Handbolti

ÍBV með annan fótinn í efstu deild

Nemanja Malovic, sem er í leyfisleysi á Íslandi, skoraði fjögur mörk fyrir ÍBV í kvöld er liðið vann öruggan sigur, 25-14, á Þrótti í 1. deild karla í handbolta í kvöld. Staðan í hálfleik var 13-6 fyrir Eyjamenn. Theodór Sigurbjörnsson var markahæstur í liði ÍBV með átta mörk.

Handbolti

Florentina orðin Íslendingur

Handknattleiksmarkvörðurinn Florentina Stanciu hjá ÍBV fékk í dag íslenskan ríkisborgararétt og hún er því orðin lögleg með íslenska landsliðinu.

Handbolti

Ólafur Bjarki á leið til Lemgo

Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikstjórnandi þýska b-deildarliðsins Emsdetten og íslenska landsliðsins, er á leiðinni í þýsku úrvalsdeildina á næsta tímabili því vefsíðan handbolti.org hefur heimildir fyrir því að Ólafur Bjarki sé búinn að gera samkomulag um að spila með Lemgo á næstu leiktíð.

Handbolti

Annar leikmaður ÍBV í leyfisleysi á Íslandi

Markahæsti leikmaður toppliðs 1. deildar karla, Nemanja Malovic hjá ÍBV, er hér á landi án þess að vera með atvinnu- og dvalarleyfi. Malovic er á leið úr landi og klárar ekki tímabilið. Formaður ÍBV segir að bæta þurfi vinnubrögð félagsins.

Handbolti

Gunnar og félagar fyrstir til að vinna PSG

Gunnar Steinn Jónsson og félagar í Nantes urðu í kvöld fyrsta liðið til þess að vinna Paris Saint-Germain í Íslendingaslag í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Nantes-liðið vann leikinn 26-24 en PSG var búið að vinna 17 fyrstu deildarleiki sína á tímabilinu.

Handbolti

Slæmt tap hjá Guif

Lærisveinar Kristjáns Andréssonar í sænska félaginu Guif urðu að sætta sig við tap, 26-27, gegn Redbergslids í kvöld.

Handbolti

Medvedi skellti Kiel

Evrópumeistarar Kiel máttu sætta sig við sjaldséð tap, 37-35, í fyrri leiknum gegn rússneska liðinu Chekhovski Medvedi í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍR 23-22

Afturelding henti Valsmönnum aftur í botnsæti N1-deildar karla er liðið vann frábæran eins marks sigur á nýkrýndum bikarmeisturum ÍR. Afturelding er með stigi meira en Valur þegar tvær umferðir eru eftir.

Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: HK - FH 29-27

HK vann frábæran sigur á FH, 29-27, í N1-deild karla í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Digranesinu. Leikurinn var spennandi alveg til loka og HK-ingar með gríðarlega mikilvægan sigur. Jafnræði var á með liðinum til að byrja með alltaf munaði 1-2 tveimur mörkum á þeim.

Handbolti

Ævintýralegt jafntefli hjá Löwen

Rhein-Neckar Löwen komst upp að hlið Kiel á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa nælt í ævintýralegt jafntefli, 27-27, gegn Lemgo í kvöld. Jöfnunarmark Löwen kom á lokasekúndu leiksins.

Handbolti

Verðum að framfylgja lögum

Leikmaður kvennaliðs ÍBV í handbolta þurfti að yfirgefa landið í vikunni þar sem hún var ekki með atvinnu- og dvalarleyfi frá Vinnumálastofnun. Sambærilegt mál vegna annars leikmanns hjá ÍBV er í skoðun.

Handbolti

Dýrt tap hjá Bjerringbro

Guðmundi Árna Ólafssyni og félögum í danska liðinu Bjerringbro/Silkeborg mistókst að komast á topp dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Handbolti

Afsökunarbeiðni krafist

Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem kom upp eftir bikarúrslitaleik karla um liðna helgi.

Handbolti

Viljum ekki skerða hlut neins

Framkvæmdastjóri Rúv segir atvik sem kom upp eftir bikarúrslitaleik karla í handbolta óheppilegt. Framkvæmdastjóri HSÍ segir að reglur hafi verið í gildi á leiknum en að upplýsingagjöf hafi verið ábótavant.

Handbolti