Veður

Víða dá­lítil snjó­koma eða él

Gera má ráð fyrir norðan kalda eða stinningskalda og dálitlum éljum eða snjókomu í dag, en þurrt að kalla suðvestanlands. Það mun lægja smám saman þegar líður á daginn og styttir víða upp. Kólnar svo í veðri með kvöldinu.

Veður

Hvöss austan­átt syðst á landinu

Gert er ráð fyrir hvassri austanátt syðst á landinu í dag , en talsvert hægari vindi annars staðar. Einnig verður úrkoma um mest allt land, snjókoma fyrir norðan en rigning eða slydda sunnan heiða.

Veður

Bætir í vind og úr­komu í nótt

Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri austlægri átt víðast hvar á landinu í dag. Það mun þó blása svolítið með suðurströndinni og má gera ráð fyrir strekkingi þar.

Veður

Vonskuveður um allt land og vegir víða ó­færir

Vonskuveður með mikilli snjókomu gengur yfir Austfirði og Norðurland en víða hefur snjóað og verið mjög hvasst um vestanvert landið. Vegir eru lokaðir um allt land og sums staðar væntir ekki fregna fyrr en á morgun.

Veður

Djúp lægð nálgast og við­vörun gefin út

Djúp lægð nálgast landið úr suðri og því verður vaxandi norðaustanátt á landinu í dag, 10 til 18 metrar á sekúndu um hádegi en 15 til 23 seinnipartinn, hvassast suðaustantil. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir allt landið austanvert.

Veður

Kólnar aftur í kvöld og spáð stormi um helgina

Lægðin sem nú er að finna vestur af landinu og bar með sér snjókomubakka yfir vestanvert landið, hreyfist hægt og bítandi til vesturs og léttir í kjölfarið smám saman til. Í öðrum landshlutum er bjart með köflum en stöku él eru á víð og dreif.

Veður

Líkur á erfiðum aksturs­skil­yrðum

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustan átta til þrettán metrum á sekúndu í dag og snjókomu á vestanverðu landinu. Hafa íbúar á höfuðborgarsvæðinu vaknað upp við hvíta jörð í morgun.

Veður

Vegir lokaðir víða um landið

Vegir eru lokaðir víða á landinu og færð ekki með besta móti sem er ekki gott fyrir alla þá ferðalanga sem þurfa að komast heim eftir páskahelgina.

Veður

Víða kalt í dag

Áfram verður norðaustlæg átt á landinu, víða kaldi eða stinningskaldi með éljum í dag en léttskýjað suðvestantil.

Veður

Gular við­varanir og versnandi aksturs­skil­yrði

Spáð er nokkuð hvassri norðan- og norðaustanátt í dag, víða 13 til 20 metrum á sekúndu og snjókomu eða él, einkum á Norður- og Austurlandi þar sem gul viðvörun verður í gildi. Þurrt að kalla sunnan heiða og bjart veður fram eftir degi, en lítilsháttar snjókoma þar í kvöld. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust yfir daginn syðst.

Veður

Bætir í ofankomu og við­búið að færð versni

Í dag er spáð norðaustan 10 til 18 metrum á sekúndu, en hvassara í vindstrengjum undir Vatnajökli. Él á Norður- og Austurlandi, en þurrt og bjart um landið sunnanvert. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust við suðurströndina yfir daginn.

Veður

Hvessir víðast hvar síð­degis

Það verður hægt vaxandi norðaustanátt á landinu í dag. Síðdegis nær 10-18 m/s víða. Él verður á Norður- og Austurlandi, en bjart að mestu um landið sunnanvert. Frost mælist 0 til 6 stig í dag en frostlaust verður sunnantil yfir daginn. 

Veður

Stöku él í flestum lands­hlutum

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðan- og norðaustanátt í dag, víða fimm til tíu metrar á sekúndum, en suðaustan átta til þrettán á Suðvesturlandi í dag. Reikna má með stöku éljum í flestum landshlutum en úrkomulítið að mestu á Suðausturlandi og norðvestanlands.

Veður

Stormur á Vest­fjörðum en hægari vindur annars staðar

Núna í morgunsárið er 958 millibara lægð yfir Suðurlandi og það er því breytilegt hvaðan vindur blæs í dag. Við suðurströndina verður suðvestan 13 til 18 metrar á sekúndu og rigning en á Vestfjörðum verður norðaustan stormur og snjókoma.

Veður