Handbolti

Ólafur Stefánsson hvíldur gegn Króatíu

Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, er ekki í leikmannahópi Íslands sem mætir Króatíu í lokaleik sínum í undanriðli Ólympíuleikanna í dag. Sigurbergur Sveinsson kemur inn í liðið í stað Ólafs.

Handbolti

Guðmundur: Ég er afskaplega ánægður og stoltur

"Ég er afskaplega ánægður og stoltur. Við erum að spila fyrir hönd þjóðarinnar og erum ánægðir að hafa náð þessum stóra áfanga. Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var stórkostlegur og lagði hann grunninn að sigrinum. Við spilum frábæran varnarleik sem við höfum stundum náð upp í okkar leik og refsum við þeim grimmilega með hraðaupphlaupsmörkum,” sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik eftir að liðið tryggði sér farseðilinn á ÓL í London með 41-30 sigri gegn Japan í Króatíu í dag.

Handbolti

Ungverjar unnu Makedóníumenn - Svíar unnu sinn leik

Fyrsta degi af þremur er lokið í riðli Svía í forkeppni Ólympíuleikanna í London og eru Ungverjar og Svíar í efstu sætunum eftir leiki dagsins. Ungverjaland vann 29-26 sigur á Makedóníu en Svíar unnu 25-20 sigur á Brasilíu í hinum leiknum.

Handbolti

22 marka tap fyrir Rússlandi

Íslands tapaði í dag stórt fyrir Rússlandi í undankeppni HM U-20 liða en riðill Íslands fer fram í Tyrklandi. Lokatölur voru 41-19, Rússlandi í vil.

Handbolti

Ólafur: Hefði verið út úr kú að spila á EM

Landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson er kominn aftur í íslenska landsliðið í handbolta og ætlar að hjálpa liðinu að komast inn á Ólympíuleikana í Lundúnum. Fram undan eru þrír leikir á þremur dögum í Króatíu yfir páskana þar sem strákarnir okkar hafa tæ

Handbolti

Vignir fer til Minden í sumar

Vignir Svavarsson mun ganga til liðs við þýska handknattleiksliðið Minden nú í sumar en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið.

Handbolti

Fyrsti landsleikur Óla Stefáns og Snorra Steins í 296 daga

Ólafur Stefánsson og Snorri Steinn Guðjónsson eru aftur komnir inn í íslenska karlalandsliðið í handbolta og verða í sviðsljósinu í kvöld þegar íslenska landsliðið tekur á móti Norðmönnum í æfingalandsleik í Laugardalshöllinni. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og er eini undirbúningsleikur íslenska liðsins fyrir forkeppni Ólympíuleikana sem fer fram í Króatíu um páskana.

Handbolti

Aron finnur sig vel í Höllinni | Hvað gerir hann í kvöld?

Aron Pálmarsson hefur verið heitur í síðustu landsleikjum Íslands í Laugardalshöllinni og nú er að sjá hvort að hann haldi áfram uppteknum hætti í kvöld. Strákarnir okkar mæta þá Norðmönnum í eina æfingaleiknum sínum fyrir forkeppni Ólympíuleikanna sem fer fram í Króatíu um páskana. Leikur við Norðmenn hefst klukkan 19.30.

Handbolti

Samhug og stemningu í veganesti

Íslenska karlalandsliðið mætir Norðmönnum klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni í kvöld. Fram undan er forkeppni Ólympíuleikanna og þetta er eini æfingaleikurinn í snörpum undirbúningi strákanna okkar.

Handbolti

Serbía fór létt með Síle

Síle, fyrsti andstæðingur Íslands í forkeppni Ólympíuleikanna, steinlá í æfingaleik gegn Serbíu í kvöld. Lokatölurnar voru 30-15, Serbum í vil.

Handbolti

Oddur á leið til Gummersbach

Akureyringurinn Oddur Gretarsson er á leiðinni til Þýskalands í fyrramálið en hann verður til reynslu hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu Gummersbach næstu daga.

Handbolti

GUIF í góðum málum

Lið Kristjáns Andréssonar, GUIF, er einum leik frá því að komast í úndanurslit sænska handboltans. GUIF lagði Malmö, 29-31, öðru sinni í dag og er 2-0 yfir i rimmu liðanna.

Handbolti