Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækkan en ekki eins hratt og fyrir helgina. Brent olían er komin rétt undir 103 dollara á tunnna og hefur lækkað um 1% frá því fyrir helgi.
Svipuð lækkun hefur orðið á bandarísku léttolíunni en tunnan af henni kostar rúmlega 95 dollara.
Á vefsíðunni investing.com segir að ástæðan fyrir þessum verðlækkunum séu nýjar tölur frá Kína sem sýna að vöxtur iðnaðarframleiðslu landsins er undir væntingum sérfræðinga. Styrking á gengi dollarans að undanförnu hefur einnig haft áhrif.
