Lífið

Dóttir Ingós og Alexöndru komin með nafn

Dóttir tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, betur þekktur sem Ingó veðurguð, og sambýliskonu hans Alexöndru Eirar Davíðsdóttur, var skírð við hátíðlega athöfn um helgina. Stúlkan fékk nafnið Júlía Eir.

Lífið

„Lífs­stíllinn er að drepa okkur“

Númi Snær Katrínarson, þrautreyndur þjálfari og rekstrarmaður, segist hafa fengið menningarsjokk þegar hann kom aftur til Íslands eftir að hafa dvalið mánuðum saman í frumskógum Costa Rica með fjölskyldu sinni.

Lífið

Stjörnulífið: Kóngar, drottningar og stjörnur í út­löndum

Konunglegar heimsóknir og brúðkaup voru meðal þess sem bar hæst í vikunni sem leið hjá stjörnum landsins. Það hefur ekki farið framhjá neinum að það hefur kólnað allhressilega á landinu og jörðin víðast hvar orðin hvít. Það er ekki að sjá hjá mörgum stjörnum sem eru í sólinni í útlöndum.

Lífið

Ó­trú­leg til­viljun er Stefán brenndi fánann

Stefán Einar Stefánsson, siðfræðingur og fjölmiðlamaður, segir ótrúlega tilviljun hafa átt sér stað þegar hann var að brenna gamlan og ónýtan íslenskan fána í dag. Þegar hann stóð yfir fánanum sem var þá í ljósum logum bárust þær fréttir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafi boðað til blaðamannafundar og að ríkisstjórnin væri sprungin.

Lífið

Hvað eru plötusnúðarnir að hlusta á?

Margir geta tengt við það að vera á leið út á land, nokkurra klukkutíma bílferð fram undan og því nauðsynlegt að hlusta á grípandi tóna eða áhugavert hlaðvarp en valkvíðinn tekur yfir. Lífið á Vísi heyrði í atvinnufólki þegar það kemur að hlustun, nokkrum af plötusnúðum landsins, sem deila góðum ráðum við spurningunni hvað á ég að hlusta á?  

Lífið

„Ég nenni ekkert að hafa eitt­hvað að sanna“

„Mér finnst ég vera mjög sjálfsörugg og ég elska sjálfa mig,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Guðrún Svava, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát. Hún hefur gengið í gegnum ýmislegt á lífsleiðinni en hún er viðmælandi í Einkalífinu.

Lífið

„Leið­angurinn verður kvennaleiðangur að öllu leyti“

Eftir viku halda tvær íslenskra konur, Soffía Sigurgeirsdóttir og Lukka Pálsdóttir, til Nepal til að ganga upp á austurtind Lobuche í Himalayafjöllum í Nepal. Upp að tindi eru 6.119 metrar. Soffía og Lukka ganga til stuðnings sjerpa fjallgöngukonum í Nepal.

Lífið

Hlaupa Bleiku slaufuna í sólar­hring

„Þetta verður í 24 tíma því að krabbameinið sefur aldrei, hvort sem það er nótt eða dagur. Það er fólk búið að skrá sig á alla tímanna í nótt. Þetta gengur frábærlega.“

Lífið

Mary drottning hafi undrast um­ræðu um brúna skó Björns

„Hvort sem það er gott eða slæmt þá eru umræður um umbúðir oft meiri en um innihald,“ segir Halla Tómasdóttir forseti Íslands um fréttaflutning af Danmerkurheimsókn hennar undanfarna daga. Hún segir Mary Danadrottningu hafa undrast á þeirri athygli sem brúnir skór Björns Skúlasonar eiginmanns Höllu hafi fengið hér á landi. 

Lífið

Lauf­ey á lista yfir á­hrifa­mestu áhrifavaldana

Tónlistarkonan Laufey, sem farið hefur sigurför um heiminn undanfarna mánuði, er ein áhrifamesti áhrifavaldur heims, ef marka má lista Hollywood reporter. Meðfram tónlistinni er Laufey dugleg að framleiða efni fyrir aðdáendur sína á samfélagsmiðlum á borð við TikTok og Instagram, en brot af því má sjá neðst í fréttinni.

Lífið

Fékk ekki at­vinnu­við­töl vegna kín­verska nafnsins

„Ég hef oft lent í aðstæðum þar sem fólk sem þekkir mig ekki er að hrósa mér og segja mér hvað ég tali rosalega góða íslensku. Ég veit þá ekki alveg hvernig ég á að bregðast við, ég meina ég er fædd á Íslandi þannig að hvaða annað tungumál á ég að tala?“ segir Ósk Hoi Ning Chow sem er hálf íslensk og hálf kínversk. Þrátt fyrir að vera fædd og uppalin á Íslandi hefur Ósk þurft að takast á við ýmsar hindranir fyrir það eitt að bera kínverskt eftirnafn, og þá ekki síst á vinnumarkaðnum.

Lífið

Höllu fylgt um Kaup­manna­höfn: „Er hún ekki vin­sæl á Ís­landi?“

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, fagnaði 56 ára afmæli í gær. Hún er nýkomin aftur heim úr sinni fyrstu opinberu heimsókn til Danmerkur þar sem öllu var til tjaldað. Heimsókn sem hún lýsir sjálf sem lærdómsríku ævintýri. Töluverður áhugi var fyrir heimsókninni í Danmörku og komust færri fjölmiðlar að en vildu á helstu viðburði.

Lífið

Glæsihús um­vafið ó­snortnu hrauni

Við Mosprýði í Garðabæ er að finna glæsilegt parhús sem stendur á fallegri náttúrulóð, umvafin ósnortnu hrauni. Um er að ræða 345 fermetra hús á þremur pöllum sem þykir með þeim glæsilegri.

Lífið

Frum­sýning á Vísi: Stikla úr sýningunni Óska­land

Vísir frumsýnir hér glænýja stiklu úr sýningunni Óskaland í tilefni af frumsýningu leikritsins á Stóra sviði Borgarleikhússins. Óskaland er fyndin og hjartnæm sýning um fjölskylduflækjur og kynslóðabil. Leikstjórn er í höndum Hilmis Snæs Guðnasonar.

Lífið

Fékk unnustu í af­mælis­gjöf

Leikaraparið Arnór Björnsson og Kolbrún María Másdóttir eru trúlofuð. Arnór fór á skeljarnar daginn fyrir 26 ára afmælið sitt í vikunni og lýsir hann sér sem heppnasta manni í heimi.

Lífið

Dreymir um að eiga Range Rover

„Ég er með mjög gott innsæi og tilfinningu fyrir hlutum sem ég held að hafi nú þegar gerst eða eru að fara gerast, og ég hef nánast alltaf rétt fyrir mér,“ segir Sóldís Vala Ívarsdóttir, Ungfrú Ísland 2024, spurð hvort hún búi yfir leyndum hæfileikum.

Lífið

Hlátrarsköll á svartri kómedíu

Frumsýning gamanmyndarinnar, Top 10 möst, fór fram fyrir fullum sal áhorfenda í Smárabíói í gærkvöldi. Um er að ræða kolsvarta kómedíu sem fjallar um viðkvæm málefni en er sett upp á spaugilegan hátt.

Lífið

Yung Filly á­kærður fyrir nauðgun og líkams­á­rás

Breski tónlistarmaðurinn og útvarpsmaðurinn Yung Filly hefur verið ákærður fyrir nauðgun og líkamsárás. Filly var áður þáttastjórnandi hjá breska ríkisútvarpinu, BBC. Milljónir fylgja honum á samfélagsmiðlum. Filly var handtekinn í Ástralíu eftir að kona sakaði hann um að hafa ráðist á sig á hótelherbergi í Perth.

Lífið