Handbolti

Ísland heldur með öllum nema Serbum

Eftir að Danmörk tryggði sér sæti í undanúrslitum EM í handbolta er ljóst að bara Serbía getur komið í veg fyrir að Ísland fái auðveldasta riðilinn í undankeppni Ólympíuleikanna.

Handbolti

Danir unnu Svía örugglega og komust í undanúrslitin

Danir kórónuðu frábæra frammistöðu sína í milliriðlunum með því að vinna sjö marka sigur á Svíum í kvöld, 31-24, og tryggja sér sæti í undanúrslitum keppninnar. Danir komu stigalausir inn í milliriðilinn en gáfust ekki upp og unnu alla leiki sína á móti Makedóníu, Þýskalandi og Svíum.

Handbolti

Aron: Lofar góðu fyrir framhaldið

"Það var leiðinlegt að klára þetta ekki. Við klikkuðum á fullmörgum dauðafærum. Miðað við hvernig fyrri hálfleikur spilaðist áttum við að leiða með fleiri mörkum í hálfleik," sagði Aron Pálmarsson eftir jafnteflisleikinn gegn Frökkum á EM.

Handbolti

Aron Rafn: Draumur að rætast hjá mér

"Þetta var eiginlega ekkert sérstakt. Þetta var bara hrikalega leiðinlegt," sagði markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson og hló dátt. Hann spilaði í dag sinn fyrsta leik á stórmóti og átti ágæta innkomu.

Handbolti

Kári: Frakkarnir voru ekki á neinu yfirvinnukaupi

"Það hefði verið fínt að vinna þetta. Jafntefli á móti Frökkum. Er það ekki bara seigt? Það hefði samt gefið okkur mikið að hafa unnið Frakka," sagði línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson eftir jafnteflið gegn Frökkum í dag.

Handbolti

Anton og Hlynur varadómarar í dag

Þeir Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson munu ekki dæma á EM í dag, nema að aðrir dómarar forfallast. Þeir verða varadómarar á fyrstu tveimur leikjum dagsins í milliriðli 1.

Handbolti

Adolf Ingi slær í gegn sem klappstýra

Adolf Ingi Erlingsson, íþróttafréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, hefur farið á kostum í innslögum sínum á youtube-síðu Evrópska handknattleikssambandsins. Í þetta skiptið þiggur Adolf góð ráð frá klappstýrunum í Serbíu og dömurnar taka hann í kennslustund.

Handbolti

Onesta: Kemur í ljós á Ólympíuleikunum hvort velgengnin sé á enda

Claude Onesta, þjálfari franska landsliðsins í handknattleik, var ósáttur við frammistöðu sinna manna í 29-22 tapi gegn Króötum í gær. Onesta sagði liðið eiga í erfiðleikum en það kæmi ekki í ljós fyrr en á Ólympíuleikunum í London í sumar hvort velgengni gullaldarliðs Frakka væri á enda.

Handbolti

Tæknimistökin verða okkur að falli

Kári Kristján Kristjánsson átti magnaðan leik gegn Spánverjum í gær. Hann kom af bekknum, skoraði þrjú mörk og fiskaði ein fjögur víti. Hann var þess utan duglegur að opna fyrir félaga sína enda enginn hægðarleikur fyrir Spánverjana að komast í kringum "Heimaklett“ eins og Eyjamaðurinn þrekni er stundum kallaður.

Handbolti

Köstuðu leiknum frá sér í upphafi

Draumur íslenska landsliðsins um undanúrslitasæti á EM dó endanlega í gær þegar liðið tapaði með fimm mörkum, 31-26, fyrir frábæru liði Spánverja. Hörmuleg byrjun á leiknum reyndist of dýrkeypt.

Handbolti

Björgvin búinn að verja flest víti á EM

Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, er sá markvörður á Evrópumótinu í Serbíu sem hefur varið flest víti í mótinu nú þegar öll lið hafa lokið fimm leikjum. Björgvin Páll varði 3 víti á móti Spánverjum í dag og hefur varið alls sex víti í fimm leikjum íslenska liðsins.

Handbolti

Slóvenar unnu Ungverja og hjálpuðu Króötum inn í undanúrslitin

Spánn og Króatía eru komin áfram í undanúrslitin þrátt fyrir að ein umferð sé eftir að milliriðli tvö á Evrópumótinu í handbolta í Serbíu. Slóvenar unnu tveggja marka sigur á Ungverjum í kvöld, 32-30, og þar með getur ekkert lið endar ofar en Spánn og Króatía í milliriðli Íslands.

Handbolti

Spánverjarnir alltof sterkir - myndir

Íslenska handboltalandsliðið átti litla möguleika á móti sterku liði Spánverja eftir að hafa nánast gefið þeim spænsku sjö mörk í forgjöf í upphafi leiks. Ísland tapaði leiknum á endanum með fimm marka mun.

Handbolti

Ásgeir Örn: Vorum ekki nógu grimmir

"Þeir voru miklu betri en við í dag. Þeir byrjuðu sterkar, voru ákveðnari og vissu betur hvað þeir ætluðu að gera í byrjun leiksins. Þá náðu þeir strax fínu forskoti og við vorum að elta það forskot allan leikinn," sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson sem hefur verið að spila vel fyrir íslenska liðið í Serbíu.

Handbolti

Þórir: Við getum alveg unnið þetta lið

Hornamaðurinn Þórir Ólafsson tók minni þátt í leiknum gegn Spánverjum í dag en hann hefur gert á mótinu til þessa. Ástæðan er að hann gengur ekki alveg heill til skógar og gat ekki æft fyrir leikinn.

Handbolti