Handbolti

Fyrirliði Wetzlar orðlaus

Michael Müller, fyrirliði Wetzlar, lýsir mikilli furðu yfir þeirri ákvörðun Kára Kristjáns Kristjánssonar að spila með íslenska landsliðinu gegn Slóveníu í fyrradag.

Handbolti

Rekinn frá Wetzlar

Þýska úrvalsdeildarfélagið Wetzlar rak landsliðsmanninn Kára Kristján Kristjánsson frá félaginu í gær. Félagið segir Kára hafa gerst sekan um brot á samningi við félagið og þess vegna hafi félagið ákveðið að segja upp samningnum.

Handbolti

Datt næstum því úr sófanum þegar ég sá Kára spila

Wetzlar hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við íslenska landsliðslínumanninn Kára Kristjánsson eftir að Kári lék með íslenska landsliðinu í Slóveníu í gær. Félagið vissi ekki betur en að Kári væri í veikindaleyfi heima á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu HSG Wetzlar.

Handbolti

Verður Kári rekinn frá Wetzlar?

Þýska dagblaðið Giessener Allgemeine greinir frá því í dag að forráðamenn Wetzlar eru afar óánægðir með að Kári Kristján Kristjánsson hafi spilað með íslenska landsliðinu í gær.

Handbolti

Stella: Skemmtilegasti tími ársins

Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram, er ánægð með að úrslitakeppni N1-deildar kvenna sé loksins að hefjast. Fram mætir Gróttu í sinni rimmu í fjórðungsúrslitunum og er fyrsti leikurinn klukkan 19.30 í kvöld.

Handbolti

Jenný á þetta fyllilega skilið

Stefán Arnarson er ánægður með frammistöðu markvarðar síns hjá Val, Guðnýju Jennýju Ásmundsdóttur, sem í gær var valin besti leikmaður seinni hluta tímabilsins í N1-deild kvenna.

Handbolti

Magnaður sigur í Maribor

Íslenska landsliðið í handknattleik vann magnaðan sigur, 28-29, á Slóvenum í Maribor í kvöld. Íslenska liðið átti magnaða endurkomu í síðari hálfleik og vann frækinn sigur.

Handbolti

Guðný Jenný valin best

Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, var í dag valin besti leikmaður N1-deildar kvenna fyrir frammistöðu sína á seinni hluta tímabilsins.

Handbolti

Kári Kristján spilar í Maribor

Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson fór í aðgerð vegna góðkynja æxlis í baki fyrir rúmum mánuði síðan. Hann er búinn að jafna sig og mun spila leikinn mikilvæga gegn Slóvenum í undankeppni EM í dag.

Handbolti

Guif-liðið fékk stóran skell

Sävehof vantar nú bara einn sigur í viðbót til að senda lærisveina Kristjáns Andréssonar í Guif í sumarfrí eftir stórsigur í dag í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum sænska karlahandboltans.

Handbolti

Björgvin Páll stoppaði Ljónin í lokin

Rhein-Neckar Löwen tapaði dýrmætu stigi á útivelli á móti SC Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag og TV Grosswallstadt tapaði á sama tíma í gríðarlega mikilvægum leik í fallbaráttunni.

Handbolti

Elvar og félagar komnir í sumarfrí

Elvar Friðriksson og félagar í Hammarby eru úr leik í sænsku úrslitakeppninni í handbolta eftir 30-31 tap á móti Lugi HF í átta liða úrslitum. Lugi HF vann einvígið þar með 3-0. Kristianstad, liðs Ólafs Guðmundssonar, þarf að vinna tvo næstu leiki til þess að komast í undanúrslitin.

Handbolti

Flensburg fór illa með strákana hans Dags

Það var páskadoði yfir strákunum hans Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin þegar liðið steinlá í dag á móti SG Flensburg-Handewitt í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Flensburg vann leikinn með ellefu marka mun, 27-16.

Handbolti

Gunnar Andrésson tekur við Gróttuliðinu

Gunnar Andrésson hefur gengið frá þriggja ára samningi um að taka við liði Gróttu af Ágústi Jóhannssyni sem er á leiðinni til Danmerkur á næsta tímabili. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Gróttu. Það er ekki enn ljóst í hvaða deild Grótta spilar því liðið er á leiðinni í umspil um laust sæti í N1 deild karla.

Handbolti