Innlent

Krossar fingur vegna Sigurðar Inga

Sigríður Á. Andersen hefur tryggt sér þingsæti fyrir Miðflokkinn og Halla Hrund Logadóttir tekur nýliðasæti fyrir Framsóknarflokkinn. Halla Hrund bindur enn vonir við að Sigurður Ingi tryggi sér sæti á þingi. 

Innlent

Væri æski­legt að geta séð niður­stöður eftir kjör­stöðum

Formaður Sjálfstæðisflokksins segist klóra sér í hausnum yfir velgengni Flokks fólksins sem fjármálaráðherra til langs tíma. Margt sem flokkurinn hafi talað fyrir myndi kosta ríkissjóð verulega. Bjarni segir æskilegt að hægt yrði að sjá nánara niðurbrot atkvæða í kjördæmunum. 

Innlent

„Þannig fór um sjó­ferð þá“

„Þannig fór um sjóferð þá,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, um úrslit næturinn en ljóst þykir að Píratar eru dottnir út af þingi. 

Innlent

Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar

„Ákallið um breytingar er mikið og boltinn er þá kominn til þeirra sem unnu kosningarnar,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þegar fréttastofa náði tali af honum fyrir stundu.

Innlent

Nú reynir á konurnar þrjár

Menn halda áfram að rýna í niðurstöður kosninganna og ljóst þykir að um sögulegar kosningar hafi verið að ræða. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir prófessor er ein þeirra sem telur kosningaúrslit næturinnar sýna með óvíræðum hætti ákall um breytingar á stjórn landsins og nú reyni á konurnar þrjár sem sigruðu kosningarnar.

Innlent

„Af­hroð vinstrisins er rosa­legt“

Egill Helgason sjónvarpsmaður rýndi í spilin í nótt og að hans sögn er afhroð vinstrisins rosalegt. Menn reyna nú að sjá fyrir hvaða ríkisstjórnarmynstur er inni í myndinni nú að loknum sannkölluðum jarðskjálftakosningum, líkt og Þorsteinn Pálsson Viðreisnarmaður og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins  sagði í myndveri kosningasjónvarps Stöðvar 2.

Innlent

„Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“

„Þetta hefur nú alltaf legið fyrir sko,“ svaraði Sunna Kristín Hilmarsdóttir, fyrrverandi kosningastjóri og núverandi sjálfboðaliði Viðreisnar, spurð að því í kosningaþætti gærkvöldsins hvort hún hefði alltaf vitað að hún ætti í sambandi við Sjálfstæðismann.

Innlent

Reyndi að brjótast inn með exi

Maður var handtekinn í nótt eða gærkvöldi eftir að hann reyndi að brjótast inn í hús með exi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent

Kanónurnar sem eru að hverfa

Miklar sveiflur eru á fylgi þingflokka sem hefur þau áhrif að þekktir þingmenn ýmissa flokka hverfa af þingi. Vísir tók saman stærstu nöfnin sem þurfa að öllum líkindum að hverfa á braut.

Innlent

Ungur maður og spenntur fyrir fram­tíðinni

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar segist engar áhyggjur hafa af sinni eigin framtíð né heldur af framtíð flokksins. Hann segir það ekki hafa verið mistök að hafa gefið eftir sæti sitt sem oddvita. Útlit er fyrir að hann muni ekki ná sæti á þingi ef miðað er við talningar í kosningunum þegar þetta er skrifað.

Innlent

Flokkurinn verði að líta inn á við

Fyrstu tölur úr Reykjavíkurkjördæmi suður benda til að Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar, sé að missa þingsæti sitt. Hún leiddi lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður en samkvæmt fyrstu tölum fær Framsókn þar 4,7 prósent atkvæða.

Innlent

Stefnir í að flokkunum fækki um tvo

Fyrstu tölur hafa borist úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum. Eins og staðan er núna eru Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn með flesta þingmenn, með sextán þingmenn hvor flokkur.

Innlent

Vís­bending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“

Spekingarnir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Páll Magnússon og Þorsteinn Pálsson eru sammála um að fyrstu tölur kvöldsins bendi til þess að um sögulegar kosningar sé að ræða. Þorsteinn gengur svo langt að segja að vísbending sé um að kosningarnar séu „jarðskjálftakosningar.“

Innlent