Handbolti

Róbert farinn frá Löwen: Ég felldi ekki mörg tár

Eftir mikla bekkjarasetu hjá Rhein Neckar-Löwen í Þýskalandi hefur Róbert Gunnarsson gengið til liðs við franska félagið Paris Handball. Minnstu munaði að Parísarliðið félli úr efstu deild en það ætlar sér stóra hluti næsta vetur.

Handbolti

Guðmundur: Búinn að vera stórkostlegur tími

Það styttist í kveðjustund Guðmundar Guðmundssonar með landsliðið. Það var tilkynnt um helgina að Guðmundur hætti með liðið eftir ÓL í sumar. Hann hefur náð einstökum árangri með landsliðið. Eftir rúmlega fjögur farsæl ár í starfi landsliðsþjálfara styttist í að Guðmundur Guðmundsson láti af störfum. Það gerir hann í ágúst að loknum Ólympíuleikunum.

Handbolti

Stelpurnar okkar sáu aldrei til sólar í Úkraínu

Íslenska kvennalandsliðið lék gegn Úkraínu ytra í gær í hreinum úrslitaleik um laust sæti á EM. Íslenska liðið varð að vinna leikinn með þremur mörkum til þess að komast á EM í Hollandi en það átti aldrei að vera því íslenska liðið átti undir högg að sækja allan leikinn.

Handbolti

Stelpurnar okkar fara ekki á EM

EM-draumur íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik dó í Úkraínu í dag þegar liðið tapaði með tveimur mörkum, 22-20. Úkraína fer því á EM en þetta var hreinn úrslitaleikur um farseðil á EM.

Handbolti

AG danskur meistari annað árið í röð

Íslendingaliðið AG frá Kaupmannahöfn varð í kvöld danskur meistari í handknattleik annað árið í röð. AG lagði Bjerringbro-Silkeborg í úrslitaleikjunum. AG vann fyrri leikinn með ellefu marka mun, 30-19, og spennan fyrir leikinn í dag var því lítil AG vann hann með einu marki, 22-21.

Handbolti

Guðmundur hættir eftir Ólympíuleikana

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, mun láta af störfum sem landsliðsþjálfari eftir Ólympíuleikana í London. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá HSÍ í dag.

Handbolti

Fullkomnu tímabili hjá Kiel lokið

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel náðu því ótrúlega afreki í dag að vinna alla 34 leiki sína í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Lokaumferðin fór fram í dag þá lagði Kiel fyrrum félag Alfreðs, Gummersbach.

Handbolti

Þurfa 3 marka sigur í Úkraínu

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta spilar á morgun hreinan úrslitaleik um sæti á EM í Hollandi þegar liðið mætir Úkraínu í lokaleiknum í sínum undanriðli.

Handbolti

Verður þetta fullkomið tímabil hjá Kiel?

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel geta í dag tryggt sér fullkomið tímabil í þýsku úrvalsdeildinni og þar með sæti í sögubókunum um ókomna tíð. Eftir sigra í fyrstu 33 deildarleikjunum sínum þá mætir Kiel liði Gummersbach á heimavelli í lokaumferð þýsku deildarinnar.

Handbolti

Vranjes framlengir við Flensburg

Svíinn Ljubomir Vranjes hefur skrifað undir nýjan samning við þýska úrvalsdeildarfélagið Flensburg en hann náði flottum árangri með liðið í vetur en það er í öðru sæti deildarinnar.

Handbolti

Andersson fer til AG í sumar

Dönsku meistararnir í AG tilkynntu loks í dag að Svíinn Kim Andersson muni ganga í raðir liðsins í sumar. Þetta hefur legið fyrir í margar vikur.

Handbolti

Sverre þarf hvíld fyrir Ólympíuleikana

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta valdi 20 leikmenn í æfingahóp fyrir leiki Íslands og Hollands í undankeppni HM 2013. Þeir fara fram dagana 10. og 16. júní en fyrri leikurinn verður hér á landi.

Handbolti

33. sigurinn í húsi hjá Kiel - vantar nú bara einn í fullkomið tímabil

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í THW Kiel unnu ellefu marka útisigur á botnliði Eintracht Hildesheim, 35-24, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en þetta var fyrsti leikur Kiel eftir að liðið vann Meistaradeildina um síðustu helgi. Kiel var sex mörkum yfir í hálfleik, 19-13, og þurfti ekki að hafa mikið fyrir þessum sigri.

Handbolti

Orri Freyr fylgir Óskari Bjarna til Viborg

Orri Freyr Gíslason, línumaður Vals í N1 deild karla í handbolta, hefur gert tveggja ára samning við danska félagið Viborg. Orri Freyr mun því fylgja þjálfara sínum Óskari Bjarna Óskarssyni til danska félagsins en Óskar Bjarni mun þjálfa liðið á næsta tímabili.

Handbolti

Christiansen leggur skóna á hilluna

Hinn magnaði danski hornamaður Lars Christiansen hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna ferugur að aldri. Christiansen er ekki í Ólympíuhópi Dana og hann tilkynnti í kjölfarið að skórnir væru farnir á hilluna.

Handbolti

Draumariðill í Lundúnum

Ísland slapp við gull- og silfurliðin frá EM í Serbíu þegar dregið var í riðla fyrir Ólympíuleikana í Lundúnum – en fékk í staðinn Bretland og Argentínu. Ísland er einnig í riðli með Frakklandi, Svíþjóð og Túnis. Strákarnir hefja leik 29. júlí.

Handbolti

EM-draumur stelpnanna okkar á lífi - myndir

Íslenska kvennalandsliðið á enn möguleika á að komast í úrslitakeppni EM eftir frábæran 21-18 sigur á Spáni í Vodfonehöllinni í kvöld. Stelpurnar lögðu gruninn að sigrinum með því að vinna fyrstu fimmtán mínútur seinni hálfleiksins 10-2 eftir að hafa verið 8-10 undir í hálfleik.

Handbolti

Titillinn blasir við AG

Íslendingaliðið AG frá Kaupmannahöfn er komið með níu fingur á danska meistaratitilinn eftir öruggan ellefu marka sigur, 19-30, á Bjerringbro-Silkeborg í fyrri leik liðanna um danska meistaratitilinn.

Handbolti