Handbolti 20 ára strákarnir geta tryggt sig inn á EM í dag | Mæta Eistum í Víkinni Íslenska 20 ára landsliðið í handbolta er í góðum málum í undankeppni EM sem fer fram hér á landi. Íslensku strákarnir unnu Bosníu í fyrsta leiknum og eftir sigur Bosníumanna á Eistum í gær er ljóst að íslenska liðinu nægir jafntefli í lokaleiknum á móti Eistlandi til þess að tryggja sér sæti á EM. Handbolti 8.4.2012 13:00 Árni Þór raðaði inn mörkum í lokin og tryggði Bittenfeld jafntefli Árni Þór Sigtryggsson var hetja Bittenfeld í þýsku b-deildinni í handbolta í gær þegar liðið gerði 31-31 jafntefli við VfL Potsdam. Árni Þór skoraði jöfunarmarkið á lokasekúndunni. Árni Þór skoraði alls níu mörk í leiknum sem er langt yfir meðalskori hans sem eru 2,5 mörk í leik. Handbolti 8.4.2012 11:52 Ólafur Stefánsson hvíldur gegn Króatíu Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, er ekki í leikmannahópi Íslands sem mætir Króatíu í lokaleik sínum í undanriðli Ólympíuleikanna í dag. Sigurbergur Sveinsson kemur inn í liðið í stað Ólafs. Handbolti 8.4.2012 09:04 Guðmundur: Ég er afskaplega ánægður og stoltur "Ég er afskaplega ánægður og stoltur. Við erum að spila fyrir hönd þjóðarinnar og erum ánægðir að hafa náð þessum stóra áfanga. Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var stórkostlegur og lagði hann grunninn að sigrinum. Við spilum frábæran varnarleik sem við höfum stundum náð upp í okkar leik og refsum við þeim grimmilega með hraðaupphlaupsmörkum,” sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik eftir að liðið tryggði sér farseðilinn á ÓL í London með 41-30 sigri gegn Japan í Króatíu í dag. Handbolti 7.4.2012 18:42 Umfjöllun: Japan - Ísland - 30-41 | Íslendingar komnir á Ólympíuleikana Íslendingar eru komnir á Ólympíuleikana í Lundúnum sem verða haldnir í sumar eftir frábæran ellefu marka sigur, 30-41 á Japönum. Leikurinn í dag var algjör úrslitaleikur fyrir bæði lið og var greinilegt að strákarnir ætluðu sér ekki að missa af tækifærinu að komast á leikana. Handbolti 7.4.2012 15:30 Ólafur Guðmundsson orðaður við IFK Kristianstad Handknattleiksmaðurinn Ólafur Guðmundsson hefur verið orðaður við sænska úrvalsdeildarliðið IFK Kristianstad en frá þessu greinir sænska blaðið Aftonbladet. Handbolti 7.4.2012 11:15 Strákarnir unnu mikilvægan sigur á Bosníu U-20 landslið Íslands í handbolta vann í kvöld afar mikilvægan sigur á jafnöldrum sínum frá Bosníu í undankeppni EM, 30-28. Handbolti 6.4.2012 22:39 Guðmundur: Vil ekki sjá svona kæruleysisleg skot Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var í viðtali hjá Guðjón Guðmundssyni á Stöð 2 Sport eftir sigurinn á móti Síle í dag þar sem að hann fór yfir leik íslenska liðsins. Handbolti 6.4.2012 20:22 Danir lentu sjö mörkum undir en náðu jafntefli við Þjóðverja Evrópumeistarar Dana gerðu 25-25 jafntefli í vináttulandsleik i Flensburg í dag en liðin mætast síðan aftur á morgun. Þjóðverjar voru sex mörkum yfir í hálfleik, 16-10, og komst mest sjö mörkum yfir í byrjun seinni hálfleiks. Handbolti 6.4.2012 19:58 Króatar rúlluðu yfir Japana í seinni hálfleik Króatía vann öruggan sigur á Japan, 36-22, í fyrsta leik forkeppninnar fyrir Ólympíuleikana í Lundúnum eftir að hafa verið aðeins tveimur mörkum yfir í hálfleik. Handbolti 6.4.2012 17:27 Umfjöllun: Ísland - Síle 25-17 | Skylduverki lokið Ísland vann öruggan átta marka sigur á Síle í fyrsta leik liðanna í forkeppni Ólympíuleikanna. Mestu munaði um góðan kafla í upphafi seinni hálfleiks og markvörslu Björgvins Páls Gústavssonar. Handbolti 6.4.2012 17:06 Ungverjar unnu Makedóníumenn - Svíar unnu sinn leik Fyrsta degi af þremur er lokið í riðli Svía í forkeppni Ólympíuleikanna í London og eru Ungverjar og Svíar í efstu sætunum eftir leiki dagsins. Ungverjaland vann 29-26 sigur á Makedóníu en Svíar unnu 25-20 sigur á Brasilíu í hinum leiknum. Handbolti 6.4.2012 17:00 22 marka tap fyrir Rússlandi Íslands tapaði í dag stórt fyrir Rússlandi í undankeppni HM U-20 liða en riðill Íslands fer fram í Tyrklandi. Lokatölur voru 41-19, Rússlandi í vil. Handbolti 6.4.2012 15:48 Hvernig hafa strákarnir okkar komist á ÓL í gegnum tíðina Íslenska karlalandsliðið stendur í stórræðum um páskana þar sem liðið mun reyna að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í London sem fara fram í haust. Ísland hefur verið með sex Ólympíuleikunum en getur nú komist inn á þriðju leikana í röð. Handbolti 6.4.2012 15:30 Sverre tognaði á brjóstvöðva - ætlar að harka af sér á móti Síle Íslenska karlalandsliðið í handbolta leikur sinn fyrsta leik af þremur í forkeppni Ólympíuleikanna í kvöld þegar strákarnir okkar mæta Síle. Ísland er í riðli með Síle, Japan og gestgjöfum Króatíu og tvö efstu liðin komast inn á Ólympíuleikana í London. Handbolti 6.4.2012 12:19 Ólafur: Hefði verið út úr kú að spila á EM Landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson er kominn aftur í íslenska landsliðið í handbolta og ætlar að hjálpa liðinu að komast inn á Ólympíuleikana í Lundúnum. Fram undan eru þrír leikir á þremur dögum í Króatíu yfir páskana þar sem strákarnir okkar hafa tæ Handbolti 5.4.2012 10:00 Róbert: Erum með alla nema Lexa Róbert Gunnarsson, línumaður íslenska landsliðsins, verður í sviðsljósinu í Króatíu. Handbolti 5.4.2012 07:00 Vignir fer til Minden í sumar Vignir Svavarsson mun ganga til liðs við þýska handknattleiksliðið Minden nú í sumar en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Handbolti 4.4.2012 15:20 Atli hættir með Akureyri eftir tímabilið Atli Hilmarsson mun hætta að þjálfa lið Akureyrar í N1-deild karla eftir tímabilið. Liðið mætir FH í undanúrslitum úrslitakeppninnar sem hefst síðar í mánuðinum. Handbolti 3.4.2012 22:23 Sautján leikmenn fara til Króatíu Guðmundur Guðmundsson valdi í kvöld sautján leikmenn í íslenska landsliðið sem fara nú til Króatíu til að taka þátt í forkeppni Ólympíuleikanna í Lundúnum. Handbolti 3.4.2012 22:15 Ólafur: Verðum að strika þennan leik út Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði spilaði í kvöld sinn fyrsta landsleik í tæplega 300 daga. Hann átti ekki sinn besta dag frekar en félagar hans í liðinu. Handbolti 3.4.2012 21:50 Fyrsti landsleikur Óla Stefáns og Snorra Steins í 296 daga Ólafur Stefánsson og Snorri Steinn Guðjónsson eru aftur komnir inn í íslenska karlalandsliðið í handbolta og verða í sviðsljósinu í kvöld þegar íslenska landsliðið tekur á móti Norðmönnum í æfingalandsleik í Laugardalshöllinni. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og er eini undirbúningsleikur íslenska liðsins fyrir forkeppni Ólympíuleikana sem fer fram í Króatíu um páskana. Handbolti 3.4.2012 17:45 AGK búið að selja 17 þúsund miða á Barcelona-leikinn á Parken Það verður örugglega mikið fjör á Parken í Kaupmannahöfn 20. apríl næstkomandi þegar AG Kaupmannahöfn tekur á móti Barcelona í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Handbolti 3.4.2012 17:15 Aron finnur sig vel í Höllinni | Hvað gerir hann í kvöld? Aron Pálmarsson hefur verið heitur í síðustu landsleikjum Íslands í Laugardalshöllinni og nú er að sjá hvort að hann haldi áfram uppteknum hætti í kvöld. Strákarnir okkar mæta þá Norðmönnum í eina æfingaleiknum sínum fyrir forkeppni Ólympíuleikanna sem fer fram í Króatíu um páskana. Leikur við Norðmenn hefst klukkan 19.30. Handbolti 3.4.2012 16:00 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Noregur 34-34 Íslenska karlalandsliðið var víðsfjarri sínu besta í kvöld er það tók á móti B-liði Noregs. Leikur liðsins hreinasta hörmung og jafntefli niðurstaðan. Handbolti 3.4.2012 14:39 Guðmundur um meiðsli Alexanders: Einföld aðgerð á öxlinni myndi bjarga ÓL Alexander Petersson gefur ekki kost á sér í forkeppni Ólympíuleikanna vegna meiðsla á öxl en hann hefur engu að síður verið að spila með Füchse Berlin. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var spurður út í mál Alexanders á blaðamannafundi í gær. Handbolti 3.4.2012 08:30 Samhug og stemningu í veganesti Íslenska karlalandsliðið mætir Norðmönnum klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni í kvöld. Fram undan er forkeppni Ólympíuleikanna og þetta er eini æfingaleikurinn í snörpum undirbúningi strákanna okkar. Handbolti 3.4.2012 08:00 Serbía fór létt með Síle Síle, fyrsti andstæðingur Íslands í forkeppni Ólympíuleikanna, steinlá í æfingaleik gegn Serbíu í kvöld. Lokatölurnar voru 30-15, Serbum í vil. Handbolti 2.4.2012 22:46 Oddur á leið til Gummersbach Akureyringurinn Oddur Gretarsson er á leiðinni til Þýskalands í fyrramálið en hann verður til reynslu hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu Gummersbach næstu daga. Handbolti 1.4.2012 19:15 GUIF í góðum málum Lið Kristjáns Andréssonar, GUIF, er einum leik frá því að komast í úndanurslit sænska handboltans. GUIF lagði Malmö, 29-31, öðru sinni í dag og er 2-0 yfir i rimmu liðanna. Handbolti 1.4.2012 16:03 « ‹ ›
20 ára strákarnir geta tryggt sig inn á EM í dag | Mæta Eistum í Víkinni Íslenska 20 ára landsliðið í handbolta er í góðum málum í undankeppni EM sem fer fram hér á landi. Íslensku strákarnir unnu Bosníu í fyrsta leiknum og eftir sigur Bosníumanna á Eistum í gær er ljóst að íslenska liðinu nægir jafntefli í lokaleiknum á móti Eistlandi til þess að tryggja sér sæti á EM. Handbolti 8.4.2012 13:00
Árni Þór raðaði inn mörkum í lokin og tryggði Bittenfeld jafntefli Árni Þór Sigtryggsson var hetja Bittenfeld í þýsku b-deildinni í handbolta í gær þegar liðið gerði 31-31 jafntefli við VfL Potsdam. Árni Þór skoraði jöfunarmarkið á lokasekúndunni. Árni Þór skoraði alls níu mörk í leiknum sem er langt yfir meðalskori hans sem eru 2,5 mörk í leik. Handbolti 8.4.2012 11:52
Ólafur Stefánsson hvíldur gegn Króatíu Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, er ekki í leikmannahópi Íslands sem mætir Króatíu í lokaleik sínum í undanriðli Ólympíuleikanna í dag. Sigurbergur Sveinsson kemur inn í liðið í stað Ólafs. Handbolti 8.4.2012 09:04
Guðmundur: Ég er afskaplega ánægður og stoltur "Ég er afskaplega ánægður og stoltur. Við erum að spila fyrir hönd þjóðarinnar og erum ánægðir að hafa náð þessum stóra áfanga. Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var stórkostlegur og lagði hann grunninn að sigrinum. Við spilum frábæran varnarleik sem við höfum stundum náð upp í okkar leik og refsum við þeim grimmilega með hraðaupphlaupsmörkum,” sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik eftir að liðið tryggði sér farseðilinn á ÓL í London með 41-30 sigri gegn Japan í Króatíu í dag. Handbolti 7.4.2012 18:42
Umfjöllun: Japan - Ísland - 30-41 | Íslendingar komnir á Ólympíuleikana Íslendingar eru komnir á Ólympíuleikana í Lundúnum sem verða haldnir í sumar eftir frábæran ellefu marka sigur, 30-41 á Japönum. Leikurinn í dag var algjör úrslitaleikur fyrir bæði lið og var greinilegt að strákarnir ætluðu sér ekki að missa af tækifærinu að komast á leikana. Handbolti 7.4.2012 15:30
Ólafur Guðmundsson orðaður við IFK Kristianstad Handknattleiksmaðurinn Ólafur Guðmundsson hefur verið orðaður við sænska úrvalsdeildarliðið IFK Kristianstad en frá þessu greinir sænska blaðið Aftonbladet. Handbolti 7.4.2012 11:15
Strákarnir unnu mikilvægan sigur á Bosníu U-20 landslið Íslands í handbolta vann í kvöld afar mikilvægan sigur á jafnöldrum sínum frá Bosníu í undankeppni EM, 30-28. Handbolti 6.4.2012 22:39
Guðmundur: Vil ekki sjá svona kæruleysisleg skot Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var í viðtali hjá Guðjón Guðmundssyni á Stöð 2 Sport eftir sigurinn á móti Síle í dag þar sem að hann fór yfir leik íslenska liðsins. Handbolti 6.4.2012 20:22
Danir lentu sjö mörkum undir en náðu jafntefli við Þjóðverja Evrópumeistarar Dana gerðu 25-25 jafntefli í vináttulandsleik i Flensburg í dag en liðin mætast síðan aftur á morgun. Þjóðverjar voru sex mörkum yfir í hálfleik, 16-10, og komst mest sjö mörkum yfir í byrjun seinni hálfleiks. Handbolti 6.4.2012 19:58
Króatar rúlluðu yfir Japana í seinni hálfleik Króatía vann öruggan sigur á Japan, 36-22, í fyrsta leik forkeppninnar fyrir Ólympíuleikana í Lundúnum eftir að hafa verið aðeins tveimur mörkum yfir í hálfleik. Handbolti 6.4.2012 17:27
Umfjöllun: Ísland - Síle 25-17 | Skylduverki lokið Ísland vann öruggan átta marka sigur á Síle í fyrsta leik liðanna í forkeppni Ólympíuleikanna. Mestu munaði um góðan kafla í upphafi seinni hálfleiks og markvörslu Björgvins Páls Gústavssonar. Handbolti 6.4.2012 17:06
Ungverjar unnu Makedóníumenn - Svíar unnu sinn leik Fyrsta degi af þremur er lokið í riðli Svía í forkeppni Ólympíuleikanna í London og eru Ungverjar og Svíar í efstu sætunum eftir leiki dagsins. Ungverjaland vann 29-26 sigur á Makedóníu en Svíar unnu 25-20 sigur á Brasilíu í hinum leiknum. Handbolti 6.4.2012 17:00
22 marka tap fyrir Rússlandi Íslands tapaði í dag stórt fyrir Rússlandi í undankeppni HM U-20 liða en riðill Íslands fer fram í Tyrklandi. Lokatölur voru 41-19, Rússlandi í vil. Handbolti 6.4.2012 15:48
Hvernig hafa strákarnir okkar komist á ÓL í gegnum tíðina Íslenska karlalandsliðið stendur í stórræðum um páskana þar sem liðið mun reyna að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í London sem fara fram í haust. Ísland hefur verið með sex Ólympíuleikunum en getur nú komist inn á þriðju leikana í röð. Handbolti 6.4.2012 15:30
Sverre tognaði á brjóstvöðva - ætlar að harka af sér á móti Síle Íslenska karlalandsliðið í handbolta leikur sinn fyrsta leik af þremur í forkeppni Ólympíuleikanna í kvöld þegar strákarnir okkar mæta Síle. Ísland er í riðli með Síle, Japan og gestgjöfum Króatíu og tvö efstu liðin komast inn á Ólympíuleikana í London. Handbolti 6.4.2012 12:19
Ólafur: Hefði verið út úr kú að spila á EM Landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson er kominn aftur í íslenska landsliðið í handbolta og ætlar að hjálpa liðinu að komast inn á Ólympíuleikana í Lundúnum. Fram undan eru þrír leikir á þremur dögum í Króatíu yfir páskana þar sem strákarnir okkar hafa tæ Handbolti 5.4.2012 10:00
Róbert: Erum með alla nema Lexa Róbert Gunnarsson, línumaður íslenska landsliðsins, verður í sviðsljósinu í Króatíu. Handbolti 5.4.2012 07:00
Vignir fer til Minden í sumar Vignir Svavarsson mun ganga til liðs við þýska handknattleiksliðið Minden nú í sumar en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Handbolti 4.4.2012 15:20
Atli hættir með Akureyri eftir tímabilið Atli Hilmarsson mun hætta að þjálfa lið Akureyrar í N1-deild karla eftir tímabilið. Liðið mætir FH í undanúrslitum úrslitakeppninnar sem hefst síðar í mánuðinum. Handbolti 3.4.2012 22:23
Sautján leikmenn fara til Króatíu Guðmundur Guðmundsson valdi í kvöld sautján leikmenn í íslenska landsliðið sem fara nú til Króatíu til að taka þátt í forkeppni Ólympíuleikanna í Lundúnum. Handbolti 3.4.2012 22:15
Ólafur: Verðum að strika þennan leik út Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði spilaði í kvöld sinn fyrsta landsleik í tæplega 300 daga. Hann átti ekki sinn besta dag frekar en félagar hans í liðinu. Handbolti 3.4.2012 21:50
Fyrsti landsleikur Óla Stefáns og Snorra Steins í 296 daga Ólafur Stefánsson og Snorri Steinn Guðjónsson eru aftur komnir inn í íslenska karlalandsliðið í handbolta og verða í sviðsljósinu í kvöld þegar íslenska landsliðið tekur á móti Norðmönnum í æfingalandsleik í Laugardalshöllinni. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og er eini undirbúningsleikur íslenska liðsins fyrir forkeppni Ólympíuleikana sem fer fram í Króatíu um páskana. Handbolti 3.4.2012 17:45
AGK búið að selja 17 þúsund miða á Barcelona-leikinn á Parken Það verður örugglega mikið fjör á Parken í Kaupmannahöfn 20. apríl næstkomandi þegar AG Kaupmannahöfn tekur á móti Barcelona í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Handbolti 3.4.2012 17:15
Aron finnur sig vel í Höllinni | Hvað gerir hann í kvöld? Aron Pálmarsson hefur verið heitur í síðustu landsleikjum Íslands í Laugardalshöllinni og nú er að sjá hvort að hann haldi áfram uppteknum hætti í kvöld. Strákarnir okkar mæta þá Norðmönnum í eina æfingaleiknum sínum fyrir forkeppni Ólympíuleikanna sem fer fram í Króatíu um páskana. Leikur við Norðmenn hefst klukkan 19.30. Handbolti 3.4.2012 16:00
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Noregur 34-34 Íslenska karlalandsliðið var víðsfjarri sínu besta í kvöld er það tók á móti B-liði Noregs. Leikur liðsins hreinasta hörmung og jafntefli niðurstaðan. Handbolti 3.4.2012 14:39
Guðmundur um meiðsli Alexanders: Einföld aðgerð á öxlinni myndi bjarga ÓL Alexander Petersson gefur ekki kost á sér í forkeppni Ólympíuleikanna vegna meiðsla á öxl en hann hefur engu að síður verið að spila með Füchse Berlin. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var spurður út í mál Alexanders á blaðamannafundi í gær. Handbolti 3.4.2012 08:30
Samhug og stemningu í veganesti Íslenska karlalandsliðið mætir Norðmönnum klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni í kvöld. Fram undan er forkeppni Ólympíuleikanna og þetta er eini æfingaleikurinn í snörpum undirbúningi strákanna okkar. Handbolti 3.4.2012 08:00
Serbía fór létt með Síle Síle, fyrsti andstæðingur Íslands í forkeppni Ólympíuleikanna, steinlá í æfingaleik gegn Serbíu í kvöld. Lokatölurnar voru 30-15, Serbum í vil. Handbolti 2.4.2012 22:46
Oddur á leið til Gummersbach Akureyringurinn Oddur Gretarsson er á leiðinni til Þýskalands í fyrramálið en hann verður til reynslu hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu Gummersbach næstu daga. Handbolti 1.4.2012 19:15
GUIF í góðum málum Lið Kristjáns Andréssonar, GUIF, er einum leik frá því að komast í úndanurslit sænska handboltans. GUIF lagði Malmö, 29-31, öðru sinni í dag og er 2-0 yfir i rimmu liðanna. Handbolti 1.4.2012 16:03