í fyrstu stiklu myndarinnar. Myndin var að hluta tekin upp hér á landi síðasta sumar þegar fréttir bárust ótt og títt af stórstjörnum í miðbæ Reykjavíkur. Horfa má á stikluna neðst í fréttinni. Bíó og sjónvarp 22.12.2025 15:29
Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram James Ransone, bandarískur leikari sem er hvað helst þekktur fyrir hlutverk sitt í „The Wire“, einum bestu sjónvarpsþáttum allra tíma, lést á föstudag, aðeins 46 ára gamall. Réttarlæknir í Los Angeles segir að Ransone hafi svipt sig lífi. Bíó og sjónvarp 22.12.2025 10:18
Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Árið 2025 virðist hafa farið hægt af stað, með tilliti til kvikmynda. Þó nokkrar kvikmyndir sem þykja hinar fínustu litu dagsins ljós á árinu en margar þeirra verða að teljast í smærri kantinum. Þegar kemur að tekjum í kvikmyndahúsum tróna barna- og framhaldsmyndir enn á toppnum. Bíó og sjónvarp 21.12.2025 08:01
Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Framleiðsla er hafin á kvikmyndinni Napóleonsskjölin 2 – Tár úlfsins sem er beint framhald af Napóleonsskjölunum, sem byggði á samnefndri metsölubók Arnaldar Indriðasonar og naut vinsælda hérlendis og erlendis. Bíó og sjónvarp 18.12.2025 10:07
Enginn Óskar til Íslands 2026 Engin Óskarsverðlaun munu fara til Íslands á næsta ári en framlag Íslands - Ástin sem eftir er í leikstjórn Hlyns Pálmasonar er ekki meðal þeirra mynda sem eftir eru á stuttlista fimmtán mynda sem koma til greina til að hljóta verðlaun í flokki erlendra mynda. Bíó og sjónvarp 16.12.2025 21:23
Bestu myndir Robs Reiner Kvikmyndaleikstjórinn Rob Reiner er allur en hann skilur þó eftir sig feykiöflugt höfundarverk og urmul góðra mynda. Reiner var ástríkur og hlýr húmoristi sem skilaði sér í myndum hans sem blönduðu áreynslulaust saman húmor við drama. Vísir hefur tekið saman bestu myndir leikstjórans hér að neðan. Bíó og sjónvarp 16.12.2025 13:51
Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bandaríski leikarinn og grínistinn Dick van Dyke fagnar hundrað ára afmæli í dag. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sín í söngleikjunum Mary Poppins og Chitty Chitty Bang Bang auk grínþáttanna The Dick van Dyke Show. Bíó og sjónvarp 13.12.2025 11:44
Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bandaríski leikarinn Peter Greene, sem var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem illi öryggisvörðurinn Zed í kvikmyndinni Pulp Fiction, er látinn. Greene varð sextugur í október. Bíó og sjónvarp 13.12.2025 09:43
Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Heimildarmyndin Ferlið hans Bubba verður frumsýnd 26. mars næstkomandi. Myndin fylgir tónlistarmanninum Bubba Morthens eftir yfir heilt ár þar sem hann lifir sínu lífi, semur tónlist, spilar á tónleikum og vinnur að nýrri plötu. Bíó og sjónvarp 12.12.2025 10:11
Nágrannar kveðja endanlega í dag Síðasti þáttur sápuóperunnar Nágranna verður sýndur í dag í Ástralíu og á Bretlandseyjum. Þátturinn er með þeim langlífari í sögunni og hefur verið sýndur síðan 1985. Amazon kom til bjargar þegar þátturinn var tekinn af dagskrá 2022 en nú er komið að endanlegri kveðjustund. Bíó og sjónvarp 11.12.2025 12:07
Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Jennifer Lawrence og Josh Hutcherson, sem urðu að Hollywood-stjörnum með Hungurleikafjórleiknum frá 2012 til 2015, munu snúa aftur í seríuna í nýrri mynd sem fjallar um Haymitch Abernathy, læriföður Katniss Everdeen. Bíó og sjónvarp 11.12.2025 09:37
Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Russell Crowe, sem lék skylmingaþrælinn Maximus Decimus Meridius í Gladiator fyrir kvartöld síðan, segir fólkið sem stóð að framhaldinu ekki hafa skilið hvað gerði upphaflegu myndina góða. Það hafi ekki verið pompið, praktið eða hasarinn heldur siðferðislegur kjarni söguhetjunnar. Bíó og sjónvarp 10.12.2025 16:13
„Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Eftir að hafa vakið athygli í Hjartasteini fyrir níu árum síðan dofnaði áhugi Diljár Valsdóttur á leiklist og hætti hún svo að leika. Þegar hún sá tónlistarmyndband sem fyrrverandi mótleikari hennar, Theodór Pálsson, gerði með leikstjóranum Tómasi Nóa Emilssyni heillaðist hún af drifkraftinum og metnaðinum. Hún bað um að fá að vera með næst og úr urðu fallegir endurfundir krakkanna úr Hjartasteini. Bíó og sjónvarp 4.12.2025 11:47
Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Leikstjórinn Hannes Þór Halldórsson, handritshöfundurinn Björg Magnúsdóttir og glæpasagnahöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir vinna nú saman að nýrri spennuþáttaseríu sem gerist á Grænlandi. Bíó og sjónvarp 3.12.2025 13:13
Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Staða kvikmyndagerðar á Íslandi var harðlega gagnrýnd á nýafstöðu Kvikmyndaþingi. Formaður Sambands íslenskra kvikmynfaframleiðenda sagði „frost í greininni“ og kallaði hann eftir skýrara regluverki á endurgreiðslum og aukinni fjárfestingu. Bíó og sjónvarp 28.11.2025 14:36
Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Kvikmyndafyrirtækið Paramount Pictures hefur samþykkt að dreifa Rush Hour 4 eftir meintan þrýsting frá Donald Trump Bandaríkjaforseta. Leikstjórinn Brett Ratner snýr aftur en honum var slaufað 2017 í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni en hann er nýbúinn að leikstýra heimildarmynd um forsetafrúnna, Melaniu Trump. Bíó og sjónvarp 27.11.2025 11:05
Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Dægurmálatímaritið Variety hefur valið hundrað bestu gamanmyndir sögunnar. Listinn þykir umdeildur vegna þess hve vítt gamanmyndin er skilgreind og sökum þess hve margar góðar grínmyndir vantar á listann. Bíó og sjónvarp 25.11.2025 17:16