Handbolti

Guðmundur: Vandræðalegt í fyrri hálfleik

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki skemmt í fyrri hálfleik gegn Bretum í kvöld. Gestgjafarnir hér í London reyndust strákunum okkar erfiðari viðureignar en búist var við en þeir kláruðu þó verkefnið almennilega í seinni hálfleik.

Handbolti

Þórir óánægður með gengi norska liðsins á ÓL

Norska kvennalandsliðið sem leikur undir stjórn Íslendingsins, Þóris Hergeirssonar, olli töluverðum vonbrigðum í riðlakeppni Ólympíuleikanna í handknattleik. Liðið endaði í fjórða sæti riðilsins en komst þó áfram í 8-liða úrslitin þar sem þær mæta toppliði A-riðils, Brasilíu.

Handbolti

Frakkarnir yfirbugaðir í Koparboxinu | Myndir

Íslenska handboltalandsliðið er á fljúgandi siglingu á Ólympíuleikunum í London eftir frábæran sigur á ríkjandi Ólympíumeisturum Frakka í greininni, 30-29. Sigrinum glæsilega var fagnað mikið í leikslok enda ekki á hverjum degi sem þetta ógnarsterka franska landslið þarf að lúta í lægra hald.

Handbolti

Guðmundur: Enginn heppnissigur

Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson gat vitaskuld ekki annað en verið ánægður með framnmistöðu sinna manna eftir sigur á Frökkunum í kvöld.

Handbolti

Sverre: Við erum bara nokkuð góðir

Sverre Jakobsson var í mikilvægu hlutverki gegn Frökkum í kvöld en varnarleikur íslenska liðsins hefur verið með eindæmum góður í leikjum Íslands á Ólympíuleikunum til þessa. Það var engin undantekning í kvöld þegar að strákarnir okkar unnu magnaðan sigur á Frökkum.

Handbolti

Alexander: Njótum ávaxta erfiðisins

Alexander Petersson átti frábæran dag eins og svo margir í íslenska landsliðinu í kvöld. Hann skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum og átti nokkur afar mikilvæg augnablik í leiknum.

Handbolti

Leik lokið: Ísland - Frakkland 30-29 | Stórkostlegur íslenskur sigur

Ísland vann í kvöld stórkostlegan eins marks sigur, 30-29 á Ólympíumeisturum Frakka. Íslenska liðið spilaði frábærlega í leiknum, bæði í vörn og sókn og vann að lokum verðskuldað eftir taugatrekkjandi lokamínútur. Ísland mun því enda í efsta sæti riðilsins og er komið í átta liða úrslit keppninnar.

Handbolti

Arnór: Er mjög sorgmæddur

Arnór Atlason þarf nú að finna sér nýtt félag eftir að AG Kaupmannahöfn lýsti sig gjaldþrota á dögunum. Snorri Steinn Guðjónsson er í sömu sporum.

Handbolti

Hundrað myndir af sögulegum sigri Íslendinga

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik vann í kvöld langþráðan sigur á Svíum á stórmóti í handknattleik. Sigurinn var þó mun tæpari en hann hefði þurft að vera en strákarnir okkar sluppu með skrekkinn undir lokin.

Handbolti

Róbert: Við erum að gera eitthvað rétt

Ísland hefur marga hildi háð gegn Svíum í gegnum árin og lengi vel var talað um Svíagrýluna sem Íslendingum tókst aldrei að vinna bug á. Undanfarin ár hafa þá strákarnir unnið nokkra góða sigra á Svíum en í kvöld vann það fyrsta stórmótssigur okkar gegn Svíum síðan 1964.

Handbolti

Aron: Maður verður að hamra á þeim

Aron Pálmarsson átti frábæran dag gegn Svíum í kvöld en hann skoraði níu glæsileg mörk í naumum sigri, 33-32. Það stefndi reyndar í mun öruggari sigur en Svíar náðu að hleypa mikilli spennu í leikinn á lokamínútunum.

Handbolti