Viðskipti erlent

Kýpur mun halda í evruna

Kýpur mun ekki slíta myntsamstarfi sínu við Evrópusambandið. Evran var tekin upp í landinu þann fyrsta janúar árið 2008. Forseti Kýpur, Nicos Anastasiades, lýsti því yfir í dag að það væri ekki stefna yfirvalda að standa í tilraunastarfsemi með framtíð Kýpur. Hann ítrekaði að fjárhagsleg framtíð landsins væru nú örugg enda hefðu yfirvöld uppfyllt skilmála fyrir tíu milljarða evra neyðarláni frá evrópska seðlabankans og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Bankar og fjármálastofnanir á Kýpur opnuðu í gær eftir að hafa verið lokaðar í tæpar tvær vikur.

Viðskipti erlent

Markaðir tóku kipp eftir Kýpurlán

Markaðir í Asíu tóku kipp upp á við í nótt þegar ljóst var að samkomulag var í höfn um neyðarlánið til Kýpur. Einnig tók heimsmarkaðsverð á olíu að stíga sem og verða á mörgum öðrum hrávörum.

Viðskipti erlent

SAS hættir með viðskiptafarrými

Flugfélagið SAS er komið í beina samkeppni við lágfargjaldaflugfélögin og ætla að leggja niður viðskiptafarrými. Á viðskiptavefnum epn.dk segir að farrýmum verði fækkað úr þremur í tvö, en eftir standa svokölluð Go og Go plús farrými sem eru ódýrari en viðskiptafarrýmið. Rekstur SAS hefur gengið mjög erfiðlega að undanförnu og hefur félagið ráðist í miklar uppsagnir og annan niðurskurð til að bjarga rekstrinum.

Viðskipti erlent

Staðan á Kýpur skelfir markaði

Staðan á Kýpur hefur valdið töluverðri skelfingu meðal fjárfesta víða um heiminn. Vísitölur á hlutabréfamörkuðum bæði í Asíu í nótt og Evrópu í morgun hafa lækkað töluvert.

Viðskipti erlent

Mestu vandræði í 30 ár

Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn krefjast þess að innistæðueigendum í Kýpur verði gert að greiða allt upp undir 10% skatt af innistæðum sínum. Þetta verði gert að skilyrði fyrir því að Evrópusambandið veiti ríkissjóð Kýpur fjárhagsaðstoð en miklir erfiðleikar steðja að rekstri ríkissjóðs þar í landi. Til stendur að Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veiti 10 milljarða evra, eða um 1600 milljarða króna, lán.

Viðskipti erlent

Kýpur fær neyðarlán

Fjármálaráðherrar Evruríkjanna og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa komist að samkomulagi um tíu milljarða evru neyðarlán til Kýpur. Láninu fylgja hinsvegar ýmsar kvaðir sem margir telja að muni leiða til áhlaups á banka eyjunnar.

Viðskipti erlent