Handbolti

HM 2013: Strákarnir okkar verða enn og aftur með á stórmóti

Íslenska karlalandsliðið í hanndknattleik átti ekki í vandræðum með að leggja lið Hollendinga á útivelli í umspili um laust sæti á HM á Spáni sem fram fer í janúar á næsta ári. Ísland landði öruggum 32-24 sigri í dag en fyrri leikurinn sem fram fór í Laugardalshöll endaði 41-27. Ísland sigraði því samtals 73-50. Fylgst var með gangi mála í leiknum í Hollandi á Vísi í textalýsingu.

Handbolti

Menn taka vel í rassskellingar og hafa gaman af

Leikmenn íslenska U20 ára landsliðs karla í handknattleik eru rassskelltir þrátt fyrir að ekki sé um hefð að ræða. Þetta staðfesti Árni Benedikt Árnason, leikmaður U20 ára liðsins í samtali við Vísi í gærkvöldi.

Handbolti

Rúnar er með slitið krossband

Landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason fékk það staðfest í kvöld að hann er með slitið fremra krossband. Rúnar meiddist á landsliðsæfingu í gær og var þá strax óttast að hann hefði slitið krossband.

Handbolti

Spænskir tvíburar til Rhein-Neckar Löwen

Guðmundur Guðmundsson fær liðsstyrk fyrir komandi átök í þýsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili en lið hans, Rhein-Neckar Löwen, hefur gengið frá samningum við spænsku bræðurna Gedeon og Isias Guardiola.

Handbolti

Rúnar hugsanlega með slitið krossband

Landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason meiddist illa á landsliðsæfingu í kvöld. Hann verður klárlega ekki með gegn Hollandi um næstu helgi og svo gæti farið að hann verði frá næstu mánuðina.

Handbolti

Ramune: Nýtt upphaf fyrir mig

Handboltakonan Ramune Pekarskyte fær á næstunni íslenskan ríkisborgararétt og verður hún gjaldgeng í íslenska landsliðið síðar á árinu. Hún er 31 árs gömul og stefnir á að setjast að á Íslandi eftir að handboltaferlinum lýkur.

Handbolti

Mikilvægt fyrir þjóðina að sagan sé skráð

„Það er ekki bara mikilvægt fyrir HSÍ heldur fyrir Ísland sem þjóð að skrá þessa merku sögu. Handboltinn er svo greiptur í þjóðarsálina hjá okkur og gaman að geta gengið að sögunni frá upphafi fram á síðustu daga sem eru glæstir," segir Knútur Hauksson formaður Handknattleikssambands Íslands en saga íþróttarinnar á Íslandi síðustu 90 árin er komin á prent.

Handbolti

Pekarskyte íslenskur ríkisborgari

Handboltakonan Ramune Pekarskyte fær senn íslenskt ríkisfang þar sem hún var ein þeirra 36 sem allsherjar- og menntamálanefnd lagði til að fengi íslenskan ríkisborgararétt.

Handbolti

Rúmenía bættist í riðil Íslands

Forkeppni EM 2014 í handbolta lauk um helgina og kom þá í ljós hvaða lið verður ásamt Slóveníu og Hvíta-Rússlandi andstæðingur Íslands í undankeppninni sem hefst í haust.

Handbolti

Með níu tær inn á HM á Spáni - myndir

Íslenska karlalandsliðið í handbolta er í fínum málum í umspili fyrir HM í handbolta eftir fjórtán marka sigur á Hollandi í fyrri leik liðanna. Íslenska liðið má því tapa með þrettán marka mun í seinni leiknum sem fer fram í Hollandi eftir viku.

Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Holland 41-27

Íslenska landsliðið í handknattleik vann mjög þægilegan sigur á Hollendingum, 41-27, í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM á Spáni 2013. Ísland byrjaði leikinn nokkuð illa en komst fljótlega í takt og keyrðu síðan yfir gestina í síðari hálfleiknum . Snorri Steinn Guðjónsson var frábær í liði Íslands og gerði níu mörk.

Handbolti

Eintóm þvæla að ég eigi að vera jóker

Íslenska landsliðið náði sér ekki á strik á Evrópumótinu í Serbíu í janúar og hafnaði í 10. sæti. Liðið var gagnrýnt og meðal annars lét Sigurður Bjarnason, fyrrum landsliðsmaður og þáverandi sérfræðingur RÚV í EM-stofunni, í ljós þá skoðun sína að ábyrgð Arons í liðinu væri of mikil. Að hans mati ætti Aron að vera í hlutverki jókers. Aron segist hafa heyrt gagnrýni Sigurðar en vera langt frá því að vera sammála.

Handbolti

Aron Pálmars: Það pirrar mig að sitja á bekknum

Aron Pálmarsson, stórskytta íslenska landsliðsins í handbolta, er klár í slaginn en Ísland mætir Hollandi í undankeppni HM annað kvöld. Aron segist vera kominn niður á jörðina eftir ótrúlegt tímabil með þýska stórliðinu THW Kiel.

Handbolti

Arndís María og Þórunn báðar úr Val í Gróttu

Kvennalið Gróttu hefur fengið mikinn liðstyrk í N1-deild kvenna því þær Arndís María Erlingsdóttir og Þórunn Friðriksdóttir hafa báðar skrifað undir samninga við Gróttuliðið. Þær eru báðar uppaldar á Nesinu en hafa leikið með Val síðustu ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Gróttu.

Handbolti

Aðsendur pistill: Þjóðaríþrótt Íslendinga

Tvær góðar greinar hafa komið fram undanfarnar vikur, báðar um kvennahandbolta.Fjölluðu þær um hvernig hægt að bæta boltann og hvað beri að gera í því sambandi. Það ber að fagna þegar fólk kemur hugmyndum og umræðu af stað varðandi þjóðarsportið.

Handbolti