Skoðun

Fást engin svör

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Margítrekaðar tilraunir til þess að reyna að fá skýringar á því hvers vegna stjórnvöld ákváðu skyndilega að hætta að halda uppi vörnum gagnvart Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), sem hefur krafizt þess að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn gangi framar innlendri lagasetningu, hafa engan árangur borið.

Skoðun

Sann­leikurinn um Evrópu­sam­bandið V: 26 þjóðir hafa hafnað eigin gjald­miðli, líka Þýzkaland með sitt ofursterka Mark

Ole Anton Bieltvedt skrifar

Fyrir nokkrum árum, á tíma fyrri ríkisstjórnar, tjáði þáverandi fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannesson, sig um þörf þess, að við tækjum upp stöðugan gjaldmiðil, helzt Evruna, til að tryggja trausta afkomu og stöðugleika – svo menn gætu gert áætlanir og byggt sín áform og plön á traustum grunni, hefðu fyrirsjáanleika – og, ekki sízt, til að tryggja lága vexti, réttlátara þjóðfélag og meiri velferð.

Skoðun

Mann­réttinda­brot á vinnu­markaði

Helgi Brynjarsson skrifar

Á dögunum lagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fram frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði í þriðja sinn. Markmið frumvarpsins er að tryggja félagafrelsi á vinnumarkað í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar, Mannréttindasáttmála Evrópu og Félagsmálasáttmála Evrópu.

Skoðun

Af hverju vilja lyfja­fyrir­tæki ekki að lyfjahampur verði lög­leiddur?

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Lyfjahampur, sem inniheldur kannabisefni eins og THC og CBD, hefur vaxið í vinsældum sem náttúruleg meðferð við mörgum sjúkdómum, þar á meðal langvinnum verkjum, gigt og flogaveiki. Hins vegar hafa mörg stór lyfjafyrirtæki sýnt minni áhuga á því að styðja lögleiðingu lyfjahamps, sem vekur upp spurningar um hver ástæðan sé á bak við þessa tregðu.

Skoðun

Hvað á ég að gera í því?

María Rut Hinriksdóttir skrifar

Undanfarið hafa alls kyns óhugnanlegar fréttir dunið á íslensku samfélagi. Við veltum eðlilega fyrir okkur hvað sé verið að gera til að sporna gegn þeirri óheillaþróun. Mörg velta einnig fyrir sér hvort við getum sjálf lagt eitthvað á vogarskálarnar og það getum við svo sannarlega gert.

Skoðun

Gætum við verið betri hvert við annað?

Jakob Frímann Magnússon skrifar

Fyrir 30 árum, 1994, kom fyrsti snjallsíminn á markað. Áratugi síðar, 2004 hóf svo Facebook innreið sína og 2007 fengum við í hendur það fjölnota tæki sem snjallsíminn iPhone er. Allt eru þetta stórkostlegar uppfinningar – rétt eins og gufuvélin, skriðdrekinn og atómsprengjan. Ekki ber okkur að amast við nýsköpun og tækniframförum, en í þeim efnum veldur sannarlega hver á heldur. Gervigreinda snjallmennið hefur haslað sér völl til frambúðar.

Skoðun

Þar sem náttúran tapar

Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Fyrirhugaðar framkvæmdir vegna atvinnustarfsemi í og við Þorlákshöfn, sem mikið hefur verið fjallað um undanfarið, hafa vakið ugg hjá mörgum íbúum svæðisins. Iðnaðarsvæðið vestan Þorlákshafnar munu nefnilega verða mjög sýnilegt og gjörbreyta ásýnd strandsvæðisins til frambúðar að mati Náttúrufræðistofnun Íslands.

Skoðun

Fjár­festing í há­skólum

Magnús Karl Magnússon skrifar

Það hefur verið á vitorði stjórnvalda í áratugi að við vanfjárfestum í háskólamenntun. Ísland veitir mun minna fjármagni í þennan málaflokk en önnur Norðurlönd og aðrar þjóðir sem við viljum gjarnan bera okkur saman við. Það hefur lengi verið á stefnuskrá stjórnvalda að breyta þessu, en lítið hefur þokast í þá átt.

Skoðun

Orkunýlendan Ís­land?

Bjarni Jónsson skrifar

Kapphlaupið um Ísland er í algleymingi, náttúru og auðlindir þjóðarinnar. Um landið sveima lukkuriddarar og leppar erlendra stórfyrirtækja og ríkjasambanda, ásamt fleira landsölufólki og íslenskum meðhlauppsmönnum.

Skoðun

Ég vil ekki þennan veru­leika

Hólmfríður Ásta Hjaltadóttir skrifar

Enn eitt barnið hefur verið myrt. Lítil 10 ára stúlka úr hverfinu mínu. Ég fékk illt í hjartað þegar ég sá frétt um að barn hafi verið myrt af foreldri sínu. Það sem var mér efst í huga var að biðja til guðs að þessi litla stúlka hafi ekki upplifað angist og sársauka á síðustu augnablikum lífs síns. Það næsta var það sama og ég hef hugsað í hin tvö skiptin á undan þegar barn hefur verið myrt á árinu - að enginn sem ég þekki tengist þessu barni persónulega. Hversu hryllilegt áfall að missa barn í lífi sínu á svona skyndilegan og ofbeldisfullan hátt. Ég óska engum svoleiðis sársauka og sálarkvalir.

Skoðun

Grímulaus grænþvottur

Dofri Hermannsson skrifar

SA keyptu sér skoðanakönnun. Spurt var: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi?“ Að sögn, var hugtakið „græn orkuframleiðsla“ notað að aðgreina virkjun umhverfisvænna og endurnýjanlegra orkuauðlinda frá raforkuframleiðslu með bruna jarðefnaeldsneytis.

Skoðun

Sam­rýmist það sam­fé­lags­legri á­byrgð ef fyrir­tæki þitt er aðili að Við­skipta­ráði?

Andri Snær Magnason skrifar

Ímyndum okkur að vírus breiddist yfir jörðina og allir veðurfræðingar, jöklafræðingar, sjávarlíffræðingar ásamt gestum á COP ráðstefnum vöknuðu einn daginn og gætu bara sagt: EBITA EBITA! EBITA. Alveg sama hver spurningin væri, þá væri svarið bara EBITA! Öllum væri ljóst að þeir væru fallnir fyrir einhverjum Zombí-vírus. 

Skoðun

Skortur á serótónín

Gunnar Dan Wiium skrifar

Mikil umræða hefur verið upp á síðkastið um skerta samkennd og hnignun í siðferði í samfélaginu. Eins og að fólk vakni í smá stund þegar meðbræður og systur á öllum aldri eru myrt og svikin. Í þessu litla samfélagi sem við búum í eru allir á einhvern hátt tengd svo allir þekkja einhvern sem allavega þekkir einhvern sem upplifir missir og ómælda sorg. Þessi sorg vekur okkur, opnar augu okkar í eitt augnablik þar sem við spyrjum gildra spurninga. Af hverju gerast þessir hlutir og hvar liggur orsakasamhengið?

Skoðun

Þegar sorgin bankar upp á

Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Sá sorglegi atburður sem átti sér stað þann 24 ágúst í miðborg Reykjavíkur er ungur maður ræðst á ungmenni með hníf sem leiddi til dauða ungrar stúlku fáum dögum síðar hefur valdið sorg um allt samfélagið og komið af stað miklum umræðum um unga fólkið okkar.

Skoðun

Alzheimer - mennska og mildi

Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar

Hinn 21. september er Alþjóðlegur dagur Alzheimer og mig langar að minna okkur öll á þau sem gleyma, þau sem eru greind með Alzheimer eða aðra tegund heilabilunar og hvað við hin getum gert til að efla lífsgæði þeirra.

Skoðun

Lýðheilsa bætt um 64 milljarða

Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Í vikunni var uppfærður sögulegur samgöngusáttmáli samþykktur í borgarstjórn Reykjavíkur. Svo ánægjulega vill til að þetta var gert í evrópsku samgönguvikunni. Samgöngusáttmáli sveitarstjórnanna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisvaldsins er sannkallað tímamótasamkomulag.

Skoðun

Er krónan að valda á­tökum á milli kyn­slóða?

Guðmundur Ragnarsson skrifar

Eins og hlutirnir hafa verið að þróast í samfélaginu undanfarin ár með auknum kröfum á stjórnvöld og sveitarfélög er að mínu viti að byggjast upp mikil spenna á milli kynslóða. Þessi spenna lýsir sér þannig að unga fólkið sem er að koma sér af stað í samfélaginu með því að stofna fjölskyldur kallar eftir meiri og meiri stuðningi opinberra aðila við að koma sér þaki yfir höfuðið og eignast börn. Nýjasta krafan sem fékkst fram eru fríar máltíðir í skólum óháð efnahag foreldra.

Skoðun

Var­huga­verð þróun í leik­skóla­málum

Finnbjörn A. Hermannsson og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifa

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hefur verulegar áhyggjur af þróun leikskólamála í nokkrum sveitarfélögum hér á landi. Þróunin hefur einkennst af hagræðingu sem bitnar á þjónustu við foreldra á vinnumarkaði, t.d. með hvötum til styttri dagvistunar, færri opnunardögum og hærra gjaldi fyrir foreldra sem reiða sig á fullan leikskóladag fyrir börnin sín.

Skoðun

Bóf-ar(ion)?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Stundum virðist vera sem svo að ákveðnir aðilar séu bara alls ekki í neinu sambandi við það sem er að gerast út í samfélaginu. Þá er ég auðvitað að tala um bankana.

Skoðun

Þetta er ekki allt að koma með fjár­laga­frum­varpinu

Eyjólfur Ármannsson skrifar

Fjár­laga­frum­varpið dreg­ur ekki úr verðbólgu­vænt­ing­um, eft­ir­spurn og fram­boðsskorti á hús­næði fyr­ir venju­legt fólk. Rík­is­fjár­mál­un­um er ekki beitt gegn verðbólg­unn­i, aðhald minnk­ar og halla­rekst­ur dreg­ur ekki úr verðbólgu.

Skoðun

Ó­mark­tæk skoðana­könnun

Marinó G. Njálsson skrifar

Með fullri virðingu fyrir Gallup, þá er ekkert hægt að lesa út úr svörum við spurningunni „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi?“

Skoðun

Ef Trump tapar kosningunum…

Jun Þór Morikawa skrifar

Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru að verða spennuþrungnari dag frá degi. Ég sé að allir helstu fjölmiðlar á Íslandi eru með sérstaka umfjöllun um kosningarnar þar sem fleiri fylgjast með fréttum og það eru aðeins nokkrar vikur til þriðjudagsins 5. nóvember, þá er kjördagur.

Skoðun

Við­skipta­þvinganir gegn Ísrael

Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar

Eftir heilt ár af linnulausum og grimmilegum hernaði Ísraels gagnvart Palestínumönnum getur alþjóðasamfélagið ekki setið hjá lengur. Brýnt er að ríki heims taki sig saman um aðgerðir sem setja raunverulegan þrýsting á ísraelsk stjórnvöld.

Skoðun

Á­herslur ráð­herra skipta máli

Heimir Örn Árnason skrifar

Ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að höfuðstöðvar nýrrar umhverfis- og orkustofnunar verði staðsettar á Akureyri felur í sér mikil tækifæri ekki aðeins fyrir okkur íbúa Norðurlands heldur einnig fyrir landsbyggðina alla og íslenskt samfélag.

Skoðun

Snúum hjólunum á­fram

Andrés Ingi Jónsson skrifar

Á sama tíma og ríkisstjórninni gengur sífellt verr að ná árangri í loftslagsmálum kemur á óvart að annað árið í röð þurfi að berjast fyrir stuðningi við hóp fólks sem hefur tekið sér mikilvægt hlutverk í þágu grænni og betri framtíðar.

Skoðun

Búðu til pláss – fyrir öll börn

Birna Þórarinsdóttir skrifar

Landsnefnd UNICEF á Íslandi fagnar nú 20 ára afmæli sínu með ákalli til þjóðarinnar sem vitnar í ljóðið þar sem upphafsorð þessarar greinar er um finna. Ákall um að landsmenn búi til pláss í hjartanu sínu fyrir öll börn sem þurfa á okkur að halda og gerist Heimsforeldrar UNICEF.

Skoðun

Framlengjum séreignarleiðina til að vernda heimilin

Vilhjálmur Hilmarsson skrifar

Nú þegar heimilin standa frammi fyrir aukinni skuldabyrði hefur ríkisstjórnin ákveðið að fella niður mikilvægt varnarúrræði – almenna heimild til að nýta séreignarsparnað til ráðstöfunar inn á höfuðstól láns. Þetta er bæði illa tímasett og slæm ákvörðun fyrir millitekjufólk. Heimilin standa nú frammi fyrir því að fá verðbólguna af fullum þunga í heimilisbókhaldið.

Skoðun