Handbolti

Barist um sjálfboðaliðastörfin hjá ÍR

Stemningin á leikjum karlaliðs ÍR í efstu deild karla í handbolta hefur vakið athygli. Fjölmargir sjálfboðaliðar koma að hverjum einasta heimaleik og áhorfendur í þétt setinni stúkunni í Austurbergi skemmta sér konunglega á heimaleikjum liðsins.

Handbolti

Betra líkamlegt ásigkomulag skortir

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik mætir Tékkum í umspilsleikjum um sæti á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Landsliðsþjálfarinn segir að bæta þurfi frammistöðuna frá því á EM í Serbíu til að eiga möguleika og að stelpurnar þurfi að vera í betra standi.

Handbolti

Björgvin setur ÓL treyjuna á uppboð til styrktar Bjarka

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, ætlar að bjóða upp landsliðstreyjuna sem hann lék í á ólympíuleikunum í London s.l. sumar. Björgvin, sem leikur með Magdeburg í Þýskalandi, ætlar með þeim hætti að styðja við bakið á knattspyrnumanninum Bjarka Má Sigvaldasyni úr HK sem nýverið greindist með krabbamein.

Handbolti

Sluppu við "Mission Impossible“

Íslenska kvennalandsliðið hafði heppnina með sér þegar dregið var í umspilið um laus sæti á Heimsmeistaramótinu í Serbíu sem fer fram í desember á næsta ári. Íslenska liðið lenti á móti Tékklandi, sem er eina liðið sem náði ekki að hala inn stig í milliriðlunum á EM í Serbíu.

Handbolti

Dagur að skoða tvo Haukastráka

Tjörvi Þorgeirsson og Árni Steinn Steinþórsson leikmenn Hauka í N1 deild karla í handbolta eru farnir til æfinga hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Füchse Berlin sem Dagur Sigurðsson þjálfar. Þetta staðfesti Aron Kristjánsson þjálfari Hauka og íslenska landsliðsins við Vísi nú í kvöld.

Handbolti

Kiel marði Wetzlar í endurkomu Arons

Aron Pálmarsson snéri aftur í lið Kiel sem sigraði Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Aron skoraði 4 mörk, öll í fyrri hálfleik og Guðjón Valur Sigurðsson eitt.

Handbolti

Svartfjallaland Evrópumeistari kvenna

Svartfjallaland sigraði Noreg 34-31 í tví framlengdum úrslitaleik í Evrópumeistaramótinu í handbolta í Serbíu í dag. Sigurganga Noregs var þar með stöðvuð en liðið hafði unnið fimm Evrópumót kvenna í röð.

Handbolti

Enn versnar staða Grosswallstadt

Sverre Jakobsson og félagar í Grosswallstadt tapaði enn einum leiknum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag þegar liðið fékk Lübbecke í heimsókn. Gestirnir unnu eins marks sigur 24-23 í hörkuleik.

Handbolti

Noregur á þrjá leikmenn í úrvalsliðinu - Edin valin best

Noregur og Svartfjallaland mætast á eftir í úrslitaleik Evrópumóts kvenna í handbolta í Serbíu en í dag var tilkynnt um hvaða leikmenn komust í úrvalslið mótsins. Noregur á þrjá leikmenn í úrvalsliðinu og Svartfjallaland tvo alveg eins og gestgjafar Serbíu.

Handbolti

Stelpurnar höfðu heppnina með sér og mæta Tékklandi í umspilinu

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta lenti á móti Tékklandi í umspilinu um laus sæti á Heimsmeistaramótinu í Serbíu sem fer fram í desember á næsta ári en dregið var í Belgrad í hádeginu. Ísland var í neðri styrkleikaflokknum þar sem að liðið komst ekki upp úr sínum riðli á EM í Serbíu og því var alltaf ljóst að liðið myndi fá sterka mótherja í umspilinu.

Handbolti

Strákarnir hans Dags björguðu andlitinu í seinni hálfleik

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin voru komnir í slæm mál í leik á móti Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag en tókst að tryggja sér 28-23 sigur með frábærum seinni hálfleik. Gummersbach er í hópi neðstu liða deildarinnar og var aðeins búið að vinna fjóra af fyrstu fimmtán leikjum tímabilsins.

Handbolti

Snorri Steinn og félagar aftur á sigurbraut

Snorri Steinn Guðjónsson og félagar í GOG Håndbold unnu sex marka sigur á Holte, 25-19, í dönsku b-deildinni í handbolta í dag en GoG er áfram með öruggt forskot á toppi deildarinnar. Holte er í 11. sæti.

Handbolti

Svartfjallaland í úrslitaleikinn á öðru stórmótinu í röð

Norðmenn mæta Svartfjallalandi í úrslitaleiknum á Evrópumóti kvenna í handbolta í Serbíu eftir að Svartfellingar unnu dramatískan eins marks sigur á Serbíu, 27-26, í seinni undanúrslitaleiknum í Belgrad í kvöld. Norðmenn unnu 11 marka sigur á Ungverjum í fyrri undanúrslitaleik dagsins og geta unnið fimmta Evrópumeistaratitilinn í röð á morgun.

Handbolti

Þórir og norsku stelpurnar ekki í vandræðum með Ungverja

Norska kvennalandsliðið í handbolta er komið í úrslitaleik Evrópumótsins í Serbíu eftir sannfærandi ellefu marka sigur á Ungverjalandi, 30-19, í undanúrslitaleik þjóðanna í Belgrad í dag. Norska liðið mætir annaðhvort Serbíu eða Svartfjallalandi í úrslitaleiknum á morgun.

Handbolti

Hæsta hlutfall uppaldra leikmanna hjá FH

Fimmtán af nítján leikmönnum FH í N1 deild karla í handbolta í vetur eru uppaldir leikmenn en þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag og er byggt á gögnum frá Árna Stefánssyni, fræðslufulltrúa HSÍ.

Handbolti

Dönsku stelpurnar tryggðu sér fimmta sætið

Danska kvennalandsliðið náði fimmta sætinu á EM kvenna í handbolta í Serbíu eftir tveggja marka sigur á Rússlandi, 32-30, í leiknum um fimmta sætið í Belgrad í dag en seinna í dag fara fram undanúrslitaleikir keppninnar.

Handbolti

HK-fjölskyldan stendur þétt við hlið Bjarka

Það var frábær mæting á leik HK og FH í N1-deildinni á fimmtudag. Það var ekki bara handboltinn sem trekkti að því allur aðgangseyrir rann til Bjarka Más Sigvaldasonar sem er 25 ára gamall leikmaður knattspyrnuliðs HK. Hann glímir við erfið veikindi um þessar mundir.

Handbolti

Skortur á örvhentum skyttum

Íslenska landsliðið í handbolta er komið í svipaða stöðu og í aðdraganda Ólympíuleikanna í Barcelona 1992. Þá missti liðið líka þrjár örvhentar skyttur fyrir mótið og endaði á því að spila með rétthentan mann hægra megin, reyndar með mjög góðum árangri.

Handbolti