Skortur á örvhentum skyttum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2012 06:00 Alexander Petersson hefur fengið stærra og stærra hlutverk í landsliðinu með hverju stórmóti. Mynd/Nordicphotos/Bongarts Alexander Petersson verður væntanlega ekki með íslenska landsliðinu í næsta mánuði þegar Heimsmeistarakeppnin fer fram á Spáni, vegna þrálátra meiðsla á öxl. Þetta er þriðji byrjunarliðsmaðurinn sem heltist úr lestinni en jafnframt þriðja örvhenta skyttan sem verður ekki í boði fyrir þjálfarann Aron Kristjánsson. Áður hafði landsliðsfyrirliðinn og sá markahæsti frá upphafi, Ólafur Stefánsson, lagt landsliðsskóna á hilluna og þá er Rúnar Kárason, spútnikleikmaðurinn á EM í Serbíu, enn að koma til baka eftir krossbandsslit. Sú staða sem er komin upp minnir dálítið á aðdraganda Ólympíuleikanna fyrir rúmum tuttugu árum, þegar íslenska liðið fékk óvæntan þáttökurétt á leikunum í Barcelona. Íslenska liðið missti þrjá heimsklassa örvhenta leikmenn á mánuðunum fyrir mótið, fyrst reynsluboltana Kristján Arason og Sigurð Val Sveinsson og svo loks Bjarka Sigurðsson skömmu fyrir mót. Þjálfarinn Þorbergur Aðalsteinsson ákvað að veðja á rétthentan mann og Júlíus Jónasson skilaði þeirri stöðu með miklum glæsibrag. Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson hefur þegar biðlað til Ólafs Stefánssonar um að taka aftur fram skóna en eins og er Ásgeir Örn Hallgrímsson eina örvhenta skytta liðsins. Íslenska landsliðið átti frábært mót í Barcelona og náði því í fyrsta sinn í sögunni að spila um verðlaun á stórmóti. Liðið tapaði reyndar tveimur síðustu leikjum sínum, í undanúrslitum á móti Samveldinu og í leiknum um 3. sætið við Frakka, en strákarnir náðu þá að leysa það einstaklega vel að spila án örvhentar skyttu. Nú er bara að vona að það gangi jafnvel að leysa þetta á Spáni í janúar. Þrjár örvhentar skyttur duttu út fyrir ÓL í Barcelona 1992Kristján Arason Markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi var þarna kominn á lokakafla ferilsins og farinn að þjálfa FH. Kristján var með landsliðinu í b-keppninni í Austurríki fyrr um veturinn en spilaði þá aðallega í vörninni. Hann átti við þrálát meiðsli í öxl að stríða og ákvað að fara í skurðaðgerð í kjölfarið á tímabilinu þar sem FH-ingar urðu Íslandsmeistarar og bikarmeistarar undir hans stjórn.Sigurður Valur Sveinsson Hafði verið í skugga Kristjáns í tíð Bogdans Kowalczyk en fór á kostum í b-keppninni í Austurríki fyrr um árið þar sem hann skorað 25 mörk og átti fjölmargar stoðsendingar. Hann ákvað að láta laga liðband í þumalfingri eftir tímabilið en þegar hann fór undir hnífinn leit ekki út fyrir að íslenska landsliðið yrði með á Ólympíuleikunum í Barcelona.Bjarki Sigurðsson Bjarki hafði lengstum spilað í hægra horninu með landsliðinu en eftir forföll Kristjáns og Sigurðar ákvað Þorbergur að veðja á Bjarka í skyttustöðunni. Það fór hins vegar aldrei svo að Bjarki gæti leyst þá af. Bjarki meiddist á hné í upphafi leiks við Spán á æfingamóti um sumarið og gat ekki spilað með liðinu á leikunum. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sjá meira
Alexander Petersson verður væntanlega ekki með íslenska landsliðinu í næsta mánuði þegar Heimsmeistarakeppnin fer fram á Spáni, vegna þrálátra meiðsla á öxl. Þetta er þriðji byrjunarliðsmaðurinn sem heltist úr lestinni en jafnframt þriðja örvhenta skyttan sem verður ekki í boði fyrir þjálfarann Aron Kristjánsson. Áður hafði landsliðsfyrirliðinn og sá markahæsti frá upphafi, Ólafur Stefánsson, lagt landsliðsskóna á hilluna og þá er Rúnar Kárason, spútnikleikmaðurinn á EM í Serbíu, enn að koma til baka eftir krossbandsslit. Sú staða sem er komin upp minnir dálítið á aðdraganda Ólympíuleikanna fyrir rúmum tuttugu árum, þegar íslenska liðið fékk óvæntan þáttökurétt á leikunum í Barcelona. Íslenska liðið missti þrjá heimsklassa örvhenta leikmenn á mánuðunum fyrir mótið, fyrst reynsluboltana Kristján Arason og Sigurð Val Sveinsson og svo loks Bjarka Sigurðsson skömmu fyrir mót. Þjálfarinn Þorbergur Aðalsteinsson ákvað að veðja á rétthentan mann og Júlíus Jónasson skilaði þeirri stöðu með miklum glæsibrag. Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson hefur þegar biðlað til Ólafs Stefánssonar um að taka aftur fram skóna en eins og er Ásgeir Örn Hallgrímsson eina örvhenta skytta liðsins. Íslenska landsliðið átti frábært mót í Barcelona og náði því í fyrsta sinn í sögunni að spila um verðlaun á stórmóti. Liðið tapaði reyndar tveimur síðustu leikjum sínum, í undanúrslitum á móti Samveldinu og í leiknum um 3. sætið við Frakka, en strákarnir náðu þá að leysa það einstaklega vel að spila án örvhentar skyttu. Nú er bara að vona að það gangi jafnvel að leysa þetta á Spáni í janúar. Þrjár örvhentar skyttur duttu út fyrir ÓL í Barcelona 1992Kristján Arason Markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi var þarna kominn á lokakafla ferilsins og farinn að þjálfa FH. Kristján var með landsliðinu í b-keppninni í Austurríki fyrr um veturinn en spilaði þá aðallega í vörninni. Hann átti við þrálát meiðsli í öxl að stríða og ákvað að fara í skurðaðgerð í kjölfarið á tímabilinu þar sem FH-ingar urðu Íslandsmeistarar og bikarmeistarar undir hans stjórn.Sigurður Valur Sveinsson Hafði verið í skugga Kristjáns í tíð Bogdans Kowalczyk en fór á kostum í b-keppninni í Austurríki fyrr um árið þar sem hann skorað 25 mörk og átti fjölmargar stoðsendingar. Hann ákvað að láta laga liðband í þumalfingri eftir tímabilið en þegar hann fór undir hnífinn leit ekki út fyrir að íslenska landsliðið yrði með á Ólympíuleikunum í Barcelona.Bjarki Sigurðsson Bjarki hafði lengstum spilað í hægra horninu með landsliðinu en eftir forföll Kristjáns og Sigurðar ákvað Þorbergur að veðja á Bjarka í skyttustöðunni. Það fór hins vegar aldrei svo að Bjarki gæti leyst þá af. Bjarki meiddist á hné í upphafi leiks við Spán á æfingamóti um sumarið og gat ekki spilað með liðinu á leikunum.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sjá meira