Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Formaður landsstjórnar Grænlands segist lítið vita um innihald rammasamkomulags Bandaríkjaforseta og framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO). Viðræður þeirra hafa leitt til stiglækkunar í samskiptum Bandaríkjanna við Grænland, Danmörku og önnur bandalagsríki í Evrópu. Erlent 22.1.2026 17:11
Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Franskir hermenn gerðu í dag áhlaup um borð í olíuflutningaskip sem talið er tilheyra Skuggaflota Rússlands. Skipið var undan ströndum Spánar á Miðjarðarhafinu þegar hermennirnir fóru um borð en það var vegna gruns um að skipið væri ekki skráð löglega og mun sá grunur hafa reynst réttur. Erlent 22.1.2026 15:56
Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, gagnrýndi ríki Evrópu og sagði ráðamenn heimsálfunnar skorta pólitískan vilja til að standa í hárinu á Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann kallaði eftir alvöru aðgerðum frá Evrópu og aukinni samstöðu, svo eitthvað sé nefnt. Erlent 22.1.2026 15:32
Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Innflytjenda- og tollaeftirlit Bandaríkjanna, ICE, tók fimm ára dreng í Minnesota höndum þegar hann var á leið sinni heim úr skólanum. Að sögn skólayfirvalda í Columbia Heights, úthverfi Minneapolis, voru drengurinn og faðir hans teknir höndum í innkeyrslunni heima hjá sér og sendir í varðhald í Texas. Erlent 22.1.2026 07:56
Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Drög að samkomulagi Bandaríkjastjórnar við Atlantshafsbandalagið veitir Bandaríkjunum og bandalagsþjóðum í Evrópu aðgang að réttindum til jarðefnavinnslu í Grænlandi. Þá munu ríki vinna saman að þróun svokallaðrar Gullhvelfingar sem er viðurnefni á loftvarnarkerfi sem Trump vill að spanni hnöttinn og notist við gervihnetti. Erlent 22.1.2026 00:12
„Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Donald Trump Bandaríkjaforseti er hættur við að leggja refsitolla á Evrópu vegna Grænlands. Hann segist hafa átt góðan fund með Mark Rutte framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins og þar hafi þeir náð saman um „ramma framtíðarsamkomulags varðandi Grænland og raunar alls heimsskautsins.“ Erlent 21.1.2026 19:47
Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ „Ég held að það sem að fólk hafi aðallega verið að ræða um eftir þessa ræðu er þessi ruglingur með Ísland og Grænland. Og hvort hann sé að meina Grænland þegar hann segir Ísland eða hvort að Ísland þurfi að hafa áhyggjur af því sem hann er að segja. Ég held að það sé ekki alveg á hreinu.“ Erlent 21.1.2026 19:10
X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Heimurinn fylgdist með ræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta á World Economic Forum í Davos í dag, þar sem hann ruglaði ítrekað saman Íslandi og Grænlandi. Háðfuglar á X voru fljótir að grípa gæsina. Erlent 21.1.2026 16:53
Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Óskýrar útlínur mannshandar sem á vegg hellis í Indónesíu telja fornleifafræðingar vera elsta listaverk sögunnar. Þeir hafa aldursgreint verkið og álíta það vera að minnsta kosti 67.800 ára gamalt. Erlent 21.1.2026 16:46
Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Donald Trump Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í ræðu sinni í Davos í dag. Hann ítrekaði enn og aftur að Bandaríkin „verði“ að eignast Grænland og að hann kalli eftir „tafarlausum viðræðum“ um kaup Bandaríkjanna á Grænlandi. Hann hyggist þó ekki beita til þess valdi. Alla veganna í tvígang virðist sem Trump hafi ruglast á nöfnum Íslands og Grænlands. Erlent 21.1.2026 15:52
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda er einn þeirra sem tjáir sig um ræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) en þar voru margir þjóðarleiðtogar heims staddir – í Davos í Sviss. Óhætt er að segja að viðbrögðin séu blendin; fólk veit eiginlega ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Erlent 21.1.2026 15:27
Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Höfuðstöðvar Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í Jerúsalem hafa verið rifnar niður. Framkvæmdastjóri UNRWA á Vesturbakkanum segir að samtökunum hafi verið gert viðvart um að framkvæmdaaðilar og lögregla hefðu mætt á vettvang í morgun til að hefja störf. Erlent 21.1.2026 12:28
Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Bandarískir embættismenn báðu franskan dómara um að hlutast til í máli Marine Le Pen, leiðtoga jaðarhægrimanna, í fyrra. Dómaranum varð svo bilt við að hann lét utanríkisráðuneytið vita af tilraunum Bandaríkjamannanna. Erlent 21.1.2026 11:15
Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, lýsti breyttri heimsskipan og biðlaði til ríkja, annarra en stórvelda, að taka þátt í að veita stórveldapólitík mótvægi og taka þátt í mótun nýs heimsskipulags. Hann varar við því að heimurinn sé staddur í miðjum umbrotum þar sem stórveldi hafi vopnavætt viðskipti og tolla og misnoti efnahagslega innviði sem kúgunartæki. Minni og meðalstór ríki þurfi að sýna mótvægi við stórveldapólitík og boða breytta heimsskipan sem byggi á öðrum gildum. Erlent 21.1.2026 10:22
Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Mikil spenna hefur ríkt milli Bandaríkjanna og ríkja Evrópu vegna ásælni Trumps í Grænland og var ræðu hans á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins því beðið með mikilli eftirvæntingu í dag. Þar sagðist hann verða að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ en nokkrum tímum síðar mátti greina meiri sáttatón hjá Bandaríkjaforseta. Erlent 21.1.2026 09:39
Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Það er óhætt að segja að Emmanuel Macron Frakklandsforseti hafi vakið nokkra athygli í Davos, þar sem hann hefur skartað einstaklega töffaralegum flugstjórasólgleraugum með bláum speglaglerjum. Erlent 21.1.2026 08:41
Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Tetsuya Yamagami, maðurinn sem skaut Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japan, til bana á fjöldafundi í Nara árið 2022, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Erlent 21.1.2026 07:55
Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Flugvél forseta Bandaríkjanna, Air Force One, var snúið við skömmu eftir flugtak í nótt eftir „lítilsháttar rafmagnsbilun“. Vélin var á leið til Davos í Sviss með Donald Trump innanborðs en hann skipti um vél skömmu eftir lendingu og engar fregnir hafa borist af því að töfin muni hafa áhrif á dagskrá World Economic Forum í dag. Erlent 21.1.2026 06:52
Telur Trump gera mistök Grænlenska landsstjórnin telur ólíklegt að Bandaríkjamenn beiti hervaldi til að leggja Grænland undir sig. Þjóðin þurfi þó að vera undirbúin fyrir óvæntar vendingar í samvinnu við aðrar þjóðir. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir hótanir Bandaríkjanna um tolla á lönd sem styðja Grænland, mistök. Erlent 20.1.2026 22:54
Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Annað lestarslys varð á Spáni í kvöld, einungis örfáum dögum eftir að mannskætt slys varð á sunnudagskvöld. Einn er látinn og fjórir eru alvarlega slasaðir. Erlent 20.1.2026 21:57
Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Bandaríkjaforseti mætti óvænt á blaðamannafund í Hvíta húsinu, einu ári eftir að hann tók við embætti. Hann fór yfir störf Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) og las upp úr „afrekabók“ sinni. Erlent 20.1.2026 20:36
Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Í Kína fæddust 7,92 milljónir barna í fyrra. Það er 1,62 milljónum færri börn en fæddust árið 2024 og markar það um sautján prósenta fækkun. Samkvæmt opinberum tölum í Kína hefur fæddum börnum fækkað á hverju ári mörg ár í röð. Erlent 20.1.2026 16:55
Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Emmanuel Macron, forseti Frakklands, varar við því að heimurinn verði löglaus og að lögmál frumskógarins taki við af alþjóðasamþykktum og samvinnu. Sá sterki fái að ráða og sagði hann heimsvaldastefnu vera að stinga upp kollinum á nýjan leik. Erlent 20.1.2026 15:57
Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Grænlendingar eru að ganga í gegnum erfiða tíma en ólíklegt er að Bandaríkjamenn muni beita hervaldi til að leggja Grænland undir sig. Þjóðin þarf þó að vera undirbúin fyrir hvað sem er, í samvinnu við Dani, Evrópusambandið og aðra bandamenn. Erlent 20.1.2026 14:19