Viðskipti erlent

James Bond líklega að skipta um eiganda

Kvikmyndaverið Lions Gate hefur lagt fram tilboð í MGM en þess hefur lengi verið vænst að þessi tvö stærstu kvikmyndaver í Hollywood myndu sameinast. MGM á nú í miklum fjárhagserfiðleikum og rambar á barmi gjaldþrots.

Viðskipti erlent

Djörf hótelauglýsing veldur deilum í Noregi

Ný auglýsingaherferð hótelkeðjunnar First Hotels á Norðurlöndunum veldur nú deilum í Noregi. Alþýðusambandi Noregs (Fellesforbundet) er sérlega uppsigað við þessar auglýsingar og segir að þær feli í sér kynjamismunun og gamaldags viðhorf til kvenna.

Viðskipti erlent

Nýtt tilboð flækir söluna á Liverpool

Auðmaður frá Singapore hefur lagt fram nýtt kauptilboð í enska úrvalsdeildarliðið Liverpool. Þetta flækir enn meir ruglingslega stöðuna í kringum söluna á liðinu en málið kemur til kasta breskra dómstóla í dag.

Viðskipti erlent

Gjöfum rignir yfir gulldrengina á Wall Street í ár

Aftur í ár eiga gulldrengir og stúlkur í bönkunum á Wall Street von á bónusum og launauppbótum sem slá munu metið í þessum aukasposlum sem sett var í fyrra. Samkvæmt úttekt Wall Street Journal mun bónusupphæðin í ár nema um 144 milljörðum dollara eða rúmum 16.000 milljörðum kr.

Viðskipti erlent

Eigendur Eik Banki meðal stærstu skuldara bankans

Í ljós er komið að eigendur Eik banki í Færeyjum eru í hópi stærstu skuldara bankans. Jafnframt er ljóst að þessar skuldir þarf að afskrifa að fullu. Í frétt í viðskiptablaðinu Börsen segir að skuldin í heild nemi rúmum 400 milljónum danskra kr. eða hátt í níu milljörðum kr.

Viðskipti erlent

Risavaxinn niðurskurður framundan í Bretlandi

Breskur almenningur stendur frammi fyrir mesta niðurskurði í ríkisútgjöldum á undanförnum 80 árum. Skera á verulega niður í velferðarkerfinu og félagsþjónustunni, til varnarmála, menntamála og í fjárfestingum á vegum breska ríkisins.

Viðskipti erlent

AGS-fundi mistókst að stoppa gjaldmiðlastríð

Á fundi meðlima Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um, helgina mistókst að ná samkomulagi um að blása af gjaldmiðlastríð sem nú geysar í heiminum. Stríð fellst í því að ýmsar ríkisstjórnir hafa gripið til ráðstafana til að veikja gengi gjaldmiðla sinna svo hagkerfin heimafyrir séu samkeppnishæfari í alþjóðaviðskiptum.

Viðskipti erlent

Hafði betur gegn banka

Bandaríski leikarinn Larry Hagman hafði á dögunum betur í máli gegn bandaríska stórbankanum Citigroup, sem var dæmdur til að greiða leikaranum 1,1 milljón dala, jafnvirði 120 milljóna króna, í skaðabætur. Hagman, sem varð 79 ára fyrir mánuði, sló í gegn sem staðalskúrkurinn J.R. Ewing í sjónvarpsþættinum Dallas sem Sjónvarpið sýndi um árabil á níunda áratug síðustu aldar.

Viðskipti erlent

Spenna vegna gjaldmiðlastríðs

Þriggja daga sameiginlegur ársfundur Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem hefst í Washington í dag, virðist ætla að markast af spennu vegna gjaldmiðlastríðs sem virðist vera í uppsiglingu.

Viðskipti erlent

200 milljarða tilboði í Iceland var hafnað

Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri bresku lágvöruverðskeðjunnar Iceland Foods, gerði tilboð í fyrirtækið fyrir fjórum mánuðum upp á einn milljarð breskra punda, jafnvirði um tvö hundruð milljarða íslenskra króna. Skilanefnd Landsbankans, sem fer með tæplega sjötíu prósenta hlut í Iceland Foods, leit ekki við því, samkvæmt staðfestum heimildum Fréttablaðsins.

Viðskipti erlent

Þarf að endurgreiða

Jerome Kerviel, fyrrverandi verðbréfamiðlari hjá franska bankanum Societé Generale, þarf að endur­greiða bankanum hvorki meira né minna en 4,9 milljarða evra, eða rétt tæplega 760 milljarða króna fyrir hlutdeild sína í fjársvika­myllu, sem er ein sú stærsta sem sögur fara af.

Viðskipti erlent

Axcel hagnast um 280 milljarða á Pandóru

Fjárfestingarsjóðurinn Axcel III hefur hagnast um 14 milljarða danskra kr. eða um 280 milljarða kr. á skráningu skartgripaframleiðandans Pandóru á markað í Kaupmannahöfn í dag. Meðal eigenda Axcel er FIH bankinn og munu bæði Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings njóta góðs af ótrúlegu gengi Pandóru.

Viðskipti erlent

Gullöld tekur við af olíuævintýrinu í Noregi

Ný gullöld, bókstaflega talað, mun taka við af olíuævintýrinu í Noregi þegar olíuna þrýtur undan ströndum landsins. Norsk stjórnvöld hafa ákveðið að verja 100 milljónum norskra kr. eða um 2 milljörðum kr. til gulleitar í norðurhluta landsins á næstu fjórum árum.

Viðskipti erlent