Innlent

Fram­boðin þurfi að vanda sig

Kristín Edwald formaður Landskjörstjórnar segir mikilvægt að öll framboð hugi að formsatriðum við skil á sínu framboði. Frestur er til 31. október til að skila inn framboðslistum. Kristín hvetur einnig framboðin til að nota rafræn meðmælendakerfi. 

Innlent

Stjórn­völd verða að leggja fram lausnir fyrir 1. apríl

Kjarasamningur Eflingar stéttarfélags við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í gær. Kjarasamningnum fylgdi samkomulag við stjórnvöld þar sem segir að stjórnvöld verði fyrir 1. apríl að leggja fram lausnir til að taka á mönnunarvanda hjúkrunarheimila. Verði það ekki gert getur Efling slitið samningi. 

Innlent

Faðirinn hafi ætlað að skilja hann eftir á flug­vellinum

Kona sem sótti um að verða fósturforeldri sextán ára pilts sem vísað var úr landi í dag segir að brösuglega hafi gengið að fá að kveðja hann í úrræði ríkislögreglustjóra fyrir brottför piltsins. Hún óttast að ekkert bíði hans í Kólumbíu. 

Innlent

„Falsfréttin“ og „þvælan“ sem raungerðist hratt

Aðstoðarmenn Svandísar Svavarsdóttur formanns Vinstri grænna og innviðaráðherra til dagsins í dag sögðu það falsfrétt og algjöra þvælu að Svandís væri byrjuð að tæma skrifstofu sína í ráðuneytinu upp úr hádegi í dag. Ekkert slíkt lægi fyrir. Síðar um daginn var búið að tæma skrifstofuna.

Innlent

Al­gjör ný­mæli að neita að taka þátt í starfsstjórn

Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor, segir það algjör nýmæli hjá Vinstri grænum að neita að taka þátt í starfsstjórn. Hugmynd Svandísar Svavarsdóttur, formanns Vinstri grænna, um minnihlutastjórn Framsóknar og VG hefði þó getað gengið upp, og á sér fordæmi.

Innlent

„Tíma­punkturinn finnst mér af­leitur“

Varaformaður Vinstri grænna segir tíma Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum liðinn. Hann sakar forsætisráðherra um trúnaðarbrest með því að hafa fellt ríkisstjórnina án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna. Þess vegna verði ráðherrar Vinstri grænna ekki með í starfsstjórn.

Innlent

Taka ekki þátt í starfsstjórn

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur tilkynnt að ráðherrar flokksins muni ekki verða við beiðni forseta Íslands um að sitja áfram í starfsstjórn.

Innlent

Dagur bað kennara af­sökunar titrandi röddu

Kennarafélag Reykjavíkur boðaði til samstöðumótmæla fyrr í dag og safnaðist mikill fjöldi kennara saman fyrir utan Ráðhúsið klukkan fjórtán. Orð Einars Þorsteinssonar borgarstjóra þess efnis að viðsemjendur vilji semja sig frá kennslu sitja í kennurum en Dagur B. Eggertsson forseti borgarstjórnar tók á móti hópnum og tókst að slá á reiðina með einlægri afsökunarbeiðni.

Innlent

Á­tök Ás­laugar og Guð­laugs Þórs ekki endur­tekin

Allar líkur eru á því að stillt verði upp á listum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmum fyrir komandi Alþingiskosningar sem flest bendir til að verði í lok nóvember. Mikill hiti var í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir þremur árum þar sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson börðust af miklum krafti um oddvitasæti flokksins.

Innlent

Um 200 til­kynningar um tjón vegna rafmagnsleysis

Hátt í 200 manns hafa tilkynnt tjón til Rarik vegna rafmagnsleysis sem varð á Norður- og Austurlandi þann 2. október. Þá varð truflun á í flutningsneti Landsnets í kjölfar útleysingar hjá Norðuráli með þeim afleiðingum að víða var rafmagnslaust í nokkra klukkutíma.

Innlent

Upp­stilling hjá Miðflokknum

Nokkrir þingflokkar hafa þegar ákveðið hvort þeir hyggist stilla upp listum fyrir komandi Alþingiskosningar  eða halda prófkjör. Miðflokkurinn ætlar að stilla upp listum í öllum kjördæmum.

Innlent

Sjálf­stæðis­menn keppast um sætin: „Ég las Morgun­blaðið eins og aðrir“

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, hyggst ekki láta það trufla sig ef varaformaður flokksins sækist eftir sæti á lista í sama kjördæmi. Þá íhugar Teitur Björn Einarsson þingmaður hvort hann muni sækjast eftir oddvitasæti í Norðvesturkjördæmi. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, sem hefur verið orðuð við framboð fyrir flokkinn segist ekki vera á leið í landsmálin.

Innlent

Hall­dóra vill vera á­fram á þingi

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hyggst áfram gefa kost á sér til að gegna þingmennsku í komandi alþingiskosningum. Þannig hafa þrír af sex sitjandi þingmönnum flokksins gefið það út að þeir hyggi aftur á framboð. Auk Halldóru ætla Björn Leví Gunnarsson og Gísli Rafn Ólafsson að gefa kost á sér áfram, en Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir ætlar hins vegar ekki fram aftur.

Innlent