Erlent Felldu háttsettan byltingarvörð í loftárás í Damaskus Ísraelar gerðu í morgun loftárás á Damaskus, höfuðborg Sýrlands, og eru þeir sagðir hafa fellt minnst einn háttsettan meðlim byltingarvarða íranska hersins. Ísraelar gera reglulega árásir í Sýrlandi, sem beinast iðulega gegn Írönum þar, en árásir að degi til eru sjaldgæfar. Erlent 20.1.2024 10:03 Rússneskir hakkarar náðu tölvupóstum leiðtoga Microsoft Rússneskir hakkarar, sem taldir eru á vegum rússnesku leyniþjónustunnar ZVR, eru sagðir hafa brotið sér leið inn í tölvukerfi Microsoft þar sem þeir komu höndum yfir tölvupósta frá fólki í leiðtogateymi fyrirtækisins auk starfsmanna netöryggis- og lögmannadeilda þess. Tölvuþrjótarnir eru þeir sömu og komu að SolarWinds árásinni, sem lýst hefur verið sem þeirri verstu í sögu Bandaríkjanna. Erlent 20.1.2024 09:05 Stærstu heræfingar NATO í áratugi Hermenn Atlantshafsbandalagsins og Svíþjóðar munu á næstu mánuðum halda umfangsmestu heræfingar bandalagsins í áratugi. Æfingarnar hefjast í næstu viku og munu standa yfir þar til í maí og í heildina munu um níutíu þúsund hermenn koma að þeim. Erlent 20.1.2024 07:55 Alec Baldwin aftur ákærður fyrir manndráp af gáleysi Leikarinn Alec Baldwin hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi í annað sinn vegna voðaskots sem reið af á tökustað kvikmyndarinnar Rust. Erlent 19.1.2024 20:14 Ein starfhæf fæðingardeild á Gasa Sameinuðu þjóðirnar ítreka ákall um vopnahlé á Gaza. Einungis ein fæðingardeild er starfhæf á svæðinu og starfsfólk segir ástandið grafalvarlegt. Erlent 19.1.2024 19:15 Gífurlegt magn af ís undir yfirborði Mars Mögulegt er að finna megi gífurlegt magn af ís undir yfirborðinu á Mars. Talið er að ef ísinn yrði bræddur gæti hann þakið reikistjörnuna með 1,5 til 2,7 metra djúpu hafi. Erlent 19.1.2024 14:22 Nýfætt barn fannst í innkaupapoka í London Nýfætt stúlkubarn fannst pakkað inn í handklæði í innkaupapoka í austurhluta Lundúna. Barninu heilsast vel á sjúkrahúsi þökk sé hundaeiganda sem fann það og hélt á því hita. Leit að móðurinni stendur yfir. Erlent 19.1.2024 14:20 Prófuðu neðansjávardróna sem getur borið kjarnorkuvopn Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með neðansjávardróna sem borið getur kjarnorkuvopn. Tilraunin er sögð hafa verið gerð í mótmælum við sameiginlegum heræfingum Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu sem fara fram í þessari viku. Erlent 19.1.2024 12:37 Segist tuttugu árum yngri, vitsmunalega séð Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, stærði sig af því á kosningafundi í New Hampshire á miðvikudagskvöld að hafa þekkt hval frá öðrum dýrum, eins og gíraffa og tígrisdýri, þegar hann var forseti. Hann sagðist líða eins og hann væri 35 ára gamall, en ekki 77 ára. Erlent 19.1.2024 09:59 Engan bilbug á Hútum að finna þrátt fyrir árásir Bandaríkjanna Bandaríski herinn hélt árásum sínum á Húta í Jemen áfram í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir árásirnar, sem nú eru orðnar fimm á einni viku, ekki hafa borið tilætlaðan árangur. Erlent 19.1.2024 08:03 Mótmælir stofnun Palestínuríkis að loknum átökum Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael segist hafa mótmælt því við Bandaríkin að Palestínuríki verði stofnað þegar átökunum á Gasaströndinni lýkur. Um 25 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir á Gasa frá því í október. Erlent 19.1.2024 06:27 Fordæmir svikara eftir fjölmenn mótmæli í Rússlandi Ríkisstjóri Bashkortostan, eins fjölbreyttasta lýðveldis rússneska sambandsríkisins, hefur fordæmt skipuleggjendur mótmæla gegn fjögurra ára fangelsisdómi aðgerðasinna sem öfgamenn og svikara. Hann hefur sakað fólkið um að reyna að skipta upp Rússlandi. Erlent 18.1.2024 13:02 Kortlögðu Covid-19 tveimur vikum áður en erfðamengið var opinberað Kínverskir vísindamenn reyndu að birta kortlagt erfðamengi Nýju kórónuveirunnar, tveimur vikum áður en yfirvöld í Kína opinberuðu erfðamengið. Þetta kemur fram í nýlega opinberuðum gögnum í Bandaríkjunum og gæti töfin hafa tafið rannsóknir á veirunni og þróun bóluefna í uppruna heimsfaraldursins. Erlent 18.1.2024 11:54 Gerðu árásir á Húta í fjórða sinn á viku Bandaríkjamenn gerðu í nótt árásir á Húta í Jemen. Það var í fjórða sinn á viku sem eldflaugum er skotið að uppreisnarmönnunum, sem hafa verið að gera árásir á fraktskip á Rauðahafi og Adeanflóa. Árásirnar voru gerðar í kjölfar þess að yfirvöld í Bandaríkjunum skilgreindu Húta sem hryðjuverkasamtök á nýjan leik. Erlent 18.1.2024 09:51 Einu skrefi nær því að senda hælisleitendur til Rúanda Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, er einu skrefi nær því að tryggja flutning hælisleitenda til Rúanda, á meðan þeir bíða efnislegrar meðferðar sinna mála í Bretlandi. Frumvarp þess efnis var samþykkt í neðri deild breska þingsins í gær eftir misheppnaða tilraun samflokksmanna Sunaks til uppreisnar. Erlent 18.1.2024 07:41 Kona sem var dæmd fyrir þungunarrof laus úr fangelsi Ungri konu frá El-Salvador hefur verið sleppt úr fangelsi eftir sjö ára vist en hún var sakfelld fyrir að hafa rofið þungun. Konan var dæmd í þrjátíu ára fangelsi árið 2015. Erlent 18.1.2024 07:04 Pakistan svarar fyrir sig Pakistan svaraði eldflaugaárásum, sem Íran gerði á landið í fyrradag, í sömu mynt í gærkvöldi. Að sögn pakistanskra yfirvalda var spjótunum beint að hryðjuverkahópum, sem lægju í felum í héraðinu Sistan-o-Balochistan sem á landamæri að Pakistan. Erlent 18.1.2024 06:27 Bretakonungur berst við bólginn blöðruhálskirtil Karl III Bretakonungur leggst undir hnífinn í næstu viku vegna góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli. Erlent 17.1.2024 16:00 Kynnti nýja stefnu fyrir síðustu þrjú ár sín í embætti Forseti Frakklands kynnti í gær ýmsar nýjar hugmyndir sem hann vill innleiða síðustu þrjú ár sín í embætti. Á tæplega þriggja tíma blaðamannafundi sagðist hann hlynntur skólabúningum, að hann vildi gera meira til að stöðva eiturlyfjaglæpagengi og að hann vildi koma í veg fyrir lækkandi fæðingartíðni. Erlent 17.1.2024 15:02 Á þriðja tug látin eftir sprengingu í flugeldaverksmiðju Tuttugu og þrír hið minnsta eru látnir eftir að sprenging varð í flugeldaverksmiðju í Taílandi. Erlent 17.1.2024 14:48 Prinsessan af Wales lagðist undir hnífinn Kate Middleton, prinsessa af Wales, fór í aðgerð á maga í einkasjúkrahúsi í London og verður á spítala næstu tíu til fjórtán daga. Erlent 17.1.2024 14:40 Meira en 90 prósent barnaníðsefnis tekið upp af börnunum sjálfum Meira en 90 prósent alls barnaníðsefnis sem finna má á internetinu er tekið af börnunum sjálfum. Börnin, sem eru neydd til að taka upp efnið, eru allt niður í þriggja ára gömul. Erlent 17.1.2024 10:56 Gefur óvænt út bók á fjórða degi á konungsstól Á fjórða degi sínum sem Danakonungur hefur Friðrik tíundi óvænt gefið út bók þar sem hann deilir með sér hugleiðingum um líf sitt og tilveru auk þess að líta í baksýnisspegilinn. Erlent 17.1.2024 08:43 Myrti tvífara sinn til að flýja þrúgandi fjölskyldu Réttarhöld yfir 24 ára gamalli þýsk-írakskri konu og 25 ára gömlum manni frá Kósovó hófust í Þýskalandi í gær. Parið er ákært fyrir hafa myrt 23 ára gamla konu í ágúst 2022. Hin ákærða kona er sögð hafa viljað sviðsetja dauða sinn í von um að flýja þrúgandi fjölskylduaðstæður. Erlent 17.1.2024 08:36 Milljarðamæringar vilja borga meiri skatta Rúmlega 250 milljarða- og milljónamæringar í dollurum talið hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þess er krafist að ríkisstjórnir heims hækki skattana þeirra. Erlent 17.1.2024 07:34 Tvö börn sögð hafa látið lífið í árás Íran á Pakistan Pakistanar segja að tvö börn hafi látið lífið og að þrír séu særðir eftir að Íranir gerðu loftárásir innan landamæra nágrannaríkisins í gær. Erlent 17.1.2024 06:55 FBI rannsakar kynferðisglæpi tískumógúls Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur nú til rannsóknar meint kynferðisbrot tískumógúlsins og fyrrverandi framkvæmdastjóra Abercrombie & Fitch. Rannsókninni var hrundið af stað í kjölfar fréttaumfjöllunar breska ríkisútvarpsins um málið. Erlent 17.1.2024 06:28 Samkomulag í höfn um aukna mannúðaraðstoð á Gasa Ísrael og Hamas hafa náð samkomulagi um aukið innflæði hjálpargagna til Gasa. Þetta segja katörsk yfirvöld sem hýst hafa viðræðurnar auk Frakka. Erlent 16.1.2024 22:38 Elsti hundur sögunnar sviptur titlinum Þegar portúgalski fjárhundurinn Bobi drapst í október á síðasta ári var hann talinn vera elsti hundur sögunnar, 31 árs gamall. Nú vilja dýralæknar meina að hann hafi alls ekki verið svo gamall. Hann hefur því verið sviptur titlinum tímabundið. Erlent 16.1.2024 14:34 Þingmaður segir af sér eftir búðarhnupl Golriz Ghahraman, þingmaður Græningjaflokksins í Nýja-Sjálandi, hefur sagt af sér eftir að hún var sökuð um að stela klæðnaði úr í það minnsta tveimur tískuverslunum. Hún segir stress tengt starfi hennar hafa orðið til þess að hún fór að hnupla. Erlent 16.1.2024 13:07 « ‹ 94 95 96 97 98 99 100 101 102 … 334 ›
Felldu háttsettan byltingarvörð í loftárás í Damaskus Ísraelar gerðu í morgun loftárás á Damaskus, höfuðborg Sýrlands, og eru þeir sagðir hafa fellt minnst einn háttsettan meðlim byltingarvarða íranska hersins. Ísraelar gera reglulega árásir í Sýrlandi, sem beinast iðulega gegn Írönum þar, en árásir að degi til eru sjaldgæfar. Erlent 20.1.2024 10:03
Rússneskir hakkarar náðu tölvupóstum leiðtoga Microsoft Rússneskir hakkarar, sem taldir eru á vegum rússnesku leyniþjónustunnar ZVR, eru sagðir hafa brotið sér leið inn í tölvukerfi Microsoft þar sem þeir komu höndum yfir tölvupósta frá fólki í leiðtogateymi fyrirtækisins auk starfsmanna netöryggis- og lögmannadeilda þess. Tölvuþrjótarnir eru þeir sömu og komu að SolarWinds árásinni, sem lýst hefur verið sem þeirri verstu í sögu Bandaríkjanna. Erlent 20.1.2024 09:05
Stærstu heræfingar NATO í áratugi Hermenn Atlantshafsbandalagsins og Svíþjóðar munu á næstu mánuðum halda umfangsmestu heræfingar bandalagsins í áratugi. Æfingarnar hefjast í næstu viku og munu standa yfir þar til í maí og í heildina munu um níutíu þúsund hermenn koma að þeim. Erlent 20.1.2024 07:55
Alec Baldwin aftur ákærður fyrir manndráp af gáleysi Leikarinn Alec Baldwin hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi í annað sinn vegna voðaskots sem reið af á tökustað kvikmyndarinnar Rust. Erlent 19.1.2024 20:14
Ein starfhæf fæðingardeild á Gasa Sameinuðu þjóðirnar ítreka ákall um vopnahlé á Gaza. Einungis ein fæðingardeild er starfhæf á svæðinu og starfsfólk segir ástandið grafalvarlegt. Erlent 19.1.2024 19:15
Gífurlegt magn af ís undir yfirborði Mars Mögulegt er að finna megi gífurlegt magn af ís undir yfirborðinu á Mars. Talið er að ef ísinn yrði bræddur gæti hann þakið reikistjörnuna með 1,5 til 2,7 metra djúpu hafi. Erlent 19.1.2024 14:22
Nýfætt barn fannst í innkaupapoka í London Nýfætt stúlkubarn fannst pakkað inn í handklæði í innkaupapoka í austurhluta Lundúna. Barninu heilsast vel á sjúkrahúsi þökk sé hundaeiganda sem fann það og hélt á því hita. Leit að móðurinni stendur yfir. Erlent 19.1.2024 14:20
Prófuðu neðansjávardróna sem getur borið kjarnorkuvopn Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með neðansjávardróna sem borið getur kjarnorkuvopn. Tilraunin er sögð hafa verið gerð í mótmælum við sameiginlegum heræfingum Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu sem fara fram í þessari viku. Erlent 19.1.2024 12:37
Segist tuttugu árum yngri, vitsmunalega séð Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, stærði sig af því á kosningafundi í New Hampshire á miðvikudagskvöld að hafa þekkt hval frá öðrum dýrum, eins og gíraffa og tígrisdýri, þegar hann var forseti. Hann sagðist líða eins og hann væri 35 ára gamall, en ekki 77 ára. Erlent 19.1.2024 09:59
Engan bilbug á Hútum að finna þrátt fyrir árásir Bandaríkjanna Bandaríski herinn hélt árásum sínum á Húta í Jemen áfram í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir árásirnar, sem nú eru orðnar fimm á einni viku, ekki hafa borið tilætlaðan árangur. Erlent 19.1.2024 08:03
Mótmælir stofnun Palestínuríkis að loknum átökum Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael segist hafa mótmælt því við Bandaríkin að Palestínuríki verði stofnað þegar átökunum á Gasaströndinni lýkur. Um 25 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir á Gasa frá því í október. Erlent 19.1.2024 06:27
Fordæmir svikara eftir fjölmenn mótmæli í Rússlandi Ríkisstjóri Bashkortostan, eins fjölbreyttasta lýðveldis rússneska sambandsríkisins, hefur fordæmt skipuleggjendur mótmæla gegn fjögurra ára fangelsisdómi aðgerðasinna sem öfgamenn og svikara. Hann hefur sakað fólkið um að reyna að skipta upp Rússlandi. Erlent 18.1.2024 13:02
Kortlögðu Covid-19 tveimur vikum áður en erfðamengið var opinberað Kínverskir vísindamenn reyndu að birta kortlagt erfðamengi Nýju kórónuveirunnar, tveimur vikum áður en yfirvöld í Kína opinberuðu erfðamengið. Þetta kemur fram í nýlega opinberuðum gögnum í Bandaríkjunum og gæti töfin hafa tafið rannsóknir á veirunni og þróun bóluefna í uppruna heimsfaraldursins. Erlent 18.1.2024 11:54
Gerðu árásir á Húta í fjórða sinn á viku Bandaríkjamenn gerðu í nótt árásir á Húta í Jemen. Það var í fjórða sinn á viku sem eldflaugum er skotið að uppreisnarmönnunum, sem hafa verið að gera árásir á fraktskip á Rauðahafi og Adeanflóa. Árásirnar voru gerðar í kjölfar þess að yfirvöld í Bandaríkjunum skilgreindu Húta sem hryðjuverkasamtök á nýjan leik. Erlent 18.1.2024 09:51
Einu skrefi nær því að senda hælisleitendur til Rúanda Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, er einu skrefi nær því að tryggja flutning hælisleitenda til Rúanda, á meðan þeir bíða efnislegrar meðferðar sinna mála í Bretlandi. Frumvarp þess efnis var samþykkt í neðri deild breska þingsins í gær eftir misheppnaða tilraun samflokksmanna Sunaks til uppreisnar. Erlent 18.1.2024 07:41
Kona sem var dæmd fyrir þungunarrof laus úr fangelsi Ungri konu frá El-Salvador hefur verið sleppt úr fangelsi eftir sjö ára vist en hún var sakfelld fyrir að hafa rofið þungun. Konan var dæmd í þrjátíu ára fangelsi árið 2015. Erlent 18.1.2024 07:04
Pakistan svarar fyrir sig Pakistan svaraði eldflaugaárásum, sem Íran gerði á landið í fyrradag, í sömu mynt í gærkvöldi. Að sögn pakistanskra yfirvalda var spjótunum beint að hryðjuverkahópum, sem lægju í felum í héraðinu Sistan-o-Balochistan sem á landamæri að Pakistan. Erlent 18.1.2024 06:27
Bretakonungur berst við bólginn blöðruhálskirtil Karl III Bretakonungur leggst undir hnífinn í næstu viku vegna góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli. Erlent 17.1.2024 16:00
Kynnti nýja stefnu fyrir síðustu þrjú ár sín í embætti Forseti Frakklands kynnti í gær ýmsar nýjar hugmyndir sem hann vill innleiða síðustu þrjú ár sín í embætti. Á tæplega þriggja tíma blaðamannafundi sagðist hann hlynntur skólabúningum, að hann vildi gera meira til að stöðva eiturlyfjaglæpagengi og að hann vildi koma í veg fyrir lækkandi fæðingartíðni. Erlent 17.1.2024 15:02
Á þriðja tug látin eftir sprengingu í flugeldaverksmiðju Tuttugu og þrír hið minnsta eru látnir eftir að sprenging varð í flugeldaverksmiðju í Taílandi. Erlent 17.1.2024 14:48
Prinsessan af Wales lagðist undir hnífinn Kate Middleton, prinsessa af Wales, fór í aðgerð á maga í einkasjúkrahúsi í London og verður á spítala næstu tíu til fjórtán daga. Erlent 17.1.2024 14:40
Meira en 90 prósent barnaníðsefnis tekið upp af börnunum sjálfum Meira en 90 prósent alls barnaníðsefnis sem finna má á internetinu er tekið af börnunum sjálfum. Börnin, sem eru neydd til að taka upp efnið, eru allt niður í þriggja ára gömul. Erlent 17.1.2024 10:56
Gefur óvænt út bók á fjórða degi á konungsstól Á fjórða degi sínum sem Danakonungur hefur Friðrik tíundi óvænt gefið út bók þar sem hann deilir með sér hugleiðingum um líf sitt og tilveru auk þess að líta í baksýnisspegilinn. Erlent 17.1.2024 08:43
Myrti tvífara sinn til að flýja þrúgandi fjölskyldu Réttarhöld yfir 24 ára gamalli þýsk-írakskri konu og 25 ára gömlum manni frá Kósovó hófust í Þýskalandi í gær. Parið er ákært fyrir hafa myrt 23 ára gamla konu í ágúst 2022. Hin ákærða kona er sögð hafa viljað sviðsetja dauða sinn í von um að flýja þrúgandi fjölskylduaðstæður. Erlent 17.1.2024 08:36
Milljarðamæringar vilja borga meiri skatta Rúmlega 250 milljarða- og milljónamæringar í dollurum talið hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þess er krafist að ríkisstjórnir heims hækki skattana þeirra. Erlent 17.1.2024 07:34
Tvö börn sögð hafa látið lífið í árás Íran á Pakistan Pakistanar segja að tvö börn hafi látið lífið og að þrír séu særðir eftir að Íranir gerðu loftárásir innan landamæra nágrannaríkisins í gær. Erlent 17.1.2024 06:55
FBI rannsakar kynferðisglæpi tískumógúls Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur nú til rannsóknar meint kynferðisbrot tískumógúlsins og fyrrverandi framkvæmdastjóra Abercrombie & Fitch. Rannsókninni var hrundið af stað í kjölfar fréttaumfjöllunar breska ríkisútvarpsins um málið. Erlent 17.1.2024 06:28
Samkomulag í höfn um aukna mannúðaraðstoð á Gasa Ísrael og Hamas hafa náð samkomulagi um aukið innflæði hjálpargagna til Gasa. Þetta segja katörsk yfirvöld sem hýst hafa viðræðurnar auk Frakka. Erlent 16.1.2024 22:38
Elsti hundur sögunnar sviptur titlinum Þegar portúgalski fjárhundurinn Bobi drapst í október á síðasta ári var hann talinn vera elsti hundur sögunnar, 31 árs gamall. Nú vilja dýralæknar meina að hann hafi alls ekki verið svo gamall. Hann hefur því verið sviptur titlinum tímabundið. Erlent 16.1.2024 14:34
Þingmaður segir af sér eftir búðarhnupl Golriz Ghahraman, þingmaður Græningjaflokksins í Nýja-Sjálandi, hefur sagt af sér eftir að hún var sökuð um að stela klæðnaði úr í það minnsta tveimur tískuverslunum. Hún segir stress tengt starfi hennar hafa orðið til þess að hún fór að hnupla. Erlent 16.1.2024 13:07
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent