Lífið

Var mjög heit fyrir lýtalækninum
„Ég elska að vera lengi að mála mig og hlusta á gellu hlaðvarp. Ég elska enn meira að fara í langa sjóðandi heita sturtu,“ segir Tara Sif Birgisdóttir, þjálfari, dansari og fasteignasali, sem lýsir sjálfri sér sem jákvæðri og hreinskilinni girly-girl.

Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri
Eiður Smári Guðjohnsen, einn besti knattspyrnumaður Íslandssögunnar, er í skíðaferð í Sviss ásamt Höllu Vilhjálmsdóttur Koppel, leikkonu og verðbréfamiðlara. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þau verið að hittast undanfarið.

Hefndi kossins með kossi
Bandaríska leikkonan Halle Berry smellti einum rembingskossi á kollega sinn Adrien Brody á rauða dreglinum fyrir Óskarsverðlaunin í gær. Þar með „hefndi“ hún fyrir það þegar Brody kyssti hana á sömu hátíð fyrir meira en tuttugu árum.

Flytur ekki inn í lúxusíbúðina
Holtsteinn ehf., félag í eigu Þormóðs Jónssonar markaðsmanns hefur sett smekklega og endurnýjaða 138 fermetra íbúð við Efstaleiti í Reykjavík á sölu. Rut Káradóttir innanhússarkitekt sá um hönnunina sem er hin glæsilegasta.

Maskadagur á Ísafirði
Móðir á Ísafirði hefur í nægu að snúast enda ber bolludag og maskadag upp á afmælisdag sex ára sonar hennar. Já, maskadagur er haldinn hátíðlegur vestur á fjörðum en fyrir vikið er lítið um fagnaðarlæti á öskudaginn sjálfan líkt og annarsstaðar á landinu - í það minnsta á Ísafirði.

Auddi og Steindi í BDSM
Alheimsdraumurinn hófst á föstudagskvöldið á Stöð 2 en í þáttunum keppa þeir Steindi og Auddi gegn Sveppa og Pétri Jóhanni í stigasöfnun.

Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris
Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, skutlaði Bjarna í þaulsetnum Toyota Yaris á landsfund flokksins í Laugardalshöll um helgina.

Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið
Guðmundur Ingi Þórvaldsson leikari segist hafa tengst stórleikaranum Anthony Hopkins í gegnum sameiginlega reynslu þeirra af tólf spora kerfinu. Hann segir hvert ár sem tekst að halda börnum frá áfengi og fíkniefnum skipta sköpum. Taka verði utan um þá krakka sem ekki passi inn í.

Aukatónleikar Bryan Adams
Vegna mikillar eftirspurnar og fjölda áskorana hefur Sena ákveðið að halda aukatónleika með Bryan Adams í Eldborg, Hörpu. Aukatónleikarnir fara fram daginn eftir hina tónleika, þriðjudaginn 22. apríl.

Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum
Það var nóg um að vera í Kringlunni um helgina og þá sérstaklega í gær þegar að strákarnir í Alheimsdraumnum árituðu plaköt og sátu fyrir á myndum með aðdáendum.

Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum
Marsmánuður er genginn í garð og veturinn mætti aftur með snjókomu, lægðum og öðru fjöri. Mánuðurinn virðist þó fara vel í stjörnur landsins sem hafa það huggulegt í hversdagsleikanum, baka bollur, fagna kærleikanum, í fríi erlendis og skella sér á skíði.

Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana
„Mér fannst svo fáránleg hugsun að ég þyrfti að bíða eftir einhverjum öðrum til að láta minn draum rætast og skapa mér það líf sem mig langaði í. Ég vildi taka stjórnina,“ segir Sigrún Dóra Jóhannsdóttir. Hún var 32 ára gömul þegar hún tók þá ákvörðun að eignast barn einsömul.

Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt
„Ég held að þetta sé ótrúlega gaman og lærdómsríkt. Þetta er smá ævintýri og við fáum að leyfa innri prinsessunni eða dívunni að blómstra,“ segir Móeiður Sif Skúladóttir, 37 ára flugfreyja og einkaþjálfari, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland.

Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs
Leikkonan og flugfreyjan Kristín Pétursdóttir hefur skapað sér og fjölskyldu sinni einstaklega fallegt og hlýlegt heimili í íbúð við Njálsgötu í hjarta Reykjavíkur. Eignin er 69 fermetrar að stærð í reisulegu húsi sem hefur verið í eigu fjölskyldu hennar allt frá árinu 1930.

Hjálmar Örn fékk hjartaáfall
Skemmtikrafturinn Hjálmar Örn Jóhannsson er á batavegi eftir að hafa fengið hjartaáfall heima hjá sér á höfuðborgarsvæðinu í gær. Hann þakkar heilbrigðiskerfi á Íslandi fyrir fagmennsku á ögurstundu.

„Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“
„Það var eiginlega bara sekúnduspursmál hvenær það myndi kvikna í,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari sem árið 1979 varð vitni að þyrluslysi á Mosfellsheiði, því seinna af tveimur með fárra klukkustunda millibili. Ragnar var staddur á slysstað á vegum Morgunblaðsins, þar sem hann starfaði sem fréttaljósmyndari, en endaði á því að ganga í björgunarstörf.

Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk
Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni!

Vilja valdefla konur í brjóstagjöf
Á dögunum kom út fyrsta íslenska bókin sem fjallar um brjóstagjöf. Í bókinni er að finna ýmis ráð við þekktum vandamálum, reynslusögur og skýringarmyndir. Höfundar bókarinnar eru Ingibjörg Eiríksdóttir Hildur A. Ármannsdóttir, Þórunn Pálsdóttir, Hulda Sigurlína Þórðardóttir og Hallfríður Kristín Jónsdóttir. Allar eru þær ljósmæður, hjúkrunarfræðingar og brjóstagjafaráðgjafar.

Danir senda annan Færeying í Eurovision
Færeyingurinn Jóhanna Norðberg Niclasen, sem syngur undir nafninu Sissal, keppir fyrir hönd Danmerkur í Eurovision eftir að hafa borið sigur úr býtum í Melodi Grand Prix, dönsku hliðstæðu Söngvakeppninnar.

Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta
Nemendur Verzlunarskóla Íslands frumsýndu söngleikinn Stjarnanna borg fyrir fullum sal síðastliðið mánudagskvöld. Verkið er byggt á dans og söngvamynd frá 2016 þar sem Ryan Gosling og Emma Stone fara með aðalhlutverk.

Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn
Það mun allt iða af lífi og fjöri í Þingeyjarsveit um helgina og næstu daga því þar stendur nú yfir Vetrarhátíð við Mývatn með um fimmtíu viðburðum víðs vegar um sveitarfélagið. Dorgað verður meðal annars á Mývatni og hægt verður að fara í sleðahundaferðir svo eitthvað sé nefnt.

Lifir lífinu við óbærilegan sársauka
Bryndís Hekla Sigurðardóttir er 17 ára stúlka frá Selfossi sem greindist með CRPS taugasjúkdóminn fyrir tveimur og hálfu ári. CRPS hefur hefur kallaður sársaukafyllsti sjúkdómur í heimi – og af góðri ástæðu. Á sársaukaskalanum 0 til 50 mælist CRPS í 46 - sambærilegur sársauki og fólk finnur fyrir við aflimun og fæðingu.

Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar
„Það eru þessi mál sem gera vinnuna mína að bestu vinnu í heimi,“ segir Aðalheiður G. Sigrúnardóttir neyðarvörður hjá Neyðarlínunni.

Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo
„Ég byrja að taka þessu mjög alvarlega í níunda bekk, þegar allir fóru að spyrja hvað ég ætlaði að gera þegar ég yrði stór,“ segir leikkonan Ísadóra Bjarkardóttir Barney. Ísadóra fer með aðalhlutverkið í íslensku kvikmyndinni Fjallið. Hún á ekki langt að sækja listræna hæfileika sína en hún er dóttir Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarkonu og listamannsins Matthew Barney. Blaðamaður ræddi við Ísadóru um lífið og listina.

Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir
Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu.

Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt
Eigandi reiðhjóls sem sótt var í Reykjavíkurhöfn fyrr í vikunni af kafara er kominn í leitirnar. Eigandinn hafði ekki hugmynd um að hjólið væri horfið úr bakgarðinum fyrr en eiginkona hans rak augun í mynd af hjólinu á Facebook. Hann segir hjólið það eina sinnar tegundar hér á landi.

Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði
Fjöllistamaðurinn Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, og eiginkona hans, Magnea Þóra Guðmundsdóttir arkitekt, hafa fest kaup á reisulegu einbýlishúsi við Bauganes í Skerjafirðinum. Hjónin greiddu 126 milljónir fyrir eignina.

Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð
Forsala á Þjóðhátíð í Eyjum er hafin og tilkynnt hefur verið um fyrstu tónlistarmennina sem verða meðal þeirra sem stíga munu á svið á hátíðinni í ár. Fram kom í Brennslunni í morgun að Aron Can muni stíga á svið auk Væb bræðra sem spila í fyrsta skiptið á útihátíðinni í ár.

Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“
Alheimsdraumurinn er á leiðinni í loftið og verður mögulega um bestu þáttaröðina til þess að ræða. Sindri Sindrason hitti strákana og fór yfir málin en þættirnir verða frumsýndir á Stöð 2 í kvöld.

Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu
Leslie Hackman dóttir stórleikarans Gene Hackman segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu áður en hann fannst látinn. Hún segir ekki hafa merkt neitt undarlegt í samskiptum við föður sinn áður en hann lést.