Innlent

Ný ríkis­stjórn fyrir jól?

Inga Sæland formaður Flokks fólksins er bjartsýn á að ný ríkisstjórn hennar flokks, Samfylkingar og Viðreisnar verði tekin við völdum fyrir jól. Vel hafi gengið í viðræðum.

Innlent

Ögur­stund í Þor­láks­höfn í kvöld

Íbúakosningu í Ölfusi um hvort Heidelberg fái að byggja mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn lauk formlega klukkan fjögur síðdegis. Íbúakosning hófst þann 25. nóvember en íbúum gafst þá einnig kostur á að greiða atkvæði um málið samhliða kosningum til Alþingis 30. nóvember.

Innlent

Laugarneshverfi verður á­fram eitt skóla­hverfi

Skóla- og frístundaráð hefur fallið frá hugmyndum sínum um að skipta Laugarneshverfi upp í nokkur skólahverfi. Þess í stað hefur verið ákveðið að hverfið verði enn eitt skólahverfi, að sett verði upp skólaþorp á meðan Laugarnesskóli er lagaður og að byggður verði nýr safnskóli fyrir elstu börnin. 

Innlent

Ríkið þarf að endur­greiða borginni milljónir

Hæstiréttur hefur fellt ákvarðanir Persónuverndar vegna notkunar Reykavíkurborgar á Seesaw-nemendakerfisins í grunnskólum borgarinnar úr gildi að hluta. Íslenska ríkið þarf að endurgreiða borginni fimm milljóna króna stjórnvaldssekt sem Persónuvernd lagði á hana.

Innlent

Eld­gosinu er lokið

Eldgosinu austur af Stóra-Skógfelli er lokið. Þetta var staðfest í dag þegar almannavarnir flugu drónaflug yfir svæðið og engin virkni var sjáanleg.

Innlent

Vinnuhópar funda eftir há­degi

Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins héldu stjórnarmyndunarviðræðum sínum áfram nú fyrir hádegi. Eftir hádegi munu vinnuhópar á vegum flokkanna funda um einstök málefni.

Innlent

Net­sam­band komið á Skaga­strönd á undan á­ætlun

Viðgerð er lokið á ljósleiðarastrengnum sem tengir Skagaströnd við netið. Viðgerð lauk nokkrum klukkustundum á undan áætlun. Gert var ráð fyrir að henni myndi ljúka um klukkan þrjú en henni lauk rétt fyrir klukkan eitt. Strengurinn fór í sundur vegna vatnavaxta í Hrafná.

Innlent

Hundruð sækja um að­stoð í að­draganda jóla

Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, segir jólin erfið mörgum fjölskyldum. Í fyrra hafi samtökin aðstoðað um 1.700 fjölskyldur. Hún segist ekki eiga von á fjölgun í ár en það komi í ljós eftir jól. Fjöldinn geti verið svipaður. Hún segir Íslendinga sem leiti til þeirra oft þá sömu ár eftir ár en að hópur útlendinga taki breytingum. Á morgun byrja samtökin að úthluta jólagjöfum til fjölskyldna sem hafa sótt um til þeirra.

Innlent

Út­hluta þing­sætum á morgun

Landskjörstjórn kemur saman til fundar á morgun, þriðjudaginn 10. desember, klukkan 11:00 til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar sem fóru fram þann 30. nóvember síðastliðinn.

Innlent

Bærinn keyrður á vara­afli eftir bilun

Rafmagnsnotendur í Vík og í Mýrdalnum öllum hafa verið beðnir um að fara sparlega með rafmagnið, en RARIK vinnur nú að því að koma rafmagni á svæðið eftir að bilun varð í aðveitustöð.

Innlent

„Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“

„Út með illsku og hatur inn með gleði og frið,” segir í texta Magnúsar Eiríkssonar við jólasmellinn Gleði og friðarjól. Það sem veitir einum gleði er þó ekki alltaf til þess fallið að skapa friðarjól. Þannig eru nágrannaerjur vegna jólaskrauts fastur liður á aðventunni að sögn formanns Húseigendafélagsins. Íbúi í Laugardal sem er hætt að skreyta vegna deilna við nágranna segir það huggun harmi gegn að nú fái skrautið notið sín á öðrum heimilum.

Innlent

Aurflóð rann yfir veginn og honum lokað

Aurflóð varð rétt í þessu úr Eyrarhlíð og rann yfir veginn sem liggur um svæðið. Lögreglan á Vestfjörðum hefur ákveðið að loka veginum vegna hættu sem steðjar að vegfarendum.

Innlent

Góð hjartaðir hljómsveitastrákar í Hvera­gerði

Þeir eru góð hjartaðir fimmtán og sextán ára strákarnir í Hveragerði, sem hafa ákveðið að halda styrktartónleika fyrir „Sjóðinn góða“ á Suðurlandi, sem er fyrir þá sem minna mega sín í jólamánuðinum og yfir jólin. Nafn hljómsveitarinnar vekur sérstaka athygli.

Innlent

Galið að lán miðist við stýrivexti Seðla­bankans

„Til að bæta gráu ofan á svart, þá miðast óverðtryggð og allt að því verðtryggð lán á Íslandi að stórum hluta til við stýrivexti Seðlabankans. Í mínum huga er þetta alveg galið. Seðlabankavextir eru sú prósenta sem að fjármálastofnanir fá fyrir að leggja pening inn í Seðlabankann til sjö daga í senn. Vaxtakjör íslenskra heimila, óverðtryggðra og óbeint verðtryggðra vaxta miðast við sjö daga innlán hverju sinni. Það segir sig nokkuð sjálft að þegar þú ert að líta á þessar sveiflur að þá eru miklu meiri sveiflur í skammtíma vöxtum.“

Innlent